Samar skrifaði:
Hi. I just wanted to say a big THANK YOU for all the free patterns, all the work and effort you put in. It's simply remarkable, and so so generous! This pattern perfectly fits the yarn I have on hand, couldn't be happier. Bless you♥️🤗
08.10.2021 - 17:51
Casual Comfort skrifaði:
Versatile
03.08.2021 - 19:11
Ash Mint Vest#ashmintvest |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónað vesti úr DROPS Sky og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað með V-hálsmáli, klauf í hliðum, áferðamynstri og tilfærslu á lykkjum. Stærð XS - XXL.
DROPS 227-32 |
||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykki og framstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Síðan við frágang er vestið saumað saman á öxlum og niður yfir hliðarsauma. Að lokum er prjónaður kantur að framan meðfram framstykkjum að miðju aftan í hnakka – kantar að framan eru prjónaðir fram og til baka á hringprjóna í 2 hlutum og saumað saman mitt að aftan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 73-77-85-89-97-105 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 6 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 6 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka í 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú mynstur þannig: 6 lykkjur garðaprjón, A.1 (= 2 lykkjur) þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1, þannig að mynstrið byrjar og endar alveg eins, prjónið 6 lykkjur garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm. Prjónið garðaprjón yfir ystu 8-8-10-10-10-10 lykkjur í hvorri hlið. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir þessar lykkjur, fellið af 2-2-4-4-4-4 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu 2 umferðum = 69-73-77-81-89-97 lykkjur. Í stærð XS, S, M og L hoppið yfir næsta kafla og prjónið áfram frá ALLAR STÆRÐIR – sjá útskýringu að ofan. Í stærð XL og XXL, prjónið eins og útskýrt er að neðan. STÆRÐ XL og XXL: Fækkið nú um 1 lykkju innan við 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þannig: Næsta umferð er frá réttu og er prjónuð þannig: Prjónið 6 lykkjur garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 6 lykkjur garðaprjón. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 4-6 sinnum = 81-85 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Haldið svona áfram fram og til baka með A.1 og 6 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm, fellið af miðju 19-19-19-23-23-23 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 24-26-28-28-28-30 lykkjur eftir fyrir öxl. Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og garðaprjóni yfir garðaprjón. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 36-38-42-44-48-52 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þar þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 6 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka í 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú mynstur þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, A.1 þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1, þannig að mynstrið byrjar og endar alveg eins, prjónið 6 lykkju garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 9-9-10-10-11-11 cm, prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, A.1 yfir næstu 2 lykkjur, A.3 yfir næstu 22 lykkjur, prjónið mynstur eins og áður út umferðina. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm. Prjónið nú garðaprjón yfir ystu 8-8-10-10-10-10 lykkjur að hlið (þ.e.a.s. í lok umferðar séð frá réttu). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir þessar lykkjur, fellið af 2-2-4-4-4-4 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu umferð frá röngu = 34-36-38-40-44-48 lykkjur. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Prjónið síðan eins og útskýrt er að neðan undir næsta kafla – veldu kafla fyrir þína stærð. STÆRÐ XS, S, M og L: Fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli og prjónið mynstur þannig: MYNSTUR OG ÚRTAKA FYRIR V-HÁLSMÁLI: Prjónið nú áfram með 6 lykkjur garðaprjón að hlið (þ.e.a.s. í lok umferðar séð frá réttu) og mynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina alls 2 sinnum, prjónið A.5 yfir A.3 (þær lykkjur sem eftir eru halda áfram eins og áður). Úrtaka í A.5 er úrtaka fyrir V-hálsmáli. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina, heldur úrtakan áfram alveg eins þar til fækkað hefur verið alls um 10-10-10-12 lykkjur. Þegar öll úrtaka fyrir V-hálsmáli hefur verið gerð til loka eru 24-26-28-28 lykkjur eftir fyrir öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 58-60-62-64 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón. Prjónið hina öxlina á sama hátt. STÆRÐ XL og XXL: Fækkið nú lykkjum fyrir handveg, jafnframt er prjónað mynstur og úrtaka fyrir V-hálsmáli er gerð eins og útskýrt er að neðan. ÚRTAKA FYRIR HANDVEG: Fækkið um 1 lykkju innan við 6 lykkjur garðaprjón í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 6 lykkjur garðaprjón. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 4-6 sinnum. MYNSTUR OG ÚRTAKA FYRIR V-HÁLSMÁLI: Prjónið nú áfram með 6 lykkjur garðaprjón að hlið og mynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina alls 2 sinnum, prjónið A.5 yfir A.3 (þær lykkjur sem eftir eru halda áfram eins og áður). Úrtaka í A.5 er úrtaka fyrir V-hálsmáli. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina, heldur úrtakan áfram alveg eins þar til fækkað hefur verið um alls 12-12 lykkjur. Þegar öll úrtaka fyrir V-hálsmáli hefur verið gerð til loka eru 28-30 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 66-68 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og garðaprjóni yfir garðaprjón. Prjónið hina öxlina á sama hátt. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 36-38-42-44-48-52 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þar þannig: 6 lykkjur garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka í 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú mynstur þannig: 6 lykkjur garðaprjón, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1, þannig að mynstrið byrjar og endar alveg eins, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 9-9-10-10-11-11 cm, prjónið mynstur þannig: 6 lykkjur garðaprjón, A.1 yfir næstu 5-7-11-13-17-21 lykkjur, A.2 yfir næstu 22 lykkjur, prjónið mynstur eins og áður út umferðina. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm. Prjónið nú garðaprjón yfir ystu 8-8-10-10-10-10 lykkjur að hlið (þ.e.a.s. í byrjun umferðar séð frá réttu). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir þessar lykkjur, fellið af 2-2-4-4-4-4 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu umferð frá réttu = 34-36-38-40-44-48 lykkjur. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Prjónið síðan eins og útskýrt er undir næsta kafla – veldu kafla fyrir þína stærð. STÆRÐ XS, S, M og L: Fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli og prjónið mynstur þannig: Prjónið nú áfram með 6 lykkjur garðaprjón að hlið (þ.e.a.s. í byrjun umferðar séð frá réttu) og mynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina alls 2 sinnum, prjónið A.4 yfir A.2 (þær lykkjur sem eftir eru halda áfram eins og áður). Úrtaka í A.4 er úrtaka fyrir V-hálsmáli. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina, heldur úrtakan áfram alveg eins þar til fækkað hefur verið alls um 10-10-10-12 lykkjur. Þegar öll úrtaka fyrir V-hálsmáli hefur verið gerð til loka eru 24-26-28-28 lykkjur eftir fyrir öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 58-60-62-64 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón. Prjónið hina öxlina á sama hátt. STÆRÐ XL og XXL: Fækkið nú lykkjum fyrir handveg, jafnframt er prjónað mynstur og úrtaka fyrir V-hálsmáli er gerð eins og útskýrt er að neðan. ÚRTAKA FYRIR HANDVEG: Fækkið um 1 lykkju innan við 6 lykkjur garðaprjón í lok umferðar þannig (þ.e.a.s. í byrjun á umferð séð frá réttu) þannig: Prjónið 6 lykkjur garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið út umferðina. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 4-6 sinnum. MYNSTUR OG ÚRTAKA FYRIR V-HÁLSMÁLI: Prjónið nú áfram með 6 lykkjur garðaprjón að hlið og mynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina alls 2 sinnum, prjónið A.4 yfir A.2 (þær lykkjur sem eftir eru halda áfram eins og áður). Úrtaka í A.4 er úrtaka fyrir V-hálsmáli. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina, heldur úrtakan áfram alveg eins þar til fækkað hefur verið um alls 12-12 lykkjur. Þegar allar úrtökur fyrir V-hálsmáli hafa verið gerðar til loka eru 28-30 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 66-68 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og garðaprjóni yfir garðaprjón. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana frá handveg og niður þar til ca 17 cm eru eftir (= klauf). Endurtakið í hinni hliðinni. Setjið 1 prjónamerki mitt aftan í hnakka – prjónamerkið er notað þegar prjónaðar eru upp lykkjur fyrir kant að framan. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Byrjið neðst á hægra framstykki og prjónið upp frá réttu ca 121 til 143 lykkjur innan við 1 kantlykkju garðaprjón upp að prjónamerki mitt aftan á hringprjón 4,5 með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir). Snúið og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, en nákvæmlega þar sem úrtaka fyrir hálsmáli byrjar er aukið út með því að slá uppá prjóninn þannig: * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* 4 sinnum (= 4 lykkjur fleiri), prjónið út umferðina. Nú er prjónað stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Þegar stroffið mælist 1 cm, fellið af fyrir 4-4-4-5-5-5 hnappagötum jafnt yfir þannig: 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Neðsta hnappagatið á að vera ca 5 cm frá neðri kanti og efsta hnappagatið þar sem v-hálsmálið byrjar. Hin 2-2-2-3-3-3 hnappagötin eru staðsett jafnt yfir með ca 10-10-10½-7½-8-8 cm millibili. Haldið áfram með stroff þar til kantur að framan mælist alls 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Byrjið mitt aftan í hnakka og prjónið upp jafn margar lykkjur og í hægri kanti að framan innan við 1 kantlykkju garðaprjón niður meðfram vinstra framstykki á hringprjón 4,5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Snúið og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, en nákvæmlega þar sem úrtaka fyrir hálsmáli byrjar er aukið út með því að slá uppá prjóninn þannig: * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* 4 sinnum (= 4 lykkjur fleiri), prjónið út umferðina. Nú er prjónað stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Þegar stroffið mælist 3 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið saman kanta að framan mitt að aftan innan við 1 kantlykkju garðaprjón. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ashmintvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 227-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.