Silje skrifaði:
Hei, har man ikke det antall masker man startet med + antall masker plukket opp på siden (2x13) som blir totalt 78 i den midterste størrelsen før man feller? Da ender man opp med 56 når man har fellet.
20.08.2025 - 22:19DROPS Design svaraði:
Hej Silje. Du feller 10 m till HÆLFELLING i mittersta storleken. Startar med 52 maskor, feller 10 m till hæl, plockar upp 13x2 m. 52-10+26= 68 m. Mvh DROPS Design
21.08.2025 - 07:22
Emma skrifaði:
In the decrease section after working the heel, where you’re supposed to do k2tog before mark and k2togbl after mark each round 5 times and then every other round 6 times leaves you with total of 44 st decreased. each round you decrease 4st and are supposed to make 11 rounds of decreasing, there is no way im starting with 68 and ending with 46 stitches after the decrease rounds if i decrease 44st.. please explain and/or fix the pattern, thank you
01.02.2025 - 22:37DROPS Design svaraði:
Hi Emma, You decrease 1 stitch before the first marker on top of the foot and decrease 1 stitch after the second marker (2 stitches decreased on the round). You decrease a total of 11 times = 22 stitches decreased, leaving you with 46 stitches on the needles. Happy knitting!
03.02.2025 - 07:19
Anneli skrifaði:
Ursäkta, det är nog jag som räknat fel eller fattat fel...ni kan stryka mina kommentarer 🙈💕
10.11.2024 - 13:33
Anneli skrifaði:
Då är det konstigt förklarat för det står "Minska så här på varje varv totalt 5-5-5 gånger, och sedan på vartannat varv totalt 6-6-6 gånger = 42-46-50 maskor." Dvs man minskar totalt 5 gånger först på varje varv, därefter varannat varv totalt 6 ggr (för strl 35-37) Hur blir det 42? Hur jag än räknar blir det 48... Fattar inte 😬
10.11.2024 - 13:26
Anneli skrifaði:
Mönstret har ett fel! Vid hälminskning anges att det ska vara 42 maskor kvar efter hälkilsminskning men det ska vara 48 (strl 35-37) Felet följer med sen hela vägen i antal maskor...
07.11.2024 - 22:11DROPS Design svaraði:
Hej Anneli. Du har 64 maskor och minskar sedan 2 maskor x 5, och sedan 2 maskor x 6. 64-10-12 = 42 maskor. Mvh DROPS Design
08.11.2024 - 13:28
Spring Sole Socks#springsolesocks |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Stærð 35 – 43.
DROPS 253-42 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5-5-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 5-5-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 12-12-14 lykkjur eru eftir á prjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Byrjið 3 lykkjum á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkið er staðsett á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, frá stroffi / legg niður að tá. STROFF / LEGGUR: Fitjið upp 48-52-60 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með DROPS Fiesta. Prjónið stroffprjón hringinn (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 15-16-17 cm. Nú er prjónað sléttprjón og stroffprjón frá byrjun umferðar þannig: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= tilheyrir hæl), prjónið stroffprjón eins og áður (byrjar með 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 26-30-30 lykkjur (endar með 2 lykkjur brugðið), prjónið sléttprjón út umferðina. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Prjónið svona þar til stykkið mælist 16-17-18 cm. Nú er prjónaður hæll og fótur eins og útskýrt er að neðan. HÆLL OG FÓTUR: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón, prjónið stroff eins og áður yfir næstu 26-30-30 lykkjur og setjið þær á þráð (miðja ofan á fæti) og prjónið út umferðina í sléttprjóni = 22-22-30 lykkjur fyrir hæl. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni yfir hællykkjur í 6-6-6½ cm. Setjið 1 merki fyrir miðju í síðustu umferð – síðar á að mæla stykkið frá þessu merki. Prjónið HÆLÚRTAKA – lesið útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið sléttprjón yfir 12-12-14 hællykkjur, prjónið upp 13-13-14 lykkjur meðfram hlið á hæl, prjónið sléttprjón yfir 26-30-30 lykkjur af þræði ofan á fæti og prjónið upp 13-13-14 lykkjur meðfram hinni hliðinni á hæl =64-68-72 lykkjur. Prjónið að miðju undir hæl – umferðin byrjar núna hér. Setjið 1 merki hvoru megin við 26-30-30 lykkjur ofan á fæti. Prjónið sléttprjón og fækkið lykkjum í hvorri hlið þannig: Prjónið síðustu 2 lykkjur á undan fyrra merki ofan á fæti slétt saman og prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir seinna merki ofan á fæti snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 5-5-5 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 6-6-6 sinnum = 42-46-50 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 17-18-20 cm frá merki á hæl, mælt undir fæti. Það eru eftir 4-5-5 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd áður en lykkjum er fækkað fyrir tá eins og útskýrt er að neðan. TÁ: Setjið 1 merki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 20-22-24 lykkjur ofan á fæti og 22-24-26 lykkjur undir fæti. Prjónið sléttprjón, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði merkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-5-5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 4-4-5 sinnum = 10-10-10 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum lykkjur, herðið á þræði og festið vel. Sokkurinn mælist ca 22-24-26 cm frá merki á hæl, mælt undir fæti. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #springsolesocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 253-42
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.