Julika skrifaði:
Hallo, beim linken Handschuh hat sich ein Fehler eingeschlichen. Nach dem Stilllegen der Daumenmaschen muss anders als angegeben zuerst der Handrücken mit linken Maschen gestrickt werden. Viele Grüße..
01.01.2026 - 09:54
Gerd skrifaði:
Blir det inte lite kallt om tummen när den inte behöver användas. Kom på det när jag var färdig.
29.11.2025 - 11:48
Swipe Away Mittens#swipeawaymittens |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðar handstúkur með fingrahettu / vettlingar fyrir herra úr DROPS Merino Extra Fine eða DROPS Karisma. Stykkið er prjónað í sléttprjóni og stroffprjóni.
DROPS 260-30 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HANDSTÚKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá úlnlið og upp. Í lokin er prjónuð fingrahetta sem er hægt að taka af og á. HÆGRI HANDSTÚKA: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 56-60 lykkjur með DROPS Merino Extra Fine eða DROPS Karisma á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 5-6 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið sléttprjón – JAFNFRAMT sem í umferð 1 er fækkað um 14-14 lykkjur jafnt yfir = 42-46 lykkjur. Setjið eitt merki í 11.-13. lykkju frá byrjun umferðar og látið merkið fylgja áfram með í þessari lykkju. Munið að fylgja prjónfestunni. Þegar stykkið mælist 13-14 cm er aukið út á EFTIR lykkju með merki – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI í útskýringu að ofan. Aukið út 1 lykkju á eftir lykkju með merki í annarri hverri umferð alls 8-10 sinnum = 50-56 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 18-21 cm. Setjið fyrstu 11-13 lykkjur á þráð fyrir þumalfingur án þess að prjóna þær, fitjið upp 3 nýjar lykkjur í byrjun umferðar og prjónið út umferðina = 42-46 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: 21-23 lykkjur slétt (= innri hlið í handstúku), 21-23 lykkjur brugðið (= ytri hlið í handstúku – í þessar brugðnu lykkjur eru lykkjur prjónaðar upp síðar fyrir fingrahettu). Prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 22-25 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) jafnframt sem í umferð 1 er aukið út um 2-2 lykkjur jafnt yfir = 44-48 lykkjur. Prjónið stroff í 1 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 5-5 cm frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp aftan við þumalfingur og 23-26 cm alls. ÞUMALFINGUR: Setjið til baka 11-13 lykkjur af þræði á sokkaprjóna 3,5 og prjónið einnig upp 3 lykkjur í lykkjur sem fitjaðar voru upp innan í handstúku = 14-16 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn í ca 2-3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) jafnframt sem í umferð 1 er aukið út um 2-0 lykkjur jafnt yfir = 16-16 lykkjur. Prjónið stroff í 1 cm og fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Þumalfingurinn mælist ca 3-4 cm. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. VINSTRI HANDSTÚKA: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 56-60 lykkjur með DROPS Merino Extra Fine eða DROPS Karisma á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 5-6 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið sléttprjón – JAFNFRAMT sem í umferð 1 er fækkað um 14-14 lykkjur jafnt yfir = 42-46 lykkjur. Setjið eitt merki í 11.-11. lykkju frá byrjun umferðar og látið merkið fylgja áfram með í þessari lykkju. Þegar stykkið mælist 13-14 cm er aukið út á UNDAN lykkju með merki – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI í útskýringu að ofan. Aukið út 1 lykkju á undan lykkju með merki í annarri hverri umferð alls 8-10 sinnum = 50-56 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 18-21 cm. Prjónið fram að lykkju með merki, setjið næstu 11-13 lykkjur á þráð fyrir þumalfingur án þess að prjóna þær, fitjið upp 3 nýjar lykkjur í byrjun umferðar og prjónið út umferðina = 42-46 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: 21-23 lykkjur slétt (= innri hlið í handstúku), 21-23 lykkjur brugðið (= ytri hlið í handstúku – í þessar brugðnu lykkjur eru lykkjur prjónaðar upp síðar fyrir fingrahettu). Prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 22-25 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) jafnframt sem í umferð 1 er aukið út um 2-2 lykkjur jafnt yfir = 44-48 lykkjur. Prjónið stroff í 1 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 5-5 cm frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp aftan við þumalfingur og 23-26 cm alls. Prjónið þumalfingur á sama hátt og á hægri handstúku. FINGRAHETTA: Notið sokkaprjón 3, leggið stykkið þannig að það liggi í prjónstefnu með ytri hliðina á handstúkunni upp, uppfitjunarkanturinn snýr að þér. Prjónið upp 1 lykkju í hverja af 21-23 brugðnu lykkjum í ytri hlið á handstúkunni, fitjið síðan upp 23-25 nýjar lykkjur í lok umferðar = 44-48 lykkjur. Tengið stykkið saman og prjónið í hring í stroffprjóni þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 lykkju slétt. Prjónið þar til fingrahettan mælist 9-10 cm, það eru eftir ca 2 cm að loka máli. Prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur brugðið, * 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn og endið með að prjóna síðustu lykkjuna slétt saman með fyrstu lykkju = 33-36 lykkjur. Prjónið * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið * 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 22-24 lykkjur. Prjónið * 1 lykkju brugðið, 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman umferðina hringinn = 11-12 lykkjur. Fingrahettan mælist ca 12-13 cm. Klippið þráðinn þannig að hann sé ca 60 cm að lengd, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Herðið á þræði, festið þráðinn með hnút innanverðu á fingrahettunni og þræðið síðan þráðinn út að réttu á fingrahettunni – ekki klippa þráðinn, hann er notaður síðar fyrir lykkju / hneslu. LYKKJA: Notið heklunál 3. Stingið heklunálinni í gegnum slétta lykkju þannig að þráðurinn komi út á toppi á fingrahettunni. Notið þráðarendann, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna = 1 loftlykkja, haldið áfram að hekla loftlykkjur þar til loftlykkjuröðin passi fyrir stærð á tölu. Heklið 1 keðjulykkju þannig að loftlykkjuröðin festist ca á sama stað og hún byrjaði. Klippið og festið þráðinn. Saumið 1 tölu að utanverðu á hvora handstúku, tölunni er hneppt í lykkjuna / hnesluna. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #swipeawaymittens eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 260-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.