Annika skrifaði:
Dom tre maskor som ökas bakom tummen ska dom tillhöra första eller sista stickan?Alltså ovansidan eller insidan av handen?
21.12.2024 - 10:46DROPS Design svaraði:
Hei Annika. Litt usikker på hva du mener med ovansidan eller insidan av handen. De 3 maskene som strikkes opp i maskene som ble lagt opp bak tommelen blir de 3 siste maskene. mvh DROPS Design
02.01.2025 - 13:09
Benedicte skrifaði:
Hvor meget garn skal man bruge hvis man vi strikke dem ensfarvet?
11.12.2024 - 22:39DROPS Design svaraði:
Hej Benedicte, vi har et par filtede vanter i DROPS Lima som er ensfarvet, du finder dem ved at søge på DROPS 242-67 eller Snowslide Mittens :)
12.12.2024 - 14:18
Silje skrifaði:
Hei Fant dette litt uklart "Øk slik på utsiden av de økte maskene på hver 3.omgang totalt 6-7-8 ganger i høyden = 58-62-66 masker. Husk på strikkefastheten. Strikk til arbeidet måler 16-18-19 cm, økningene til tommelkile skal være ferdig. Mitt arbeid måler ca 14 cm når økning er ferdig (største str). Mao det mangler 5 cm. Skal jeg fortsette i glattstrikk, eller burde arbeidet nå faktisk målt 19 cm? Strikkefasthet er overholdt.
06.12.2024 - 22:09DROPS Design svaraði:
Hei Silje. Men stemmmer strikkefastheten din i høyden? Når vrangborden er ferdig måler arbeidet ca 8 cm, så skal det økes til tommelkile på hver 3. omgang 8 ganger = 24 pinner i høyden. Etter økningene (oppgitt strikkefasthet er 26 pinner = 10 cm), skal du ha ca 8 cm vrangbord + ca 9 cm glattstrikk = ca 17 cm. mvh DROPS Design
10.12.2024 - 08:30
Asta Steen Åkerblom skrifaði:
DROPS 253-38
08.11.2024 - 17:12
Winter Zebra Mittens#winterzebramittens |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðir og þæfðir vettlingar með röndum úr DROPS Lima.
DROPS 253-38 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- RENDUR: Allur vettlingurinn er prjónaður í röndum, prjónið 4 umferðir í hverjum lit í eftirfarandi röð: salvíugrænn kastanía hveiti mandla beige pistasíuís salvíugrænn mandla natur kastanía hveiti salvíugrænn beige natur pistasíuís salvíugrænn kastanía hveiti mandla pistasíuís salvíugrænn mandla natur kastanía hveiti LEIÐBEININGAR RENDUR – skipting án þess að það komi hak: Til að ná fram fallegri litaskiptingu í byrjun og lok umferðar þegar rendur er prjónaðar, er hægt að prjóna þannig: Skiptið yfir í nýjan lit og prjónið 1 umferð. Fyrsta lykkjan í næstu umferð er prjónuð þannig: Lyftið upp lykkjunni fyrir neðan fyrstu lykkju af vinstri prjóni (lykkjunni er lyft upp í aftari lykkjubogann) og setjið þessa lykkju yfir á vinstri prjón. Síðan er þessi lykkja prjónuð slétt saman með næstu lykkju á vinstri prjóni. Með þessu þá verða skilin í skiptingunni minna sýnileg. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um op fyrir þumal): Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 3 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr í miðju á þessum lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, frá úlnlið að fingurtoppum. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 54-54-60 lykkjur á sokkaprjón 4,5 með DROPS Lima í litnum savlíugrænn. Setjið 1 merkiþráð til að merkja byrjun umferðar. Lesið RENDUR og LEIÐBEININGAR RENDUR að ofan. Prjónið stroff (= 3 lykkjur snúnar slétt / 3 lykkjur brugðið) þar til stykkið mælist 2 cm. Nú er lykkjum fækkað jafnframt því sem prjónað er stroff þannig: * Prjónið 1 lykkju snúið slétt, prjónið 2 lykkjur snúið slétt saman, prjónið 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 45-45-50 lykkjur. Prjónið stroff (= 2 lykkjur snúið slétt / 3 lykkjur brugðið) þar til stykkið mælist 7-8-8 cm. Setjið 1 merki í síðustu lykkju í umferð og prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT sem aukið er út um 1-3-0 lykkjur í umferð = 46-48-50 lykkjur. Prjónið síðan í sléttprjóni, JAFNFRAMT er aukið út fyrir opi fyrir þumal með því að auka út 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki í – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út utan með útauknum lykkjum í 3. hverri umferð alls 6-7-8 sinnum á hæðina = 58-62-66 lykkjur. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Prjónið þar til stykkið mælist 16-18-19 cm, útaukning fyrir opi fyrir þumal á nú að vera lokið – stillið af að síðasta umferðin sé síðasta umferð í lit. Setjið síðan lykkju með merki í + 12-14-16 útauknar lykkjur + 1 lykkju hvoru megin við þessar lykkjur á þráð fyrir þumal = 15-17-19 þumallykkjur. Prjónið hringinn eins og áður og fitjið JAFNFRAMT upp 3 nýjar lykkjur aftan við þumallykkjur sem settar voru á þráð = 46-48-50 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist ca 11-11-12 cm frá þar sem nýjar lykkjur voru fitjaðar upp. Stykkið mælist nú ca 27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti. Nú byrjar úrtaka efst á vettlingi. Setjið 1 merki í hvora hlið á vettlingi þannig: Setjið 1 merki í 1. lykkju í umferð og 1 merki í 23-24-25 lykkju í umferð. Prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði merkin – lesið ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-3-3 sinnum og síðan í hverri umferð alls 5-7-7 sinnum = 10-8-10 lykkjur eftir, JAFNFRAMT til að koma í veg fyrir litaskipti í toppi á vettlingnum þá er ekki skipt um lit í síðustu 7 umferðum þó að randarmynstrið segi til um það. ÞUMALL: Þumallinn er prjónaður í hring á sokkaprjóna. Randarmynstrið heldur áfram þar sem lykkjur voru settar á þráð. Setjið 15-17-19 þumallykkjur á sokkaprjóna 4,5 og prjónið einnig upp 3 lykkjur í lykkjurnar sem fitjaðar voru upp aftan við þumal = 18-20-22 lykkjur. Prjónið hringinn í sléttprjóni þar til þumallinn mælist ca 6½-6½-7 cm. Fækkið núna um 3 lykkjur jafnt yfir = 15-17-19 lykkjur. Prjónið 2 umferðir án úrtöku. Í næstu umferð er fækkað um 5-7-7 lykkjur jafnt yfir = 10-10-12 lykkjur. Prjónið þar til þumallinn mælist 7½-8-8½ cm, en til að koma í veg fyrir litaskipti í toppi á þumlinum þá er ekki skipt um lit í síðustu 7 umferðum þó að randarmynstrið segi til um það. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 5-5-6 lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 54-54-60 lykkjur á sokkaprjóna 4,5 með DROPS Lima í litnum salvíugrænn. Setjið 1 merkiþráð til að merkja byrjun á umferð. Prjónið stroff og rendur eins og á vinstri vettlingi þar til stykkið mælist 7-8-8 cm. Setjið 1 merki í fyrstu lykkju í umferð og prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT er aukið út um 1-3-0 lykkjur í umferð = 46-48-50 lykkjur. Prjónið síðan á sama hátt og vinstri vettlingur. ÞÆFING: Til að koma í veg fyrir að þumallinn þæfist saman, snúið vettlingnum við og leggi í lítinn plastpoka í þumalinn. Festið pokann með nælu – ATH: Festið næluna lóðrétt niður að topp á þumli þannig að auðvelt sé að taka hana úr eftir þæfingu. Snúið vettlingnum til baka þannig að vettlingurinn þæfist með réttuna út. Setjið síðan vettlingana í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með litlu handklæði ca 50 x 70 cm. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar. Eftir þvott eru vettlingarnir formaðir út í rétt mál á meðan þeir eru enn rakir. EFTIR ÞÆFINGU: Ef stykkið er ekki nógu þæft og er of stórt: Þvoðu stykkið einu sinni enn í þvottavél á meðan það er enn vott Ef búið er að þæfa stykkið of mikið og er of lítið: Á meðan stykkið er enn blautt er hægt að teygja stykkið í rétt mál, ef stykkið er þurrt, bleyttu stykkið fyrst. Síðar eru vettlingarnir þvegnir eins og venjuleg ullarflík. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterzebramittens eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 253-38
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.