Andrea R skrifaði:
Wie näht man die Schulternähte sauber zusammen bei dem icord- Rand? Gelingt mir nicht.
22.09.2025 - 18:09
Ania skrifaði:
Przy zamykaniu oczek na podkroje rękawów - czy dobrze rozumiem że dla rozmiaru M mam zamknąć 12 oczek na przodzie i 12 na tyle? I czy zrobić to od razu w jednym rzędzie czy po 1 oczku z każdej strony - co w sumie oznacza 6 rzedów? dziękuję. ania
22.08.2025 - 15:05DROPS Design svaraði:
Witaj Aniu, zamykasz te oczka w jednym rzędzie, po 12 z każdej strony. Tutaj będą zaczynać się otwory na podkroje rękawów. Innymi słowy seria 12 oczek zostanie zamknięta pod każdą pachą. Pozdrawiamy!
25.08.2025 - 09:54
Lilac Bliss Top#lilacblisstop |
|
![]() |
![]() |
Prjónaður toppur úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í sléttprjóni með i-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 259-39 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KANTLYKKJUR MEÐ I-CORD: FYRSTU 2 LYKKJUR: Prjónið í svona í hverri umferð: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. SÍÐUSTU 2 LYKKJUR: Prjónið svona í hverri umferð: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 4 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um úrtöku fyrir handveg og hálsmáli): Öll úrtaka er gerð frá réttu! BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið 2 kantlykkjur eins og áður, prjónið 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. LOK UMFERÐAR: Prjónið eins og áður þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt og 2 kantlykkjur eins og áður. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Aukið út 1 lykkju hvoru megin við merkiþræðina þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr mitt í þessum 4 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður þannig: Á UNDAN MERKIÞRÆÐI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið uppsláttinn til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Á EFTIR MERKIÞRÆÐI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. I-CORD AFFELLING: Lyftið 3 nýjum lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sitji 3 lykkjum inn á vinstri prjóni (þegar prjónað er þá herðir þráðurinn á stykkinu, þannig að það myndast lítil snúru kantur). UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Ekki snúa stykkinu. Endurtakið UMFERÐ 1 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið eitt lítið spor sem bindur saman byrjun og lokin á I-cord kantinn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Axlasaumar eru saumaðir. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 172-190-202-220-246-268 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Paris. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 16-18-18-20-22-24 lykkjur jafnt yfir = 156-172-184-200-224-244 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar og 1 merkiþráð eftir 78-86-92-100-112-122 lykkjur (= í hliðar á fram- og bakstykki). Það eru jafnmargar lykkjur á milli merkiþráða fyrir framstykki og bakstykki. Látið merkiþræðina fylgja áfram með í stykkinu, það á að nota þá þegar lykkjum er fækkað og aukið út í hliðum. Prjónið sléttprjón hringinn og munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar stykkið mælist 8 cm, er lykkjum fækkað í hliðum – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona alls 2 sinnum í 4. hverjum cm = 148-164-176-192-216-236 lykkjur. Þegar stykkið mælist 4 cm frá síðustu úrtöku, er lykkjum aukið út í hliðum – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út alls 2 sinnum í 4. hverjum cm = 156-172-184-200-224-244 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 27-28-29-30-31-32 cm. Nú á að fækka lykkjum fyrir handveg, næsta umferð er prjónuð þannig: Byrjið 4-6-6-8-8-8 lykkjum á undan merkiþræði við byrjun umferðar, fellið af 8-12-12-16-16-16 lykkjur, prjónið 70-74-80-84-96-106 lykkjur (= bakstykki), fellið af 8-12-12-16-16-16 lykkjur, prjónið 70-74-80-84-96-106 lykkjur (= framstykki). Framstykkið og bakstykkið er nú prjónað hvort fyrir sig. FRAMSTYKKI: = 70-74-80-84-96-106 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni með 2 KANTLYKKJUR MEÐ I-CORD – lesið leiðbeiningar að ofan. Þegar prjónaðar hafa verið 3 umferðir og næsta umferð er prjónuð frá réttu byrjar úrtaka fyrir handveg – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum í 4-4-4-4-2-2 umferðir alls 5-6-8-10-15-19 sinnum = 60-62-64-64-66-68 lykkjur. Þegar stykkið mælist 41-43-45-45-47-49 cm frá uppfitjunarkanti eru miðju 18-20-22-22-24-26 lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli og axlirnar eru síðan prjónaðar hvor fyrir sig = 21-21-21-21-21-21 lykkjur fyrir hvora öxl. Í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli er lykkjum fækkað fyrir hálsmál – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 og fækkið um 1 lykkju alls 3 sinnum = 18-18-18-18-18-18 lykkjur fyrir öxl. Prjónið sléttprjón með kantlykkjur að handvegi þar til stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. BAKSTYKKI: = 70-74-80-84-96-106 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni með 2 kantlykkjum með i-cord eins og á framstykki. Þegar prjónaðar hafa verið 3 umferðir og næsta umferð er prjónuð frá réttu byrjar úrtaka fyrir handveg – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í hverri 4-4-4-4-2-2 umferð alls 5-6-8-10-15-19 sinnum = 60-62-64-64-66-68 lykkjur. Þegar stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm fellið af miðju 22-24-26-26-28-30 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig = 19-19-19-19-19-19 lykkjur. Í byrjun næstu umferðar frá hálsmáli er fækkað um 1 lykkju fyrir hálsmáli = 18-18-18-18-18-18 lykkjur fyrir öxl. Prjónið sléttprjón með kantlykkjur við handveg þar til stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 5, prjónið upp lykkjur í kringum hálsmál frá réttu þannig: Byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp ca 56 til 78 lykkjur (ásamt lykkjum af þræði fyrir miðju að framan). Í lok umferðar eru fitjaðar upp 3 nýjar lykkjur á hægri prjóni frá réttu, ekki snúa stykkinu. Skiptið yfir á hringprjón 5 og fellið af með I-CORD AFFELLING – lesið leiðbeiningar að ofan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lilacblisstop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 259-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.