Jag skrifaði:
Hello! Szerintem az ujja kötésénél ez a mondatrész nem kell, az angol leírásban nincs benne: " (= az ujja alsó középvonalánál - a jelölő mindkét oldalán 3-3 szemet = " Mit gondoltok?
03.07.2024 - 09:09DROPS Design svaraði:
Kedves Jag! A fordításokban általában is előfordul, hogy a kulturális/nyelvi eltérések miatt az eredetinél több magyarázat / részletesebb kifejtés szerepel. Mivel merült már fel kérdésként, hogy pontosan hol/hogyan is kell a karöltő kialakításához a szemeket leláncolni, ezért zárójeles megjegyzésként pontosítottuk, hogyan oszlanak el a leláncolt szemek. A 3-3 szem azonban valóban nem helyes, javításra került, a jelölő két oldalán 4-4 szemet kell leláncolni. Sikeres kézimunkázást!
03.07.2024 - 16:23
Anne Gunnarsson skrifaði:
Jag stickar stl xxxl av detta mönster. Lagt upp rätt antal maskor. När jag börjar sticka mönster så blir det maskor över på varvet 312 m Mönster 8 m slätstickning 14 x 9, 5 m, 8 m gör detta ytterligare 1 ggr. Så står det i mönstret. Följer man detta blir det 294 maskor man stickat. Vad för man med resterander 18 maskor?
18.04.2024 - 09:36DROPS Design svaraði:
Hej Anne, 8m, A.1 (=9m), A.2=126m, A.3 (= 5m), 8m = 156m x 2 = 312 masker :)
19.04.2024 - 14:35
Josephina Rietstra skrifaði:
Vervolg op mijn eerdere vraag: Mijn mouw is juist aan de onderkant veel te wijd, ik weet dat de bovenkant gerimpeld wordt en dat is ook mooi. Dan toch maar maat S opzetten?
08.08.2023 - 21:07DROPS Design svaraði:
Dag Josephina,
Aha, dan zou ik inderdaad minder opzetten. Aan de hand van de huidige mouw zou je kunnen tellen hoeveel steken je minder op wilt zetten. Voor de rest zou ik dan wel je eigen maat aanhouden. Dat betekent dus dat je dan na de boord meer meerderingen moet maken om weer op je eigen maat te komen.
08.08.2023 - 21:09
Josephina Rietstra skrifaði:
Ik brei dit truitje in maat L, maar de mouen zijn veel te wijd geworden. Heb het juiste aantal steken en dezelfde pendikte als de rest van de trui, ook de eerste pennen met dunnere naalden gebreid. Zal ik dan de mouwen maar opnieuw breien in maat S ?
05.08.2023 - 19:37DROPS Design svaraði:
Dag Josephina,
Het is juist de bedoeling dat de mouw wijd wordt. Aan het eind brei je steken samen, waardoor je een soort pofmouwtje krijgt. Of bedoel je wat anders?
08.08.2023 - 20:58
Joke Zuidam skrifaði:
Als ik de mouwen rimpel tot 31 steken, passen ze niet meer in het armsgat. Ongerimpeld passen ze namelijk wel precies. Wat doe ik verkeerd?
08.07.2022 - 17:30DROPS Design svaraði:
Dag Joke,
Je doet niks verkeerd, want de mouw wordt inderdaad ongerimpeld aan het armsgat genaaid. Doordat je op het eind van de mouwkop steken hebt samen gebreid, ontstaat een pofmouw. Niet door te rimpelen.
12.07.2022 - 21:19
Karoline Jones skrifaði:
Hei! Når man begynner på bakstykket og skal felle til armhull, skal man felle 3 masker SAMTIDIG på hver side eller 1 maske 3 ganger rett etter hverandre? Jeg strikker i XL.
07.04.2022 - 21:22
Annie Pang skrifaði:
Could you explain row 15 in A.2 ? Do I knit 4 or knit 5 before I do the K2tog..? I.e. is the empty box meant to be a K ?
27.11.2021 - 06:34DROPS Design svaraði:
Dear Annie, you should knit 4 before the 22tog. There is no stitch at the empty space, that row is moves one stitch to the left, so the pattern itself yould fall to the right place. Happy Stitching!
28.11.2021 - 00:29
Birgit Neblung skrifaði:
Anleitung ist leicht verständlich.
13.07.2021 - 17:22
Geraldes skrifaði:
Quelle est la différence entre le motif A1 et A2? Merci d avance
05.06.2021 - 17:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Geraldes, le motif A.1 est celui que l'on tricote au début du tour pour commencer le motif, le motif A.2 est celui que l'on va répéter tout le tour avant de terminer par A.3. La différence entre A.1 et A.2 se fait principalement au rang 15: la dernière m de A.1 /A.2 se tricote avec la 1ère m de A.2/du A.2 suivant/de A.3. Bon tricot!
07.06.2021 - 07:13
Maria Rosa Ferrero skrifaði:
E' possibile usare un filato di cotone per questo modello? Grazie.
05.05.2021 - 13:52DROPS Design svaraði:
Buonasera Maria Rosa, può utilizzare Safran con filato sostitutivo. Buon lavoro!
06.05.2021 - 21:19
Flower Wish#flowerwishtop |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað með gatamynstri og stuttum puffermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-14 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um í hliðum á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 4 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri við prjónamerki). ÚTAUKNING (á við um í hliðum á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerkið situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handveg. Síðan er bakstykkið og framstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig til loka máls. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón upp að handveg, síðan er ermakúpan prjónuð fram og til baka á hringprjóna til loka máls. Stykkið er saumað saman eins og útskýrt er í uppskrift. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 192-214-232-258-280-312 lykkjur á hringprjón 2,5 með Alpaca. Prjónið 8 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 96-107-116-129-140-156 lykkjur (= í hliðum á fram- og bakstykki). Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau eru notuð síðar þegar fækka á lykkjum og auka út lykkjum í hliðum á fram- og bakstykki. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: * 5-6-6-8-9-8 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 (= 9 lykkjur), prjónið A.2 yfir næstu 72-81-90-99-108-126 lykkjur (= 8-9-10-11-12-14 mynstureiningar með 9 lykkjum), prjónið A.3 (= 5 lykkjur), prjónið 5-6-6-8-9-8 lykkjur sléttprjón, prjónamerki *, prjónið frá *-* einu sinni til viðbótar. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku í hvorri hlið þegar stykkið mælist 8 cm = 184-206-224-250-272-304 lykkjur. Þegar stykkið mælist 12-12-13-13-13-13 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 4-4-4½-4½-5-5 cm millibili alls 4 sinnum í hvorri hlið = 200-222-240-266-288-320 lykkjur. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm, fellið af fyrir handveg – þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Byrjið 3-3-4-4-5-5 lykkjum á undan prjónamerki í byrjun á umferð, fellið af 6-6-8-8-10-10 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður þar til 3-3-4-4-5-5 lykkjur eru eftir á undan næsta prjónamerki, fellið af 6-6-8-8-10-10 lykkjur fyrir handveg og prjónið eins og áður út umferðina. Bakstykkið og framstykkið er nú prjónað hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 94-105-112-125-134-150 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður og fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-1-1-2-3 sinnum, 2 lykkjur 1-2-2-4-4-5 sinnum og 1 lykkju 3-5-5-6-6-8 sinnum í hvorri hlið = 84-87-88-91-94-96 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. ATH: Þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í einu heilu gatamynstri út við handveg, eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 45-47-49-51-53 55 cm, fellið af miðju 34-35-36-37-40-40 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið eins og áður og fellið af 2 lykkjur í næstu umferð frá hálsi = 23-24-24-25-25-26 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 94-105-112-125-134-150 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður og fellið af lykkjur fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-1-1-2-3 sinnum, 2 lykkjur 1-2-2-4-4-5 sinnum og 1 lykkja 3-5-5-6-6-8 sinnum í hvorri hlið = 84-87-88-91-94-96 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATH: Þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í einu heilu gatamynstri út við handveg, eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 39-41-42-44-45-47 cm, setjið miðju 18-19-20-21-24-24 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 3 sinnum og 1 lykkju 4 sinnum = 23-24-24-25-25-26 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 64-72-80-84-92-100 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með Alpaca. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið merkir mitt undir ermi. Prjónið 8 umferðir garðaprjón hringinn. Prjónið síðan A.4 hringinn. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið næstu umferð þannig: * 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 96-108-120-126-138-150 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem uppslátturinn er prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan sléttprjón. Þegar stykkið mælist 17-16-16-15-15-13 cm, eru lykkjur felldar af mitt undir ermi þannig: Byrjið 4 lykkjum á undan prjónamerki, fellið af 8 lykkjur fyrir handveg og prjónið sléttprjón út umferðina. Prjónið nú ermakúpuna fram og til baka á hringprjón 3, jafnframt sem lykkjur eru felldar af í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið og síðan 1 lykkju 13-15-16-18-19-23 sinnum í hvorri hlið = 58-66-76-78-88-92 lykkjur eftir. Nú eru eftir 2 umferðir þar til stykkið mælist 27-27-28-28-29-29 cm. Í næstu umferð frá réttu eru prjónaðar fyrstu 4-0-4-6-4-2 lykkjur slétt saman 2 og 2 (= 2-0-2-3-2-1 lykkja færri), prjónið síðan þær 54-66-72-72-84-90 lykkjur sem eftir eru slétt saman 3 og 3 = 20-22-26-27-30-31 lykkjur eftir í umferð. Prjónið 1 umferð brugðið. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Ermin mælist ca 27-27-28-28-29-29 cm ofan frá og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni meðfram handveg. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu við aðra öxlina og prjónið upp ca 96 til 112 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur á þræði að framan) á stuttan hringprjón 2,5 með Alpaca. Byrjið í 2. umferð í A.4 og prjónið A.4 hringinn. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3 þegar A.4 hefur verið prjónað til loka og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #flowerwishtop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.