Pia Persson skrifaði:
Hej, Stickar mössan; när man kommer till halsresåren; strl 40/42, minska 8 m till =90 m. sticka resår i 2,5 cm. nästa v stickas så här från mitt bak: sticka över de 35 m , sätt följ 21 m på 1 tråd (utan att stickas), vänd och sticka samtidigt som det ökas 26 m= 95 m. Hur får ni ihop den matematiken? Gör gärna en video så man ser.
07.02.2021 - 14:57DROPS Design svaraði:
Hej Pia. Du har 90m från början och sätter 21 m på en tråd + att du ökar 26 m. 90-21+26=95m. Mvh DROPS Design
08.02.2021 - 07:51
Deni skrifaði:
I'm knitting socks size 12/18 months.I've worked 5.5 cm stocking st on middle piece but I don't understand how to slip sts back on needle and at the same time pick up sts from the middle part.Than it says work 4 rounds stocking st in the round-does it mean actually working in the round?
26.10.2020 - 10:54DROPS Design svaraði:
Dear Deni, work the middle 12 sts on needle (top of foot), pick up sts along the left side of the mid top of foot, work stitches from threads, pick up sts along the right side of mid top of foot, join and continue in the round (= first of the 4 rounds in stocking stitch). Happy knitting!
26.10.2020 - 12:27
Benyó Nóra skrifaði:
A sapka leírását hol találom?
13.10.2019 - 16:53
Andy skrifaði:
The pattern itself is nice as long as you make sure to line up your polka dots. You kind of have to keep an eye on it. Create a chart for the decreases as well. But the suggested yarn left me very disappointed. It is spun very loosely and will stretch enormously the second you get it wet for blocking. It ruined this piece for me.
02.02.2019 - 18:45DROPS Design svaraði:
Dear Andy, BabyMerino has to be worked rather tight than loose (see informations on its shadecard) and read more about Merino care here. Happy knitting!
04.02.2019 - 14:41
Marine skrifaði:
J'ai fait mon échantillon en aller-retour, pensez-vous qu'il y ait une incidence avec le fait que le modèle se tricote en rond ? Merci
17.10.2017 - 14:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Marine, essayez de conserver la même tension quand vous tricotez en rond, et ainsi, tout sera juste. Bon tricot!
17.10.2017 - 15:48
Marine skrifaði:
Pourriez-vous me dire combien de cm doit faire la circonférence au niveau des côtes avec les 220 mailles ? Merci de votre réponse
17.10.2017 - 13:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Marine, je suis désolée, nous n'avons pas cette mesure, mais si votre échantillon en jersey est juste, votre ouvrage aura les bonnes dimensions. Bon tricot!
17.10.2017 - 13:57
Marine skrifaði:
Bonjour, Lorsque j'ai monté 220 mailles pour la collerette sur des aiguilles circulaires de 40 cm de long et que j'ai tricoté 2 cm de côtes, la circonférence de mon tricot mesure environ 40/ 45cm alors que pour 220 mailles il devrait faire beaucoup plus ! Mon échantillon fait 26 mailles, que se passe-t-il, je ne comprends pas ! Merci de votre aide
16.10.2017 - 23:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Marine, les 220 mailles se tricotent d'abord en côtes 1/1 ce qui va resserrer la circonférence, après les côtes, vous diminuez 52 m, vous tricotez M.7 et ses diminutions au dernier rang, il vous restera 154 m. Si votre échantillon est juste, continuez simplement. Bon tricot!
17.10.2017 - 09:29
Geray skrifaði:
Bonjour, Merci pour votre réponse. Je veux savoir combien mesure le tour de la collerette en bas, au niveau des épaules car il n'y a pas de schéma où cela est indiqué afin de savoir si mon tricot correspond bien. Merci
11.10.2017 - 12:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Madame Geray, avec un échantillon de 26 m = 10 cm en jersey, le bas de la cagoule mesurera environ 65 cm (sur 168 m jersey dans M.7). Bon tricot!
11.10.2017 - 13:48
Geray skrifaði:
Bonjour, J'ai bien compris qu'il faut partir avec 220 mailles pour la taille 1/3 mois, mais j'aimerais savoir combien mesure la largeur de la collerette épaules à épaules au niveau des côtes 1/1 quand elle est réalisée ? Merci d'avance
10.10.2017 - 18:56DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Geray, les côtes 1/1 mesurent 3 cm + M.7, on arrive à environ 10 cm + 2 tours jersey et on va tricoter en côtes pour le cou. Bon tricot!
11.10.2017 - 08:54
Geray skrifaði:
Je suis en train de réaliser la taille 1/3 mois. Merci
09.10.2017 - 19:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Geray, en taille 1/3 mois, vous commencez avec 220 m pour le bas de la cagoule. Bon tricot!
10.10.2017 - 09:25
Jonas#jonasbalaclava |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Sett með prjónaðri peysu fyrir börn, buxum, húfu og sokkum með norrænu mynstri úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 19-32 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1-M.7 – allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um buxur): Byrjið 2 l á undan prjónameri og prjónið þannig: 2 l slétt saman, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju að aftan á stroffi á sokkum): Fækkið um 1 l hvoru megin við 3 miðju l að aftan á sokknum (= 1 l sl + 1 l br + 1 l sl) með því að prjóna 2 l br saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 153-177-201 (223-245) l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna nr 2 með litnum ísblár. Prjónið 1 umf stroff = 1 l sl/1 l br með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – og 1 l í hvorri hlið við miðju að framan (séð frá réttu). Skiptið yfir í litinn natur og haldið áfram með stroff. Eftir 4-4-4 (5-5) cm skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5 og prjónið 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 24-30-36 (40-44) l jafnt yfir = 129-147-165 (183-201) l. Setjið eitt prjónamerki 33-37-42 (46-51) l inn frá hvorri hlið = 63-73-81 (91-99) l á milli prjónamerkja á bakstykki. Prjónið M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni við miðju að framan. ATH! Næst síðasta l á prjóni er prjónuð eins og fyrsta l í M.1 þannig að mynstrið byrjar og endar alveg eins í hvorri hlið við miðju að framan. Eftir M.1 er síðan prjónað M.2 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 15-17-20 (23-26) cm – passið uppá að prjóna minnst 2 umf á eftir umf með "doppu" í mynstri – prjónið M.3 (munið eftir að næst síðasta l á prjóni sé prjónuð eins og fyrsta l í M.3 þannig að mynstrið byrji og endi eins í hvorri hlið við miðju að framan). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-27) cm skiptist stykkið við handveg við bæði prjónamerki og hvor hluti er prjónaður til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: = 63-73-81 (91-99) l. Fitjið upp 1 nýja l í hvorri hlið (= kantlykkja fyrir saum) = 65-75-83 (93-101) l. Haldið áfram með M.3 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Á eftir M.3 er prjónað M.4 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATH! Ör í M.4 merkir miðjulykkju að aftan, teljið síðan út l til hliðar frá þeirri l. Á eftir M.4 er prjónað með litnum ísblár til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 27-29-33 (37-41) cm fellið af miðju 23-25-27 (27-29) l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 2 l í næstu umf frá hálsi = 19-23-26 (31-34) l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 28-30-34 (38-42) cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 33-37-42 (46-51) l. Fitjið upp 1 nýja l við handveg (= kantur fyrir saum) = 34-38-43 (47-52) l. Haldið áfram með M.3 með 1 kantlykkju i garðaprjóni í hvorri hlið. Á eftir M.3 er prjónað M.4 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATH! Passið að mynstrið verði fallegt við miðju að framan, það á að vera 1 l í litnum ljós blár við miðju að framan á eftir kantlykkju og á undan einni rúðu með litnum natur eða krossi. Prjónið M.4 með litnum ísblár til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-26-29 (33-36) cm setjið síðustu 9-9-10 (11-12) l við miðju að framan á þráð fyrir hálsmál. Fækkið síðan lykkjum í byrjun á hverri umf frá hálsmáli: 2 l 2-2-2 (1-1) sinnum og 1 l 2-2-3 (3-4) sinnum = 19-23-26 (31-34) l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 28-30-34 (38-42) cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 48-50-56 (58-64) l á sokkaprjóna nr 2 með litnum ísblár. Prjónið 1 umf stroff = 1 l sl/1 l br, skiptið yfir í litinn natur og haldið áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 4-4-4 (5-5) cm skiptið yfir á sokkaprjóna nr 2,5. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 11-13-13 (15-15) l jafnt yfir = 37-37-43 (43-49) l. LESIÐ ALLAN KAFLANN FYRIR ERMI ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið M.1 – stillið af við miðju, sjá ör í mynstri. Á eftir M.1 er haldið áfram með M.2 (stillið af miðju eftir ör) þar til stykkið mælist ca 16-16-18 (23-26) cm – passið uppá að prjóna minnst 2 umf á eftir umf með "doppu" í mynstri. Prjónið síðan M.5 (stillið af mynstur eftir ör) – á eftir M.5 er prjónuð ein umf með litnum ísblár til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 5-6-6 (7-7) cm aukið út um 2 l mitt undir ermi. Endurtakið útaukningu alls 11-13-13 (15-15) sinnum. Fyrir stærð 1/3 MÁN + 12/18 MÁN + 2 ÁRA: í 4. hverri umf. Fyrir stærð 6/9 MÁN: í 3. hverri umf. Fyrir stærð STRL 3/4 ÁRA: Í 5. hverri umf = 59-63-69 (73-79) l – útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur. Fellið laust af þegar stykkið mælist ca 19-19-21 (26-29) cm (M.5 á nú að vera lokið og nokkrar umf með litnum ísblár). FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Takið upp ca 75-83-93 (105-115) l (deilanlegt með 2 + 1) meðfram vinstra framstykki á prjóna nr 2 með litnum natur. Prjónið stroff = 1 l sl/1 l br með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 1 l slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). Þegar kantur að framan mælist 2 cm er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið á sama hátt og vinstri kantur að framan en eftir 1 cm er fellt af fyrir 5-5-5 (6-6) hnappagötum jafnt yfir – það neðsta á að vera ca 1½ cm frá neðri kanti og það efsta ca 4 cm frá efri kanti (að auki á að gera eitt hnappagat í kant í hálsmáli). 1 HNAPPAGAT = fellið af 2 l og fitjið upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af í næstu umf. HÁLSMÁL: Takið upp frá réttu í kringum hálsmál: ca 87 til 117 l – meðtaldar l af þræði að framan jafnt yfir kant að framan (fjöldi l á að vera deilanlegur með 2 + 1) á hringprjóna nr 2 með litnum natur. Prjónið stroff = 1 l sl/1 l br með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 1 l sl í hvorri hlið við miðju að framan (séð frá réttu). JAFNFRAMT eftir 1 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin í hægri kant að framan. Þegar kantur í hálsmáli mælist 2 cm, skiptið yfir í litinn ísblár. Prjónið 1 umf stroff og fellið síðan af með sl yfir sl og br yfir br. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring frá mitti og niður. BUXUR: Fitjið upp 142-150-160 (166-172) l á hringprjóna nr 2 með litnum ísblár – umf byrjar við miðju að aftan. Prjónið 1 umf stroff = 1 l sl/1 l br, skiptið yfir í litinn natur og haldið áfram með stroff. Þegar stroffið mælist 4 cm er skipt yfir á hringprjóna nr 2,5. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 16-18-22 (22-22) l jafnt yfir = 126-132-138 (144-150) l. UPPHÆKKUN AÐ AFTAN: Prjónið M.2 jafnframt er prjónuð upphækkun að aftan þannig: Prjónið 10-11-11 (12-12) l frá byrjun umf, snúið við (til að sleppa við göt er fyrsta lykkjan tekin óprjónuð og hert á þræði). Prjónið 20-22-22 (24-24) l og snúið við. Prjónið 30-33-33 (36-36) l og snúið við. Prjónið 40-44-44 (48-48) l og snúið við. Haldið svona áfram að prjóna 10-11-11 (12-12) l fleiri í hvert skipti sem snúið er við 8 sinnum til viðbótar (= 12 stuttar umf). Haldið síðan áfram að prjóna í hring með M.2 yfir allar l. ÚTAUKNING: Þegar stykkið mælist 13-16-17 (18-19) cm frá mitti (mælt fyrir miðju að framan) setjið eitt prjónamerki í byrjun umf og eitt prjónamerki á eftir 63-66-69 (72-75) l (merkir framan og aftan á buxum). Aukið síðan út um 1 l hvoru megin við þessi prjónamerki (= 4 l fleiri í umf) í 3. hverri umf alls 6 sinnum = 150-156-162 (168-174) l. Á eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 18-21-22 (23-24) cm frá mitti (mælt frá miðju að framan). SKÁLM: Prjónið 75-78-81 (84-87) l – byrjið fyrir miðju að aftan og setjið þær l sem eftir eru á þráð. Prjónið í hring á sokkaprjóna (M.2 heldur áfram eins og áður) – setjið eitt prjónamerki að innanverðu á skálm = byrjun umf. Fækkið síðan um 1 l hvoru megin við prjónamerki – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA – alls 14-13-12 (11-10) sinnum. Fyrir stærð 1/3 MÁN: til skiptis í annarri hverri og 3. hverri umf. Fyrir stærð 6/9 MÁN: til skiptis í 3. og 4. hverri umf. Fyrir stærð 12/18 MÁN: til skiptis í 4. og 5. hverri umf. Fyrir stærð 2 ÁRA: til skiptis í 6. og 7. hverri umf. Fyrir stærð 3/4 ÁRA: til skiptis í 9. og 10. hverri umf = 47-52-57 (62-67) l. Þegar stykkið mælist ca 27-33-36 (42-49) cm frá mitti – passið að prjónaðar hafa verið 2 umf á eftir umf með "doppu"- prjónið M.1. Byrjið efst í mynstri og sjá ör sem merkir miðju á umf (= innanverðu á skálm). Á eftir M.1 er skipt yfir í litinn natur og sokkaprjóna nr 2. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 11-12-13 (16-17) l jafnt yfir = 58-64-70 (78-84) l. Prjónið síðan stroff = 1 l sl, 1 l br þar til buxurnar mælast 36-42-46 (52-59) cm frá mitti (stroffið mælist þá ca 5-5-6 (6-6) cm), skiptið yfir í litinn ísblár og prjónið 1 umf stroff áður en fellt er laust af með stroffi. Prjónið hina skálmina á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna neðan frá og upp þar sem sjálf húfan byrjar, prjónið síðan húfuna áfram fram og til baka. Byrjun umf = miðja að aftan! HÚFA: Fitjið laust upp 220-244-256 (280-288) l á hringprjóna nr 2 með litnum natur og prjónið 1 umf stroff = 1 l sl/1 l br. Skiptið yfir í litinn ísblár og haldið áfram með stroff. Þegar stroffið mælist 3-3-3 (4-4) cm skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5. Prjónið 1 umf í sléttprjóni með litnum ísblár JAFNFRAMT er fækkað um 52-52-64 (64-72) l jafnt yfir = 168-192-192 (216-216) l. Prjónið nú M.7. Eftir M.7 eru 154-176-176 (198-198) l á prjóni og haldið áfram með litinn ísblár og sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í umf 3 á eftir M.7 er fækkað um 14-16-16 (18-18) l jafnt yfir – þ.e.a.s. prjónið slétt saman 10. og 11. l EN passið uppá að úrtakan komi yfir úrtöku frá síðustu umf í M.7. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 4 sinnum – ATH: Í hverri umf sem l er fækkað í er prjónuð 1 l sléttprjón færri á milli allra skipta þar sem 2 l eru prjónaðar saman) = 98-112-112 (126-126) l á prjóni og stykkið mælist ca 10-10-10 (11-11) cm. Prjónið 1 umf sléttprjón, prjónið síðan 1 umf með sléttprjóni JAFNFRAMT er fækkað um 8-18-16 (26-22) l jafnt yfir = 90-94-96 (100-104) l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 2 og prjónið stroff (= 1 l sl/ 1 l br) þar til stroffið mælist 2½-2½-2½ (3-3) cm. NÆSTA UMFERÐ ER PRJÓNUÐ FRÁ MIÐJU AÐ AFTAN: Prjónið stroff eins og áður yfir fyrstu 35-36-37 (38-39) l, setjið næstu 21-23-23 (25-27) l á band (án þess að prjóna þær) = miðja að framan. Skiptið aftur yfir á hringprjóna nr 2,5, snúið við og prjónið 1 umf br frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 26-32-34 (44-50) l jafnt yfir = 95-103-107 (119-127) l á prjóni. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! NÆSTA UMF ER PRJÓNUÐ FRÁ RÉTTU ÞANNIG: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir á prjóni og endið á 1 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff fram og til baka. Þegar stykkið mælist 11-12-13 (14-15) cm setjið miðju 31-31-35 (39-39) l á prjóni á þráð fyrir miðjustykki á húfu. Prjónið 1 umf slétt frá réttu, 1 umf slétt frá röngu og 1 umf slétt frá réttu yfir síðustu 32-36-36 (40-44) í annarri hlið á stykki, fellið síðan af með sléttu frá röngu. Endurtakið í hinni hlið á stykki. Setjið 31-31-35 (39-39) l af þræði til baka á prjóninn og haldið áfram með stroff með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 1 l sl í hvorri hlið (séð frá réttu) þar til miðjustykkið mælist 11-12-12 (14-15) cm frá þar sem l voru settar á þráð. Prjónið 2 umf í garðaprjóni og fellið síðan fallega af. FRÁGANGUR: Saumið niður miðjustykki að hvorri hlið með smáu fallegu spori innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið. STROFF KANTUR Í KRINGUM OP Á HÚFU: Prjónið upp ca 120 til 160 l (deilanlegt með 2) í kringum op á húfu (meðtaldar l af þræði að framan) á hringprjóna nr 2 með litnum ísblár. Prjónið stroff (= 1 l sl/1 l br) í hring þar til stroffið mælist 4 cm, fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br. Brjótið stroff kantinn saman tvöfaldan að innan verðu á húfu og saumið niður með smáu fallegu spori. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 58-66-72 (78-82) l á sokkaprjóna nr 2 með litnum natur. Prjónið 1 umf stroff = 1 l sl/1 l br, skiptið yfir í litinn ísblár og haldið áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 2-3-4 (5-6) cm fækkið um 2 l fyrir miðju að aftan – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku með tveggja cm millibili alls 5 sinnum = 48-56-62 (68-72) l. Þegar stykkið mælist 10-11-12 (13-14) cm skiptið yfir á sokkaprjóna nr 2,5. Prjónið 1 umf sléttprjón JAFNFRAMT er fækkað um 6-10-16 (16-20) l jafnt yfir = 42-46-46 (52-52) l. Prjónið 1 umf sléttprjón án úrtöku. Setjið síðan 16-17-17 (19-19) fyrstu og 16-17-17 (19-19) lykkjur á þráð og síðustu l í umf á þráð = 10-12-12 (14-14) l eftir á prjóni fyrir miðjustykki. Prjónið 4-5-5½ (7-8) cm sléttprjón yfir þessar l. Setjið síðan til baka l af þráðum á prjóninn JAFNFRAMT eru teknar upp 11-13-15 (18-22) l beggja vegna við miðjustykki = 64-72-76 (88-96) l. Klippið frá og byrjið umf við miðju að aftan. Prjónið 1-2-4 (5-7) umf sléttprjón hringinn yfir allar l með litnum ísblár. Prjónið síðan M.6. ATH! Í stærð 12/18 mán verða 2 alveg eins mynstureiningar af M.6 við miðju aftan á sokknum. Á eftir M.6 er prjónuð 1 umf sléttprjón með litnum ísblár. Prjónið síðan 1 umf br áður en allar l eru felldar af nema þær 10-12-12 (14-14) l frá miðju stykki. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – fram og til baka yfir miðjustykki að sóla. Fellið af þegar sólinn mælist 10-11-12 (14-16) cm. Saumið sólann við sokkinn með smáu spori. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #jonasbalaclava eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.