Wendy skrifaði:
Just wanted to let you know that the listing of this pattern on Ravelry has the wrong catalog numbering. It says this pattern is 244-29 intead of 244-28. ;-) Thanks so much to all of you for all that you do! Garnstudio is the best!! :-)
16.04.2024 - 05:01DROPS Design svaraði:
Dear Wendy, thanks for noticing, pattern number has now been edited on Ravelry. Happy knitting!
16.04.2024 - 08:26
Catherine skrifaði:
Dear Editor, for the “Right Front” 1st paragraph under “cast on 4 stitches”……….. until before “from the wrong side”, is the description correct?I seems somehow some stitches missing. Thank you very much.
12.04.2024 - 06:39DROPS Design svaraði:
Dear Catherine, your feedback has been forwarded to our design team, thanks for noticing.
12.04.2024 - 08:32
Catherine skrifaði:
Please help me 1. Right front pc—after cast on 4 stitches + 48 stitches should be 52 stitches but it reads 51 stitches in the description, 2. On wrong side (continue next row), “until 13stitches left”, after work knit, purl , 7 band etc altogether only 12 stitches?., 3. Increase/decrease issue— sometimes increase every 4th row = every2nd row ?.? 4. Increase sometimes is after every 3rd increase.?? Thank you so much.
11.04.2024 - 12:20DROPS Design svaraði:
Dear Catherine, 2: after "13 stitches are left" - knit 1, marker, purl 1, knit 3, purl 1, 7 band stitches. You have 13 stitches. 3: increase every 4th row means that you knit 3 rows and increase in the fourth. If you start in a row from the right side, then you increase on every 2nd/alternate row from the right side: right side - increase row, wrong side - normal row 1, right side - normal row 2, wrong side - normal row 3, right side - new increase row. 4: "Every 3rd increase" is only for the neck displacements; it means after every 3rd increase row. In that case, you work an extra, only increase (with no decreases) row in row 11 of the displacements, as shown. Happy knitting!
14.04.2024 - 18:18
Catherine skrifaði:
Please help me to understand the neck displacement Row 1 — increase/decrease Row 2-4– work as before? etc Does it mean row 2 to row 4 no increase/decrease?
11.04.2024 - 11:57DROPS Design svaraði:
Dear Catherine, in row 1 you increase and decrease as the instructions in the explanations (at the beginning of the pattern) tells you. In row 2-4 you work stitches as before (as the pattern shows), but no increase or decrease. Happy Knitting!
11.04.2024 - 13:30
Catherine skrifaði:
Continue my confusion about neck displacement: 4. Some paragraphs said the increase is after every 3rd increase? Please help me. Thank you very much
11.04.2024 - 11:40DROPS Design svaraði:
Dear Catherine, when doing the dsisplacement, for every increase there is a decrease, so even though the stitches slant, the number of stitches stay the same. However, in order to avoid the rib to become too thight, you leave out this decrease, so there will be more stitches at the end. I hope this helps. Happy Knitting!
11.04.2024 - 13:34
Albertha skrifaði:
Om te voorkomen dat de boord te strak wordt, is een instructie te lezen. In één naald meerder en minder je, maar na iedere 3e keer minder je niet. Je krijgt hierdoor dus meer steken toch? Wordt je boordsteek dan 1 recht, 3 averecht? Op de foto is daar niets van te zien dus klopt dat wel?
07.11.2023 - 10:34DROPS Design svaraði:
Dag Albertha,
Ja, dat klopt. Er komen daardoor meer steken bij in totaal, maar dit zie je niet terug in de boordsteek, deze blijft in tact. Normaal meerder je en minder je steeds om de halslijn te laten verschuiven, maar op iedere 3e keer dat je dit doet, minder je niet, maar maak je alleen de meerdering. Je houdt wel de boordsteek in tact. De hals wordt hierdoor wat ruimer.
08.11.2023 - 20:44
Lígia Rodrigues skrifaði:
Autumn Sky
07.08.2023 - 10:17
Patricia Scott skrifaði:
Promenade en forêt
05.08.2023 - 21:59
Johanna skrifaði:
Herbststrand
04.08.2023 - 17:56
Mariela skrifaði:
Dark woods
03.08.2023 - 14:28
Pine Hill#pinehillsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Merino Extra Fine og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með háum kanti í hálsmáli, tölukanti að framan og áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-28 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. TILFÆRSLA Á LYKKJUM Í HÁLSMÁLI: VINSTRA FRAMSTYKKI: Fækkið um 1 lykkju á undan merkiþræði og aukið út 1 lykkju á eftir merkiþræði þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið út umferðina eins og áður. Til að koma í veg fyrir að stroffið dragist saman, aukið út um 1 lykkju í stað þess að fækka lykkjum á eftir 3. hverja útaukningu / úrtöku. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð og er prjónaður jafnóðum inn í stroff 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðið (séð frá réttu). Þ.e.a.s. lykkjum er aukið út og fækkað þannig: UMFERÐ 1: aukið út og fækkið lykkjum UMFERÐ 2-4: prjónið eins og áður. UMFERÐ 5: aukið út og fækkið lykkjum UMFERÐ 6-8: prjónið eins og áður UMFERÐ 9: aukið út og fækkið lykkjum UMFERÐ 10: prjónið eins og áður UMFERÐ 11: aukið út UMFERÐ 12: prjónið eins og áður Endurtakið þessar 12 umferðir HÆGRA FRAMSTYKKI: Aukið er út um 1 lykkju á undan merkiþræði og fækkað er um 1 lykkju á eftir merkiþræði þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið næstu lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið út umferðina eins og áður. Aukið út og fækkið lykkjum á sama hátt og á vinstra framstykki: HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 34, 41, 48 og 55 cm M: 36, 43, 50 og 57 cm L: 38, 45, 52 og 59 cm XL: 39, 47, 54 og 61 cm XXL: 41, 49, 56 og 63 cm XXXL: 43, 51, 58 og 65 cm Fellið af fyrir síðasta hnappagatinu þegar kantur í hálsmáli mælist ca 6 cm. ÚTAUKNING (á við um ermar): Byrjið 1 lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur A.2. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum og frágangur er útskýrður í uppskrift. Hálsmálið er formað með tilfærslum á lykkjum þannig að það verða fleiri lykkjur í stroffi við miðju að framan og færri lykkjur í mynstri (A.2) að hlið. Í lokin er prjónaður kantur í hálsmáli. BAKSTYKKI: Fitjið upp 102-111-117-126-135-144 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 8 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 22-23-21-22-23-24 lykkjur jafnt yfir = 80-88-96-104-112-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið síðan A.1 með 1 lykkju garðaprjón í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm, fellið af 3-6-8-10-13-15 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu 2 umferðum = 74-76-80-84-86-90 lykkjur. Prjónið A.1 og 1 lykkju garðaprjón í hvorri hlið, passið uppá að mynstrið passi yfir mynstur sem var prjónað áður en lykkjum var fækkað fyrir handveg. Þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm, fellið af miðju 36-36-36-42-42-42 lykkjur yfir hálsmáli. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan er felld af 1 lykkja í næstu umferð frá hálsmáli = 18-19-21-20-21-23 lykkjur. Prjónið A.1 með 1 lykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp jafn margar lykkjur og prjónið á sama hátt og á bakstykki þar til stykkið mælist 33-35-37-38-40-42 cm, en prjónið A.2 í stað A.1 þegar mynstrið er prjónað = 80-88-96-104-112-120 lykkjur. Nú skiptist stykkið og auka á út lykkjum og fækka í umferð til að forma hálsmálið. Setjið síðustu 40-44-48-52-56-60 lykkjur á þráð, prjónið síðan yfir fyrstu 40-44-48-52-56-60 lykkjur þannig: VINSTRA FRAMSTYKKI: Lestu allan kaflann fyrir vinstra framstykki áður en þú prjónar áfram! Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 yfir næstu 30-34-38-42-46-50 lykkjur, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur garðaprjón, og fitjið upp 4 lykkjur í lok umferðar = 44-48-52-56-60-64 lykkjur. Prjónið frá röngu þannig: 7 lykkjur garðaprjón, 1 lykkja brugðið, 3 lykkjur slétt, prjónið 1 lykkju brugðið, setjið 1 merkiþráð hér, 1 lykkja slétt, prjónið út umferðina eins og áður. Haldið áfram með þetta mynstur og prjónið TILFÆRSLA Á LYKKJUM Í HÁLSMÁLI – lesið útskýringu að ofan (munið eftir úrtöku fyrir handvegi – sjá neðan). Aukið út 1 lykkju og fækkið 1 lykkju í 4. hverri umferð (= önnur hver umferð frá réttu) alls 12-12-12-15-15-15 sinnum. ATH! Að auki er aukið út um 1 auka lykkju alls 4-4-4-5-5-5 sinnum. Nú koma til með að verða fleiri og fleiri lykkjur í stroffi við miðju að framan og færri og færri lykkjur í A.2 að hlið. Lykkjum er fækkað og aukið út hvoru megin við 2 lykkjur stroff (prjónamerkið situr mitt á milli þessa lykkja), þær halda áfram í línu þversum upp í átt að öxlinni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm, fellið af 3-6-8-10-13-15 fyrstu lykkjur frá hlið fyrir handveg. Passið uppá að mynstrið passi yfir mynstur sem var prjónað áður en lykkjum var fækkað fyrir handveg. Þegar tilfærsla á lykkjum í hálsmáli er lokið, eru 45-46-48-51-52-54 lykkjur í umferð. Haldið áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm, fellið af fyrstu 18-19-21-20-21-23 lykkjur frá hlið = 27-27-27-31-31-31 lykkjur í umferð. Geymið stykkið og prjónið hægra framstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI: Lestu allan kaflann fyrir hægra framstykki áður en þú prjónar áfram! Fitjið upp 4 nýjar lykkjur á prjóninn, setjið til baka 40-44-48-52-56-60 lykkjur á prjóninn og prjónið 40-44-48-52-56-60 lykkjur af þræði þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni = 44-48-52-56-60-64 lykkjur. Prjónið frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 13 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, setjið 1 merkiþráð hér, 1 lykkja brugðið, prjónið 3 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur og prjónið TILFÆRSLA Á LYKKJUM Í HÁLSMÁLI – (munið eftir úrtöku fyrir handvegi – sjá neðan). Aukið út 1 lykkju og fækkið 1 lykkju í 4. hverri umferð (= önnur hver umferð frá réttu) alls 12-12-12-15-15-15 sinnum. ATH! Að auki er aukið út um 1 auka lykkju alls 4-4-4-5-5-5 sinnum. Nú koma til með að verða fleiri og fleiri lykkjur í stroffi við miðju að framan og færri og færri lykkjur í A.2 að hlið. Lykkjum er fækkað og aukið út hvoru megin við 2 lykkjur stroff (merkiþráðurinn situr mitt á milli þessa lykkja), þær halda áfram í línu þversum upp í átt að öxlinni. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm, fellið af 3-6-8-10-13-15 fyrstu lykkjur frá hlið fyrir handveg. Passið uppá að mynstrið passi yfir mynstur sem var prjónað áður en lykkjum var fækkað fyrir handveg. Þegar tilfærsla á lykkjum í hálsmáli er lokið, eru 45-46-48-51-52-54 lykkjur í umferð. Haldið áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm, fellið af fyrstu 18-19-21-20-21-23 lykkjur frá hlið = 27-27-27-31-31-31 lykkjur í umferð. Geymið stykkið. ERMI: Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp, í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Fitjið upp 48-48-51-51-57-60 lykkjur á sokkaprjóna 4. Prjónið 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroffprjón (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist 8 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 4-4-3-3-5-4 lykkjur jafnt yfir = 44-44-48-48-52-56 lykkjur. Setjið einn merkiþráð í byrjun umferðar = mitt undir ermi. Síðan er prjónað eftir A.1, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 11-12-11-12-11-13 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-3-3-2½-2½-1½ cm millibili alls 10-12-12-13-13-13 sinnum = 64-68-72-74-78-82 lykkjur. Þegar ermin mælist 49-47-46-45-42-41 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka (frá miðju undir ermi) á hringprjón að loka máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 50 cm í öllum stærðum, þ.e.a.s. það er klauf 1-3-4-5-8-9 cm efst á ermi. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana. Saumið ermakúpuna við handveg. Síðan er klaufin saumuð efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma, en skiljið eftir neðstu 8 cm = klauf. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Setjið 27-27-27-31-31-31 lykkjur frá hvoru framstykki á hringprjón 4 og prjónið að auki upp 37-37-37-45-45-45 lykkjur frá kanti í hálsmáli á bakstykki = 91-91-91-107-107-107 lykkjur í umferð. Fyrsta umferð er prjónuð þannig – frá röngu: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið stroff svona í 8 cm – munið eftir hnappagat, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Leggið hægri kant að framan yfir vinstri kant að framan og saumið saman op neðst. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pinehillsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.