Alvhild skrifaði:
Nydelig kjole.
20.06.2008 - 22:49
Karen skrifaði:
Love this dress, glad it made into the collection. I can't wait to make it!
20.06.2008 - 20:16
Chrystel skrifaði:
Super belle !!
19.06.2008 - 11:10
Tanja skrifaði:
Fin feminin kjole. Livet blir litt for enkelt for meg. Jeg hadde brukt f.eks. flettene fra modell 362 i livet for å gjøre denne mer spennende.
18.06.2008 - 21:59
Brigitte skrifaði:
Simple, et certainement très confortable. Mignonne
13.06.2008 - 23:42
Leslie skrifaði:
Love all of it!... very femenine... cant wait to wear it!!!
11.06.2008 - 11:32Olga skrifaði:
Very nice
11.06.2008 - 10:19
Kari Storli skrifaði:
Denne var fin. Den skal jeg strikke så fort mønsteret kommer.
10.06.2008 - 07:46
Anne-Françoise skrifaði:
Je n'ai jamais tricoté de robe tunique je vais peut être me lancer comme vos explications son toujours claires
06.06.2008 - 18:10
Carina skrifaði:
Den här är riktigt snygg. Ett "ska göra" projekt för mig :)
06.06.2008 - 13:51
Insel |
|
![]() |
![]() |
Prjónað pils, toppur eða kjóll úr 2 þráðum DROPS Alpaca. Stærð S - XXXL
DROPS 108-7 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- STROFF: * 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-*. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PILS / KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. PILS / KJÓLL: Fitjið upp 168-184-188-202-210-231 lykkjur á hringprjón 6 með 2 þráðum Alpaca. Prjónið 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið, haldið áfram í sléttprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT því sem lykkjum er fækkað um 42-46-38-40-30-33 lykkjur jafnt yfir, þ.e.a.s í ca 4.-4.-5.-5.-7.-7. hver lykkja fækkuð (fækkið lykkjum með því að prjóna saman 2 lykkjur slétt) = 126-138-150-162-180-198 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með stroff. Pils: Fellið af þegar stroffið mælist 18 cm, pilsið mælist alls 58-59-60-61-62-63 cm. TOPPUR: Fitjið upp 126-138-150-162-180-198 lykkjur á hringprjón 4 með 2 þráðum Alpaca. Prjónið stroff í 18 cm. Fylgið síðan uppskrift fyrir kjól. Kjóll: Þegar stroffið mælist 18 cm er prjónuð 1 umferð slétt og 1 umferð brugði'ð. Skiptið yfir á hringprjón 6 og haldið áfram með sléttprjón. Þegar stykkið mælist 33 cm, fellið af 6-6-6-8-8-10 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg = 57-63-69-73-82-89 lykkjur eftir á framstykki og á bakstykki. Hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. FRAMSTYKKI: = 57-63-69-73-82-89 lykkjur. Fellið af fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð: 2 lykkjur 1-2-2-3-4-5 sinnum og 1 lykkja 2-3-5-4-5-5 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 37-38-38-39-39-40 cm setjið miðju 15-15-17-17-18-19 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af í byrjun á umferð, við hálsmál þannig: 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 3 sinnum = 7-7-7-8-9-10 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-53-54-55-56-57 cm. Allur kjóllin mælist nú 92-94-96-98-100-102 cm. BAKSTYKKI: = 57-63-69-73-82-89 lykkjur. Fellið af fyrir handveg á sama hátt og á framstykki = 49-49-51-53-56-59 lykkjur. Þegar stykkið mælist 48-49-50-51-52-53 cm fellið af miðju 27-27-29-29-30-31 lykkjur fyrir hálsmáli. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af í byrjun á hverri umferð, við hálsmál þannig: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 2 sinnum = 7-7-7-8-9-10 lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið er jafn langt og framstykki. FRÁGANGUR (toppur/kjóll): Saumið axlasauma. KANTUR HÁLSMÁL: Prjónið upp 132-132-138-138-144-144 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði) í kringum hálsmál á hringprjón 4 með 2 þráðum Alpaca. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Haldið áfram með stroff. Þegar kantur í hálsmáli mælist 7 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. KANTUR ERMI: Prjónið upp 84-90-96-102-108-114 lykkjur í kringum handveg á hringprjón 4 með 2 þráðum Alpaca. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Haldið áfram með stroff. Eftir 2 umferðir stroff eru felldar af 6 lykkjur neðst í handvegi. Prjónið áfram fram og til baka – JAFNFRAMT eru felldar af 3 lykkjur í byrjun á hverri umferð þar til kanturinn mælist 3 cm. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. FRÁGANGUR (pils/kjóll): Heklið með heklunál 5 með 2 þráðum Alpaca neðst í kringum pilsið þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 2 loftlykkjur, hoppið yfir 1 lykkju, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-*, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 108-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.