Christmas Treats#dropschristmastreats |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklað jólaskraut / pakkar, jólastafur, jólatré, kransar og stjörnur úr DROPS Safran. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1683 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.11. LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar heklað er í hring, heklið keðjulykkjuna í lok umferðarinnar með nýja litnum sem á að skipta yfir í. LITAMYNSTUR: Þegar heklað er með tveimur litum í umferð með fastalykkjum er heklað þannig: Heklið síðustu fastalykkju með fyrsta litnum, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegn í lokin með nýja litnum, heklið síðan næstu fastalykkju. Þegar heklað er með tveimur litum í umferð með stuðlum er heklað þannig: Heklið síðasta stuðulinn með fyrsta litnum, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegn með nýja litnum, heklið síðan næsta stuðul. Þegar heklað er með tveimur litum, leggið þráðinn á þeim lit sem ekki er heklað með yfir lykkjur frá fyrri umferð og heklið utan um þráðinn, þráðurinn fylgir áfram með hringinn, en er falinn innan í lykkjunum. RÁÐ: Hægt er að gera jólaskrautið stífara með því að dýfa því í sykurvatn eða litlausan gosdrykk og leggja síðan flatt til þerris. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- JÓLASKRAUT - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pakkarnir, jólastafurinn og jólatréð er heklað fram og til baka, kransarnir og stjörnurnar er heklað í hring. Jólaskreytingarnar má til dæmis nota sem jólatrésskreytingar eða sem skraut á kort – lesið RÁÐ. LÍTILL PAKKI: Notið heklunál 3 og litinn Rauður í DROPS Safran. Byrjið við svarta stjörnu í mynsturteikningu A.1 og heklið 11 loftlykkjur eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Heklið síðan A.1 fram og til baka. Munið að fylgja heklfestunni. Klippið og festið þræðina þegar A.1 hefur verið heklað til loka. Heklið eina loftlykkjuröð ca 3 cm (= breidd á pakka) í litnum Kaffi. Saumið loftlykkjuröðina meðfram miðju á pakkanum. Heklið eina loftlykkjuröð ca 3 cm (= hæð á pakka) í litnum Kaffi. Saumið loftlykkjuröðina á þvert fyrir miðju á pakkanum. Heklið eina loftlykkjuröð ca 12 cm í litnum Kaffi. Hnýtið loftlykkjuröðina í slaufu og saumið slaufuna niður á toppinn á pakkanum. Festið þræðina. MEÐALSTÓR PAKKI: Notið heklunál 3 og litinn Magenta í DROPS Safran. Byrjið við svarta stjörnu í mynsturteikningu A.2 og heklið 13 loftlykkjur eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Heklið síðan A.2 fram og til baka. Munið að fylgja heklfestunni. Klippið og festið þræðina þegar A.2 hefur verið heklað til loka. Heklið eina loftlykkjuröð ca 5 cm (= breidd á pakka) í litnum Sókskin. Saumið loftlykkjuröðina meðfram miðju á pakkanum. Heklið eina loftlykkjuröð ca 4 cm (= hæð á pakka) í litnum Sókskin. Saumið loftlykkjuröðina á þvert fyrir miðju á pakkanum. Heklið eina loftlykkjuröð ca 14 cm í litnum Sókskin. Hnýtið loftlykkjuröðina í slaufu og saumið slaufuna niður á toppinn á pakkanum. Festið þræðina. STÓR PAKKI: Notið heklunál 3 og litinn Magenta í DROPS Safran. Byrjið við svarta stjörnu í mynsturteikningu A.3 og heklið 15 loftlykkjur eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Heklið síðan A.3 fram og til baka. Munið að fylgja heklfestunni. Klippið og festið þræðina þegar A.3 hefur verið heklað til loka. Heklið eina loftlykkjuröð ca 6 cm (= breidd á pakka) í litnum Sólskin. Saumið loftlykkjuröðina meðfram miðju á pakkanum. Heklið eina loftlykkjuröð ca 4 cm (= hæð á pakka) í litnum Sólskin. Saumið loftlykkjuröðina á þvert fyrir miðju á pakkanum. Heklið eina loftlykkjuröð ca 14 cm í litnum Sólskin. Hnýtið loftlykkjuröðina í slaufu og saumið slaufuna niður á toppinn á pakkanum. Festið þræðina. JÓLASTAFUR: Notið heklunál 3 og litinn Rauður/Magenta í DROPS Safran. Byrjið við svarta stjörnu í mynsturteikningu A.4 og heklið 24 loftlykkjur eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Lesið LITAMYNSTUR og heklið A.4 (= 1 umferð). Munið að fylgja heklfestunni. Klippið og festið þræðina þegar A.4 hefur verið heklað til loka. JÓLATRÉ: Notið heklunál 3 og litinn Sólskin í DROPS Safran. Byrjið við svarta stjörnu í mynsturteikningu A.5 og heklið 1 loftlykkju eins og útskýrt er í mynsturteikningu (= uppfitjunarlykkja). Heklið síðan A.5 í þessa loftlykkju (= stjarna fyrir jólatréstopp). Lesið LITASKIPTI og skiptið yfir í litinn Mosagrænn, heklið síðan A.6 fram og til baka (= jólatré). Þegar A.6 hefur verið heklað til loka, klippið þráðinn og festið. Skiptið yfir í litinn Kaffi og heklið A.7 í miðju af 3 lykkjum á jólatrénu (= stofn). Þegar A.7 hefur verið heklað til loka, klippið þráðinn og festið. STÓR KRANS: Notið heklunál 3 og litinn Mosagrænn í DROPS Safran. Heklið 12 loftlykkjur og tengið loftlykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju (= loftlykkjuhringur). Heklið síðan mynsturteikningu A.8. Í 2. umferð er heklað til skiptis í litnum Mosagrænn og litnum Rauður eins og útskýrt er í mynsturteikningu – munið eftir LITAMYNSTUR. Þegar A.8 hefur verið heklað til loka, klippið þræðina og festið. Heklið loftlykkjuröð ca 20 cm í litnum Rauður. Hnýtið loftlykkjuröðina í slaufu og saumið slaufuna efst á kransinn. LÍTILL KRANS: Notið heklunál 3 og litinn Mosagrænn í DROPS Safran. Heklið 6 loftlykkjur og tengið loftlykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju (= loftlykkjuhringur). Heklið síðan mynsturteikningu A.9. Klippið þræðina og festið. Heklið loftlykkjuröð ca 14 cm í litnum Rauður. Hnýtið loftlykkjuröðina í slaufu og saumið slaufuna efst á kransinn. STÓR STJARNA: Notið heklunál 3 og litinn Natur í DROPS Safran. Heklið 4 loftlykkjur og tengið loftlykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju (= loftlykkjuhringur). Heklið síðan mynsturteikningu A.10. Klippið og festið þráðinn. LÍTIL STJARNA: Notið heklunál 3 og litinn Natur í DROPS Safran. Heklið 4 loftlykkjur og tengið loftlykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju (= loftlykkjuhringur). Heklið síðan mynsturteikningu A.11. Klippið og festið þráðinn. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropschristmastreats eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1683
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.