Cathleen Castaneda skrifaði:
When measuring to do the next increase, do I measure from the bottom of the last increase row or the top of the last increase row?
06.06.2022 - 01:35DROPS Design svaraði:
Dear Cathleen, you measure from the beginning of the row. Happy knitting!
06.06.2022 - 13:31
Mariel skrifaði:
In the tension the width is correct but the height is wrong! (More than 10cm) I cant understand what im doing wrong 🙃
04.06.2022 - 10:43DROPS Design svaraði:
Dear Mariel, if you have more than 10 cm in 9 rows, it means you are working too loosely in height. You can calculate to work fewer rows than indicated, according to your gauge. Happy crocheting!
04.06.2022 - 18:13
Helle skrifaði:
Glæder mig til at hækle denne model.
01.03.2022 - 20:53
Anna Wilks skrifaði:
Sunbeam
15.01.2022 - 13:29
Ambar Riv skrifaði:
Sweet & Sassy
14.01.2022 - 19:27
Country Cheer#countrycheertop |
|
![]() |
![]() |
Heklaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er heklað neðan frá og upp. Stærð S - XXXL.
DROPS 231-41 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkja/stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, heklið 3 loftlykkjur (þær koma í stað fyrsta stuðuls), þ.e.a.s. hoppið yfir fyrsta stuðul frá fyrri umferð. Síðasti stuðull í umferð er heklaður í 3. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja (hún kemur í stað fyrstu fastalykkju), þ.e.a.s. hoppið yfir fyrstu lykkju frá fyrri umferð. Síðasta fastalykkja í umferð er hekluð í 3. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð. ÚTAUKNING (á við um hliðar á framstykki og bakstykki): Aukið út með því að hekla 2 stuðla í sama stuðul. Aukið út innan við 1 stuðul í hvorri hlið. Útauknar lykkjur halda áfram í stuðlum. ÚRTAKA: HEKLIÐ 2 STUÐLA SAMAN ÞANNIG: * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjur á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni (= 1 lykkja færri). HEKLIÐ 3 STUÐLA SAMAN ÞANNIG: * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjur á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 4 lykkjur á heklunálinni (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er heklað fram og til baka hvort fyrir sig, neðan frá og upp. Stykkin eru saumuð saman í lokin. BAKSTYKKI: Heklið 74-80-88-96-108-118 loftlykkjur - lesið LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan, með heklunál 4 með DROPS Belle. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar) – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 70-76-84-92-104-114 loftlykkjur = 72-78-86-94-106-116 stuðlar. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 1 stuðul í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING! Aukið svona út með 4-4-4-5-5-5 cm millibili alls 4 sinnum = 80-86-94-102-114-124 lykkjur. Þegar stykkið mælist 22-23-24-25-26-27 cm, heklið kant þannig: UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur, 1 stuðul í 2. stuðul, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðull í næsta stuðul *, heklið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju. UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, 1 stuðul í 2. stuðul, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðull í næsta stuðul *, heklið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 4: Heklið 1 fastalykkja í hvern stuðul og 1 fastalykkju um hverja loftlykkju. Klippið þráðinn og festið. FRAMSTYKKI: Heklið 74-80-88-96-108-118 loftlykkjur, með heklunál 4 með DROPS Belle. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar) – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 70-76-84-92-104-114 loftlykkjur = 72-78-86-94-106-116 stuðlar. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 1 stuðul í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING! Aukið svona út með 4-4-4-5-5-5 cm millibili alls 4 sinnum = 80-86-94-102-114-124 lykkjur. Þegar stykkið mælist 26-27-28-29-30-31 cm, heklið næstu umferð þannig: Heklið keðjulykkjur yfir fyrstu 8-8-9-10-13-15 stuðla í umferð, heklið þar til eftir eru 8-8-9-10-13-15 stuðlar í umferð = 64-70-76-82-88-94 stuðlar. Snúið stykkinu. Nú á að skipta framstykkjum og hvort framstykki er heklað til loka hvort fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Heklið frá hlið þannig: Heklið 1 stuðul í fyrsta stuðul, heklið 2 næstu stuðla saman (= 1 stuðull færri) – sjá ÚRTAKA, heklið 1 stuðul í hvern og einn af næstu 25-28-31-34-37-40 stuðla, heklið 3 næstu stuðla saman, heklið 1 stuðul í síðasta stuðul. Snúið og heklið frá miðju að framan, JAFNFRAMT er fækkað um 2 lykkjur við miðju að framan og 1 lykkju í hlið í hverri umferð eins og útskýrt er að neðan. Fækkið lykkjum svona þar til 5 stuðlar eru eftir í umferð. Í næstu umferð eru 2 fyrstu stuðlarnir heklaðir saman í 1 stuðul og 3 síðustu stuðlarnir eru heklaðir saman í 1 stuðul = 2 stuðlar. Klippið þráðinn og festið. HÆGRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Byrjið mitt að framan þar sem framstykkið skiptist, heklið 1 stuðul í fyrsta stuðul, heklið 3 næstu stuðla saman (= 2 stuðlar færri), heklið 1 stuðul í hvern og einn af næstu 25-28-31-34-37-40 stuðla, heklið 2 næstu stuðla saman (= 1 stuðull færri), heklið 1 stuðul í síðasta stuðul. Snúið og heklið frá hlið, JAFNFRAMT er fækkað um 2 lykkjur við miðju að framan og 1 lykkju við miðju að hlið í hverri umferð eins og útskýrt er að ofan. Fækkið lykkjum svona þar til 5 stuðlar eru eftir í umferð. Í næstu umferð eru heklaðir 2 fyrstu stuðlarnir saman í 1 stuðul og 3 síðustu stuðlar saman í 1 stuðul = 2 stuðlar. Klippið þráðinn og festið. HEKLAÐUR KANTUR FRAMSTYKKI-1: Það á að hekla 4 umferðir með stuðlum / stuðlar + loftlykkjur efst í opi mitt að framan. Það er byrjað efst á vinstra framstykki, heklað er niður að miðju að framan og upp meðfram hlið á hægra framstykki. UMFERÐ 1: Byrjið efst í horni á vinstra framstykki: Heklið 3 loftlykkjur efst í fyrsta stuðul, 1-2-1-2-1-2 stuðlar í næsta stuðul við miðju að framan (nú hefur verið heklað í 2-3-2-3-2-3 í 2 stuðla frá horni á vinstra framstykki), síðan eru heklaðir 3 stuðlar um hverja umferð með stuðlum niður að skiptingu, heklið 2 stuðla á milli stykkja (mitt að framan), en þessir stuðlar eru heklaðir saman í 1 stuðul, síðan eru heklaðir 3 stuðlar um hverja umferð með stuðlum upp að toppi á hægra framstykki, heklið 2-3-2-3-2-3 stuðlar á toppi á hægra framstykki = 32-36-38-42-44-48 stuðlar hvoru megin við miðju stuðul sem var heklaður saman og alls 65-73-77-85-89-97 stuðla í umferð, snúið. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur, 1 stuðul í 2. stuðul, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðull í næsta stuðul *, heklið frá *-* þar til 3 stuðlar eru eftir niður að miðju að framan, hoppið yfir næstu 5 stuðla (miðju af þessum 2 stuðlum sem heklaðir voru saman í 1 stuðul), heklið 1 stuðul í næsta stuðul, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðull í næsta stuðul *, heklið frá *-* þar til 3 stuðlar eru eftir í umferð, heklið 1 loftlykkju og hoppið yfir næsta stuðul, heklið 1 stuðul í hvorn af síðustu 2 stuðlum = 60-68-72-80-84-92 lykkjur. UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul í hverja loftlykkju þar til 2 stuðlar eru eftir mitt að framan, hoppið yfir 4 næstu stuðla, heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 1 loftlykkju í hverja loftlykkju út umferðina = 56-64-68-76-80-88 stuðlar. UMFERÐ 4: Heklið 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 2. stuðul, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðull í næsta stuðul *, heklið frá *-* þar til 2 stuðlar eru eftir niður að miðju að framan, hoppið yfir næstu 4 stuðla, heklið 1 stuðul í næsta stuðul, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðull í næsta stuðul *, heklið frá *-* þar til 3 stuðlar eru eftir í umferð, heklið 1 loftlykkju og hoppið yfir næsta stuðul, heklið 1 stuðul í hvorn af síðustu 2 stuðlum = 52-60-64-72-76-88 lykkjur. Klippið þráðinn. BAND Á ÖXL / HLÝRI: Byrjið efst í horni á hægra framstykki, heklið 3 loftlykkjur + 2 stuðlar um ysta stuðul (= 3 stuðlar). Haldið áfram fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul (fyrsta stuðli er skipt út fyrir 3 loftlykkju) þar til band á öxl / hlýri mælist ca 18-19-20-21-22-23 cm, mátið e.t.v. toppinn og stillið lengdina á bandinu / hlýra. Klippið þráðinn og heklið alveg eins band á öxl / hlýra á vinstra framstykki. HEKLAÐUR KANTUR FRAMSTYKKI-2: Það á að hekla umferð með fastalykkjum meðfram öllu opinu á framstykki. Byrjið í hægri hlið þar sem hoppað var yfir stuðla fyrir handveg (séð að framan þegar stykkið liggur flatt), heklið upp meðfram vinstra framstykki / band á öxl, yfir stuðla efst á bandi á öxl, niður meðfram bandi á öxl / vinstra framstykki, upp meðfram hægra framstykki / band á öxl, yfir stuðla efst á bandi á öxl, niður meðfram bandi á öxl / hægra framstykki og yfir stuðla sem hoppað var yfir fyrir handveg í vinstri hlið. Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul og 2 fastalykkjur um hverja umferð með stuðlum. Klippið þráðinn og festið. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma, en skiljið eftir 6 cm neðst í hvorri hlið = klauf. Saumið bönd á öxl / hlýra frá framstykki að bakstykki. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #countrycheertop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-41
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.