Martineb skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas cette phrase : en même temps, augmenter 1 m au début et à la fin de chaque rang ainsi : faire 3 ms dans la 1ère et dans la dernière ms du rang = 19-22-24 (29-31) ms. Merci pour votre réponse Martine
12.11.2013 - 18:52DROPS Design svaraði:
Chère Martineb, on va en fait augmenter 2 m (et non 1 seule, correction faite), au début et à la fin du rang en crochetant 3 ms dans la 1ère et 3 ms dans la dernière m du rang. Bon crochet!
13.11.2013 - 08:55
Martineb skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas cette phrase . en même temps, augmenter 1 m au début et à la fin de chaque rang ainsi : faire 3 ms dans la 1ère et dans la dernière ms du rang = 19-22-24 (29-31) ms. Merci pour votre réponse Martine
12.11.2013 - 18:50
Agnes skrifaði:
Voor de zool moet ik 15 l. haken. Dit is incl de keerlosse. In de 2e toer moet ik dan 15 st. hebben. Ik kom uit op 14 st. Moet ik nu in de 1e toer al een keerlosse erbij haken, ik kom dan op 16 l.
03.09.2013 - 15:34DROPS Design svaraði:
Hoi Agnes. Je hebt 1 v in de tweede l van de nld gehaakt = 1 l ter vervanging van de eerste v (Zie ook Haak Info) + 1 v = 2 v. Vervolgens haak je 1 v in de volgende 13 l = 15 v op de toer.
04.09.2013 - 10:45
Little Miss Berry Shoes#littlemissberryshoes |
|
|
|
|
Heklaðir skór fyrir börn með blómum úr DROPS Alpaca. Stærð 1 mán - 4 ára.
DROPS Baby 14-8 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er 1. fastalykkju skipt út fyrir 1 loftlykkju og í lok umferðar er síðasta fastalykkjan hekluð í loftlykkju í byrjun frá fyrri umferð. Í byrjun á hverri umferð með stuðlum er 1. stuðul skipt út fyrir 3 loftlykkjur og í lok umferðar er síðasti stuðull heklaður í 3. loftlykkju í byrjun frá fyrri umferð. Heklað er í hverja fastalykkju/stuðul (ekki á milli). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið lykkjum í byrjun á umferð þannig: Skiptið úr 1 fastalykkju/stuðli með 1 keðjulykkju. Fækkið lykkjum í lok umferðar þannig: Snúið stykkinu þegar eftir er sá fjöldi fastalykkja/stuðla sem fækka á og heklið til baka. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SKÓR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjað er á sólanum. VINSTRI SKÓR: Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og byrjið á sólanum. Heklið 15-18-20 (25-27) loftlykkjur (meðtalin 1 loftlykkja til að snúa við með) með heklunál 3 og litinn millibleikur. Fyrsta umferð er hekluð þannig: 1 fastalykkja í 2. loftlykkju frá heklunálinni, 1 fastalykkja í hverja af næstu 13-16-18 (23-25) loftlykkjum = 15-18-20 (25-27) fastalykkjur, snúið stykkinu. Heklið nú 1 fastalykkju í hverja fastalykkju frá fyrri umferð jafnframt er aukið út um 2 fastalykkjur í byrjun og í lok fyrstu umferðar með því að hekla 3 fastalykkjur í fyrstu og síðustu fastalykkju í umferð = 19-22-24 (29-31) fastalykkjur. Heklið fastalykkjur fram og til baka þar til 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 3-4-4 (5-5) cm. Fækkið um 2 fastalykkjur í hvorri hlið – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = 15-18-20 (25-27) fastalykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 3-4-4 (5-5) cm. Klippið frá og festið enda. Setjið eitt prjónamerki í hvert horn = 4 prjónamerki. Heklið nú stuðla í kringum sólann þannig: UMFERÐ 1: Byrjið við miðju að aftan (= mitt á annarri skammhliðinni) – heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 1 stuðul í hvern af næstu 2-3-3 (4-4) stuðlum, 2 stuðlar í hornið, 15-18-20 (25-27) stuðlar meðfram hlið, 2 stuðlar í hornið, 5-7-7 (9-9) stuðlar meðfram annarri skammhliðinni (= tá), 2 stuðlar í hornið, 15-18-20 (25-27) stuðlar meðfram hlið, 2 stuðlar í hornið og 2-3-3 (4-4) stuðlar, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð = 48-58-62 (76-80) stuðlar. UMFERÐ 2: Eins og umferð 1 – nema heklið saman 2 stuðla í bæði hornin við tá = 46-56-60 (74-78) stuðlar. UMFERÐ 3 og 4: Heklið 2 umferðir með stuðlum án þess að fækka lykkjum. Stykkið mælist nú ca 2 cm á hæðina. ÖKKLABAND: Heklið 2 umferðir með stuðlum yfir miðju 5-5-5 (7-7) stuðla mitt að aftan fyrir ökklaband, heklið síðan 33-34-35 (36-37) loftlykkjur í lok síðustu umferðar, snúið stykkinu. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunál, 1 stuðull í næsta stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul (= hnappagat), heklið síðan 1 stuðul í hverja af 27-28-29 (30-31) loftlykkjum sem eftir eru og 1 stuðul í hvern af 5-5-5 (7-7) síðustu stuðlum. Klippið frá og festið enda. EFRI HLUTI: Heklið 1 stuðul í hvern af 7-9-9 (11-11) stuðlum mitt framan á skó. Heklið fram og til baka þar til efri hlutinn mælist 4-4-5 (5-6) cm. Klippið frá og festið enda. Saumið efri hlutann að skó í hvora hlið með smáu spori. Skiptið yfir í litinn ljós bleikur og heklið krabbahekl meðfram öllu opinu á skónum og í kringum alla ökklaólina (krabbahekl = heklið fastalykkjur frá vinstri til hægri). MIÐJU ÓL: Heklið 5 fastalykkjur yfir miðju lykkjur framan á skónum með litnum ljós bleikur (1. umferð er hekluð frá bakhlið á krabbahekli). Heklið fram og til baka þar til ólin mælist 6 cm. Brjótið uppá ólina tvöfalda að röngu og saumið niður innan verðu á skónum. Saumið tölu mitt aftan á skó ca ca ½ cm ofan frá. HEKLAÐ BLÓM: Heklið 3 loftlykkjur með heklunál 3 og litinn ljós bleikur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 5 loftlykkjur um hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu af 4 loftlykkjum sem eru heklaðar, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 5 blöð, klippið frá. Heklið 3 loftlykkjur með heklunál 3 og litinn lime og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 5 fastalykkjur um hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: * 4 loftlykkjur, heklið 3 stuðla í fyrstu af 4 loftlykkjum sem voru heklaðar, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 5 blöð, klippið frá. Festið ljós bleika blómið ofan á blómið úr litnum lime og saumið blómið á efri hlutann á skónum. HÆGRI SKÓR: Heklið á sama hátt og vinstri skór, nema gagnstætt. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #littlemissberryshoes eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 14-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.