MaLinn skrifaði:
Skickade en fråga tidigare som löste sig. Men nu undrar jag en annan sak. Stickar balaklava i syl 6-9 mån. När arbetet mäter 11 cm ska det flyttas över 21 m på var sida till strupstickor. Det blir 42 m sen återstår 16 m på rundstickan. Det blir totalt 58m Tidigare stod det att det skulle var 56 m som man skull sticka på rundstickan i 11cm. Vart kommer +2 maskor in? Står inget om utökning
12.09.2025 - 14:01
Beata skrifaði:
KOMINIARKA – SKRÓCONY OPIS ROBÓTKI: Przerabiana na okrągło, na drutach z żyłką, od góry do dołu....... ? napewno od góry do dołu ,a nie odwrotnie ?
12.09.2025 - 05:35DROPS Design svaraði:
Witaj ponownie Beato, oczywiście, że jest odwrotnie, kominiarka jest przerabiana od dołu do góry. Zaraz spojrzę na ten wzór w całości, bo coś tam się jakiś chochlik chyba wkradł :) Pozdrawiamy!
12.09.2025 - 07:44
Beata skrifaði:
W następnym okrążeniu zamknąć 1 oczko w każdej grupie 2 oczek lewych przerabiając 2 oczka razem na lewo = 66-72-78-81 (93-96) oczek. Dalej przerabiać ściągaczem, 1 oczko lewe/1 oczko prawe....Jak mam przecież 2L - 2P to jest wtedy po zamknięciu 1L i 2 P . Czy ja czegoś nie rozumiem?!
12.09.2025 - 05:31DROPS Design svaraði:
Witaj Beato, już poprawione. Oczywiście powinno być ...Dalej przerabiać ściągaczem, 1 oczko lewe/2 oczka prawe. Dziękujemy za Twoją wiadomość i pozdrawiamy!
12.09.2025 - 07:42
Malin skrifaði:
Hej igen, tack för svar, jag vet hur man praktiskt går till väga för att sticka med magic loop men undrar mer hur man ska läsa mönstret om man inte använder strumpstickor. Vad gör man när det står byt till strumpstickor, går det bara att göra som det står i mönstret men med samma rundstickor? Och hur gör man när man ska sticka maskorna i sidan som annars stickats med strumpstickorna?😊
03.09.2025 - 07:25DROPS Design svaraði:
Hej igen, När du ska byta till strumpstickor och stickar runt så kan du bara fortsätta med rundstickan. Men när maskor ska sättas av på strumpsticka så måste du sätta de på en annan sticka ("När arbetet mäter 10-10-11-11 (11-12) cm från där det maskades av maskor mitt fram, sätts de yttersta 18-19-21-20 (22-24) maskorna i varje sida på var sin strumpsticka 5, dvs det återstår 12-14-14-16 (18-18) maskor på rundstickan."). Mvh DROPS Design
03.09.2025 - 09:37
Malin skrifaði:
Hej, Hur ska man göra om man vill sticka med endast rundsticka? Börjar man med magic loop? Hur gör man när mönstret går över till strumpstickor?
01.09.2025 - 10:03DROPS Design svaraði:
Hej Malin. Om du vill sticka med magic loop så behöver du bara en lång rundsticka, se gärna denna video. Mvh DROPS Design
03.09.2025 - 07:06
Birgitte skrifaði:
Der er IKKE et print-symbol, når jeg åbner opskriften på computeren. Men på telefonen er der. På computeren kan man trykke "ctrl p" - så kan man udskrive opskriften :-)
27.08.2025 - 09:01
Birgitte skrifaði:
Print - der er altså ikke noget billede af en printer ved denne opskrift
26.08.2025 - 15:56DROPS Design svaraði:
Hej. Jo rett vid sidan av där det står "Chilly Day Balaclava". Mvh DROPS Design
27.08.2025 - 08:44
Birgitte skrifaði:
Er der ingen knap til "udskriv opskrift"??
24.08.2025 - 09:16DROPS Design svaraði:
Hej Birgitte. Øverst til højre på opskriften er der et billede af en lille printer, tryk på den for at udskriv opskrift. Mvh DROPS Design
26.08.2025 - 12:07
Birgitte skrifaði:
Jeg kan ikke finde "download" knappen til denne opskrift???
19.08.2025 - 12:26
Tina skrifaði:
Afslutning af huen. Når alle masker fra strømpepinde er brugt , er mit midterstykke længere end siderne på toppen af huen? Prøvet flere gange , er det mig der fejler?
16.08.2025 - 23:30
Chilly Day Balaclava#chillydaybalaclava |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð húfa / lambhúshetta / balaclava fyrir börn úr DROPS Air. Stykkið er prjónað í stroffprjóni. Stærð 0 – 4 ára.
DROPS Baby 42-20 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju með því að slá einu sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! PRJÓNIÐ 2 LYKKJUR SAMAN Í BYRJUN UMFERÐAR ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). PRJÓNIÐ 2 LYKKJUR SAMAN Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Lykkjum er fækkað mitt að framan og stykkið heldur áfram fram og til baka. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í kringum op fyrir andlit. HÚFA: Fitjið upp 88-96-104-108 (124-128) lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt) í 2-2-3-3 (4-4) cm. Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið prjónaðar saman í 1 lykkju brugðið = 66-72-78-81 (93-96) lykkjur. Stroffið heldur áfram með 1 lykkju brugðið, 2 lykkjur slétt. Þegar stykkið mælist 6-6-7-8 (10-12) cm frá uppfitjunarkanti, prjónið allar 2 lykkjur slétt saman í 1 lykkju slétt = 44-48-52-54 (62-64) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Stroffið heldur áfram með 1 lykkju brugðið, 1 lykkja slétt. Þegar stykkið mælist 8-8-9-10 (12-14) cm frá uppfitjunarkanti, skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið fram og til baka þannig: Fellið af fyrstu 6-6-6-8 (10-10) lykkjur, prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 17-19-21-21 (24-25) lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið 1 prjónamerki á prjóninn (mitt að aftan), 1 lykkja slétt, sláið einu sinni uppá prjóninn, 17-19-21-21 (24-25) lykkjur slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni = 40-44-48-48 (54-56) lykkjur. Stykkið er prjónað í sléttprjóni fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn). JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað hvoru megin við op mitt að framan og lykkjur eru auknar út mitt að aftan þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 2 lykkjur saman (= 1 lykkja færri) – sjá ÚRTAKA, prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki mitt að aftan, aukið út um 1 lykkju – sjá ÚTAUKNING, 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur saman (= 1 lykkja færri) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Fækkið lykkjum svona hvoru megin við miðju að framan í hverri umferð frá réttu alls 3 sinnum. Aukið svona út hvoru megin við prjónamerki í hverri umferð frá réttu alls 7-7-7-7 (7-8) sinnum (meðtalin útaukning sem var gerð þegar lykkjur voru felldar af mitt að framan). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar öll útaukning og úrtaka hefur verið gerð til loka eru 48-52-56-56 (62-66) lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 10-10-11-11 (11-12) cm frá þar sem lykkjur voru felldar af mitt að framan, setjið ystu 18-19-21-20 (22-24) lykkjur í hvorri hlið á sitt hvorn sokkaprjón 5, þ.e.a.s. það eru eftir 12-14-14-16 (18-18) lykkjur á hringprjóni. Klippið þráðinn frá. Lykkjur á sokkaprjónum í hvorri hlið eru prjónaðar saman með ystu lykkju í hvorri hlið á hringprjóni í lok hverrar umferðar þannig: FRÁ RÉTTU: Prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir á hringprjóni, lyftið síðustu lykkju af hringprjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt af sokkaprjóni og steypið lyftu lykkjunni frá hringprjóni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri á sokkaprjóni). Snúið stykkinu. FRÁ RÖNGU: Prjónið 1 lykkju snúna brugðið (þ.e.a.s. prjónað er í aftari lykkjubogann), prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir á hringprjóni, lyftið 1 lykkju af hringprjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið frá sokkaprjóni og steypið lyftu lykkjunni frá hringprjóni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Snúið stykkinu. Prjónið og fækkið lykkjum svona þar til fækkað hefur verið um lykkjur af sokkaprjónum í hvorri hlið. Nú eru 12-14-14-16 (18-18) lykkjur á hringprjóni og engar lykkjur á sokkaprjóni í hlið. Prjónið nú kant í kringum opið þannig: TVÖFALDUR KANTUR: Prjónið upp ca 52 til 68 lykkjur (meðtaldar lykkjur á hringprjóni) innan við 1 kantlykkju á sokkaprjón 4. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 2 og að kanturinn dragist ekki saman / verði of laus. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með hringprjón 5. Brjótið uppá kantinn þannig að hann verði tvöfaldur að innanverðu á húfu og saumið affellingarkantinn við þar sem lykkjur voru prjónaðar upp í kringum op fyrir andlit. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragist saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chillydaybalaclava eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 42-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.