Ursula skrifaði:
Ich stricke gerade die Hose. Die Maschenprobe stimmt , aber mir kommt das Bein mit ca. 27 cm Umfang (entspricht 72 Maschen in Größe 1-3 Monate) sehr groß vor.
04.01.2025 - 23:12DROPS Design svaraði:
Liebe Ursula, das stimmt auch so, wenn beide Beide zusammen sind und nach den Abnahmen, haben Sie 124 Maschen = ca 48 cm Umfang und 24 cm flach - wie bei der Skizze. Viel Spaß beim Stricken!
06.01.2025 - 09:31
Pilar skrifaði:
Hola me gustaría obtener la revista como puedo hacerlo gracias
25.10.2024 - 13:40DROPS Design svaraði:
Hola Pilar, ya no publicamos nuestros catálogos en papel, pero en esta página puedes encontrar todos nuestros patrones gratis y puedes imprimirlos si quieres tenerlos en papel.
27.10.2024 - 17:05
Monique skrifaði:
Het patroon geeft niet aan of de halsboord met pen 2,5 moet worden gebreid. Er staat slechts dat de steken van de biezen op pen 3 moet worden teruggezet. Moet ik de halsboord met pen 3 of met 2,5 breien? Alvast dank! Groet Monique
29.09.2023 - 13:31
Inger Haugnes skrifaði:
Viser til svar 7/11 på spørsmålet jeg stilte. vennligst les spørsmålet mitt på nytt, i oppskriften står det at det skal felles og ikke økes etter rangborden, og det skjønner jeg ikke at kan stemme?
07.11.2022 - 18:04DROPS Design svaraði:
Hei Inger, Det er foreslått ekstra masker i vrangborden slik at den ikke er stram. Disse maskene er deretter felt, før man begynner på bolen. God fornøyelse!
08.11.2022 - 07:41
Inger Haugnes skrifaði:
Jeg forstår ikke hvorfor det på bolen skal felles av masse masker etter vrangborden nederst?
04.11.2022 - 22:05DROPS Design svaraði:
Hei Inger. På 80 tallet skulle man gjerne ha en stram vrangbord, dette har forandrets seg. Nå er ønsket at man har en vrangbord som passer bedre til bolen, så strikker man vrangborden med tynnere pinner og øker masker etter vrangborden vil man få en penere overgang mellom vrangbord og bol. mvh DROPS Design
07.11.2022 - 10:45
Sue Scott skrifaði:
I’ve been trying to find the dark steel blue for this pattern but it seems that the 6347 is called “gray purple”. Is this the same color with a different name, or is it a different color? I did find one skein on eBay but I don’t want to order it if it’s not the same color. I want to make the sweater to look just like yours in the picture. Thank you. Sue Scott
07.03.2022 - 19:41DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Scott, this colour is now discontinued, but for any assistance choosing the best matching colour, please contact your DROPS store, they will be able to help you, even per mail or telephone. Happy knitting!
08.03.2022 - 11:01
Tiziana skrifaði:
Salve,visto che il motivo jacquard si lavora avanti e indietro spesso occorre tagliare i filo del colore che viene usato iniziando dalla parte opposta. Come nascondere le codine specialmente se si trovano alla fine del ferro? Esiste una tecnica particolare per questo tipo di jacquard? Grazie
23.10.2021 - 17:53DROPS Design svaraði:
Buonasera Tiziana, può nascondere le codine nelle maglie del colore utilizzato. Buon lavoro!
24.10.2021 - 20:23
Tiziana skrifaði:
Non sono più disponibili i colori drops alpaca 8105 e 6347 come posso sostituirli?
09.10.2021 - 10:57DROPS Design svaraði:
Buongiorno Tiziana, può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia che le mostrerà le combinazioni di colore più adatte. Buon lavoro!
09.10.2021 - 12:07
Susanne Cassøe skrifaði:
Mønster i bærestykke str 12/18 mdr. Skal diagrammet i ovennævnte str. starte ved maske nr 4 eller helt til højre ved maske nr 1? Eller hvad betyder pilen i toppen 12/18 Hilsen Susanne
22.10.2020 - 21:37DROPS Design svaraði:
Hei Susanne. Du starter med første maske i diagrammet når du skal strikke bærestykket, men husk å lese STRIKKETIPS i oppskriften. Pilen i toppen forteller når M.2 er strikket ferdig i din størrelse. I str. 12/18 mnd strikker du hele M.2, men i str. 6/9 mnd avslutter man bærestykket tidligere. God Fornøyelse!
26.10.2020 - 08:36
Lena skrifaði:
Här står det väl fel? Det är väl tvärtom? : RÄTST (fram och tillbaka på st): Maskorna stickas räta på varje varv. RÄTST (runt på strumpst): *1 räta v och 1 avigt v*, upprepa *-*.
23.04.2020 - 10:51
Himmelblå#himmelblaajacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Sett með prjónaðri peysu fyrir börn með hringlaga berustykki og norrænu mynstri og buxur úr DROPS Alpaca
DROPS Baby 16-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á sokkaprjóna): *1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af þriðju og fjórðu l frá kanti og fitjið upp 2 nýjar l í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 1/3 mán: 4, 10, 16, 22, 27 cm. STÆRÐ 6/9 mán: 4, 10, 16, 22, 28 cm. STÆRÐ 12/18 mán: 4, 10, 16, 21, 27, 32 cm. STÆRÐ 2 ára: 4, 10, 17, 23, 30, 36 cm. STÆRÐ 3/4 ára: 4, 11, 18, 25, 32, 39 cm. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2, mynsturteikning sýnir mynstur séð frá réttu. LEIÐBEININGAR (á við um buxur): Þegar M.2 er prjónað er 1 l í lok umf sem ekki gengur upp í mynstri. Þessi l er prjónuð inn í mynstri eins og hún eigi að vera fyrsta l í næstu mynstureiningu. Þetta er gert svona til þess að mynstrið verði eins báðum megin við kant að framan. ATH: Lykkjum er ekki fækkað í síðustu l. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um buxur): Prjónið 3 l á undan prjónamerki þannig: 2 l sl saman, 1 l sl, Prjónið á eftir prjónamerki þannig: 1 l sl, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 172-192-212 (232-256) l (meðtaldar 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna nr 2,5 með litnum natur. Prjónið 1 umf br frá röngu. Prjónið nú frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 2 l sl og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 3 cm er prjónuð 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 42-50-52 (60-66) l jafnt yfir = 130-142-160 (172-190) l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3. Setjið eitt prjónamerki eftir 35-38-42 (45-50) l talið frá hvorri hlið (= 60-66-76 (82-90) l á milli prjónamerkja á bakstykki). Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm er fellt af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 7-7-9 (10-11) cm prjónið áfram með M.1 og með 5 kantlykkjum í garðaprjóni yst í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm fellið af 10 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 5 l hvoru megin við hvort prjónamerki) = 110-122-140 (152-170) l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 36-36-42 (42-46) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum natur. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4 cm, setjið eitt prjónamerki í byrjun umf = mitt undir ermi. Haldið áfram í sléttprjóni – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 5-5-5 (6-7) cm aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki, endurtakið útaukningu í 4.-4.-5. (5.-6.) hverri umf alls 7-8-8 (10-10) sinnum = 50-52-58 (62-66) l. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-11-11 (14-16) cm prjónið áfram með M.1. Þegar stykkið mælist 14-17-19 (23-27) cm fellið af 10 l mitt undir ermi (þ.e.a.s. 5 l hvoru megin við prjónamerki) = 40-42-48 (52-56) l. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 190-206-236 (256-282) l. Prjónið með litnum natur 1 umf slétt frá réttu – JAFNFRAMT er fækkað um 8-6-0 (2-10) l jafnt yfir = 182-200-236 (254-272) l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Setjið 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á þráð = 172-190-226 (244-262) l. Prjónið síðan og fellið af samkvæmt M.2 – sjá LEIÐBEININGAR og mynstur fyrir rétta stærð! Þegar M.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina – sjá ör í mynstri – eru 58-64-76 (82-88) l á prjóni og stykkið mælist ca 28-29-33 (37-40) cm upp að öxl. Prjónið með litnum natur 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 0-2-6 (4-6) l jafnt yfir = 58-62-70 (78-82) l. Setjið l af þræði í vinstri kanti að framan á sokkaprjóna nr 3 og prjónið garðaprjón með litnum natur þar til kantur að framan er jafn langur og peysan – endið eftir 1 umf frá réttu, endurtakið með l í hægri kanti að framan – munið eftir hnappagötum. Setjið inn kantlykkjur að framan á sama hringprjóna og afgangur af peysu = 68-72-80 (88-92) l. Prjónið til loka með litnum natur: 1 umf slétt frá röngu, 1 umf slétt frá réttu og 1 umf slétt frá röngu, prjónið síðan stroff þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 2 l sl og 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4-4-4 (5-5) cm fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br. Brjótið síðan uppá stroffið að röngu og saumið niður með smáu spori. FRÁGANGUR: Saumið kant að framan við peysu kant í kant. Saumið saman op undir ermum og saumið tölur í. Brotið er uppá ermar eftir þörf. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjað er að prjóna skálmar. SKÁLM: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið laust upp 64-68-72 (76-80) l á sokkaprjóna nr 2,5 með Alpaca. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umf = innan á skálm. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í hring í 8-8-9 (9-10) cm. Haldið áfram í sléttprjóni – JAFNFRAMT í fyrstu umf er fækkað um 8-8-10 (12-12) l jafnt yfir = 56-60-62 (64-68) l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 9-10-11 (11-12) cm aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki. Endurtakið útaukningu í 3.-4.-5. (6.-8.) hverri umf alls 8 sinnum = 72-76-78 (80-84) l. Þegar stykkið mælist 16-20-23 (25-32) cm skiptist stykkið upp að innanverðu á skálm og stykkið er prjónað til loka fram og til baka (þetta er gert svo að auðveldara verði að setja skálmarnar á sama hringprjón í lokin). Fitjið upp 1 nýja l í hvorri hlið fyrir saum = 74-78-80 (82-86) l. Þegar stykkið mælist 18-22-25 (29-34) cm fellið af 3 l í hvorri hlið = 68-72-74 (76-80) l. Geymið stykkið og prjónið hina skálmina á sama hátt. BUXUR: Setjið skálmarnar á sama hringprjón nr 2,5 = 136-144-148 (152-160) l. Setjið eitt prjónamerki við miðju að framan. Prjónið áfram í sléttprjóni – JAFNFRAMT er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA – endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 6 sinnum = 124-132-136 (140-148) l. Þegar stykkið mælist 29-35-38 (43-50) cm aukið út um 24-24-24 (28-28) l jafnt yfir = 148-156-160 (168-176) l. Prjónið síðan stroff = 2 l sl / 2 l br í 7-7-8 (9-9) cm. Fellið síðan LAUST af með sl yfir sl og br yfir br. Buxurnar mælast ca 36-42-46 (52-59) cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op að innanverðu við hvora skálm innan við 1 kantlykkju. Saumið síðan saman op á milli skálma. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #himmelblaajacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 16-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.