Stephanie skrifaði:
Good Day! This is such a lovely dress. Can you provide instructions to work this project on the rounds? Thank you :) Stephanie
20.01.2026 - 22:49DROPS Design svaraði:
Hi Stephanie, The dress is worked in the round after you have finished the yoke. The front and back pieces need to be worked separately, back and forth on the yoke to work the armholes . Regards, Drops Team
21.01.2026 - 07:53
Paris Sky#parisskydress |
|
![]() |
![]() |
Prjónaður kjóll úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 259-24 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja á frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja á frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: Aukið út 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki þannig: Byrjið fyrir miðju undir ermi, prjónið lykkju með merki, prjónið 4 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan næstu lykkju með merki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 9 lykkjur slétt (merkið situr fyrir miðju í þessum 9 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir að byrjun umferðar, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 4 lykkjur fleiri), prjónið út umferðina. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan: Á UNDAN MERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið uppsláttinn til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. Á EFTIR MERKI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. HRINGLAGA AFFELLING – (lykkjurnar eru teknar upp frá réttu og affellingin gefur hringlaga kant frá röngu þannig að stykkið kemur ekki til með að rúllast upp): Affellingsumferð: Finnið lykkjuna sem liggur 2 umferðum beint fyrir neðan næstu lykkju á prjóni. Takið þessa lykkju upp í efsta lykkjubogann frá réttu og lyftið henni upp á vinstri prjón. Prjónið lykkjubogann og fyrstu lykkju slétt saman. * Takið upp næstu lykkju í lykkjubogann á sama hátt og prjónið hana saman með næstu lykkju á prjóni. Fellið af með því að steypa 1. lykkju yfir 2. lykkju *, endurtakið frá *-* þar til allar lykkjur hafa verið felldar af. Klippið og festið þráðinn í byrjun umferðar. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kjólinn er prjónaður ofan frá og niður. Framstykkið og bakstykkið er prjónað hvort fyrir sig fram og til baka á hringprjóna þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. Síðan eru stykkið sett sama og fram- og bakstykkið og kjólinn er prjónað í hring að loka máli. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. BAND Á ÖXL / HLÝRI: Fitjið upp 11-11-11-13-13-13 lykkjur með DROPS Paris með prjóna 5. Prjónið umferð 1 frá röngu þannig: 1 lykkja GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, 1 lykkja brugðið, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. Prjónið svona stroffprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 7-7-7-8-8-8 cm – síðasta umferð er prjónuð frá réttu. Klippið þráðinn og geymið stykkið. Prjónið annað band / hlýra til viðbótar á sama hátt, en ekki klippa þráðinn, nú eru böndin sett saman í framstykki þannig: Snúið og prjónið næstu umferð yfir bandið / hlýra frá röngu eins og áður (= 11-11-11-13-13-13 lykkjur), fitjið upp 21-23-25-25-27-29 nýjar lykkjur í umferð, prjónið síðan yfir band / hlýra frá röngu eins og áður (= 11-11-11-13-13-13 lykkjur) = 43-45-47-51-53-55 lykkjur. FRAMSTYKKI: = 43-45-47-51-53-55 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, prjónið stroffprjón (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir og 1 lykkja garðaprjón. Prjónið fram og til baka í stroffprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið í 2 cm – síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Síðan er prjónað í stroffprjóni og kantlykkju í garðaprjóni einungis yfir fyrstu og síðustu 10-10-10-12-12-12 lykkjur jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið fyrir handveg innan við 10-10-10-12-12-12 lykkjur – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið umferð 1 frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið stroffprjón eins og áður yfir næstu 9-9-9-11-11-11 lykkjur, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið sléttprjón þar til eftir eru 10-10-10-12-12-12 lykkjur í umferð, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið stroffprjón eins og áður yfir næstu 9-9-9-11-11-11 lykkjur, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Aukið út 1 lykkju í hvorri hlið innan við 10-10-10-12-12-12 lykkjur í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 8-9-11-10-9-8 sinnum, síðan er aukið út í hverri umferð alls 0-0-0-2-6-10 sinnum = 59-63-69-75-83-91 lykkjur. Síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Stykkið mælist nú ca 17-18-19-20-21-22 cm frá uppfitjunarkanti og 10-11-12-12-13-14 cm frá þar sem nýjar lykkjur voru fitjaðar upp fyrir miðju að framan. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Klippið þráðinn og geymið stykkið á meðan bakstykkið er prjónað. BAKSTYKKI: Prjónið bakstykkið með bandi á öxl / hlýra á sama hátt og framstykkið, en ekki klippa þráðinn. Í næstu umferð frá réttu er fram- og bakstykkið sett saman þannig: Byrjið á að setja 1 merkiþráð í umferð (= byrjun umferðar), prjónið stroffprjón (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) yfir fyrstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 39-43-49-51-59-67 lykkjur, prjónið stroffprjón (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir næstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur, fitjið upp 9-11-13-15-17-19 nýjar lykkjur í umferð *, haldið síðan áfram að prjóna yfir framstykki frá réttu með því að prjóna frá *-* 1 sinni til viðbótar = 136-148-164-180-200-220 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 136-148-164-180-200-220 lykkjur. Setjið 1 merki í miðju á nýjum lykkjum í hvorri hlið og látið þá fylgja áfram með í stykkinu – merkin eru notuð þegar auka á út fyrir pilsinu. Prjónið sléttprjón hringinn með 29-31-33-39-41-43 lykkjur stroffprjón í hvorri hlið í 2 cm (merkið situr í miðju á þessum 29-31-33-39-41-43 lykkjum). Prjónið síðan afgang af kjól í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 32-34-36-38-40-42 cm frá uppfitjunarkanti efst á bandi / hlýra, er aukið út fyrir pilsinu – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í hverjum 2½-2½-3-3-3-2½ cm alls 16-16-15-15-15-16 sinnum = 200-212-224-240-260-284 lykkjur. Prjónið hringinn þar til kjólinn mælist alls 84-87-90-93-96-98 cm þegar hann liggur flatur. Þegar kjólinn er mátaður þá kemur þyngdin til með að teygja hann í ca 90-93-96-100-103-105 cm. Mátið e.t.v. kjólinn og prjónið að óskaðri lengd. Fellið af með HRINGLAGA AFFELLING – lesið leiðbeiningar að ofan. FRÁGANGUR: Saumið bönd á öxlum / hlýra saman. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #parisskydress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 259-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.