Julia skrifaði:
I’m beginning the body section and making a size large. On the first round where it says ‘BODY’ it tells me to ‘continue with one trouble crochet in each stitch’ and states a total of 152 stitches. I have added up the back piece on the above part which says 32 stitches for each half of the back of the front (64 back and front each) added to the 11 stitches for each arm hole (so twice) equals 150 stitches. This makes two stitches less than stated 152?!
19.08.2025 - 14:49DROPS Design svaraði:
Dear Julia, after dividing for the body and sleeves you should have these stitches for the body: 31 treble crochets, 1 half-treble crochet (half back piece), 11 chain stitches (under the sleeve), 1 half-treble crochet, 63 treble crochets, 1 half-treble crochet (front piece), 11 chain stitches (under the sleeve), work 1 half-treble crochets, 32 treble crochets (half back piece). So you have: 32 stitches for one half back piece and 33 for the other half (65 stitches in total for the back piece) + 63 treble crochets and 2 half-treble crochets (65 stitches in total) for the front piece. Then, you add 11 x 2 chain stitches for each armhole. 65+65+22=152 treble crochets. Happy crochetting!
19.08.2025 - 19:28
Christel skrifaði:
Had zojuist een vraag gesteld. Was vergeten te vermelden dat ik een medium aan het haken ben.
15.08.2025 - 13:54
Christel skrifaði:
Onder' alle maten' moet ik 198 stokjes hebben. Bij de verdeling van lijf en mouwen staan er 217 steken te verdelen. Hoe pas ik dit aan?
15.08.2025 - 12:17DROPS Design svaraði:
Dag Christel,
28 stokjes haken, 40 overslaan, 57 haken, 40 overslaan, 29 haken. Dan kom ik op 194 steken, met de 4 halve vasten erbij komt dat precies op 198 steken.
18.08.2025 - 09:54
Michele skrifaði:
I am knitting a medium size and am on my final ball of wool (having purchased 350g) with still 16cm of the body and the sleeves to complete. Is the pattern incorrect? How much more wool will I require to complete the jumper?
08.08.2025 - 12:39DROPS Design svaraði:
Dear Michele, are you working with DROPS Air? Or did you use another yarn, then did you remember to calculate new amount? And did you get correct tension in both width and height? This can play on the amount of yarn too. Happy crocheting!
08.08.2025 - 13:00
Berit skrifaði:
Efter 1. omgang sætte et mærke. Stykket over dette mærke måler 4 cm iflg. Diagram ovenfor og udregning af samlet længde. Kan det passe? Det er meget for en omgang. Har jeg misforstået noget?
06.08.2025 - 19:49
Berit skrifaði:
Efter 1. omgang sættes et mærke. Iflg Diagram (og udregning af samlet længde) måler stykket over dette mærke 4 cm. Det lyder forkert. Har jeg misforstået noget?
06.08.2025 - 19:44DROPS Design svaraði:
Hej Berit. Du hekler senare en halskant (se längre ned i opskriften under DOBBELT HALSKANT).
29.08.2025 - 13:24
Cornelia skrifaði:
Jag har provat att virka halskanten till tröjan och är noga med virkfastheten. Jag använder 4,5mm virknål för att få 14 stolpar på bredden. Om jag ska följa instruktionen och virka runt med 67 stolpar, så blir halskanten 48 cm i omkrets. När jag provar detta ser det överdrivet stort ut. Desto mer förvirrad blir jag att måttskissen visar 15 cm bredd på halskanten högst upp. Vilket mått ska halskanten ha? Ska det minskas någonstans när man gör halskantens 9 varv?
24.03.2025 - 21:17DROPS Design svaraði:
Hej Cornelia, du skal nok ikke gøre den så meget mindre end de 48 cm, i og med du skal have hovedet igennem... :)
27.03.2025 - 12:16
Helle Marie Hansen skrifaði:
Hej Hvor meget garn går der til en str. XL Vh. Helle
29.01.2025 - 15:12DROPS Design svaraði:
Hej Helle. Det går åt 450 gram till XL. Mvh DROPS Design
30.01.2025 - 08:44
C Hopkins skrifaði:
HI, I'm just about to start the row to divide for body and sleeves. Should I break off yard when skipping stiches for sleeves and re attach when doing body work? This would make sense as the sleeves and body are worked separately Thanks
21.01.2025 - 20:23DROPS Design svaraði:
Dear C Hopkins, no, you should not break the yarn. You knit through the row, and you put the stitches on a stitch-holder/ leftover thread after, you have knitted them, so you can continue with the yarn for the next part. Happy Knitting!
21.01.2025 - 21:50
Mia skrifaði:
What do you mean with "work 2 half-double crochets around the 2 chain stitches at the beginning of the round"?
09.01.2025 - 06:59DROPS Design svaraði:
Dear Mia, instead of joining at the end of the round, you will crochet 2 half-double crochets around the 2 chains worked at the very beg of the first round - see also this video, from time code 1:12 approx. Happy crocheting!
09.01.2025 - 17:50
Sea Foam Sweater#seafoamsweater |
|
![]() |
![]() |
Hekluð peysa úr DROPS Air. Stykkið er heklað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 243-14 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING (jafnt yfir): Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sömu lykkju. Til að reikna út hvernig auka á út jafnt yfir, teljið lykkjufjöldann sem auka á út yfir (t.d. 69 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 11) = 6,27. Í þessu dæmi er aukið út með því að hekla 2 stuðla í ca 6. hverja lykkju. LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. HEKLLEIÐBEININGAR-1 (heklað í hring): Það á að hekla í hring án þess að enda umferðina, setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar þannig að auðvelt sé að sjá hvar umferðin byrjar. Í 2. umferð er fyrsti stuðull heklaður í 2. loftlykkju frá byrjun á 1. umferð, heklið eins og útskýrt er í uppskrift þar til heklað hefur verið í alla hálfa stuðla frá 1. umferð. Umferðin endar ekki, heldur er 1. stuðull í byrjun á næstu umferð heklaður í 1. stuðul frá fyrri umferð. Síðan er heklað í hring með stuðlum. Til að koma í veg fyrir hak í skiptingunni í síðustu umferð neðst niðri á fram- og bakstykki og ermum er heklað þannig: Heklið þar til 2 stuðlar eru eftir í umferð, heklið 1 hálfan stuðul í næsta stuðul, heklið 1 fastalykkju í síðasta stuðul og endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. stuðul í byrjun umferðar. HEKLLEIÐBEININGAR-2 (á við um kant í hálsmáli): Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur sem koma í stað fyrsta stuðul. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. ÚRTAKA (á við um ermar): Þegar heklað er í hring kemur umferðin til með að færast til um leið og er heklað. Setjið einn merkiþráð mitt undir ermi, á milli 2 lykkja og látið merkiþráðinn fylgja með lóðrétt mitt undir ermi – það verður að færa merkiþráðinn til þannig að hann verði lóðréttur undir ermi allan tímann. Leggið stykkið flatt og athugið hvort merkiþráðurinn sé mitt undir ermi þegar lykkjum er fækkað. Lykkjum er fækkað hvoru megin við 2 stuðla við merkiþráðinn þannig: Heklið þar til 3 stuðlar eru eftir á undan merkiþræði. * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (1 lykkja færri). Heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 stuðla) og endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (1 lykkja færri). Nú hefur fækkað alls 2 lykkjur í umferðinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar og stykkið er heklað áfram hringinn hvert fyrir sig. Í lokin er heklaður kantur í hálsmáli neðan frá og upp efst á berustykki, kantur í hálsmáli er síðan brotinn saman tvöfaldur og saumaður niður að innanverðu á stykki. BERUSTYKKI: Heklið 67-70-73-77-80-84 LOFTLYKKJA – lesið útskýringu að ofan, með heklunál 5 með DROPS Air og tengið lykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 2 loftlykkjur (koma í stað 1. hálfa stuðul), heklið 1 hálfan stuðul í hverja loftlykkju þar til heklað hefur verið í allar loftlykkjur, heklið 2 hálfa stuðla um 2 loftlykkjur frá byrjun á umferð = 69-72-75-79-82-86 hálfir stuðlar. Setjið eitt prjónamerki í stykkið, berustykkið er nú mælt héðan! Nú á að hekla áfram með stuðlum, lestu HEKLLEIÐBEININGAR, áður en þú heldur áfram að hekla! UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í hvern hálfan stuðul og aukið út 11-18-25-31-38-44 stuðla jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING = 80-90-100-110-120-130 stuðlar. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. UMFERÐ 4: Heklið 1 stuðul og aukið út 16-18-20-22-24-26 stuðla jafnt yfir = 96-108-120-132-144-156 stuðlar. UMFERÐ 5: Heklið stuðla og aukið út 16-18-20-22-24-26 stuðlar jafnt yfir = 112-126-140-154-168-182 stuðlar. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 6: Heklið stuðla og aukið út 16-18-20-22-24-26 stuðla jafnt yfir = 128-144-160-176-192-208 stuðlar. Nú er heklað áfram mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ S, M, L og XL: = 128-144-160-176 stuðlar. UMFERÐ 7: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. UMFERÐ 8: Heklið stuðla og aukið út 16-18-20-22 stuðla jafnt yfir. Heklið eins og 7. og 8. umferð alls 3-3-3-3 sinnum. Það eru 176-198-220-242 stuðlar í umferð. STÆRÐ XXL og XXXL: = 192-208 stuðlar. UMFERÐ 7: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. UMFERÐ 8: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. UMFERÐ 9: Heklið stuðla og aukið út 24-26 stuðlar jafnt yfir. Heklið eins og 7.- 9. umferð 3-3 sinnum. Það eru 264-286 stuðlar í umferð. ALLAR STÆRÐIR: = 176-198-220-242-264-286 stuðlar. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 21-22-23-24-26-28 cm frá prjónamerki, nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Heklið 26-28-31-35-39-43 stuðla, heklið 1 hálfan stuðul (hálft bakstykki), heklið 11 loftlykkjur (í hlið undir ermi), hoppið yfir næstu 34-40-45-49-51-54 stuðla fyrir ermi, heklið 1 hálfan stuðul, heklið 52-57-63-70-79-87 stuðla, heklið 1 hálfan stuðul (framstykki), heklið 11 loftlykkjur (í hlið undir ermi), hoppið yfir næstu 34-40-45-49-51-54 lykkjur fyrir ermi, heklið 1 hálfan stuðul, heklið 26-29-32-35-40-44 stuðla (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan heklað áfram hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 130-140-152-166-184-200 lykkjur. Haldið áfram með 1 stuðul í hverja lykkju (í fyrstu umferð er heklaður 1 stuðul í hverja af 11 loftlykkjum sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið undir ermum) þar til stykkið mælist 29-30-31-32-32-32 cm frá skiptingu – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR-1 þegar síðasta umferðin á að enda. Klippið þráðinn og festið. Stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Nú er heklað í 34-40-45-49-51-54 lykkjur sem hoppað var yfir fyrir ermi í annarri hlið á stykki þannig: Festið þráðinn með 1 fastalykkju í 6. loftlykkju af 11 loftlykkjum sem heklaðar voru mitt undir ermi, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 4 loftlykkjum, heklið 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul í síðustu loftlykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul til viðbótar á sama hátt um hálfa stuðulinn í skiptingunni á milli fram- og bakstykkis og erma, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. Þetta er gert til að það verði sem minnst sýnilegt í skiptingunni á milli fram- og bakstykkis og erma. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum í hinni hlið á ermi, heklið 2 stuðla saman á sama hátt í skiptingunni og heklið 1 stuðul í hverja af síðustu loftlykkjum = 45-51-56-60-62-65 lykkjur. Nú er heklað í hring án þess að enda umferð á sama hátt og á fram- og bakstykki, byrjið næstu umferð með að hekla 1. stuðul í 1. fastalykkju frá fyrri umferð – nú er heklað í hring. Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingunni, fækkið um 2 stuðla undir ermi – lesið ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með ca 11-5½-3½-2½-2½-2 cm millibili þar til fækkað hefur verið alls 3-5-7-9-9-10 sinnum = 39-41-42-42-44-45 lykkjur. Heklið þar til ermin mælist ca 33-32-32-31-29-28 cm frá skiptingunni (það eru 8 cm að loka máli). Heklið 1 stuðul í aftari lykkjubogann í hvern stuðul umferðina hringinn. Heklið hverja umferð svona þar til ermin mælist 41-40-40-39-37-36 cm frá skiptingu – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR-1 þegar enda á síðustu umferð. Klippið þráðinn og festið. Heklið hina ermina á sama hátt. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið heklunál 5 og DROPS Air, festið þráðinn með 1 keðjulykkju ca mitt að aftan. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR-2 í útskýringu að ofan. UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul á milli hverra hálfa stuðla frá 1. umferð = 67-70-73-77-80-84 stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í aftari lykkjubogann á hverjum stuðli. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul (heklið í gegnum báða lykkjubogana). UMFERÐ 4: Heklið 1 stuðul í aftari lykkjubogann á hverjum stuðli. UMFERÐ 5: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul (heklið í gegnum báða lykkjubogana). UMFERÐ 6: Heklið 1 stuðul í aftari lykkjubogann á hverjum stuðli. UMFERÐ 7-9: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul (heklið í gegnum báða lykkjubogana). Klippið þráðinn og dragið í gegnum síðustu lykkjuna á heklunálinni. Brjótið kant í hálsmáli niður að innanverðu á stykki, þannig að kanturinn verði tvöfaldur. Saumið niður með nokkrum smáum sporum. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seafoamsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 243-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.