Anna skrifaði:
Hej!\r\nJag stickar i S. Jag förstår inte om jag ska räkna in ökningsmaskorna i de 2 och 4 maskorna (slätstickning) eller om det är maskorna i mönstren A1, A3 och A4 ökningen ska räknas till. \r\nTack på förhand!\r\nAnna
20.03.2022 - 15:02
Maria skrifaði:
Wäre es möglich, diese Anleitung mit Drops Puna zu Stricken? Ich mache mir sorgen, dass es dann für ein Sommertop zu warm wäre...
19.03.2022 - 18:00DROPS Design svaraði:
Liebe Maria, DROPS Puna ist Garngruppe B und Safran (hier benutzt) ist Garngruppe A, dh Ihre Maschenprobe würde unterschiedlich sein und so bekommen Sie nicht die richtigen Maßen. Hier finden Sie andere Topps, die mit einem Garn der Garngruppe B gestrickt werden, benutzen Sie den Garnumrechner um die neue Garnmenge in Puna kalkulieren zu lassen. Viel Spaß beim stricken!
21.03.2022 - 08:20
Kirstie skrifaði:
How do i increase the pattern, I have a 54" bust, I'm a 22dd bra in Australia. Many thanks
02.01.2022 - 09:54DROPS Design svaraði:
Dear Kirstie, we are sorry, but please understand that we cannot modify our patterns for each individual request. Happy Knirring!
03.01.2022 - 01:47
Naessi skrifaði:
Bonjour, où puis-je trouver ce patron en français ? Where can I get the french version of this pattern ? Thank you
26.08.2021 - 16:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Naessi, tous nos modèles sont disponibles en français, cliquez sur le menu déroulant sous la photo pour changer la langue. Bon tricot!
26.08.2021 - 16:26
Michèle skrifaði:
Quel magnifique modèle aux finitions raffinées. Merci beaucoup
14.08.2021 - 09:03
Caroline skrifaði:
Hej!! Hur många maskor ska det vara på framstycket respektive bakstycket i stl s? Ska vara 10 för vardera arm. Från början står det 93 för fram och 92 för bak. Men blir 205 maskor totalt. Ska vara 201 enligt mönstret
09.08.2021 - 06:45DROPS Design svaraði:
Hei Caroline. Du har 93 (fremstykket) + 92 (bakstykket) = 185 masker, så skal det økes med 1 maske i hver side av merketråden (4 økte masker pr økeomgang) og det skal økes TOTALT 4 ganger = 4 x 4 = 16 økte masker + 185 masker opprinnelig = 201 masker. mvh DROPS design
18.08.2021 - 08:47
María skrifaði:
Hi. I don't understand at all how the V neck decreases must be made. Do I have to work two stiches together at the end of the row (right side, before the last sticht) and then on the wrong side purl one and the second and third again together? Thank you.
05.08.2021 - 10:02DROPS Design svaraði:
Dear Marla, yes, for the V neck (after you already separated the front and the back pieces), you only decrease in every row, so you work together the last 2 stitch (at the mid-front edge), turn, and work two stitch together again. Happy Stitching!
05.08.2021 - 11:11
María skrifaði:
Hello. I'm knitting size XS and I have a problem with the V-neck decreases. I don't understand the explanation given. Please, help!
02.08.2021 - 09:50DROPS Design svaraði:
Dear Maria, can you please give us some more details, about what exactly you do not understand in the pattern, so we would be able to help you better? Happy Stitching!
02.08.2021 - 10:32
Janet García skrifaði:
Me encanta tejer, gracias por compartir
19.07.2021 - 21:44
Cristina Tato skrifaði:
Boa tarde, Obrigada pela sua resposta, mas estava a referir-me a este modelo em concreto, como era possível tricotar de cima para baixo. Estou a tricotar este top e agradecia esclarecimentos sobre as costas porque as vossas fotos só mostram a frente. Também tem decote em “ V” ? No caso de não ter e ser decote redondo, como se fazem as diminuições? A descrição do modelo não é explícita sobre esta parte. Obrigada
04.07.2021 - 18:23DROPS Design svaraði:
Bom dia, O decote das costas é direito (vê-se no esquema). Ou seja, fazem-se as fazem-se as diminuições de cada lado (à semelhança do que se fez para a frente) para formar as cavas e, quando se acabam de fazer diminuições, tricotam-se 2 barras jarreteira e rematam-se as malhas de uma só vez formando um decote direito. Não existe versão top down, ou seja, de cima para baixo, para este modelo. No entanto, é um modelo quase sem costuras e bem bonito. Iríamos adorar ver o seu top terminado. Se publicar fotos, use "dropsfan. Para quaisquer outras dúvidas, disponha. Bons tricôs!
05.07.2021 - 13:07
Heart on Fire#heartonfiretop |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónaður toppur í DROPS Safran. Stykkið er prjónað með gatamynstri og v-hálsmáli. Stærð XS - XXL.
DROPS 223-27 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 174 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 17,4. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 16. og 17. hverja lykkju og 17. og 18. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um handveg og v-hálsmál): Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. FRÁ RÉTTU: FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 1 KANTLYKKJU Í GARÐAPRJÓNI ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 1 KANTLYKKJU Í GARÐAPRJÓNI ÞANNIG: Byrjið 2 lykkjum á undan kantlykkju í garðaprjóni og prjónið þessar 2 lykkjur slétt saman. FRÁ RÖNGU: FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 1 KANTLYKKJU Í GARÐAPRJÓNI ÞANNIG: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman. FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 1 KANTLYKKJU Í GARÐAPRJÓNI ÞANNIG: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan kantlykkju í garðaprjóni, prjónið þessar 2 lykkjur snúnar brugðið saman. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki og alls 4 lykkjur fleiri í útaukningsumferð). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni þar til þær ganga jafnvel upp í mynstri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handveg. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað, hvort fyrir sig. Framstykkið skiptist mitt að framan fyrir v-hálsmáli og bæði stykkin eru prjónuð fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig til loka máls, síðan er hlýrinn á öxl prjónaður á hvoru framstykki. Bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna að loka máli. Hlýrar á öxl frá framstykki er saumað í lokin á bakstykkið. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 174-196-216-244-272-298 lykkjur á hringprjón 2,5 með Safran. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 1½ til 2 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 9-11-11-13-13-15 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 = 165-185-205-231-259-283 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 83-93-103-115-129-141 lykkjur. Það eru 82-92-102-116-130-142 lykkjur eftir í umferð fyrir bakstykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 7-2-7-9-6-2 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 yfir næstu 20-30-30-30-40-50 lykkjur (= 2-3-3-3-4-5 mynstureiningar með 10 lykkjum), prjónið A.2 (= 29-29-29-37-37-37 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 20-30-30-30-40-50 lykkjur (= 2-3-3-3-4-5 mynstureiningar með 10 lykkjum), prjónið 14-4-14-18-12-4 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr mitt í þessum lykkjum), prjónið A.1 yfir næstu 60-80-80-90-110-130 lykkjur (= 6-8-8-9-11-13 mynstureiningar með 10 lykkjum), prjónið A.4 (= 8 lykkjur) og endið með 7-2-7-9-6-2 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 5-5-5-6-6-6 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 5-5-5-5½-5½-6 cm millibili alls 4 sinnum í hvorri hlið = 181-201-221-247-275-299 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 23-24-25-25-26-27 cm – stillið af að næsta umferð sé oddatölu umferð í A.1 (þetta er mikilvægt til að koma í veg fyrir að gatamynstrið sé prjónað frá röngu þegar stykkið skiptist fyrir framstykki og bakstykki). Prjónið nú 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, yfir miðju 8-10-12-16-20-26 lykkjurnar í hvorri hlið (þ.e.a.s. prjónið 4-5-6-8-10-13 lykkjur í garðaprjóni hvoru megin við bæði prjónamerkin – aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður). Eftir 4 umferðir garðaprjón, fellið af fyrir handveg og v-hálsmáli, þ.e.a.s. næsta umferð sé prjónuð þannig: Fellið af 3-4-5-7-9-12 lykkjur fyrir handveg, prjónið 42-46-50-54-59-62 lykkjur eins og áður (= vinstra framstykki), fellið af 1 lykkju (= mitt að framan), prjónið 42-46-50-54-59-62 lykkjur eins og áður (= hægra framstykki), fellið af 6-8-10-14-18-24 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður yfir lykkjur á bakstykki þar til 3-4-5-7-9-12 lykkjur eru eftir í umferð og fellið af síðustu 3-4-5-7-9-12 lykkjur fyrir handveg. Klippið þráðinn frá og dragið þráðinn í gegnum síðustu lykkjuna. Bakstykkið og framstykkið er nú prjónað hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 84-92-100-110-120-126 lykkjur. Byrjið frá röngu og haldið áfram með mynstur fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjón í hvorri hlið. JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu byrjar úrtaka fyrir handveg – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum fyrir handveg í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 14-16-18-20-22-22 sinnum í hvorri hlið = 56-60-64-70-76-82 lykkjur eftir. Eftir síðustu úrtöku, prjónið 1 umferð til baka frá röngu eins og áður. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum frá réttu. VINSTRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): = 42-46-50-54-59-62 lykkjur. Byrjið frá röngu og haldið áfram með mynstur fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu byrjar úrtaka fyrir handveg og v-hálsmáli og lykkjum er fækkað eins og útskýrt er að neðan – sjá ÚRTAKA-2. HANDVEGUR: Fækkið um 1 lykkju í annarri hverri umferð alls 13-14-15-17-18-20 sinnum. V-HÁLSMÁL: Fækkið um 1 lykkju í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og frá röngu) alls 24-27-30-32-36-37 sinnum. Eftir allar úrtökur fyrir handveg og v-hálsmáli eru 5 lykkjur eftir á prjóni fyrir hlýra á öxl. Prjónið hlýrann eins og útskýrt er að neðan. HLÝRI Á ÖXL: Skiptið yfir á 2 stykki sokkaprjóna 2,5 (setjið lykkjur á annan sokkaprjóninn og prjónið með hinum). * Færið lykkjurnar til að byrjun á prjóni, herðið á þræði og prjónið 5 lykkjur slétt frá réttu *, prjónið frá *-* þar til hlýrinn á öxl mælist ca 18-18-19-20-21-20 cm (10-10-11-11-12-11 cm af þessari lengd tilheyrir framstykki, afgangurinn tilheyrir bakstykki – hlýrinn á öxl er saumaður niður að bakstykki). Klippið þráðinn frá, dragið þráðinn í gegnum 5 lykkjurnar, herðið á þræði og festið vel. HÆGRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): = 42-46-50-54-59-62 lykkjur. Byrjið frá röngu og haldið áfram með mynstur fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu byrjar úrtaka fyrir handveg og v-hálsmáli og lykkjum er fækkað eins og útskýrt er að neðan – sjá ÚRTAKA-2. V-HÁLSMÁL: Fækkið um 1 lykkju í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og frá röngu) alls 24-27-30-32-36-37 sinnum. HANDVEGUR: Fækkið um 1 lykkju í annarri hverri umferð alls 13-14-15-17-18-20 sinnum. Eftir allar úrtökur fyrir v-hálsmáli og handvegi eru 5 lykkjur eftir á prjóni fyrir hlýra á öxl. Prjónið hlýrann á sama hátt og á vinstra framstykki. FRÁGANGUR: Saumið hlýrana á öxl við bakstykkið yst í hvora hlið. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #heartonfiretop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.