Anna Thornsberry skrifaði:
For this dress can I use a silk or bamboo yarn or both ? Am looking for a very light weight yarn for the summer since it gets really hot and humid where I live thank you 😊
14.03.2025 - 15:12DROPS Design svaraði:
Dear Anna, yes, you can use other lighter yarns, but you need to make sure that the gauge matches and calculate the amount of yarn needed according to your yarn's yardage. You can read more about this in this lesson. Happy knitting!
16.03.2025 - 17:46
Vanilla Moon |
|
![]() |
![]() |
Prjónaður kjóll úr DROPS Cotton Light eða DROPS Muskat. Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 258-1 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð (= ranga) er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan: Á EFTIR 3 LYKKJUM: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. Á UNDAN 3 LYKKJUM: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið uppsláttinn til baka yfir á vinstri prjón í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: Aukið út 1 lykkju hvoru megin við 4-4-7-7-10-10 lykkjur fyrir miðju undir handveg þannig: Prjónið að 1. merkiþræði, færið merkiþráðinn yfir á hægri prjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið að 2. merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, færið merkiþráðinn yfir á hægri prjón, prjónið 4-4-7-7-10-10 lykkjur að 3. merkiþræði, færið merkiþráðinn yfir á hægri prjón, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið að 4. merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, færið merkiþráðinn yfir á hægri prjón, prjónið út umferðina (= 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan: Á EFTIR 1. OG 3. MERKIÞRÆÐI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Á UNDAN 2. OG 4. MERKIÞRÆÐI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið uppsláttinn til baka yfir á vinstri prjón, í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. HRINGLAGA AFFELLING – (lykkjurnar eru teknar upp frá réttu og affellingin gefur hringlaga kant frá röngu þannig að stykkið kemur ekki til með að rúllast upp): Affellingsumferð: Finnið lykkjuna sem liggur 2 umferðum beint fyrir neðan næstu lykkju á prjóni. Takið þessa lykkju upp í efsta lykkjubogann frá réttu og lyftið henni upp á vinstri prjón. Prjónið lykkjubogann og fyrstu lykkju slétt saman. * Takið upp næstu lykkju í lykkjubogann á sama hátt og prjónið hana saman með næstu lykkju á prjóni. Fellið af með því að steypa 1. lykkju yfir 2. lykkju *, endurtakið frá *-* þar til allar lykkjur hafa verið felldar af. Klippið og festið þráðinn í byrjun umferðar. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er fyrst prjónað fram og til baka, ofan frá og niður í stykkjum, síðan eru stykkin sett saman og prjónað er í hring niður á við á fram- og bakstykki og pilsið. Í lokin er prjónað belti. HÆGRI ÖXL FRAMSTYKKI: Fitjið upp 10-10-11-11-12-12 lykkjur með DROPS Cotton Light eða DROPS Muskat með prjón 4. Prjónið 1 umferð brugðið. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið slétt út umferðina. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur i-cord. Prjónið svona fram og til baka þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm, síðasta umferð er prjónuð frá réttu. Klippið þráðinn og geymið stykkið á meðan vinstri öxl er prjónuð. VINSTRI ÖXL FRAMSTYKKI: Fitjið upp 10-10-11-11-12-12 lykkjur með DROPS Cotton Light eða DROPS Muskat með prjón 4. Prjónið 1 umferð brugðið. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur i-cord. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið brugðið út umferðina. Prjónið svona fram og til baka þar til stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm, síðasta umferð er prjónuð frá réttu. Í næstu umferð frá röngu eru lykkjur fitjaðar upp fyrir framstykki á milli hægri og vinstri axlar, prjónið þannig. Prjónið yfir vinstri öxl frá röngu eins og áður (= 10-10-11-11-12-12 lykkjur), fitjið upp 56-58-58-60-60-62 nýjar lykkjur í umferð, endið með að prjóna yfir hægri öxl frá röngu eins og áður (= 10-10-11-11-12-12 lykkjur) = 76-78-80-82-84-86 lykkjur. FRAMSTYKKI: = 76-78-80-82-84-86 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 2 lykkjur i-cord í hvorri hlið eins og áður. Prjónið þar til stykkið mælist 15-13-13-13-11-10 cm frá uppfitjunarkanti efst á öxl. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Nú á að auka út fyrir handveg í hvorri hlið innan við 3 lykkjur þannig: Prjónið 2 lykkjur i-cord, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt og 2 lykkjur i-cord (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður í sitt hvora áttina – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 3-5-7-9-12-15 sinnum = 82-88-94-100-108-116 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 2 lykkjur i-cord í hvorri hlið þar til stykkið mælist 17-17-18-19-20-21 cm frá efst á öxl. Klippið þráðinn og geymið stykkið á meðan bakstykkið er prjónað. BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykkið. Þegar bakstykkið er eins langt og framstykkið, er fram- og bakstykkið sett saman svo hægt sé að prjóna í hring. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig – það er ekki lengur prjónaður i-cord í hliðum: Prjónið slétt yfir 82-88-94-100-108-116 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 2-4-7-11-16-20 nýjar lykkjur fyrir handveg, prjónið slétt yfir 82-88-94-100-108-116 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 2-4-7-11-16-20 nýjar lykkjur = 168-184-202-222-248-272 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 168-184-202-222-248-272 lykkjur. Nú er stykkið prjónað í hring í sléttprjóni. Setjið 2 merkiþræði undir hvora ermi (= alls 4 merkiþræðir) þannig að það verði fyrir miðju undir hvorum handvegi 4-4-7-7-10-10 lykkjur á milli merkiþráða – merkiþræðirnir eru notaðir þegar auka á út fyrir pilsi. Byrjun umferðar er í hliðinni, setjið 1 merki fyrir miðju í 4-4-7-7-10-10 lykkjum undir öðrum handveginum. Prjónið þar til stykkið mælist 32-34-36-38-40-42 cm frá efst á öxl. Nú á að auka út fyrir pilsinu, það er gert með því að slá 1 sinni uppá prjóninn við hvern merkiþráð (= 4 lykkjur fleiri) – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Auka á út hvoru megin við lykkjur undir handvegi, þannig að það verða alltaf 4-4-7-7-10-10 lykkjur á milli útaukninga í hvorri hlið. Aukið svona út í öðrum hverjum cm þar til aukið hefur verið út alls 10-10-10-11-10-11 sinnum = 208-224-242-266-288-316 lykkjur. Síðan er aukið út í 4. hverjum cm alls 9-11-11-10-10-9 sinnum = 244-268-286-306-328-352 lykkjur. Prjónið hringinn þar til kjólinn mælist alls 105-108-111-114-117-119 cm þegar hann liggur flatur. Þegar kjólinn er mátaður, þá mun hann teygjast til ca 114-117-120-123-127-129 cm. Mátið e.t.v. kjólinn og prjónið að óskaðri lengd. Fellið af með HRINGLAGA AFFELLING – lesið leiðbeiningar að ofan, eða fellið af með aðra hverja lykkju slétt og brugðið. FRÁGANGUR: Saumið axlirnar saman. BELTI: Hægt er að prjóna belti með snúruprjóni, prjónið þannig: Fitjið upp 3 lykkjur á sokkaprjóna 4. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan snúruprjón þannig: * Færið allar lykkjur yfir í hægri hlið á prjóni án þess að snúa stykkinu, herðið á þræði og prjónið aftur yfir allar 3 lykkjurnar *, prjónið frá *-* þar til beltið mælist ca 3-3-3½-3½-4-4 metrar, eða að óskaðri lengd. Fellið af. |
|
![]() |
|
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. Ertu búin að klára þetta mynstur? |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 258-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.