Annamaria skrifaði:
Salve, è possibile realizzare questo modello solo con il filato DROPS ALPACA BOUCLÉ?
26.04.2025 - 21:26DROPS Design svaraði:
Buonasera Annamaria, le spiegazioni si intendono per l'utilizzo dei due filati: se vuole utilizzarne solo 1 deve riadattare le spiegazioni alla sua modifica. Buon lavoro!
27.04.2025 - 23:57
LEFRERE skrifaði:
Bonjour ce modèle se tricote bien avec 1 fil alpaca bouclé et 2 fils kid Silk donc 3 fils? Merci!!!
20.04.2025 - 21:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lefrere, ce modèle se tricote avec 2 fils seulement: 1 fil Alpaca Bouclé + 1 fil Kid-Silk (autrement dit en Alpaca Bouclé et Kid-Silk = avec les 2 laines en même temps, mais une seule de chaque). Bon tricot!
22.04.2025 - 15:29
Hanna skrifaði:
Hallo Warum muss ich im rechten und linken Vorderteil 9 Maschen stilllegen? Danke im voraus
28.03.2025 - 07:36DROPS Design svaraði:
Liebe Hanna, diese Maschen werden für Halsausschnitt stillgelegt, dann strickt man diese Maschen für die Halsblende, gleichzeitig als man die Maschen hum den ganzen Halsausschnitt für die Halsblende auffasst. Viel Spaß beim Stricken!
28.03.2025 - 08:27
Shirley Marie Drury skrifaði:
Thank you so much for your help. You are such a wonderful company, every knitting enthusiast can enjoy your incredible designs and beautiful yarns. I will send pictures when my projects are complete.
20.02.2025 - 17:30
Shirley Marie Drury skrifaði:
I would like to knit this cardigan, the pattern is very easy, except the icord band. would it be possible to get better explanation or can I use a regular 3 stitch icord edge. My other project is sweet weekend, I love your yarns. Thank you
18.02.2025 - 18:38DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Drury, in this video we show how to work 2 I-cord edge stitches - you will work these 3 sts the same way except that you will have one stitch in reversed stocking stitch inside these 2 stitches, just follow explanation under BANDS WITH I-CORD:, these 3 stitches will be worked the same way at the beginning of a RS as of a WS row as well as the same way at the end of a RS row as of a WS row. Happy knitting!
20.02.2025 - 14:24
Marie skrifaði:
Bonjour, je ne vois pas d'explication pour les fausses poches 🤔
10.02.2025 - 16:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie, elles sont dans le dernier paragraphe: BORDURE AVEC I-CORD:. Bon tricot!
10.02.2025 - 17:09
Durand Catherine skrifaði:
Est ce gratuit les patrons ou non?
08.02.2025 - 18:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Catherine, oui, toutes nos patrons sont disponibles gratuitement. Bon tricot !
09.02.2025 - 14:02
Almond Butter Cardigan#almondbuttercardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í sléttprjóni og i-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 257-3 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið frá réttu/slétt frá röngu og 1 lykkja slétt frá réttu/brugðið frá röngu. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt frá réttu/brugðið frá röngu, 1 lykkja brugðið frá réttu/slétt frá röngu, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan frá réttu (kantur að framan = 4 lykkjur): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 4. og 5. lykkju frá kanti fyrir miðju að framan slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, síðan halda lykkjur frá framstykki eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið kant að framan eins og áður og prjónið uppsláttinn brugðið, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist 8-10-11-9-10-11 cm, síðan er fellt af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 16, 24, 32 og 40 cm M: 18, 26, 34 og 42 cm L: 19, 27, 35 og 43 cm XL: 16, 23, 30, 37 og 44 cm XXL: 17, 24, 31, 38, og 45 cm XXXL: 18, 25, 32, 39 og 46 cm (= fellt er af fyrir síðasta hnappagatinu 2 cm neðan við hálsmál). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 3 LYKKJUM ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 3 LYKKJUM ÞANNIG: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. I-CORD AFFELLING: Fitjið upp 2 nýjar lykkjur á hægri prjón. Lyftir þessum 2 nýju lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sitji 2 lykkjum inn á vinstri prjóni (þegar prjónað er þá herðir þráðurinn á stykkinu, þannig að það myndast lítil snúru kantur). UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. UMFERÐ 2 (rétta): Lyftið til baka 2 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 1 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. EFTIR UMFERÐ 2: Endurtakið UMFERÐ 2 þar til 2 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 2 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. I-CORD BAND: Prjónið snúrukant með 6 lykkjum á sokkaprjóna þannig: Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan þannig: * Færið allar lykkjur yfir á hægri hlið á prjóni án þess að snúa stykkinu, herðið þráðinn og prjónið aftur slétt yfir allar lykkjur *, prjónið frá *-* að óskaðri lengd. Fellið af. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað fram og til baka, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig. Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp og prjónað er í hring upp að handvegi, síðan er ermin prjónuð til loka fram og til baka. Stykkin eru saumuð saman. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hálsmáli og neðst á ermum sem felldar eru af með i-cord. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 148-160-172-184-200-216 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Alpaca Boulé og 1 þráð DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringar að ofan, í hvorri hlið. Prjónið þar til stykkið mælist 8-10-11-9-10-11 cm. Nú er fellt af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Prjónið þar til stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm. Nú skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki. SKIPTING VIÐ HANDVEG: Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 36-39-41-43-47-50 lykkjur (= framstykki ásamt kanti að framan), fellið af næstu 6-6-8-10-10-12 lykkjur fyrir handveg, prjónið 64-70-74-78-86-92 lykkjur (= bakstykki), fellið af næstu 6-6-8-10-10-12 lykkjur fyrir handveg og prjónið síðustu 36-39-41-43-47-50 lykkjur (= framstykki ásamt kanti að framan). Framstykkin og bakstykkið er prjónað til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: = 64-70-74-78-86-92 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni fram og til baka eins og áður, umferð 1 er prjónuð frá röngu. Í hvorri hlið eru lykkjur felldar af fyrir handveg í annarri hverri umferð þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-1-1-1-2 sinnum í hvorri hlið, 2 lykkjur 1-1-1-1-2-2 sinnum í hvorri hlið. Síðan eru lykkjur felldar af fyrir handveg í annarri hverri umferð innan við 3 lykkjur alls 4-6-5-6-7-6 sinnum í hvorri hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = 52-54-54-56-58-60 lykkjur eftir. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af miðju 18-18-20-20-22-22 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: Nú er felld af 1 lykkja fyrir hálsmáli í næstu umferð frá hálsmáli = 16-17-16-17-17-18 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 36-39-41-43-47-50 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og kant að framan fram og til baka eins og áður, umferð 1 er prjónuð frá röngu. Í hlið eru lykkjur felldar af fyrir handveg í annarri hverri umferð þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-1-1-1-2 sinnum, 2 lykkjur 1-1-1-1-2-2 sinnum. Síðan eru lykkjur felldar af fyrir handveg í annarri hverri umferð innan við 3 lykkjur alls 4-6-5-6-7-6 sinnum – munið eftir leiðbeiningar úrtaka = 30-31-31-32-33-34 lykkjur eftir. Þegar stykkið mælist 42-44-45-46-47-48 cm, setjið ystu 9-9-10-10-11-11 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir kant í hálsmáli (= meðtaldar lykkjur í kanti að framan). Nú eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 3 sinnum = 16-17-16-17-17-18 lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, en munið eftir að fella af fyrir hnappagötum eins og áður. ERMAR: Ermin er prjónuð í hring á hringprjóna / sokkaprjóna, síðan er ermakúpan prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 44-46-48-50-52-54 lykkjur á sokkaprjóna 6. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, það á að nota hann þegar lykkjur eru auknar út undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 11-8-7-6-6-6 cm, aukið út lykkjur fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og aukið út þannig: Aukið út 2 lykkjur í hverjum 10-8-6½-5½-4½-4½ cm alls 4-5-6-7-8-8 sinnum = 52-56-60-64-68-70 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón þar til ermin mælist 43-42-42-41-40-39 cm. Nú er ermakúpan prjónuð eins og útskýrt er að neðan. ERMAKÚPA: Í næstu umferð eru felldar af 6-6-8-10-10-12 lykkjur fyrir miðju undir ermi en til að þurfa ekki að klippa þráðinn þá byrjar umferðin 3-3-4-5-5-6 lykkjum á undan merkiþræði fyrir miðju undir ermi, fellið af og prjónið síðan eins og áður út umferðina. Síðan er stykkið prjónað til loka fram og til baka jafnframt því sem fellt er af fyrir ermakúpu í hvorri hlið, fellið af í annarri hverri umferð þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið, 2 lykkjur 2 sinnum í hvorri hlið og 1 lykkja 5-6-7-8-10-10 sinnum í hvorri hlið = 22-24-24-24-24-24 lykkjur eftir, síðan eru felldar af 3 lykkjur í hvorri hlið þar til ermin mælist 54-54-55-55-56-56 cm. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru jafnframt sem allar lykkjur eru prjónaðar 2 og 2 slétt saman. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermi við handveg. Saumið tölur í vinstri kant að framan. KANTUR Í HÁLSMÁLI MEÐ I-CORD: Notið hringprjón 6 og 1 þráð í hvorri tegund (= 2 þræðir). Byrjið frá réttu fyrir miðju að framan og prjónið upp ca 62-62-68-70-74-76 lykkjur meðfram hálsmáli – meðtaldar lykkjur af þræði. Byrjið frá réttu með nýjum þræði og prjónið I-CORD AFFELLING – lesið leiðbeiningar að ofan, meðfram öllum kanti í hálsmáli. Saumið opið við miðju að framan með smáu spori, svo skiptingin fyrir kant að framan verði jöfn. KANTUR Á ERMUM MEÐ I-CORD: Notið 1 þráð í hvorri tegund og hringprjón 6, prjónið upp ca 1 lykkju í hverja af lykkjum frá uppfitjunarkanti í kringum ermi (= 44-46-48-50-52-54 lykkjur). Prjónið i-cord affelling hringinn. Saumið saman í hvorum enda svo skiptingin verði jöfn. I-CORD BAND: Notið sokkaprjón nr 6 og fitjið upp 6 lykkjur með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið I-CORD BAND – lesið útskýringu að ofan, í 12-12-13-13-14-14 cm. Prjónið 1 band til viðbótar. Þessi bönd eru saumuð á sitt hvort framstykki þversum ca 10-10-11-11-12-12 cm frá neðri kanti á peysu. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #almondbuttercardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 257-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.