Wenche Søgaard skrifaði:
Hei Jeg har bare strikket perlestrikk en gang tidligere med rett over vrang og motsatt, aldri etter diagram. Mitt spørsmål vil derfor sikkert virke dumt for andre. Jeg strikker størrelse L og er ferdig med halskanten. Skal det være en maske rettstrikk hele veien mot stolpene og en omgang glattstrikk mellom perleradene?
09.12.2024 - 09:53DROPS Design svaraði:
Hei Wenche. Enkelt fortalt strikkes det på 1 .pinne (fra retten) kun med rett masker. 2. pinne (fra vrangen) strikkes det rett masker og vrang masker annenhver gang. 3. pinne (fra retten) strikkes det bare rett masker igjen og på 4. pinne (fra vrangen) strikkes det rett masker og vrang masker annenhver gang igjen. Ta en titt på videoen: Hvordan strikke et enkelt og flott strukturmønster. Den viser 2 masker rett strikk og 2 masker strukturstrikk, men man får en vis forståelse for perleribb strukturen. mvh DROPS Design
10.12.2024 - 14:18
Jacobs Patricia skrifaði:
Bonjour Je ne comprend pas pour le dos et devant cette phrase du tricoter en suivant « « A.1 en allers et retours avec 7 mailles de bordure devant au point mousse de chaque côté. » Normalement il faut faire en jersey le reste du gilet Avec mon amie qui travaille beaucoup avec vous ….ont ne vois pas où il faut faire le « A1 » sur le gilet à cette parti du gilet Bon Wkend
06.12.2024 - 18:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Jacobs, lorsque vous avez mis les mailles des manches en attente, vous continuez le point fantaisie comme avant, autrement dit, vous continuez à tricoter le diagramme A.1 avec les 7 mailles au point mousse de chaque côté pour la bordure des devants. Bon tricot!
09.12.2024 - 09:42
Marit Tvervåg skrifaði:
Hei! Når jeg starter på diagrammene, er da første omg en hel omg med vrang fra vrangen? ( eller rett fra retten?) 😊
09.11.2024 - 19:41DROPS Design svaraði:
Hei Marit. Når du skal strikke 1. pinne av diagrammet er det fra retten. Så da strikker du alle maskene rett (også de 7 stoplemaskene i riller i hver side). mvh DROPS Design
11.11.2024 - 13:29
Jacobs Patricia skrifaði:
Je disais es que le 2ème rang ont fait tout à envers ou 1 envers 1 endroit Ou c’est autrement merci je comprend pas désolé
29.10.2024 - 20:20
Jacobs Patricia skrifaði:
Bonjour Merci essuie le 2eme rang on le tricote tout a envers comme sur le point fantaisie À1 ? Ou 1 envers 1 endroit Et le 3 Eme rang ont reprend A1 ? Car je comprend pas trop Merci pour tout bonne soirée 👍
29.10.2024 - 20:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Jacobs, sur l'envers, suivez la légende des symboles en lisant les diagrammes de gauche à droite, soit pour A.1 : 1 m endroit, 1 maille envers et pour A.2: 1 m envers, 1 m endroit, 1 m envers, 1 m endroit, 1 m envers, 1 m endroit, 1 m envers. Essayez de vous entrainer sur A.2 (7 m) sur un échantillon si besoin, vous pourrez ainsi mieux saisir comment tricoter les diagrammes. Bon tricot!
30.10.2024 - 08:16
Jacobs Patricia skrifaði:
Bonjour madame je commence le cardigan, et je voudrais savoir le point Fantaisie le premier rang ont le commence comment tout à l’endroit et ensuite ensuite on fait le A1 ? Car, je comprends pas les trois points fantaisie? Quelle différence y a-t-il entre les 3 Je voudrais juste savoir comment c’est le premier rang. C’est la première fois que j’utilise vos modèles. Merci pour votre réponse.
29.10.2024 - 05:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Jacobs, les diagrammes représentent le même point fantaisie mais tricotés différemment en fonction de leur emplacement; A.2 correspond aux mailles des raglans; et vous tricotez soit A.1 soit A.3 sur les devants, les manches et le dos. En commençant sur l'endroit, tricotez A.1 à A.3 tout à l'endroit au 1er rang. Sur l'envers, tricotez A.1 ainsi (1 m end, 1 m env), A.2 (= 1 m env, 1 m end, 1 m env, 1 m end, 1 m env, 1 m end, 1 m env) et A.3 (= 1 m env, 1 m end), vous avez ainsi des côtes (1 m jersey endroit (1ère m de A.1 et A.2 par ex ou 2ème m de A.3/dernière m de A.2) et 1 m point mousse (2ème m de A.1 et de A.2, 1ère m de A.3)). Bon tricot!
29.10.2024 - 09:46
Bjørg skrifaði:
Er ferdig med raglanøking og skal strikke videre uten øking. Skal man følge samme mønster med a2 som raglan eller bare a1 før deling til bol.
20.09.2024 - 00:59DROPS Design svaraði:
Hei Bjørg, Du fortsetter med både A.1, A.2 og A.3 men uten flere økninger til raglan, og fram til riktig mål. God fornøyelse!
20.09.2024 - 06:47
Kirsten Sørensen skrifaði:
Jeg strikker str. M. Raglan: De nye udtagne masker (8 på hver retpind) stikkes løbende ind i mønstr A.3/A.1 - vil det sige, at A1 skal øges fra 18 til 19 masker og A3 fra 9 til 10 masker, herefter A3 fra 37 til 38 masker og A3 igen fra 9 til 10 og sidste A3 fra 18 til 19 masker? Jeg er ikke særlig øvet, så mange tak for hjælpen.
26.08.2024 - 13:19DROPS Design svaraði:
Hej Kirsten, du tager ud på hver side af de 4 A.2 = 8 udtagninger. Det vil sige at de 18 masker tages ud til 19, men du tager ud i hver side af de 9m på ærmerne, så de tages ud til 11m, og du tager ud i hver side af rygstykket fra 37 til 39 masker :)
28.08.2024 - 08:26
Randi skrifaði:
Etter vrangbord hals. Skal man starte med perlemønster på retten og strikke neste omgang vrang eller rett?
17.08.2024 - 17:31DROPS Design svaraði:
Hei Randi, Du strikker fram og tilbake, med første pinnen etter halskanten fra retten, deretter strikker du tilbake fra vrangen. Fra vrangen leses alle diagrammene fra venstre til høyre. På neste pinne fra retten (3. pinnen etter halskanten) begynner du å øke til raglan. God fornøyelse!
19.08.2024 - 06:32
Bjørg skrifaði:
I mønsteret er bare perlestrikk på annenhver omgang og glattstrikk, stemmer det
17.08.2024 - 16:03
Desert Mirage Cardigan#desertmiragecardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-15 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR: * Prjónið 7-7-7-8-8-8 cm með litnum ljós beige, prjónið 3 cm með litnum púður bleikur *, prjónið frá *-*. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið 2 síðustu lykkjur slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist 3 cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-4-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 10-10-10-9½-9½-10 cm millibili. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 7 lykkjur (= A.2) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur jafnóðum inn í mynstur A.3/A.1. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 133-133-141-141-149-149 á hringprjóna 2,5 með litnum ljós beige með DROPS Nord. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu og mitt að framan: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið svona þar til stroffið mælist 4 cm. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan, í byrjun á umferð mitt að framan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Prjónið RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Þessir 4 cm í kanti í hálsi er ekki talinn með í röndum (þ.e.a.s. prjónað er alls 11-11-11-12-12-12 cm með litnum ljós beige á undan fyrstu rönd með litnum púðurbleikur). BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið þannig – frá réttu: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 18-18-20-20-22-22 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 9 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 37-37-41-41-45-45 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 9 lykkjur, A.2, A.3 yfir næstu 18-18-20-20-22-22 lykkjur og endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur, í næstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur fleiri). Aukið út í annarri hverri umferð (= hverri umferð frá réttu), alls 26-32-34-40-44-50 sinnum = 341-389-413-461-501-549 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið án útaukning þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar: Prjónið fyrstu 55-61-65-71-77-83 lykkjur eins og áður (vinstra framstykki), setjið næstu 67-79-83-95-103-115 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 9-9-11-11-13-13 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 97-109-117-129-141-153 lykkjur eins og áður (bakstykki), setjið næstu 67-79-83-95-103-115 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 9-9-11-11-13-13 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið þær 55-61-65-71-77-83 lykkjur sem eftir eru eins og áður (hægra framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 225-249-269-293-321-345 lykkjur. Prjónið A.1 fram og til baka með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Haldið áfram með rendur, en þegar prjónaðar hafa verið alls 4 rendur með litnum púðurbleikur, prjónið til loka með litnum ljós beige. Prjónið þar til stykkið mælist 24 cm frá skiptingu – endið eftir eina umferð frá röngu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 46-50-54-58-64-70 lykkjur jafnt yfir, ekki er aukið út yfir kantlykkjur að framan = 271-299-323-351-385-415 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 67-79-83-95-103-115 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 9-9-11-11-13-13 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-88-94-106-116-128 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður og haldið áfram með rendur. Þegar prjónaðar hafa verið alls 5 rendur með litnum púðurbleikur, prjónið til loka með litnum ljós beige. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3-3-3-2-2-3 cm, fækkið um 2 lykkjum undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 6-3-2½-2-1½-1 cm millibili alls 6-10-10-14-18-22 sinnum = 64-68-74-78-80-84 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 35-34-31-31-29-28 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 39-38-35-35-33-32 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #desertmiragecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.