Ellen Mactas skrifaði:
I think my question wasn't clear enough regarding Sweet Smile baby 1-8. there is no chart for the lace pattern. When do you knit the lace pattern? After the hem for the jacket, you change needles, work m.1 and decrease. When do you start the lace pattern? and when it says continue, are you continuing in the lace pattern or the chart? Most of your patterns are very clear which chart or instructions to follow. this one is not so clear. thank you, Ellen
22.04.2025 - 23:16DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Mactas, there is no diagram to the lace pattern worked for the collar, you will find the written explanation for it under Lace pattern at the beginning of the pattern, cast on 13 sts and work these 13 sts as explained repeating the 14 rows (no extra edge stitch), cast off. Then work hem: pick up 120 sts along the bottom of the lace pattern (ie along the 70 cm); then work hem, cast off, fold and sew. Happy knitting!
23.04.2025 - 08:09
Ellen Mactas skrifaði:
I am knitting the sweet smile jacket.(2nd size)After the hem you change to larger needles, work m.1 and do decreases, where does it say to follow the lace pattern? Also pattern is 13 st repeat, but after m.1 and the decrease, there will be 132 st. I am confused when to do m.1 and when to do lace pattern. Thank you. Ellen
22.04.2025 - 05:18DROPS Design svaraði:
Hi Ellen, Both M.1 and M.2 are diagrams which include the lace pattern (the diagonal lines which are K2 together, make 1 yarn over, leaving a hole). You start M.1 straight after the hem, with the first 4 rows in stocking stitch and you decrease stitches evenly on the first row. M.1 consists of 12 stitches, so in your size you will have 11 repeats of M.1 on each row. Hope this helps, Regards, Drops Team.
22.04.2025 - 06:47
Mieke Hoefkens skrifaði:
Patroon Sweet Smile Het kant patroon is mij niet helemaal duidelijk, miet je de even nld de 120 st gebruiken omdat er niet vermeld staat de nld afbreien en bij de 4e etc 2x herhalen Als ik de even nld doorbrei met het patroon dan krijg ik veel meer gaatjes dan dat ik op de foto zie. Graag wat meer uitleg Met vriendelijke groeten Mieke Hoefkens
25.02.2025 - 09:45DROPS Design svaraði:
Dag Mieke,
Je hebt 120 steken, A.1 is 12 steken breed, dus je breit A.1 10 keer in de breedte en je krijgt dan 10 gaatjes verdeeld over alle panden.
02.03.2025 - 10:57
Lina skrifaði:
Buonasera, non capisco come vanno fatte le asole. Se piego il bordo, come fa il bottone a passare? A meno che non si faccia un'asola doppia, una sopra e l'altra corrispondente al di sotto del bordo.
05.02.2025 - 16:22DROPS Design svaraði:
Buonasera Lina, può lavorare le asole simmetriche per poi poter piegare il bordo. Buon lavoro!
13.02.2025 - 23:18
Marianne Pos skrifaði:
Ik ben bezig met de rand voor de kraag. De eerste toeren komen uit. 6e nld: 1 st r afh, 3 st r, 1 st r afh, 1 st r, afgeh st overh, 2 st r, (omsl, 2 st r samenbr) – herhaal 2 keer, 1 st r. Dan hou ik als laatste 2 steken over in plaats van 1. Hoe zit dit? Klopt dit wel?
23.08.2024 - 18:30DROPS Design svaraði:
Dag Marianne,
Ik heb het nageteld en kom toch precies op 13 steken uit in de 6e naald. Kan het zijn dat je ergens een steek over het hoofd hebt gezien?
25.08.2024 - 19:31
Esther skrifaði:
DROPS Baby 1-8 DROPS design: Modello n° Ø-007-by Buonasera non capisco come è dove fare le asole visto che il bordo è doppio nel cardigan Grazie Esther
01.06.2023 - 20:36DROPS Design svaraði:
Buongiorno Ester, deve lavorare le asole sul bordo destro a 1 cm dal bordo a intervalli regolari. Alla fine del bordo lo piega come indicato. Buon lavoro!
02.06.2023 - 12:26
Martina Schmidt skrifaði:
Danke für die neue Übersetzung. Ein Fehler ist noch, aber dann klappt der Kragen bestens. Fehler in 4. Reihe: …. 1. Umschlag- 2 Maschen re. zusammen stricken - 1 Umschlag- 2Maschen re. stricken LG M. Schmidt
29.04.2023 - 18:54
Martina Schmidt skrifaði:
Hallo, die Spitzenanleitung klappt einfach überhaupt nicht. Da manches Mal „Masche abheben oder abnehmen steht, ist es sehr unverständlich. Überarbeitung? LG M. Schmidt
27.04.2023 - 17:27DROPS Design svaraði:
Liebe Martina, die Spitzenkante wurde neu übersetzt, nun ist es hoffentlich verständlicher. Sollten noch Fragen sein, melden Sie sich gerne wieder. Gutes Gelingen nun!
28.04.2023 - 10:38
Gaby Gröpl skrifaði:
Vielen Dank, ich hätte einen Denkfehler! 🙈
19.03.2022 - 16:03
Gabriele Gröpl skrifaði:
Ich verstehe das Ende der Anleitung für die Socken nicht. Wird bis zum Ende immer nur hin und zurück gestrickt? Und was heißt im vorletzten Satz: bei jeder und jeder? Fehlt da etwas?
16.03.2022 - 00:01DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Gröpl, Socken werden in der Runde gestrickt, dann Fersen wird hin und zurück gestrickt, dann Fuss wird in der Runde bis zur Ende gestrickt. Für die Spitze wird es abwechslungsweise in jeder Runde und in jeder 2. Runde abgenommen (= 1 Runde mit Abnahmen, 1 Runde ohne Abnahmen, 1 Runde mit Abnahmen => diese 3 Runden wiederholen bis 6-7 (10-10) Maschen übrig sind. Viel Spaß beim stricken!
16.03.2022 - 09:40
Sweet Smile#sweetsmileset |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með gatamynstri og blúndukraga, húfa og sokkar. Stykkið er prjónað úr DROPS Safran.
DROPS Baby 1-8 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring, á við um sokka): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. KANTUR (á við um peysu): Prjónið 2 cm sléttprjón, næsta umferð er prjónuð þannig: 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= uppábrot – héðan er nú mælt), 2 cm sléttprjón. BLÚNDUKRAGI: 13 lykkjur. UMFERÐ 1 og allar umferðir frá röngu: 2 lykkjur slétt, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 2: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 5 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 4: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 4 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) - endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 6: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 3 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) – endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 8: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) – endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 10: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 2 lykkjur slétt (uppsláttur, 2 lykkjur slétt saman) – endurtakið 2 sinnum, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 12: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 14: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, (3 lykkjur slétt, uppsláttur) – endurtakið 2 sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt. Endurtakið 1-14 umferð. KANTUR (á við um húfu): Prjónið 2 cm sléttprjón, eftir það eru næstu umferðir prjónaðar þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn * (uppábrot, héðan er nú mælt), 2 cm sléttpjón. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 130-140 (150-168) lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum hvítur DROPS Safran. Prjónið KANTUR – lesið útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið MYNSTUR M.1 JAFNFRAMT því sem fækkað er um 10-8 (6-0) lykkjur jafnt yfir í 1. umferð = 120-132 (144-168) lykkjur. Þegar stykkið mælist 11-12 (13-15) cm prjónið þannig: Prjónið 28-31 (34-39) lykkjur eins og áður (framstykki), fellið af 4-4 (4-6) lykkjur (handvegur), prjónið 56-62 (68-78) lykkjur eins og áður (bakstykki), fellið af 4-4 (4-6) lykkjur (handvegur), 28-31 (34-39) lykkjur eins og áður (framstykki). Hvert stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 28-31 (34-39) lykkjur. Haldið áfram með mynstur. Fellið af 1 lykkju fyrir handvegi 2-2 (3-3) sinnum í annarri hverri umferð = 26-29 (31-36) lykkjur. Þegar stykkið mælist 17-19 (21-24) cm fellið af 1 lykkju fyrir hálsmáli 1 sinni í annarri hverri umferð 6-7 (9-10) lykkjur, fellið af 1 lykkju 7 sinnum í annarri hverri umferð. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru fyrir öxl þegar stykkið mælist 24-26 (28-31) cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki. BAKSTYKKI: = 56-62 (68-78) lykkjur. Haldið áfram með mynstur. Fækkið lykkjum fyrir handvegi í hvorri hlið með 1 lykkju 2-2 (3-3) sinnum í annarri hverri umferð =52-58 (62-72) lykkjur. Þegar stykkið mælist 23-25 (27-30) cm fellið af 22-24 (28-30) lykkjur við miðju að aftan við háls. Fækkið lykkjum hvoru megin við háls 1 lykkju 2 sinnum í annarri hverri umferð. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru fyrir öxl þegar stykkið mælist 24-26 (28-31) cm. ERMI: Fitjið upp 38-40 (40-42) lykkjur á prjón 2,5 og prjónið KANTUR. Skiptið yfir á prjón 3 og prjónið M.1 JAFNFRAMT er aukið út um 8-8 (8-8) lykkjur jafnt yfir í 1. umferð = 46-48 (48-50) lykkjur. Aukið áfram út um 1 lykkju hvoru megin innan við 1 kantlykkju 1 lykkja 8-10 (12-13) sinnum í 5 hverri umferð = 62-68 (72-76) lykkjur. Þegar stykkið mælist 16,5-20 (22-24) cm fækkið um 3 lykkjur hvoru megin fyrir ermakúpu og fækkið lykkjum áfram í hvorri hlið 5 lykkjur 2-3 (3-3) sinnum í annarri hverri umferð. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru þegar stykkið mælist 18-22 (24-26) cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. VINSTRI KANTUR: Takið upp ca 40-50 lykkjur meðfram vinstra framstykki og prjónið kant. HÆGRI KANTUR: Prjónið á sama hátt og vinstri kantur, en eftir 1 cm er fellt af fyrir 4 hnappagötum jafnt yfir – 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og aukið út um 2 lykkjur í næstu umferð. Fellið einnig af fyrir hnappagötum á eftir kanti í hálsmáli, fellið af. Brjótið allan kantinn að röngu og saumið niður. KRAGI: Fitjið upp 13 lykkjur á prjón 3. Prjónið ca 70 cm BLÚNDUKRAGI – sjá útskýringu að ofan, fellið af – stillið af eftir mynstri. Takið upp ca 120 lykkjur meðfram kanti á blúndukraga = kragi á prjón 2,5 og prjónið 1 cm sléttprjón jafnframt því sem lykkjum er fækkað jafnt yfir í 1 umferð til ca 80 lykkjur, eftir það er næsta umferð prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið nú 1 cm sléttprjón, fellið af. Brjótið blúndukraga saman tvöfaldan um kant á peysu og saumið niður (ath: passið uppá að draga aðeins í kragann þegar hann er saumaður á bakstykki, þannig situr hann betur). Saumið ermasauma og saumið ermar í fram- og bakstykki í ystu lykkju svo að saumurinn verði ekki þykkur. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: ---------------------------------------------------------- SOKKAR: Stykkið er prjónað ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 30-35 (40-40) lykkjur á sokkaprjóna 3 með litnum hvítur DROPS Safran og prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN - lesið leiðbeiningar að ofan. Prjónið síðan M.2þar til stykkið mælist 7-8 (8-9) cm. Prjónið nú 1 umferð sléttprjón, næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, 2 umferðir sléttprjón. Prjónið til loka í sléttprjóni. HÆLL: Prjónið 3-4 (4-4) cm sléttprjón fram og til baka yfir 18 lykkjur frá miðju að aftan. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA þannig: UMFERÐ 1 (rétta): prjónið 10 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur brugðiðr saman, 1 lykkja brugðið, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 6 lykkjur brugðið, 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja brugðið, snúið stykkinu. UMFERÐ 5 (rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 7 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman, 1 lykkja slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 6 (ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 8 lykkjur brugðið, 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja brugðið, snúið stykkinu UMFERÐ 7 (rétta): 2 lykkjur slétt saman, 8 lykkjur slétt, 2 lykkjur snúnar slétt saman = 10 lykkjur á prjóni. Takið upp 7-8 (9-9) lykkjur hvoru megin við hæl og setjið allar lykkjur á sama prjón = 36-43 (50-50) lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni jafnframt því sem fækkað er um 1 lykkju 3-4 (4-4) sinnum í hverri umferð í hvorri hlið við efstu 12-17 (22-22) lykkjurnar = 30-35 (42-42) lykkjur. Þegar allur fóturinn mælist 7-8 (9-11) cm (frá byrjun á hælúrtöku) er sett eitt merki í hvora hlið. Fækkið lykkjum fyrir tá hvoru megin við merki (4 lykkjur færri í hverri úrtökuumferð) 1 lykkja 6-7 (8-8) sinnum til skiptis * í hverri og annarri hverri umferð * = 6-7 (10-10) lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og saumið saman. Þræðið silkiborða í gataumferð. Prjónið annan sokk alveg á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. HÚFA: Fitjið upp 72-84 (96-96) lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum hvítur DROPS Safran og prjónið KANTUR (á við um húfu) – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið M.1. Þegar stykkið mælist 15-17 (18-18,5) cm fellið af 24-26 (32-32) lykkjur í hvorri hlið. Haldið áfram með M.1 yfir 24-32 (32-32) miðjulykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 25-28 (30-32) cm. FRÁGANGUR: Saumið saman stykkið aftan á húfu. Brjótið uppá kantinn tvöfalt saman að röngu og saumið. Prjónið upp ca 100 lykkjur í kringum neðri kant á húfu (einnig yfir KANTUR) á hringprjón 2,5 og prjónið 2 umferðir sléttprjón. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið 1 umferð sléttprjón, 1 umferð sléttprjón með röngu út, fellið af. Þræðið silkiborða í gataumferð. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetsmileset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 1-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.