Dasha skrifaði:
Hi! I am trying to understand what means “On the last round purl all purl-2 together to purl-1= 60-72 stitches.” I did the ribbing for 4 cm as pattern says and would like to know if I need to fold it and purl 2 sides together? Could you please explain in more details how to proceed after rib? Thanks
31.10.2023 - 01:10DROPS Design svaraði:
Hi Dasha, You now change the ribbing from (knit 1, purl 2) to (knit 1, purl 1) on the last round. Do this by purling together each set of purl-2. After this round you change needles and then start on the English rib. Happy knitting!
31.10.2023 - 07:27
Sarah Rudd skrifaði:
Can this be knit in 1 strand of yarn? If so what size or recommended yarns?
30.09.2023 - 23:08
Savita Khurana skrifaði:
Elegant set
07.08.2023 - 02:55
Freja skrifaði:
Nube
06.08.2023 - 11:23
Marita Løken skrifaði:
Cloud
06.08.2023 - 10:14
Mihaela skrifaði:
Snowbell
05.08.2023 - 22:35
Ould Oufella Marie-Claire skrifaði:
Magnifique chapeau et la douceur de la laine
04.08.2023 - 07:18
Katerina skrifaði:
Snowey
03.08.2023 - 17:19
Crème Chantilly#cremechantillyhat |
|
![]() |
![]() |
Prjónað hálsskjól og basker / alpahúfa úr DROPS Alpaca og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað í klukkuprjóni, neðan frá og upp.
DROPS 242-5 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI (prjónað í hring): UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. UMFERÐ 2: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna brugðið saman *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. UMFERÐ 3. * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 2 og 3. ÚTAUKNING: Aukið út 2 lykkjur í sléttu lykkjuna og uppsláttinn með því að prjóna 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn þannig: Prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman, en bíðið með að lyfta lykkjunni og uppsláttinn yfir á hægri prjón, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið sömu lykkjuna og uppsláttinn slétt saman einu sinni til viðbótar (= 2 lykkjur fleiri). Prjónið síðan nýjar lykkjur í klukkuprjóni, en passið uppá að í fyrstu umferð á eftir útaukningu þá er önnur útaukna lykkjan prjónuð slétt án þess að hún sé prjónuð saman með uppslætti, þar sem ekki hefur verið gerður neinn uppsláttur. Haldið prjónamerkinu í fyrstu af þessum 3 lykkjum. LEIÐBEININGAR (á við um lykkjufjölda): Allur lykkjufjöldi sem gefinn er upp þegar klukkuprjón er prjónað er talinn án uppsláttar, þar sem uppslátturinn tilheyrir lykkjunni sem lyft er af prjóni. Lykkjan og uppslátturinn er talið saman sem 1 lykkja. ÚRTAKA: Prjónið fram að lykkju með prjónamerki í, lyftið uppslættinum og sléttu lykkjunni af prjóni eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 2 næstu lykkjur (ásamt uppslætti) slétt saman og steypið síðan uppslættinum og lyftu lykkjunni yfir (alls 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona við hvert merki (12 lykkjur færri í umferð). ------------------------------------------------------ BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. HÁLSSKJÓL: Fitjið aðeins laust upp 120 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk og 1 þræði DROPS Alpaca (2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroffprjón hringinn (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Í síðustu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið prjónaðar saman í 1 lykkju brugðið = 80 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI – lesið útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist 26 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroffprjón hringinn (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið), uppslátturinn er einnig prjónaður eins og ein lykkja = 120 lykkjur. Prjónið stroff í 4 cm. Fellið af aðeins laust, notið e.t.v. grófari prjóna þegar fellt er af. Hálsskjólið mælist alls ca 30 cm frá uppfitjunarkanti. ------------------------------------------------------- BASKER / ALPAHÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna / hringprjóna, neðan frá og upp. BASKER / ALPAHÚFA: Fitjið upp 90-108 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk og 1 þræði DROPS Alpaca (2 þræðir). Prjónið stroffprjón 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið í 4 cm. Í síðustu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið prjónaðar saman í 1 lykkju brugðið = 60-72 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú er prjónað KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI – lesið útskýringu að ofan. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir í klukkuprjóni, setjið 6 merki í stykkið, það eru 9-11 lykkjur á milli merkja. Öll merkin eru sett í lykkju sem prjónuð er slétt saman með uppslætti. Í næstu umferð (þetta er umferð þar sem slétt lykkja er prjónuð saman með uppslætti), aukið út 2 lykkjur í hverja lykkju með merki – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í 6. hverri umferð alls 3 sinnum – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu, eru 96-108 lykkjur í umferð – lesið LEIÐBEININGAR. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 13-14 cm frá uppfitjunarkanti. Færið hvert og eitt af 6 merkjunum til vinstri, þau eru sett í lykkju sem prjónuð er slétt saman með uppslætti. Í næstu umferð er fækkað um 2 lykkjur við hvert merki – lesið ÚRTAKA (12 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 6. hverri umferð alls 6-7 sinnum = 24-24 lykkjur í umferð. Í næstu umferð er haldið áfram með 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið (uppslátturinn er prjónaður saman með tilheyrandi lykkju). Prjónið svona 2 umferðir. Prjónið allar lykkjur saman 2 og 2 = 12-12 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þræðinum í gegnum lykkjurnar, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 23-24 cm. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cremechantillyhat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 242-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.