Tonya Hill skrifaði:
Where is the rib pattern like in the picture for the edging of the baby jacket? It just says do a hem in stocking st. I am confused
24.07.2021 - 16:21DROPS Design svaraði:
Dear Tonya, that is not a ribbing, but a turned up edging, that has a yo / K2tog at the foldong like, that forms the picot edging. Happy Stitching!
25.07.2021 - 01:32
Sandra skrifaði:
I'm sorry, my question somehow ended up beneath the wrong pattern. I will try to repost (and clarify) under the correct pattern because your answer of course doesn't match my confusion...
01.03.2021 - 10:25
Sandra skrifaði:
Ich verstehe die Anleitung für die Spitze nicht, ich versuche es jetzt schon zum dritten Mal, und die Maschenzahl kommt nicht hin, weder in der 4. Reihe noch am Ende, da habe ich nicht mehr genug Maschen. Kann mir jemand helfen?
28.02.2021 - 08:43DROPS Design svaraði:
Liebe Sandra, Sie haben vor der Spitze 30-35-42-42 Maschen, dann nehmen Sie für die Spitze 4 Maschen in jeder 2. Reihe insgesamt 6-7-8-8-8 Mal (= 24-28-32-32 Maschen werden insgesamt abgenommen) = 6-7-10-10 Maschen bleiben noch übrig. Kann das Ihnen helfen? Viel Spaß beim stricken!
01.03.2021 - 09:21
Alica007 skrifaði:
Hi, could you pls explain what does that means: work 1 cm in stocking stand Thanks, Alica
08.08.2019 - 18:56DROPS Design svaraði:
Dear Alica007, you'vd to work 1 cm in stockinette stitch, i.e. knit all rounds if you're working in round, or knit one row and purl the other row, if you're working flat. Happy crafting!
08.08.2019 - 19:14
Alica007 skrifaði:
Hi, I will knit a jacket. I understand all, except when should I start lace pattern? Does jacket has lace pattern or is it whole done only in M1? Thanks and regards Alica
16.07.2019 - 07:59DROPS Design svaraði:
Dear Alica007, the lace pattern (explained at the beg of the pattern) will be used for collar - see under Assembly - M1 will be worked on the jacket, it's the larger diagram, worked over 12 sts. Happy knitting!
16.07.2019 - 09:28
Claudia skrifaði:
Ich stricke die Jacke für ein neu geborenes Baby, ist es richtig den Kragen 70 cm zu Stricken. Kommt mir sehr lange vor.
27.02.2019 - 09:18DROPS Design svaraði:
Liebe Claudia, diese Anleitung fängt mit Grösse 3 Monate an, wenn Sie die Jacke angepasst haben, sollen Sie den kragen auch noch dazu anpassen. Viel Spaß beim stricken!
27.02.2019 - 11:04
Claudia skrifaði:
Hallo, ich weiß nicht wo ich anfangen soll, es steht Spitze: 13 M. Nächster Abschnitt: 130 M auf einer Rundstricknadel 2,5 anfangen. Wo fängt es an zum stricken ?
26.02.2019 - 10:18DROPS Design svaraði:
Liebe Claudia, Sie stricken zuerst den Kragen: 13 M anschlagen und die Spitze (siehe oben, am Anfang der Anleitung) stricken, bis die Arbeit 70 cm misst, abketten. Dann fassen Sie 120 M auf die eine Seite vom Kragen auf, und 1 cm glatt rechts stricken, dann das Lochmuster, 1 cm glatt rechts und abketten. Viel Spaß beim stricken!
26.02.2019 - 11:24
Paivi Alison skrifaði:
I dont quite understand if I am supposed to start the lace pattern after the folded hem (Sweet Smile jacket) or start following the grids as it says “work M.1 and at the same time dec evenly...” There is no M.1 or M.2 !! The grids shown (but they are not marked as M1 or M2) are either worked over 5 stitches or 12 stitches - both of which are different from lace pattern that is worked over 13 stitches repeating rows 1-14? Please help!!
10.06.2018 - 13:49DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Paivi, you are right - diagram names are missing, M.1 is the large diagram worked over 12 sts and M.2 the smallest one worked over 5 sts. Correction will be added asap. Happy knitting!
11.06.2018 - 09:43
VIGNI skrifaði:
Col : Avec les aiguilles 3 monter 13 m et tricoter environ 70 cm en point ajouré. Est-ce bien 70 cm NORME FRANCAISE, merci
03.02.2017 - 22:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vigni, on tricote 70 cm (norme internationale des cm), le col se tricote dans le sens de la longueur. Bon tricot!
06.02.2017 - 09:07Knut skrifaði:
Det betyder "omslag".
03.07.2016 - 20:22
Sweet Smile#sweetsmileset |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með gatamynstri og blúndukraga, húfa og sokkar. Stykkið er prjónað úr DROPS Safran.
DROPS Baby 1-8 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring, á við um sokka): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. KANTUR (á við um peysu): Prjónið 2 cm sléttprjón, næsta umferð er prjónuð þannig: 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= uppábrot – héðan er nú mælt), 2 cm sléttprjón. BLÚNDUKRAGI: 13 lykkjur. UMFERÐ 1 og allar umferðir frá röngu: 2 lykkjur slétt, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 2: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 5 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 4: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 4 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) - endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 6: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 3 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) – endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 8: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) – endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 10: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) – endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 12: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 14: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, (3 lykkjur slétt, uppsláttur) – endurtakið 2 sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt. Endurtakið 1-14 umferð. KANTUR (á við um húfu): Prjónið 2 cm sléttprjón, eftir það eru næstu umferðir prjónaðar þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn * (uppábrot, héðan er nú mælt), 2 cm sléttpjón. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 130-140 (150-168) lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum hvítur DROPS Safran. Prjónið KANTUR – lesið útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið MYNSTUR M.1 JAFNFRAMT því sem fækkað er um 10-8 (6-0) lykkjur jafnt yfir í 1. umferð = 120-132 (144-168) lykkjur. Þegar stykkið mælist 11-12 (13-15) cm prjónið þannig: Prjónið 28-31 (34-39) lykkjur eins og áður (framstykki), fellið af 4-4 (4-6) lykkjur (handvegur), prjónið 56-62 (68-78) lykkjur eins og áður (bakstykki), fellið af 4-4 (4-6) lykkjur (handvegur), 28-31 (34-39) lykkjur eins og áður (framstykki). Hvert stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 28-31 (34-39) lykkjur. Haldið áfram með mynstur. Fellið af 1 lykkju fyrir handvegi 2-2 (3-3) sinnum í annarri hverri umferð = 26-29 (31-36) lykkjur. Þegar stykkið mælist 17-19 (21-24) cm fellið af 1 lykkju fyrir hálsmáli 1 sinni í annarri hverri umferð 6-7 (9-10) lykkjur, fellið af 1 lykkju 7 sinnum í annarri hverri umferð. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru fyrir öxl þegar stykkið mælist 24-26 (28-31) cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki. BAKSTYKKI: = 56-62 (68-78) lykkjur. Haldið áfram með mynstur. Fækkið lykkjum fyrir handvegi í hvorri hlið með 1 lykkju 2-2 (3-3) sinnum í annarri hverri umferð =52-58 (62-72) lykkjur. Þegar stykkið mælist 23-25 (27-30) cm fellið af 22-24 (28-30) lykkjur við miðju að aftan við háls. Fækkið lykkjum hvoru megin við háls 1 lykkju 2 sinnum í annarri hverri umferð. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru fyrir öxl þegar stykkið mælist 24-26 (28-31) cm. ERMI: Fitjið upp 38-40 (40-42) lykkjur á prjón 2,5 og prjónið KANTUR. Skiptið yfir á prjón 3 og prjónið M.1 JAFNFRAMT er aukið út um 8-8 (8-8) lykkjur jafnt yfir í 1. umferð = 46-48 (48-50) lykkjur. Aukið áfram út um 1 lykkju hvoru megin innan við 1 kantlykkju 1 lykkja 8-10 (12-13) sinnum í 5 hverri umferð = 62-68 (72-76) lykkjur. Þegar stykkið mælist 16,5-20 (22-24) cm fækkið um 3 lykkjur hvoru megin fyrir ermakúpu og fækkið lykkjum áfram í hvorri hlið 5 lykkjur 2-3 (3-3) sinnum í annarri hverri umferð. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru þegar stykkið mælist 18-22 (24-26) cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. VINSTRI KANTUR: Takið upp ca 40-50 lykkjur meðfram vinstra framstykki og prjónið kant. HÆGRI KANTUR: Prjónið á sama hátt og vinstri kantur, en eftir 1 cm er fellt af fyrir 4 hnappagötum jafnt yfir – 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og aukið út um 2 lykkjur í næstu umferð. Fellið einnig af fyrir hnappagötum á eftir kanti í hálsmáli, fellið af. Brjótið allan kantinn að röngu og saumið niður. KRAGI: Fitjið upp 13 lykkjur á prjón 3. Prjónið ca 70 cm BLÚNDUKRAGI – sjá útskýringu að ofan, fellið af – stillið af eftir mynstri. Takið upp ca 120 lykkjur meðfram kanti á blúndukraga = kragi á prjón 2,5 og prjónið 1 cm sléttprjón jafnframt því sem lykkjum er fækkað jafnt yfir í 1 umferð til ca 80 lykkjur, eftir það er næsta umferð prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið nú 1 cm sléttprjón, fellið af. Brjótið blúndukraga saman tvöfaldan um kant á peysu og saumið niður (ath: passið uppá að draga aðeins í kragann þegar hann er saumaður á bakstykki, þannig situr hann betur). Saumið ermasauma og saumið ermar í fram- og bakstykki í ystu lykkju svo að saumurinn verði ekki þykkur. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: ---------------------------------------------------------- SOKKAR: Stykkið er prjónað ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 30-35 (40-40) lykkjur á sokkaprjóna 3 með litnum hvítur DROPS Safran og prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN - lesið leiðbeiningar að ofan. Prjónið síðan M.2þar til stykkið mælist 7-8 (8-9) cm. Prjónið nú 1 umferð sléttprjón, næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, 2 umferðir sléttprjón. Prjónið til loka í sléttprjóni. HÆLL: Prjónið 3-4 (4-4) cm sléttprjón fram og til baka yfir 18 lykkjur frá miðju að aftan. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA þannig: UMFERÐ 1 (rétta): prjónið 10 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur brugðiðr saman, 1 lykkja brugðið, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 6 lykkjur brugðið, 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja brugðið, snúið stykkinu. UMFERÐ 5 (rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 7 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 6 (ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 8 lykkjur brugðið, 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja brugðið, snúið stykkinu UMFERÐ 7 (rétta): 2 lykkjur slétt saman, 8 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman = 10 lykkjur á prjóni. Takið upp 7-8 (9-9) lykkjur hvoru megin við hæl og setjið allar lykkjur á sama prjón = 36-43 (50-50) lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni jafnframt því sem fækkað er um 1 lykkju 3-4 (4-4) sinnum í hverri umferð í hvorri hlið við efstu 12-17 (22-22) lykkjurnar = 30-35 (42-42) lykkjur. Þegar allur fóturinn mælist 7-8 (9-11) cm (frá byrjun á hælúrtöku) er sett eitt merki í hvora hlið. Fækkið lykkjum fyrir tá hvoru megin við merki (4 lykkjur færri í hverri úrtökuumferð) 1 lykkja 6-7 (8-8) sinnum til skiptis * í hverri og annarri hverri umferð * = 6-7 (10-10) lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og saumið saman. Þræðið silkiborða í gataumferð. Prjónið annan sokk alveg á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. HÚFA: Fitjið upp 72-84 (96-96) lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum hvítur DROPS Safran og prjónið KANTUR (á við um húfu) – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið M.1. Þegar stykkið mælist 15-17 (18-18,5) cm fellið af 24-26 (32-32) lykkjur í hvorri hlið. Haldið áfram með M.1 yfir 24-32 (32-32) miðjulykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 25-28 (30-32) cm. FRÁGANGUR: Saumið saman stykkið aftan á húfu. Brjótið uppá kantinn tvöfalt saman að röngu og saumið. Prjónið upp ca 100 lykkjur í kringum neðri kant á húfu (einnig yfir KANTUR) á hringprjón 2,5 og prjónið 2 umferðir sléttprjón. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið 1 umferð sléttprjón, 1 umferð sléttprjón með röngu út, fellið af. Þræðið silkiborða í gataumferð. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetsmileset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 1-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.