Gitte skrifaði:
Hej Jeg forstår ikke, om jeg skal strikke ALLE masker INKLUSIV de to sidste på hver pind, eller alle masker UDEN de to sidste på hver pind, når jeg strikker kilehælen efter Pind 8. Da der står således: “ 8. PIND (vrangen): Strik vrang til der er 2 masker tilbage - omslagene strikkes drejet vrang, vend = 24-26-26 masker. Nu fortsættes der på samme måde, men uden at tage ud på hver side af mærketråden, til det er strikket frem og tilbage over alle masker. ”
23.11.2023 - 11:01DROPS Design svaraði:
Hei Gitte. Du fortsetter å strikke på samme måte, altså på neste pinne strikker du til det gjenstår 1 maske - husk at nå skal det ikke økes ved merketråden, snu. Strikk vrang til det gjenstår 1 maske. Snu, strikk rett over alle masker, snu strikk vrang over alle masker. Sett 1 merke midt på pinnen - dette merket skal brukes senere til å måle fotens lengde fra. mvh DROPS Design
27.11.2023 - 07:56
Britt Angell Nilsen skrifaði:
Hei:) Jeg har fått noen nøster Drops Snow garn. På "magebåndet" står det at man bør bruke pinne 9mm! På denne oppskriften anbefaler dere settpinner 6 ? Hva skal jeg bruke? Takk for svar:)
24.04.2023 - 09:52DROPS Design svaraði:
Hei Britt. Pinne str. er kun en generell veiledning. Det kan forandre seg ut fra hva man skal strikke. Til sokker er det kjekt at de er stramt strikket slik at det holder seg bedre og sitter godt på foten. mvh DROPS Design
24.04.2023 - 14:11
Heike Sanford skrifaði:
The amount of yarn needed for these socks is incorrect! You only need 100 g in light grey and 50 g for the off white. And there would still be plenty of yarn left.
13.04.2023 - 19:44
Christmas Stripes Socks#christmasstripessocks |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónaðir sokkar úr DROPS Snow. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni og röndum. Stærð 35 - 43. Þema: Jól.
DROPS 234-74 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við fleyg hæl): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um fleyg hæl og úrtöku fyrir tá): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, 2 lykkjur snúnar slétt saman. FLEYG HÆLL: Fleyg hællinn er prjónaður í sléttprjóni, fram og til baka. Setjið 1 prjónamerki mitt í 16-18-18 hællykkjur – látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það þegar auka á út og fækka lykkjum mitt í hæl. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir – aukið jafnframt út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir – uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið, snúið. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir – aukið jafnframt út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, snúið. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir – uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið, snúið. UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir – aukið jafnframt út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki, snúið. UMFERÐ 6 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir – uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið, snúið. UMFERÐ 7 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir – aukið jafnframt út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki, snúið. UMFERÐ 8 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir – uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið, snúið = 24-26-26 lykkjur. Nú er prjónað alveg eins án þess að auka út hvoru megin við prjónamerki, þar til prjónað hefur verið fram og til baka yfir allar lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð – þetta prjónamerki er notað síðar til að mæla lengd fótar frá. Nú eru prjónuð 1 umferð slétt yfir allar lykkjur (einnig lykkjur á þræði mitt ofan á fæti) með litnum ljós grár. Setjið síðan 12-12-14 lykkjur ofan á fæti til baka á þráðinn. Prjónið síðan gangstætt, þ.e.a.s. prjónið sléttprjón fram og til baka, en snúið þegar eftir er 1 lykkja fleiri í hvorri hlið í hverri umferð þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir, snúið. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir – fækkið jafnframt um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA – snúið. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir, snúið. UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir – fækkið jafnframt um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, snúið. UMFERÐ 6 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir, snúið. UMFERÐ 7 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir – fækkið jafnframt um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki, snúið. UMFERÐ 8 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið. UMFERÐ 9 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir – fækkið jafnframt um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki, snúið = 16-18-18 lykkjur. UMFERÐ 10 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur út umferðina. Í hvert skipti sem þú snýrð kemur kannski til með að myndast gat, prófaðu þá að herða á þræðinum eins mikið og hægt er, takið e.t.v. upp þráðinn á milli 2 lykkja og prjónið snúið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. SOKKUR: Fitjið upp 36-38-40 lykkjur á sokkaprjóna 6 með litnum ljós grár í DROPS Snow. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Prjónið 2 umferðir slétt með litnum ljós grár og fækkið jafnframt um 4 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 32-34-36 lykkjur. Prjónið síðan A.1(A.1 er endurtekið á hæðina). Þegar stykkið mælist 6 cm, fækkið um 2 lykkjur jafnt yfir = 30-32-34 lykkjur. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 12 cm = 28-30-32 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað alls 3-3-4 sinnum á hæðina og síðasta röndin er prjónuð með litnum natur, mælist stykkið ca 15-15-18 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (mitt að aftan). Nú er hællinn prjónaður með stuttum umferðum eins og útskýrt er að neðan (allur hællinn er prjónaður í litnum ljós grár): Prjónið 1 umferð slétt yfir allar lykkjur. Haldið eftir fyrstu 8-9-9 lykkjum á prjóni fyrir hæl, setjið næstu 12-12-14 lykkjur á þráð (mitt ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 8-9-9 lykkjum á prjóni fyrir hæl. Prjónið FLEYG HÆLL – sjá útskýringu að ofan. Eftir fleyg hælinn er prjónað sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur þannig: Prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur alls 2 sinnum á hæðina, þannig að það verða 2 rendur með natur eftir hælinn, síðan er prjónað áfram með litnum ljós grár JAFNFRAMT í fyrstu umferð eftir hælinn er fækkað um 4-0-2 lykkjur jafnt yfir = 24-30-30 lykkjur. Þegar stykkið mælist 18-19-21 cm frá prjónamerki á hæl – mælt undir fæti, byrjar úrtaka fyrir tá. Setjið 1 nýtt prjónamerki í hvora hlið á sokknum, þannig að það verða 12-15-15 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Prjónið sléttprjón hringinn – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónmerkin – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3-3-4 sinnum og síðan í hverri umferð alls 1-2-1 sinnum = 8-10-10 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 4-5-5 lykkjur eftir. Sokkurinn mælist ca 22-24-26 cm frá prjónamerki á hæl. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum lykkjurnar, herðið á þræði og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #christmasstripessocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 234-74
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.