Ewa Waldman skrifaði:
Enl. mönster är det ett sprund fram på tröjan. Det framgår inte av bilden. Finns det någon bild där man ser hur tröjan ser ut med knappslå?
07.10.2024 - 14:34DROPS Design svaraði:
Hej Ewa. Det är på bakstycket det stickas ett sprund, men vi har dessvärre ingen bild på det. Mvh DROPS Design
08.10.2024 - 14:18
Birgit skrifaði:
Diagram M1 passer ikke når der strikkes frem og tilbage efter aflukning til ærmer, på forstykke og rygstykke. Det går galt med vrangpinden - er der glemt noget i diagrammet.
11.06.2024 - 14:08DROPS Design svaraði:
Hei Birgit. Hva går galt med vrangpinnen / hvilken str. strikker du? Husk, dette er en gammel oppskrift og da ble det skrevet enklest mulig, så når du skal strikke etter avfellingen til ermhull fortsetter du bare med mønstret slik at det stemmer overens med det du tidligere har strikkes. mvh DROPS Design
17.06.2024 - 11:30
Thomas skrifaði:
Ich habe das Mützchen gestrickt. Aber ich habe Probleme mit zusammen nächen.
18.04.2024 - 14:21DROPS Design svaraði:
Lieber Thomas, in diese Lektion zeigen wir, wir man so eine Mütze strickt und ab Bild 15) wie man so eine Mütze zusammennäht. Viel Spaß beim Fertigstellen!
18.04.2024 - 15:55
Erika Reinhold skrifaði:
Bei der Hose steht folgendes: Nach 17-18-20 (25-28) cm auf der Innenseite teilen (= Schritt), auf beiden Seiten 1 M. aufnehmen... wo bitte ist die Innenseite... ist das nicht die Seite, die später zusammengenäht werden muss? wenn ja, wie teile ich die?
05.04.2024 - 23:47DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Reinhold, die Beine werden zuerst in Runden gestrickt, die Zunahmen entstehen beidesitig vom Ende/Anfang der Runden, dann wird man die Arbeit weiter in Hin- und Rückreihen, dafür nimmt man 1 Masche beidseitig zu (für die Naht). Viel Spaß beim Stricken!
08.04.2024 - 07:44
DW skrifaði:
Having troubles understanding how to sew the crotch area of the pants. Do I sew the bound off stitches on the front to each other and then see the split seam back together? Any help is appreciated.
14.05.2022 - 04:28DROPS Design svaraði:
Dear DW, you sew together the cast off stitches on front piece and the cast off stitches on back pieces (at the end of each leg). Happy assembly!
16.05.2022 - 08:13
Marianne Ehler skrifaði:
Jeg strikker blusen i str. 3. Jeg forstår ikke forklaring til slidsen. Når jeg strikker venstre side, skal jeg så samle masker op på den højre side eller slå maskerne op? Hvis de ekstra masker bliver slået op. så skal de vel syes fast på højre stykke efterfølgende? Der skal vel også være et knaphul i halsribben? Altså en knap både i slidsen og en i halskanten? Med venlig hilsen Marianne
11.01.2022 - 17:57DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, du slår 6 masker op og strikker dem sammen med venstre stykke, husk at strikke de 2 yderste m retstrik og husk at lukke af til knaphul som forklaret. God fornøjelse!
17.01.2022 - 13:15
Inga-Maj skrifaði:
Förstår inte avmaskningen för halsen efter att man avmaskat de mittersta maskorna. Framstycke avmaska för halsen på va varv 3mx1,2mx2,1mx1.Tack för svar!
14.12.2021 - 19:47DROPS Design svaraði:
Hej Inga-Maj. Det betyder att du maskar av mot halsen på vartannat varv så här: 3 maskor 1 gång, 2 maskor 2 gånger, 1 maska 1 gång. Mvh DROPS Design
15.12.2021 - 08:50
Agneta skrifaði:
Förstår inte avmaskning för armen. Maska av 4 m under armen och sticka färdigt fram och tillbaka. Sedan 3 m avm i varje sida för axel på vartannat v 4 ggr. När gör man den avmaskningen? Maska av när arbetet mäter ca 17-20-22 (22-26) cm. Hur många maskor är det kvar att avmaska.
29.04.2021 - 11:09DROPS Design svaraði:
Hej Agneta. Du maskar av först 4 m under ärmen. Sedan 3 maskor på varje sida (dvs 6 m per varv) totalt 4 gånger. Så totalt avmaskar du 4 + (6x4)= 28 m. Mvh DROPS Design
29.04.2021 - 13:39
Agneta Sjöberg skrifaði:
Stickar tröjan Bakstyket Man delar bakstycket för sprund Höger sida ska det sitta en knapp Vänster sida knapphål, förstår inte. Ska inte knappen sitta på bakstycket och knapphålet på framstycketKan någon förklara
22.04.2021 - 21:48DROPS Design svaraði:
Hej Agneta, nej sprundet skal være midt bagpå ryggen, det er de øverste 3 cm inden halsen som kan lukkes med knapper. God fornøjelse!
28.04.2021 - 16:09
Ana Cecilia Ramirez skrifaði:
Jeg strikker lue størrelse 6 mnd. Jeg lurer på om jeg leser riktig og man bør øke i høyre side hver 4p. Og feller hver 2 p i venstre side. Da blir at antall masker minsker. Stemmer det?
15.10.2020 - 13:17DROPS Design svaraði:
Hej. Ja det stämmer. Se gärna vår video på hur man stickar en lue sidelengs. Mvh DROPS Design
16.10.2020 - 09:44
Rocking in Lavender#rockinginlavenderset |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Settið samanstendur af: Prjónaðri peysu, buxum, húfu úr DROPS BabyMerino og teppi með áferðamynstri úr DROPS Karisma. Þema: Barnateppi.
DROPS Baby 4-19 |
|||||||
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. STROFF: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* út umferðina. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. ----------------------------------------------------------- PEYSA: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna og skiptist upp við handveg. Þá er fram- og bakstykki prjónað til loka hvort fyrir sig fram og til baka. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 136-144-160 (176-192) lykkjur á hringprjóna nr 2 með Baby Merino og prjónið STROFF – sjá útskýringu að ofan – í 2 cm. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið M.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-24) prjónið næstu umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur fyrir handveg, 64-68-76 (84-92) lykkjur framstykki, fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, 64-68-76 (84-92) lykkjur bakstykki, fellið af 2 lykkjur fyrir handveg. Fram- og bakstykki eru nú prjónuð hvort fyrir sig til loka. FRAMSTYKKI: = 64-68-76 (84-92) lykkjur. Fækkið lykkjum fyrir handveg í annarri hverri umferð: 2 lykkjur 1-1-1 (0-0) sinnum, 1 lykkja 3-1-1 (2-2) sinnum = 54-62-70 (80-88) lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-26-29 (33-35) cm fellið af miðju 10-12-14 (18-24) lykkjur fyrir hálsmáli. Fækkið síðan lykkjum við háls í annarri hverri umferð: 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum, 1 lykkja 1 sinni. Fellið af þegar stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm. BAKSTYKKI: = 64-68-76 (84-92) lykkjur. Fækkið nú lykkjum fyrir handveg eins og á framstykki = 54-62-70 (80-88) lykkjur. Þegar stykkið mælist 22-24-28 (32-35) cm skiptist stykkið upp við op þannig: Hægri hlið (með tölum): Prjónið fram og til baka yfir fyrstu 30-34-38 (43-47) lykkjur – en 2 síðustu lykkjur við miðju eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Eftir 3 cm er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð: 13-14-15 (17-20) lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni, 1 lykkja 1 sinni. Fellið af þegar stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm. Vinstri hlið (með hnappagötum): Aukið út um 6 lykkjur við miðju = 30-34-38 (43-47) lykkjur – en 2 síðustu lykkjur við miðju eru prjónaðar í garðaprjóni. Eftir 2,5 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati með því að fella af 3. og 4. lykkjurnar. Í næstu umferð er aukið út um 2 lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af. Þegar opið mælist 3 cm er fellt af fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð: 13-14-15 (17-20) lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni, 1 lykkja 1 sinni. Fellið af þegar stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm. ERMI: Fitjið upp 44-46-48 (50-52) lykkjur á sokkaprjón nr 2 með Baby Merino og prjónið stroff í hring í 2 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón nr 2,5 og prjónið M.1 áfram JAFNFRAMT er aukið út mitt undir ermi: 2 lykkjur 4-6-7 (9-16) sinnum á 3 mán: Í 8. hverri umferð, 6/9+12/18 mán: Í 7. hverri umferð, 2 ára: Í 5. hverri umferð 3/4 ára: Í 4. hverri umferð = 52-58-62 (68-84) lykkjur. Þegar stykkið mælist 14-16-19 (19-23) cm fellið af 4 lykkjur mitt undir ermi og prjónið til loka fram og til baka. Fækkið síðan um 3 lykkjur á hvorri hlið fyrir öxl í annarri hverri umferð 4 sinnum. Fellið af. Stykkið mælist ca 17-20-22 (22-26) cm. Prjónið aðra ermi alveg eins. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. HÁLSMÁL: Takið upp ca 80-85-90 (95-100) lykkjur í kringum háls á sokkaprjón 2 og prjónið stroff í 1,5 cm fram og til baka. Fellið síðan af. Saumið ermar í og festið tölu. ________________________________________ BUXUR: SKÁLM: Fitjið upp 80-88-88 (96-96) lykkjur á sokkaprjón 2 með Baby Merino og prjónið STROFF í hring – sjá útskýringu að ofan í 3 cm. Prjónið síðan sléttprjón upp JAFNFRAMT því sem aukið er út að innanverðu á skálm: 2 lykkjur 4 sinnum með 2-3-3 (4-5) cm millibili = 88-96-96 (104-104) lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 17-18-20 (25-28) cm skiptist stykkið upp að innanverðu á skálm (= op) og prjónað er til loka fram og til baka. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við saum = 90-98-98 (106-106) lykkjur. Þegar stykkið mælist 18-20-23 (27-30) cm fellið af 5-7-3 (5-5) lykkjur í hvorri hlið = 80-84-92 (96-96) lykkjur. Geymið stykkið og prjónið aðra skálm alveg eins. BUXUR: Setjið skálmarnar saman á sama hringprjón 2 = 160-168-184 (192-192) lykkjur. Prjónið 3 umferðir og aukið síðan út við miðju að aftan hvoru megin við tvær miðju lykkjurnar: 1 lykkja 8 sinnum í annarri hverri umferð og JAFNFRAMT er lykkjum fækkað við miðju að framan hvoru megin við tvær miðju lykkjurnar 1 lykkja 8 sinnum í annarri hverri umferð = 160-168-184 (192-192) lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-37-42 (47-51) cm fækkið um 24-28-34 (32-32) lykkjur jafnt yfir í umferð = 136-140-150 (160-160) lykkjur. Prjónið nú stroff og setjið eitt prjónamerki við miðju að framan. Þegar stroffið mælist 8 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati hvoru megin við prjónamerki 5-5-6 (6-7) cm frá prjónamerki – 1 hnappagat = fellið af 3 lykkjur og fitjið upp 3 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð. Fellið af þegar stroffið mælist 10 cm. Stykkið mælist ca 43-47-52 (57-61) cm. Saumið opið saman sem er að innanverðu á skálmum upp að þeim lykkjum sem felldar voru af og saumið síðan saman op á milli skálma frá miðju að framan og að miðju aftan á buxum. AXLABÖND: Fitjið upp 11-11-11 (13-15) lykkjur á prjón 2 með Baby Merino og prjónið stroff í ca 30 cm. Fellið af. Prjónið annað axlaband alveg eins. Saumið axlaböndin í síðustu umferð í stroffi við miðju að aftan með ca 5-8 cm millibili. Saumið eina tölu í hvort band. ________________________________________ HÚFA: Stærð: 3 - 6 (12 mán – 2 ára). HÚFA Fitjið upp 33-38 (42-46) lykkjur á prjón 2,5 með Baby Merino og prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – JAFNFRAMT því sem aukið er út um 1 lykkju í hægri hlið og fellið af 1 lykkju í vinstri hlið. UMFERÐ 1 (= rétta): 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni og prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt að uppslættinum og prjónið síðan uppsláttinn snúinn slétt og síðan 2 lykkjur slétt. Endurtakið þessar 2 umferðir þar til stykkið mælist 5,5-6 (6,5-7) cm. Fellið síðan af 1 lykkju á hægri hlið og aukið út um 1 lykkju á vinstri hlið. Prjónið síðan þannig: Næsta umferð (rétta): 1 lykkja slétt, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt. Næsta umferð (ranga): 2 lykkjur slétt, prjónið 1 uppsláttinn snúinn slétt, prjónið slétt út umferðina. Endurtakið þessar 2 umferðir þar til prjónaðir hafa verið 5,5-6 (6,5-7) cM og haldið áfram með að auka út um 1 lykkju á hægri hlið í 4. hverri umferð og fækkið um 1 lykkju í vinstri hlið í annarri hverri umferð þar til stykkið mælist 15,5-17 (17,5-18) cm frá byrjun = miðja á húfu. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið á stykki. Haldið áfram að prjóna eftir útskýringu – en í öfugri röð. Fellið af þegar stykkið mælist 31-34 (35-36) cm. FRÁGANGUR: Framhlið = Sá hluti á stykki sem hefur þrjú horn. Bakhlið = sá hluti stykkis sem hefur 2 heil horn og 2 hálf horn. Saumið húfuna saman þannig: Saumið saman húfuna að aftan með því að sauma fyrra hálfa hornið saman við fyrri helming af fyrra heila horninu. Saumið síðan seinni helminginn á fyrra heila horninu saman við fyrri helming á seinna heila horninu. Saumið síðan seinni helming á seinna heila horninu saman við síðari hálfa hornið. Að lokum er húfan saumuð saman við miðju að aftan. SNÚRA: Fitjið upp 4 lykkjur með Baby Merino á sokkaprjón 2,5 og prjónið 4 lykkjur slétt * snúið ekki stykkinu, en færið þráðinn aftan við 4 lykkjur slétt, herðið á þræði og prjónið lykkjurnar aftur frá réttu *, endurtakið frá *-* þar til snúran mælist 15 (16-17) cm, fellið af. Prjónið aðra snúru alveg eins. Saumið niður eina snúru að röngu í hvort horn í hvorri hlið. ---------------------------------------------------------- Sokkar: Stærð: 3 - 6/9 - 9/12 mán (2 - 3/4) ára. Fitjið upp 58-60-62 (64-66) lykkjur á prjón 2 með Baby Merino og prjónið STROFF – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 4-5-5 (5-6) cm prjónið 3 lykkjur slétt saman við miðju að aftan, prjónið 4 umferðir og prjónið 3 lykkjur slétt saman við miðju að aftan = 54-56-58 (60-62) lykkjur. Þegar stykkið mælist 10-11-12 (13-14) cm skiptið yfir á prjón 2,5 og sléttprjón JAFNFRAMT er lykkjum fækkað til 46-50-50 (54-54) lykkjur. Eftir 2 umferðir er næsta umferð prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-*. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið 1 umferð sléttprjón og síðan eru miðju 10-12-12 (14-14) lykkjurnar (= efra stykki) prjónaðar með PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (hinar 36-38-38 (40-40) lykkjurnar eru settar á þráð). Eftir 4-5-5,5 (7-7,5) cm eru teknar upp 10-12-14 (16-18) lykkjur hvoru megin við efra stykki = 66-74-78 (86-90) lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði). Prjónið í hring yfir allar lykkjur: 1,5-2-2,5 (3-3,5) cm í perluprjóni, síðan 1 umferð brugið. Fellið af allar lykkjur nema fremstu 10-12-12 (14-14) lykkjurnar. Prjónið 9-10-11 (13-14) cm perluprjón fyrir sóla yfir þessar lykkjur. Fellið af og saumið sólann að sokknum. SNÚRA: Heklið ca 30-35 cm loftlykkjusnúru með heklunál 2,5 með Baby Merino og þræðið snúruna í gegnum gataumferð. Prjónið annan sokk alveg eins. ---------------------------------------------------------- Teppi úr Karisma með áferð EFNI: DROPS Karisma frá Garnstudio 350 g litur 01, natur PRJÓNAR: DROPS HRINGPRJÓNAR 3,5 PRJÓNFESTA: 21 lykkjur á prjón 3,5 og mynstur = 10 cm á breidd. Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. ATH! Ef mynsturteikning endar frá réttu byrjar fyrsta umferð í næstu mynsturteikningu frá röngu. Takið vel eftir að mynsturteikning sýnir mynstrið séð frá réttu. TEPPI: Til að fá pláss fyrir allar lykkjurnar er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 128 lykkjur með Karisma á prjóna 3,5. Haldið áfram í garðaprjóni yfir 4 ystu lykkjurnar í hvorri hlið og prjónið MYNSTUR – sjá útskýring að ofan, yfir 120 miðju lykkjur þannig: Prjónið A.3 í ca 8 cm – stillið af eftir heilum ferningi. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir þetta er A.4 prjónað einu sinni (= 5 umferðir). Prjónið áfram A.1 í ca 11 cm – stillið af eftir heilum ferningi. Eftir þetta er A.4 prjónað einu sinni (= 5 umferðir). Prjónið áfram A.2 í ca 8 cm. Eftir þetta er A.4 prjónað einu sinni (= 5 umferðir). Prjónið áfram A.3 í ca 16 cm – stillið af eftir heilum ferningi. Eftir þetta er A.4 prjónað einu sinni (= 5 umferðir). Prjónið áfram A.1 í ca 11 cm – stillið af eftir heilum ferningi. Eftir þetta er A.4 prjónað einu sinni (= 5 umferðir). Prjónið áfram A.2 í ca 8 cm. Eftir þetta er A.4 prjónað einu sinni (= 5 umferðir). Prjónið áfram A.3 í ca 8 cm – stillið af eftir heilum ferningi. Prjónið nú 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur á prjóni. Stykkið mælist ca 82 cm – fellið af. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rockinginlavenderset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 4-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.