Giusy skrifaði:
Buongiorno, un chiarimento. Che significa lavorare una costa a legaccio avanti e indietro sui ferri? Lavorare solo 2 ferri a diritto o tutti i ferri a diritto? Grazie per la risposta
27.01.2026 - 11:44DROPS Design svaraði:
Buonasera Giusy, 1 costa corrisponde a 2 ferri diritto. Buon lavoro!
27.01.2026 - 20:18
Alsia skrifaði:
Is it possible to get this pattern as a pdf?
08.11.2025 - 07:51
Søren Oscar skrifaði:
Takk! Jeg har fundet svaret. Mvh Søren Oscar
13.08.2025 - 10:48
Søren Oscar skrifaði:
Her har jeg lidt problemer, med hulrikken. Hvorledes forstår jeg følgende? Hulrækken fra retsiden: 1 ret *2 ret sammen, slå om*, strik fra *-* og afslut med en ret. Der er særlig udtrykket slå om som volder problemer.
13.08.2025 - 10:11
Nicole Rehné skrifaði:
Disse små sutsko er så nuttede at jeg straks må lave et par. Jeg kan dog ikke finde den viste farvekombination i jeres udvalg. Kan i hjælpe med det? Vh Nicole
24.04.2025 - 15:31DROPS Design svaraði:
Hej Nicole, jo det er garnet som er meleret, du skal vælge DROPS Fiesta farve 21 :)
30.04.2025 - 13:59
Angela Low skrifaði:
Lovely simple blanket pattern..
13.12.2024 - 10:12
Little Captain Kicks#littlecaptainkickssocks |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðar tátiljur fyrir börn með stroffprjóni og garðaprjóni úr DROPS Fiesta. Stærð 0 – 4 ára.
DROPS Baby 45-22 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 36 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 8) = 4,5. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna til skiptis 3. og 4. hverja lykkju og 4. og 5. hverja lykkju slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, frá miðju að aftan og er saumað saman í lokin. STROFF / UPPÁBROT: Fitjið upp 36-40-42-44 (48-52) lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Fiesta. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6-6-7-7 (8-8) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, jafnframt því sem fækkað er um 8-10-10-10 (10-10) lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = 28-30-32-34 (38-42) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* og endið með 1 lykkju slétt. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. FÓTUR: Setjið ystu 11-11-12-12 (13-14) lykkjur í hvorri hlið á 1 þráð = 6-8-8-10 (12-14) lykkjur í umferð (= miðja ofan á fæti). Prjónið GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan í 3-4-4-5 (6-7) cm. Munið að fylgja prjónfestunni. Klippið þráðinn. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 11-11-12-12 (13-14) lykkjur frá hlið frá fyrri þræði, prjónið upp 6-8-8-10 (12-14) lykkjur meðfram hlið á miðjustykki, prjónið 6-8-8-10 (12-14) lykkjur framan á fæti, prjónið upp 6-8-8-10 (12-14) lykkjur meðfram seinni hlið á miðjustykki og prjónið 11-11-12-12 (13-14) seinni þræði = 40-46-48-54 (62-70) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Setjið 1 merki hvoru megin við miðju 6-8-8-10 (12-14) lykkjur að framan. Síðan er prjónað í garðaprjóni fram og til baka, JAFNFRAMT sem í umferð 1 er aukið út um 1 lykkju innan við 2 merkin þannig að það verða 8-10-10-12 (14-16) lykkjur fyrir miðju að framan = 42-48-50-56 (64-72) lykkjur í umferð. Þegar prjónaðir hafa verið 2½-3-3½-4 (5-6) cm frá merki að framan, haldið áfram þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 3 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið 10-12-13-15 (18-24) lykkjur slétt, prjónið 3 lykkjur slétt saman, 4-6-6-8 (10-12) lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið slétt þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 3 lykkjur slétt saman og endið með 3 lykkjur slétt (= 8 lykkjur færri, 34-40-42-48 (56-64) lykkjur í umferð). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið 8-10-11-13 (16-19) lykkjur slétt, prjónið 3 lykkjur slétt saman, 2-4-4-6 (8-10) lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið slétt þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 3 lykkjur slétt saman og endið með 2 lykkjur slétt (= 8 lykkjur færri, 26-32-34-40 (48-56) lykkjur í umferð). UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið slétt. UMFERÐ 5 (= rétta): 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið 6-8-9-11 (14-17) lykkjur slétt, prjónið 3 lykkjur slétt saman, 0-2-2-4 (6-8) lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 3 lykkjur slétt saman og endið með 1 lykkju slétt (= 8 lykkjur færri, 18-24-26-32 (40-48) lykkjur í umferð). UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið slétt. Stoppið hér í stærð 0/1 + 1/3 + 6/9 mánaða. STÆRÐ 12/18 mánaða + 2 ára + 3/4 ára: UMFERÐ 7 (= rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið 9 (12-15) lykkjur slétt, prjónið 3 lykkjur slétt saman, 2 (4-6) lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 3 lykkjur slétt saman (= 8 lykkjur færri). Það eru 24 (32-40) lykkjur í umferð. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið slétt. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið 2 umferðir slétt. FRÁGANGUR: Skiptið lykkjunum í 2 umferð (= fyrir miðju undir fæti), leggið saman tvöfalt og saumið saman með lykkjuspori. Saumið tátiljuna saman fyrir miðju að aftan og upp meðfram stroffi / legg – saumið í ystu lykkjubogana á ystu lykkju. SNÚRA: Klippið 2 þræði ca 1 metra, tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinnast aftur saman, hnýtið hnút í hvorn enda. Þræðið snúruna upp og niður í gegnum gatakant á tátiljunni. Gerið 1 snúru fyrir hvora tátilju. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #littlecaptainkickssocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 45-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.