Alexandra Nielsen skrifaði:
Kan man få opskriften sendt
19.08.2024 - 08:45DROPS Design svaraði:
Hej Alexandra, den ligger på nettet helt gratis, og du må gerne skrive den ud. Hvis du handler hos en DROPS forhandler, så vil de gerne sende en udskrift med DROPS garnet :)
19.08.2024 - 13:45
Simone Krafft skrifaði:
Ich habe diesen wunderhübschen Hut sofort begonnen. Leider hatte ich Probleme, den Grannies-Ring an das Kopfteil zu häkeln, es sah nicht schön aus. Nun häkle ich das Kopfteil vom Grannies-Ring ausgehend neu, d.h. von unten nach oben. Wenn ich fertig bin, gibt's Fotos auf Insta. Schönes sonniges Wochenende an euch alle! Simone
05.07.2024 - 16:55
Sara skrifaði:
Hi I have tried this pattern with a 3mm hook and trebles, its almost impossible to do as the cotton splits, also the gauge is completely wrong. I have tried it with a 3.5mm hook and double crochets, which works better but the hat is quite small, the squares are correct with the gauge. Is the hook size correct and also the trebles? It would work better with a 4mm hook as stated in the overview and the guage matches. I don't want to make another one it is going to still be to small
26.06.2024 - 11:20DROPS Design svaraði:
Dear Sara, if your tension is right you should get the correct measurements, hat (ie the square band) is somewhat tighter than the circumference of the head so that it will fit nicely on the head. Happy crocheting!
26.06.2024 - 13:50
Astara Klabbers skrifaði:
Ik snap het niet moet ik maar 5 rijen voor de rand doen terwijl ik er op de foto 7 zie en bij krult hij maar amper om???????
03.06.2023 - 22:03DROPS Design svaraði:
Dag Astara,
Als ik het goed lees komen er nog 7 toeren van stokjes na de vierkantjes, inclusief de rand, welke uit 5 toeren bestaat. Mocht je de rand te klein vinden dan kun je nog een toer haken met meerderingen, hij zal daardoor ook meer omkrullen.
04.06.2023 - 10:53
Susana Araujo skrifaði:
On the needed crochet hook for the project it says that we will need a 4mm hook but on the SHORT OVERVIEW OF THE PIECE says 3mm. Which one should we use?
31.05.2023 - 10:45DROPS Design svaraði:
Dear Susana Araujo! It should be 3 mm. All patterns are translated from Norwegian and you can always check the original pattern for measurements and calculations. Happy crocheting!
31.05.2023 - 16:11
RACHEL CLARK skrifaði:
Garden Flowers Bucket Hat
19.01.2023 - 13:36
Ronja skrifaði:
My name suggestion for this is ‘beach party’.
17.01.2023 - 22:09
Teresa Curtis skrifaði:
My name suggestion for this pattern is "Building Sandcastles" or just "Sandcastles"
17.01.2023 - 16:50
Crowning Rose Hat#crowningrosehat |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Heklaður hattur úr DROPS Muskat. Stykkið er heklað með ferningum. Stærð: ein stærð.
DROPS 238-17 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LITIR: Ferningar eru heklaðir í mismunandi litasamsetningum þannig: FERNINGUR 1: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 09, muskat UMFERÐ 2: 85, sinnep UMFERÐ 3: 87, granatepli UMFERÐ 4: 08, natur FERNINGUR 2: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 92, sæt orkidé UMFERÐ 2: 09, muskat UMFERÐ 3: 85, sinnep UMFERÐ 4: 08, natur FERNINGUR 3: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 85, sinnep UMFERÐ 2: 87, granatepli UMFERÐ 3: 92, sæt orkidé UMFERÐ 4: 08, natur FERNINGUR 4: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 87, granatepli UMFERÐ 2: 92, sæt orkidé UMFERÐ 3: 09, muskat UMFERÐ 4: 17, natur LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit, heklið síðustu keðjulykkju í lok umferðar með nýja litnum sem skipta á yfir í. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð sem byrja með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðli með 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Í byrjun á hverri umferð sem byrjar með fastalykkjum, skiptið út fyrstu fastalykkju með 1 loftlykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun á umferð. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sama stuðul. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HATTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring. Efri hluti á hatti er heklaður ofan frá og niður. Það eru heklaðir 6 ferningar sem eru heklaðir saman í eina lengju. Þessi lengja er fest við efri hluta á hattinum, í lokin er heklað barð neðan við lengju með hekluðum ferningum. HEKLAÐIR FERNINGAR: Notið heklunál 3 og DROPS Muskat. Legið LITIR og LITASKIPTI og heklið ferninga eftir mynsturteikningu A.1 í mismunandi litasamsetningum þannig: Heklið 1 ferning eins og 1. ferningur, 2 ferninga eins og 2. ferningur, 2 ferninga eins og 3. ferningur og 1 ferning eins og 4. ferningur = 6 ferningar. 1 ferningur mælist ca 7½ x 7½ cm. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! TOPPUR Á HATTI: Heklið 5 loftlykkjur með heklunál 3 með DROPS Muskat og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 11 stuðla um hringinn – lesið HEKLLEIÐBEININGAR! UMFERÐ 2: Heklið 2 stuðla í hvern stuðul = 22 stuðlar. UMFERÐ 3: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðull í næsta stuðul *, heklið *-* umferðina hringinn = 33 stuðlar UMFERÐ 4: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðull í hvorn af næstu 2 stuðlum *, heklið *-* umferðet hringinn = 44 stuðlar. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 5: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum *, heklið *-* umferðina hringinn = 55 stuðlar. UMFERÐ 6: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðull í hvern af næstu 4 stuðlum *, heklið *-* umferðina hringinn = 66 stuðlar. UMFERÐ 7: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðull í hvern af næstu 5 stuðlum *, heklið *-* umferðina hringinn = 77 stuðlar. Leggið ferningana á eftir hverjum öðrum þannig: Ferningur 1, ferningur 2, ferningur 3, ferningur 2, ferningur 4, ferningur 3. Notið heklunál 3 og litinn natur til að hekla ferningana saman eins og útskýrt er að neðan: Leggið 2 ferninga kant í kant þannig að hægt sé að hekla þá saman. Byrjið í horni og heklið þannig: * Stingið heklunálinni frá réttu og niður í gegnum aftari lykkjubogann á öðrum ferningnum, síðan er heklunálinni stungið frá réttu og niður í gegnum aftari lykkjubogann á hinum ferningnum, sækið þráðinn og dragið í gegnum báðar lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* þar til þessir 2 ferningar hafa verið heklaðir saman meðfram hliðum á ferningum. ATH! Ferningarnir eru heklaðir saman með 1 lykkju í hvert horn og 1 lykkju í hvern stuðul/loftlykkju. Heklið 2 og 2 ferninga saman þannig að það liggi 6 ferningar saman á eftir hverjum öðrum, síðan eru fyrsti og síðasti ferningurinn heklaðir saman, þannig að það myndast hringur. Heklið eina umferð í kringum efri kantinn á ferningum með litnum natur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul og heklið 1 stuðul í hvert horn (á milli ferninga). Það eru heklaðir 13 stuðlar frá hverjum af 5 fyrstu ferningum og 12 stuðlar í síðasta ferning (það er ekki heklaður 1 stuðul í síðasta hornið) = 77 stuðlar. Nú á að hekla röðina með ferningum við efri hluta á hatti, heklið á sama hátt og ferningarnir voru heklaðir saman. Heklið 1 keðjulykkju í hvern stuðul ofan frá á hatti/röð með hekluðum ferningum. BARÐ: Heklið með litnum natur, 1 stuðul í hvern og einn af 15 stuðlum/loftlykkjum og 3 stuðla í hvert horn (á milli 2 ferninga) meðfram neðri kanti á hekluðu ferningunum (það eru heklaðir 18 stuðlar frá hvorum ferningi) = 108 stuðlar. Heklið 5 umferðir með stuðlum og aukið jafnframt út um 8 stuðla jafnt yfir í hverri umferð = 148 stuðlar. Heklið 1 umferð með fastalykkjum með 2 þráðum í litnum natur með heklunál 3, heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul. Klippið þráðinn frá og festið. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #crowningrosehat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 238-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.