Inga-britta Wallin skrifaði:
Se mönster krage 13 maskor. sedan plocka upp 120 maskor runt kragen och vikkant. vik kanten dubbel om koftan. då plockar man inte upp från halsringningen och viker fram. Se ert svar. räta över räta enligt diagram drops 1-9 stickas runt (tom ruta=r) men inte 1-8 som stickas fram och tillbaka tom ruta = slätstickning
28.05.2012 - 11:18
Inga-britta Wallin skrifaði:
Koftan stickas fram och tillbaka.Rät eller slätstickning står inte. Ser man på diagrammet så är tom ruta rät vilket betyder att alla varv är räta men på mönsterbilden ser den ut som slätstickning. Sedan skall kragen sys på vikt om halsringningen. Det blir ju tredubbelt. Är det inte så att man skall vika kanten och fästa den på i halsringningen, alltså inte vikt om kanten.
27.05.2012 - 23:53DROPS Design svaraði:
Hej,Du lägger upp maskor enligt vilken storlek du skall ha, du stickar kanten, se beskrivning i mönster och går sedan över till att sticka M.1. se beskrivning i mönster. En tom ruta är en rm som stickas räta på rätsidan och avig på avigsidan.
28.05.2012 - 09:57
DROPS Design NL skrifaði:
Het vestje wordt heen en weer gebreid op de rondbreinld. U kunt ook op gewone nld breien. Succes.
15.11.2011 - 15:57
De Jong skrifaði:
Bestaat er ook een patroon van de vestje voor twee breinaalden; bij voorbaat dank
15.11.2011 - 14:49
DROPS Design skrifaði:
Hej, Du skall lägga upp 13 m till kragen enligt mönster. 13 m är brädden. Du stickar sedan tills kragen mäter ca 70 cm så får du avpassa till den storleken du stickar! Lycka till!
13.04.2011 - 11:16
Monica Rydell skrifaði:
Hej Jag stickar en babykofta (se nedan) ur katalog 1, tror jag, och förstår inte beskrivningen kallad 'Spets'(se nedan). Den ligger på bara 13 m. Hur mycket ska man lägga upp för att den ska räcka till halsen-minsta storlek? Tacksam för svar/Monica DROPS kofta i Safran med spets, hätta och sockor
08.04.2011 - 06:09
Sweet Smile#sweetsmileset |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með gatamynstri og blúndukraga, húfa og sokkar. Stykkið er prjónað úr DROPS Safran.
DROPS Baby 1-8 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring, á við um sokka): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. KANTUR (á við um peysu): Prjónið 2 cm sléttprjón, næsta umferð er prjónuð þannig: 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= uppábrot – héðan er nú mælt), 2 cm sléttprjón. BLÚNDUKRAGI: 13 lykkjur. UMFERÐ 1 og allar umferðir frá röngu: 2 lykkjur slétt, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 2: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 5 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 4: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 4 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) - endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 6: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 3 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) – endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 8: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) – endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 10: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) – endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 12: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 14: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, (3 lykkjur slétt, uppsláttur) – endurtakið 2 sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt. Endurtakið 1-14 umferð. KANTUR (á við um húfu): Prjónið 2 cm sléttprjón, eftir það eru næstu umferðir prjónaðar þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn * (uppábrot, héðan er nú mælt), 2 cm sléttpjón. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 130-140 (150-168) lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum hvítur DROPS Safran. Prjónið KANTUR – lesið útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið MYNSTUR M.1 JAFNFRAMT því sem fækkað er um 10-8 (6-0) lykkjur jafnt yfir í 1. umferð = 120-132 (144-168) lykkjur. Þegar stykkið mælist 11-12 (13-15) cm prjónið þannig: Prjónið 28-31 (34-39) lykkjur eins og áður (framstykki), fellið af 4-4 (4-6) lykkjur (handvegur), prjónið 56-62 (68-78) lykkjur eins og áður (bakstykki), fellið af 4-4 (4-6) lykkjur (handvegur), 28-31 (34-39) lykkjur eins og áður (framstykki). Hvert stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 28-31 (34-39) lykkjur. Haldið áfram með mynstur. Fellið af 1 lykkju fyrir handvegi 2-2 (3-3) sinnum í annarri hverri umferð = 26-29 (31-36) lykkjur. Þegar stykkið mælist 17-19 (21-24) cm fellið af 1 lykkju fyrir hálsmáli 1 sinni í annarri hverri umferð 6-7 (9-10) lykkjur, fellið af 1 lykkju 7 sinnum í annarri hverri umferð. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru fyrir öxl þegar stykkið mælist 24-26 (28-31) cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki. BAKSTYKKI: = 56-62 (68-78) lykkjur. Haldið áfram með mynstur. Fækkið lykkjum fyrir handvegi í hvorri hlið með 1 lykkju 2-2 (3-3) sinnum í annarri hverri umferð =52-58 (62-72) lykkjur. Þegar stykkið mælist 23-25 (27-30) cm fellið af 22-24 (28-30) lykkjur við miðju að aftan við háls. Fækkið lykkjum hvoru megin við háls 1 lykkju 2 sinnum í annarri hverri umferð. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru fyrir öxl þegar stykkið mælist 24-26 (28-31) cm. ERMI: Fitjið upp 38-40 (40-42) lykkjur á prjón 2,5 og prjónið KANTUR. Skiptið yfir á prjón 3 og prjónið M.1 JAFNFRAMT er aukið út um 8-8 (8-8) lykkjur jafnt yfir í 1. umferð = 46-48 (48-50) lykkjur. Aukið áfram út um 1 lykkju hvoru megin innan við 1 kantlykkju 1 lykkja 8-10 (12-13) sinnum í 5 hverri umferð = 62-68 (72-76) lykkjur. Þegar stykkið mælist 16,5-20 (22-24) cm fækkið um 3 lykkjur hvoru megin fyrir ermakúpu og fækkið lykkjum áfram í hvorri hlið 5 lykkjur 2-3 (3-3) sinnum í annarri hverri umferð. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru þegar stykkið mælist 18-22 (24-26) cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. VINSTRI KANTUR: Takið upp ca 40-50 lykkjur meðfram vinstra framstykki og prjónið kant. HÆGRI KANTUR: Prjónið á sama hátt og vinstri kantur, en eftir 1 cm er fellt af fyrir 4 hnappagötum jafnt yfir – 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og aukið út um 2 lykkjur í næstu umferð. Fellið einnig af fyrir hnappagötum á eftir kanti í hálsmáli, fellið af. Brjótið allan kantinn að röngu og saumið niður. KRAGI: Fitjið upp 13 lykkjur á prjón 3. Prjónið ca 70 cm BLÚNDUKRAGI – sjá útskýringu að ofan, fellið af – stillið af eftir mynstri. Takið upp ca 120 lykkjur meðfram kanti á blúndukraga = kragi á prjón 2,5 og prjónið 1 cm sléttprjón jafnframt því sem lykkjum er fækkað jafnt yfir í 1 umferð til ca 80 lykkjur, eftir það er næsta umferð prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið nú 1 cm sléttprjón, fellið af. Brjótið blúndukraga saman tvöfaldan um kant á peysu og saumið niður (ath: passið uppá að draga aðeins í kragann þegar hann er saumaður á bakstykki, þannig situr hann betur). Saumið ermasauma og saumið ermar í fram- og bakstykki í ystu lykkju svo að saumurinn verði ekki þykkur. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: ---------------------------------------------------------- SOKKAR: Stykkið er prjónað ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 30-35 (40-40) lykkjur á sokkaprjóna 3 með litnum hvítur DROPS Safran og prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN - lesið leiðbeiningar að ofan. Prjónið síðan M.2þar til stykkið mælist 7-8 (8-9) cm. Prjónið nú 1 umferð sléttprjón, næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, 2 umferðir sléttprjón. Prjónið til loka í sléttprjóni. HÆLL: Prjónið 3-4 (4-4) cm sléttprjón fram og til baka yfir 18 lykkjur frá miðju að aftan. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA þannig: UMFERÐ 1 (rétta): prjónið 10 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur brugðiðr saman, 1 lykkja brugðið, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 6 lykkjur brugðið, 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja brugðið, snúið stykkinu. UMFERÐ 5 (rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 7 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 6 (ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 8 lykkjur brugðið, 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja brugðið, snúið stykkinu UMFERÐ 7 (rétta): 2 lykkjur slétt saman, 8 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman = 10 lykkjur á prjóni. Takið upp 7-8 (9-9) lykkjur hvoru megin við hæl og setjið allar lykkjur á sama prjón = 36-43 (50-50) lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni jafnframt því sem fækkað er um 1 lykkju 3-4 (4-4) sinnum í hverri umferð í hvorri hlið við efstu 12-17 (22-22) lykkjurnar = 30-35 (42-42) lykkjur. Þegar allur fóturinn mælist 7-8 (9-11) cm (frá byrjun á hælúrtöku) er sett eitt merki í hvora hlið. Fækkið lykkjum fyrir tá hvoru megin við merki (4 lykkjur færri í hverri úrtökuumferð) 1 lykkja 6-7 (8-8) sinnum til skiptis * í hverri og annarri hverri umferð * = 6-7 (10-10) lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og saumið saman. Þræðið silkiborða í gataumferð. Prjónið annan sokk alveg á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. HÚFA: Fitjið upp 72-84 (96-96) lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum hvítur DROPS Safran og prjónið KANTUR (á við um húfu) – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið M.1. Þegar stykkið mælist 15-17 (18-18,5) cm fellið af 24-26 (32-32) lykkjur í hvorri hlið. Haldið áfram með M.1 yfir 24-32 (32-32) miðjulykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 25-28 (30-32) cm. FRÁGANGUR: Saumið saman stykkið aftan á húfu. Brjótið uppá kantinn tvöfalt saman að röngu og saumið. Prjónið upp ca 100 lykkjur í kringum neðri kant á húfu (einnig yfir KANTUR) á hringprjón 2,5 og prjónið 2 umferðir sléttprjón. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið 1 umferð sléttprjón, 1 umferð sléttprjón með röngu út, fellið af. Þræðið silkiborða í gataumferð. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetsmileset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 1-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.