LECOMTE Sylviane skrifaði:
Madame, C'est pas hasard, je suis tombée sur votre site en regardant la laine d'Alpaga et je l'ai regardé...
30.04.2023 - 15:25
Jaye Hubarth skrifaði:
I'm having trouble understanding the instructions for crocheting together. It says to crochet from right side by crocheting 1tr in each tr. Are these up the sides?
22.03.2023 - 16:21DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hubarth, you will now crochet all pieces together for the round yoke, this means starting from RS crochet 1 stitch in each of the stitches on front piece, then on right sleeve, then on back piece, left sleeve and left front piece. Happy crocheting!
23.03.2023 - 09:19
Rikke skrifaði:
Hej. I teksten på venstre forstk. står der”Videre hækles der 1st i hver st samtidig med at der tages ind i siden som rygstk. “ Men på rygstk. Er der i HVER side- og en reduktion på 24 st. Men her på sidestk. Skal jeg kun reducere med 12 st? Er det så kun den ENE side? Og hvilken? Er det stadig 12 rækker? Syntes opskriften er meget mangelfuld. Håber I kan uddybe Vh Rikke
29.01.2023 - 17:28DROPS Design svaraði:
Hej Rikke, du tager ind i siden, lige som du tog ind på rygstykket. Stykkerne skal sys sammen i siden til sidst :)
31.01.2023 - 11:56
Jenny Quintero skrifaði:
Hola, gracias por aclarar mis dudas. Me gusta mucho este cardigan.
31.08.2021 - 20:09
Jenny Quintero skrifaði:
Unir las piezas a ganchillo: al empezar a tejer el canesú para la talla 12/18 ¿cuantas hileras son en total? ¿17?
27.08.2021 - 19:04DROPS Design svaraði:
Hola Jenny, después de unir las piezas (1 fila), se trabajan 2 filas con 1 p.a en cada p.a y después se trabajan 13 filas con disminuciones y 1 fila más con otro tipo de disminuciones; en total son 17 filas.
30.08.2021 - 19:10
Jenny Quintero skrifaði:
Abajo de Manga, al final(rem 5-5-6 (6-7) p.a., no solamente 5 p.a.): .... Cuando la pieza mida aprox 15-16-18 (23-27) cm a partir del marcapuntos, rem 5-5-6 (6-7) p.a. en cada lado . No entiendo ¿cual fue la corrección?
27.08.2021 - 18:48DROPS Design svaraði:
Hola Jenny, esta corrección es de 2014, por lo que el patrón completo ya tiene la corrección incluida, no hay que tener en cuenta el tip; eso es solo para aquellos que tenían el patrón impreso antes de la fecha indicada. En todo caso, hace referencia a que la cantidad de p.a rematados varía según la talla y no es 5 p.a para todas, solo para algunas.
30.08.2021 - 19:12
Julia skrifaði:
Continue to crochet 1 dc in each dc at the same time dec 1 dc each side a total of 12 times for Size 1/3 month + 6/9 month: Alternate between every and every other row What does this mean please? Alternate between every and every other row. really doesnt make an ounce of sense to me
27.02.2021 - 18:39DROPS Design svaraði:
Dear Julia, decrease like this: *work 1 row decreasing, work 1 row without decreasing, work 1 row decreasing*, and repeat these 3 rows a total of 6 times = you have decreased 12 sts on each side. Happy crocheting!
01.03.2021 - 08:38
Plet skrifaði:
Bonjour pouvez vous me dire combien l'encolure de ce gilet doit faire de hauteur une fois fini les diminutions, merci de votre réponse cordialement MC PLET
03.02.2021 - 09:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Plet, vous retrouverez ces mesures dans le schéma: l'empiècement terminé mesure de 11 à 15 cm selon la taille. Bon crochet!
03.02.2021 - 09:52
Zainab skrifaði:
Hello, I am struggling to understand the binding off for button hole. If the length of the front and back pieces is 21 cm in case of 12-18 month size, then how can I bind off at length of 7, 13, 20, 26 & 33 cm (26 and 33 cm is above 21 cm length of the pieces). Please also can you share a video that helps in instructions for sewing the parts together. Thank you Zainab
29.01.2021 - 04:38DROPS Design svaraði:
Dear Zainab, the yoke part of the cardigan is worked under Crochet the pieces together, look at this section, you will read how to crochet both pieces (front piece, sleeve, back piece, sleeve, front piece) together and decrease for yoke. Happy crocheting!
29.01.2021 - 08:13
Plet skrifaði:
Bonjour sachant que je fais ce gilet avec une autre laine pouvez me dire combien fera l'encolure après les diminution pour la taille 6 mois merci de votre réponse cordialement MC PLET
20.01.2021 - 16:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Plet, lorsque toutes les diminutions de l'empiècement sont terminées, il vous restera 62 brides soit 26 cm environ. Bon crochet!
20.01.2021 - 16:56
Little Miss Berry Cardigan#littlemissberrycardigan |
|
![]() |
![]() |
Hekluð peysa fyrir börn með hringlaga berustykki og blúndu kanti, sumarhatti og skór DROPS Alpaca. Stærð 1 mán - 4 ára.
DROPS Baby 14-5 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla saman 2 stuðla, þ.e.a.s. heklið 1 stuðul en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur eftir á heklunálinni), heklið 1 stuðul í næsta stuðul og dragið þráðinn í lokin í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2: Fækkið lykkjum í byrjun á umferð þannig: Skiptið út 1 fastalykkju/stuðli með 1 keðjulykkju. Fækkið lykkjum í lok umferðar þannig: Snúið stykkinu þegar eftir er sá fjöldi fastalykkja/stuðla sem fækka á og heklið til baka. UPPLÝSINGAR HEKL (á við um peysu): Í byrjun á hverri umferð með stuðlum er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur og í lok umferðar er síðasti stuðull heklaður í 3. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð. Heklað er í hvern stuðul (ekki á milli). UPPLÝSINGAR HEKL (á við um hatt): Í byrjun á hverri umferð með stuðlum er 1. stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur og umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. HEKLLEIÐBEININGAR (á við um peysu): Þegar hekla á saman nokkra tvíbrugðna stuðla þá er það gert þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið næsta tvíbrugðna stuðulinn en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 3 lykkjur á heklunálinni), haldið svona áfram þar til heklaður hefur verið sá fjöldi með tvíbrugðnum stuðlum sem hekla á saman og dragið þráðinn í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni. UPPLÝSINGAR HEKL (á við um skó): Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er 1. fastalykkju skipt út fyrir 1 loftlykkju og í lok umferðar er síðasta fastalykkjan hekluð í loftlykkju í byrjun frá fyrri umferð. Í byrjun á hverri umferð með stuðlum er 1. stuðul skipt út fyrir 3 loftlykkjur og í lok umferðar er síðasti stuðull heklaður í 3. loftlykkju í byrjun frá fyrri umferð. Heklað er í hverja fastalykkju/stuðul (ekki á milli). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er hekluð í stykkjum sem síðan eru hekluð saman. BAKSTYKKI: Lesið UPPLÝSINGAR HEKL! Heklið 110-120-129 (138-148) frekar lausar loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 3 og litnum millibleikur. Fyrsta umferðin er hekluð þannig: 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* út umferðina en í stærð 1/3 mán og 2 ára er endað með 1 stuðli í hverja af síðustu 5 loftlykkjum (í stað 3 síðustu loftlykkjum) og í stærð 12/18 mán er endað með 1 stuðli í hverja af síðustu 4 loftlykkjum = 82-89-96 (103-110) stuðlar, snúið stykkinu. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul jafnframt því sem fækkað er um 1 stuðul í hvorri hlið alls 12 sinum í stærð 1/3 mán + 6/9 mán: til skiptis í hverri og annarri hverri umferð, stærð 12/18 mán + 2 ára: í annarri hverri umferð, stærð 3/4 ára: til skiptis í annarri hverri umferð og í 3. hverri umferð – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 = 58-65-72 (79-86) stuðlar. Þegar stykkið mælist ca 17-18-21 (24-26) cm fellið af 5-5-6 (6-7) stuðla í hvorri hlið fyrir handveg – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 = 48-55-60 (67-72) stuðlar eftir. Geymið stykkið. VINSTRA FRAMSTYKKI: Heklið 61-66-70 (76-80) frekar lausar loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 3 og litnum millibleikur. Fyrsta umferðin er hekluð þannig: 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* út umferðina en í stærð 1/3 mán er endað með 1 stuðli í hverja af síðustu 4 loftlykkjum (í stað 3 síðustu loftlykkjum) og í stærð 6/9 mán + 12/18 mán er endað með 1 stuðli í hverja af síðustu 5 loftlykkjum = 45-49-52 (56-59) stuðlar, snúið stykkinu. Heklið nú 1 stuðul í hvern stuðul jafnframt því sem lykkjum er fækkað í hlið eins og á bakstykki = 33-37-40 (44-47) stuðlar. Þegar stykkið mælist ca 17-18-21 (24-26) cm – stillið af eftir bakstykki – fellið af fyrir handveg í hlið eins og á bakstykki = 28-32-34 (38-40) stuðlar. Geymið stykkið. HÆGRA FRAMSTYKKI: Heklið á sama hátt og vinstra framstykki nema gagnstætt. Að auki er fellt af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = heklið 2 síðustu stuðlana við miðju að framan eins og áður, heklið 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 stuðul, heklið síðan áfram með 1 stuðul í hvern stuðul. Í næstu umferð er heklaður 1 stuðul um loftlykkju. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 5, 11, 16, 22 og 27 cm Stærð 6/9 mán: 6, 12, 18, 24 og 29 cm Stærð 12/18 mán: 7, 13, 20, 26 og 33 cm Stærð 2 ára: 9, 16, 23, 30 og 37 cm Stærð 3/4 ára: 10, 17, 25, 32 og 40 cm ERMI: Heklið 46-49-50 (52-53) frekar lausar loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 3 og litnum millibleikur. Fyrsta umferðin er hekluð þannig: 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 næstu loftlykkjum *, endurtakið frá *-* út umferðina en í stærð 1/3 mán og 12/18 mán er endað með 1 stuðli í hverja af síðustu 5 loftlykkjum (í stað 3 síðustu loftlykkjum) og í stærð 6/9 mán og 3/4 er endað með 1 stuðli í hverja af síðustu 4 loftlykkjum = 34-36-37 (38-39) stuðlar, snúið stykkinu. Heklið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul. Þegar stykkið mælist 4 cm er sett eitt prjónamerki í stykkið (= uppábrot) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út í hvorri hlið með því að hekla 1 auka stuðul í næst ysta stuðul í hvorri hlið með ca 1½ cm millibili (= ca í annarri hverri umferð) alls 6-7-9 (11-13) sinnum = 46-50-55 (60-65) stuðlar. Þegar stykkið mælist ca 15-16-18 (23-27) cm frá prjónamerki eru felldar af 5-5-6 (6-7) stuðlar í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-2 = 36-40-43 (48-51) stuðlar. Geymið stykkið og heklið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Heklið nú stykkin saman frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul á hægra framstykki, heklið 1 stuðul í hvern stuðul á hægri ermi, 1 stuðul í hvern stuðul á bakstykki, 1 stuðul í hvern stuðul á vinstri ermi og 1 stuðul í hvern stuðul í vinstra framstykki = 176-199-214 (239-254) stuðlar. Heklið 2 umferðir til viðbótar með 1 stuðul í hvern stuðul. Heklið síðan áfram með stuðla JAFNFRAMT því sem fækkað er um 10-10-10 (11-11) stuðla jafnt yfir í næstu 10-12-13 (14-15) umferðum (ekki er lykkjum fækkað yfir ystu 4 stuðlana í hvorri hlið) – sjá ÚRTAKA-1. Eftir síðustu úrtöku er hekluð 1 umferð með stuðlum jafnframt því sem fækkað er um 16-17-20 (19-21) stuðla jafnt yfir (ekki yfir ystu 4 lykkjurnar í hvorri hlið) = 60-62-64 (66-68) stuðlar. FRÁGANGUR: Saumið ermasauma kant í kant með smáu fínu spori. Saumið hliðarsauma alveg eins og saumið saman op undir ermum. KRAGI: Heklið með heklunál 3 og litnum millibleikur þannig – byrjið og endið í 3. stuðli frá miðju að framan og inn á stykki. UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul frá fyrri umferð = 56-58-60 (62-64) fastalykkjur, snúið stykkinu. UMFERÐ 2: Heklið 7 loftlykkjur (= 1 tvíbrugðinn stuðull + 3 loftlykkjur), * hoppið yfir ca 2 - 2½ cm, í næstu fastalykkju eru heklaðir 3 tvíbrugðnir stuðlar saman – sjá HEKLLEIÐBEININGAR – að ofan, heklið 3 loftlykkjur og 3 tvíbrugðna stuðla í sömu fastalykkju *, endurtakið frá *-* í kringum allt hálsmálið og endið með 3 loftlykkjum og 1 tvíbrugðnum stuðli í síðustu fastalykkju, snúið stykkinu. UMFERÐ 3: Heklið 7 loftlykkjur, * í loftlykkjuboga í sjálfum tvíbrugðna stuðla hópnum eru heklaðir 4 tvíbrugðnir stuðlar saman, 4 loftlykkjur, 4 tvíbrugðnir stuðlar saman og 4 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 1 tvíbrugðnum stuðli í 4. loftlykkju sem hekluð var í byrjun á fyrri umferð, snúið stykkinu. KANTUR Í KRINGUM PEYSU: Heklið 1 umferð með loftlykkjubogum meðfram öllu opinu á peysunni með heklunál 3 og litnum millibleikur þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 6 loftlykkjur, hoppið yfir ca ½ - 1 cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* og endið með 6 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð – ATH: Í kringum kraga eru heklaðir loftlykkjubogar þannig að 1 fastalykkja komi efst á hverjum tvíbrugðnum stuðlahóp með 6 loftlykkju millibili. KANTUR Á ERMI: Heklið 1. og 2. umferð alveg eins og útskýrt er í KRAGI, heklið síðan kant í lokin eins og KANTUR Í KRINGUM PEYSU. HEKLAÐ BLÓM: Heklið 3 loftlykkjur með heklunál 3 og litnum ljós bleikur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 5 loftlykkjur um hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu af 4 loftlykkjum sem eru heklaðar, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 5 blöð, klippið frá. Heklið 3 loftlykkjur með heklunál 3 og litnum lime og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 5 fastalykkjur um hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: * 4 loftlykkjur, heklið 3 stuðla í fyrstu af 4 loftlykkjum sem voru heklaðar, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 5 blöð, klippið frá. Festið ljós bleika blómið ofan á blómið úr lime. Heklið annað blóm alveg eins og saumið blómin á hægra framstykki. Saumið tölur í. ------------------------------------------------------- HATTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. HATTUR: Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3 og litinn millibleikur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 12 stuðla um hringinn – sjá UPPLÝSINGAR HEKL! UMFERÐ 2: Heklið 2 stuðla í hvern stuðul = 24 stuðlar. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul = 24 stuðlar. UMFERÐ 4: * 1 stuðull í hvorn af fyrstu 2 stuðlum, 2 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 32 stuðlar. UMFERÐ 5: * 1 stuðull í hvern af fyrstu 3 stuðlum, 2 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 40 stuðlar. UMFERÐ 6: * 1 stuðull í hvern af fyrstu 4 stuðlum, 2 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 48 stuðlar. UMFERÐ 7: * 1 stuðull í hvern af fyrstu 5 stuðlum, 2 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 56 stuðlar. UMFERÐ 8: * 1 stuðull í hvern af fyrstu 6 stuðlum, 2 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 64 stuðlar. UMFERÐ 9: * 1 stuðull í hvern af fyrstu 7 stuðlum, 2 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 72 stuðlar. UMFERÐ 10: * 1 stuðull í hvern af fyrstu 8 stuðlum, 2 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 80 stuðlar. Endið útaukningu hér í stærð 1/3 mán. UMFERÐ 11: * 1 stuðull í hvern af fyrstu 9 stuðlum, 2 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 88 stuðlar. Endið útaukningu hér í stærð 6/18 mán. UMFERÐ 12: * 1 stuðull í hvern af fyrstu 10 stuðlum, 2 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 96 stuðlar. Endið útaukningu hér í stærð 2/4 ára. Allar stærðir. Haldið áfram hringinn með stuðlum án þess að auka út þar til stykkið mælist ca 13-14 (16) cm ofan frá. Heklið nú 1 umferð með stuðlum með 2 stuðla í 8. hvern stuðul = 90-99 (108) stuðlar í umferð. Heklið 1 umferð með stuðlum án þess að auka út, heklið síðan 1 umferð með stuðlum og með 2 stuðla í 6. hvern stuðul (í stærð 6/18 mán verða 3 stuðlar eftir í umferð á eftir síðustu útaukningu í stað 6) = 105-115 (126) stuðlar í umferð. KANTUR MEÐ BLÚNDU: UMFERÐ 1: Heklið 4 loftlykkjur (= 1 tvíbrugðinn stuðull), 2 tvíbrugðnir stuðlar saman – sjá HEKLLEIÐBEININGAR undir peysu, 3 loftlykkjur og 3 tvíbrugðnir stuðlar saman í fyrsta stuðul, * hoppið yfir ca 2 - 2½ cm, í næsta stuðul eru heklaðir 3 tvíbrugðnir stuðlar saman, 3 loftlykkjur og 3 tvíbrugðnir stuðlar saman *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju sem var hekluð í byrjun umferðar. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju efst í fyrsta tvíbrugðna stuðlahópinn, * 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja í næsta tvíbrugðna stuðlahóp *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 6 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. Klippið frá og festið enda, hatturinn mælist ca 18-19 (21) cm ofan frá. HEKLAÐ BLÓM: Heklið 2 blóm eins og áður – sjá útskýringu undir PEYSA – og saumið blómin niður á hattinn. ------------------------------------------------------- SKÓR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjað er á sóla og heklað upp. VINSTRI SKÓR: Lesið UPPLÝSINGAR HEKL og byrjið á sólanum. Heklið 15-18-20 (25-27) loftlykkjur (meðtalin 1 loftlykkja til að snúa við með) með heklunál 3 og litinn millibleikur. Fyrsta umferð er hekluð þannig: 1 fastalykkja í 2. loftlykkju frá heklunálinni, 1 fastalykkja í hverja af næstu 13-16-18 (23-25) loftlykkjur = 15-18-20 (25-27) fastalykkjur, snúið stykkinu. Heklið nú 1 fastalykkju í hverja fastalykkju frá fyrri umferð jafnframt er aukið út um 2 fastalykkjur í byrjun og í lok fyrstu umferðar með því að hekla 3 fastalykkjur í fyrstu og síðustu fastalykkju í umferð = 19-22-24 (29-31) fastalykkjur. Heklið fastalykkjur fram og til baka þar til 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 3-4-4 (5-5) cm. Fækkið um 2 fastalykkjur í hvorri hlið – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 = 15-18-20 (25-27) fastalykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 3-4-4 (5-5) cm. Klippið frá og festið enda. Setjið eitt prjónamerki í hvert horn = 4 prjónamerki. Heklið nú stuðla í kringum sólann þannig: UMFERÐ 1: Byrjið við miðju að aftan (= mitt á annarri skammhliðinni) – heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 1 stuðul í hvern af næstu 2-3-3 (4-4) stuðlum, 2 stuðlar í hornið, 15-18-20 (25-27) stuðlar meðfram hlið, 2 stuðlar í hornið, 5-7-7 (9-9) stuðlar meðfram annarri skammhliðinni (= tá), 2 stuðlar í hornið, 15-18-20 (25-27) stuðlar meðfram hlið, 2 stuðlar í hornið og 2-3-3 (4-4) stuðlar, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð = 48-58-62 (76-80) stuðlar. UMFERÐ 2: Eins og umferð 1 – nema heklið saman 2 stuðla í bæði hornin við tá = 46-56-60 (74-78) stuðlar. UMFERÐ 3 OG 4: Heklið 2 umferðir með stuðlum án þess að fækka lykkjum. Stykkið mælist nú ca 2 cm á hæðina. ÖKKLABAND: Heklið 2 umferðir með stuðlum yfir miðju 5-5-5 (7-7) stuðla mitt að aftan fyrir ökklaband, heklið síðan 33-34-35 (36-37) loftlykkjur í lok síðustu umferðar, snúið stykkinu. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunál, 1 stuðull í næsta stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul (= hnappagat), heklið síðan 1 stuðul í hverja af 27-28-29 (30-31) loftlykkjum sem eftir eru og 1 stuðul í hvern af 5-5-5 (7-7) síðustu stuðlum. Klippið frá og festið enda. EFRI HLUTI: Heklið 1 stuðul í hvern af 7-9-9 (11-11) stuðlum mitt framan á skó. Heklið fram og til baka þar til efri hlutinn mælist 4-4-5 (5-6) cm. Klippið frá og festið enda. Saumið efri hlutann að skó í hvora hlið með smáu spori. Skiptið yfir í litinn ljós bleikur og heklið krabbahekl meðfram öllu opinu á skónum og í kringum alla ökklaólina (krabbahekl = heklið fastalykkjur frá vinstri til hægri). MIÐJU ÓL: Heklið 5 fastalykkjur yfir miðju lykkjur framan á skónum með litnum ljós bleikur (1. umferð er hekluð frá bakhlið á krabbahekli). Heklið fram og til baka þar til ólin mælist 6 cm. Brjótið uppá ólina tvöfalda að röngu og saumið niður innan verðu á skónum. Saumið tölu mitt aftan á skó ca ca ½ cm ofan frá. HEKLAÐ BLÓM: Heklið 3 loftlykkjur með heklunál 3 og litinn ljós bleikur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 5 loftlykkjur um hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu af 4 loftlykkjum sem eru heklaðar, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 5 blöð, klippið frá. Heklið 3 loftlykkjur með heklunál 3 og litinn lime og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 5 fastalykkjur um hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: * 4 loftlykkjur, heklið 3 stuðla í fyrstu af 4 loftlykkjum sem voru heklaðar, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 5 blöð, klippið frá. Festið ljós bleika blómið ofan á blómið úr lime og saumið blómið á efri hlutann á skónum. HÆGRI SKÓR: Heklið á sama hátt og vinstri skór, nema gagnstætt. ------------------------------------------------------- Kjóll: Sjá DROPS Baby 14-4 Taska: Sjá DROPS Baby 14-4 ------------------------------------------------------- |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #littlemissberrycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 14-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.