BANET-FERRERI skrifaði:
Bonjour , j'ai une petite question : sur les diagrammes , il n'y a que les rangs endroits de représentés ? Merci pour vos magnifiques modèles et la qualité de vos laines ( je ne tricote plus que les vôtres )
01.08.2014 - 08:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Banet-Ferreri et merci. Tous les rangs sont représentés dans les diagrammes, ceux sur l'endroit et ceux sur l'envers. Commencez en bas à droite du diag. et lisez de droite à gauche sur l'endroit et de gauche à droite sur l'envers. Bon tricot!
01.08.2014 - 09:05
Benedicte.g skrifaði:
Il semble que la hauteur que vous indiquez pour mettre les mailles en attente pour la manche ne corresponde pas avec la hauteur finale de la manche
13.11.2013 - 20:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Bénédicte g. Les explications de la manche ont été corrigées, il faut procéder ainsi: à 10-11-11 (14-16) cm de hauteur totale, continuer en suivant M.1.À 14-17-19 (23-27) cm de hauteur totale, rabattre 10 m sous la manche (soit 5 m de chaque côté du marqueur). Merci, bon tricot!
13.11.2013 - 21:30
Benedicte.g skrifaði:
A quelle hauteur faut-il mettre les mailles en attente pour la manche
13.11.2013 - 20:35
Lis Skov skrifaði:
Er det rigtigt forstået at de strikkes med to farve i m 1 eller er det en vrangmaske . Jeg syntes i8kke det ser ud til der er farve mønster før i bærestykket.
26.10.2013 - 20:28DROPS Design svaraði:
Hej Lis. Der er ganske rigtig to farver i M.1: naturel og isblaa. Det er ganske rigtig ikke tydeligt at se paa billedet her, men de er der :-) God fornöjelse!
29.10.2013 - 15:06
Bente Bigum skrifaði:
I diagrammet efter 3 indtagning. er det meningen at det skal være en jævn "bølge" i natur med lyseblå baggrund eller er det et dyb V efterfulgt af et lille v ???
07.08.2013 - 09:41
Elisabeth skrifaði:
This ensemble is so cute! for which season is it suitable? no experience with alpaca wool... thanks in advance!
04.08.2012 - 18:30
Lena Sanden skrifaði:
Hvordan strikkes vrangpinden i diagrammet? Er det hver anden pind i diagrammet, eller skal den blot strikkes vrang i samme farve?
25.06.2012 - 14:08DROPS Design svaraði:
Hver 2.pind strikkes fra vrangen i den farve som diagrammet viser. God fornøjelse!
18.07.2012 - 08:32
Birgitte Larsen skrifaði:
Den er så sød, hvornår kommer opskriften, jeg skal bruge den snart
19.11.2008 - 22:39
Sindy skrifaði:
Oh wie süß!
19.11.2008 - 21:46Nicole skrifaði:
Un ensemble formidable avec des couleurs à dégeler l'hiver le plus rigoureux.Je prépare déjà mes aiguilles....
17.11.2008 - 19:08
Himmelblå#himmelblaajacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Sett með prjónaðri peysu fyrir börn með hringlaga berustykki og norrænu mynstri og buxur úr DROPS Alpaca
DROPS Baby 16-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á sokkaprjóna): *1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af þriðju og fjórðu l frá kanti og fitjið upp 2 nýjar l í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 1/3 mán: 4, 10, 16, 22, 27 cm. STÆRÐ 6/9 mán: 4, 10, 16, 22, 28 cm. STÆRÐ 12/18 mán: 4, 10, 16, 21, 27, 32 cm. STÆRÐ 2 ára: 4, 10, 17, 23, 30, 36 cm. STÆRÐ 3/4 ára: 4, 11, 18, 25, 32, 39 cm. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2, mynsturteikning sýnir mynstur séð frá réttu. LEIÐBEININGAR (á við um buxur): Þegar M.2 er prjónað er 1 l í lok umf sem ekki gengur upp í mynstri. Þessi l er prjónuð inn í mynstri eins og hún eigi að vera fyrsta l í næstu mynstureiningu. Þetta er gert svona til þess að mynstrið verði eins báðum megin við kant að framan. ATH: Lykkjum er ekki fækkað í síðustu l. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um buxur): Prjónið 3 l á undan prjónamerki þannig: 2 l sl saman, 1 l sl, Prjónið á eftir prjónamerki þannig: 1 l sl, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 172-192-212 (232-256) l (meðtaldar 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna nr 2,5 með litnum natur. Prjónið 1 umf br frá röngu. Prjónið nú frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 2 l sl og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 3 cm er prjónuð 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 42-50-52 (60-66) l jafnt yfir = 130-142-160 (172-190) l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3. Setjið eitt prjónamerki eftir 35-38-42 (45-50) l talið frá hvorri hlið (= 60-66-76 (82-90) l á milli prjónamerkja á bakstykki). Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm er fellt af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 7-7-9 (10-11) cm prjónið áfram með M.1 og með 5 kantlykkjum í garðaprjóni yst í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm fellið af 10 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 5 l hvoru megin við hvort prjónamerki) = 110-122-140 (152-170) l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 36-36-42 (42-46) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum natur. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4 cm, setjið eitt prjónamerki í byrjun umf = mitt undir ermi. Haldið áfram í sléttprjóni – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 5-5-5 (6-7) cm aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki, endurtakið útaukningu í 4.-4.-5. (5.-6.) hverri umf alls 7-8-8 (10-10) sinnum = 50-52-58 (62-66) l. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-11-11 (14-16) cm prjónið áfram með M.1. Þegar stykkið mælist 14-17-19 (23-27) cm fellið af 10 l mitt undir ermi (þ.e.a.s. 5 l hvoru megin við prjónamerki) = 40-42-48 (52-56) l. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 190-206-236 (256-282) l. Prjónið með litnum natur 1 umf slétt frá réttu – JAFNFRAMT er fækkað um 8-6-0 (2-10) l jafnt yfir = 182-200-236 (254-272) l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Setjið 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á þráð = 172-190-226 (244-262) l. Prjónið síðan og fellið af samkvæmt M.2 – sjá LEIÐBEININGAR og mynstur fyrir rétta stærð! Þegar M.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina – sjá ör í mynstri – eru 58-64-76 (82-88) l á prjóni og stykkið mælist ca 28-29-33 (37-40) cm upp að öxl. Prjónið með litnum natur 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 0-2-6 (4-6) l jafnt yfir = 58-62-70 (78-82) l. Setjið l af þræði í vinstri kanti að framan á sokkaprjóna nr 3 og prjónið garðaprjón með litnum natur þar til kantur að framan er jafn langur og peysan – endið eftir 1 umf frá réttu, endurtakið með l í hægri kanti að framan – munið eftir hnappagötum. Setjið inn kantlykkjur að framan á sama hringprjóna og afgangur af peysu = 68-72-80 (88-92) l. Prjónið til loka með litnum natur: 1 umf slétt frá röngu, 1 umf slétt frá réttu og 1 umf slétt frá röngu, prjónið síðan stroff þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 2 l sl og 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4-4-4 (5-5) cm fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br. Brjótið síðan uppá stroffið að röngu og saumið niður með smáu spori. FRÁGANGUR: Saumið kant að framan við peysu kant í kant. Saumið saman op undir ermum og saumið tölur í. Brotið er uppá ermar eftir þörf. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjað er að prjóna skálmar. SKÁLM: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið laust upp 64-68-72 (76-80) l á sokkaprjóna nr 2,5 með Alpaca. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umf = innan á skálm. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í hring í 8-8-9 (9-10) cm. Haldið áfram í sléttprjóni – JAFNFRAMT í fyrstu umf er fækkað um 8-8-10 (12-12) l jafnt yfir = 56-60-62 (64-68) l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 9-10-11 (11-12) cm aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki. Endurtakið útaukningu í 3.-4.-5. (6.-8.) hverri umf alls 8 sinnum = 72-76-78 (80-84) l. Þegar stykkið mælist 16-20-23 (25-32) cm skiptist stykkið upp að innanverðu á skálm og stykkið er prjónað til loka fram og til baka (þetta er gert svo að auðveldara verði að setja skálmarnar á sama hringprjón í lokin). Fitjið upp 1 nýja l í hvorri hlið fyrir saum = 74-78-80 (82-86) l. Þegar stykkið mælist 18-22-25 (29-34) cm fellið af 3 l í hvorri hlið = 68-72-74 (76-80) l. Geymið stykkið og prjónið hina skálmina á sama hátt. BUXUR: Setjið skálmarnar á sama hringprjón nr 2,5 = 136-144-148 (152-160) l. Setjið eitt prjónamerki við miðju að framan. Prjónið áfram í sléttprjóni – JAFNFRAMT er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA – endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 6 sinnum = 124-132-136 (140-148) l. Þegar stykkið mælist 29-35-38 (43-50) cm aukið út um 24-24-24 (28-28) l jafnt yfir = 148-156-160 (168-176) l. Prjónið síðan stroff = 2 l sl / 2 l br í 7-7-8 (9-9) cm. Fellið síðan LAUST af með sl yfir sl og br yfir br. Buxurnar mælast ca 36-42-46 (52-59) cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op að innanverðu við hvora skálm innan við 1 kantlykkju. Saumið síðan saman op á milli skálma. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #himmelblaajacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 16-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.