Denise skrifaði:
Pas de proposition ? Peut-être est-ce une question idiote, je vais demander autour de moi.
27.03.2024 - 17:09
Denise skrifaði:
Bonjour, je viens de terminer le pull en taille XL et aig 6 (je tricote serré). Pas de soucis, il me va bien mais il me reste une pelote de chaque. Ma question : comment fixer le cordon au col? Merci
26.03.2024 - 14:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Denise, enfilez-le en le passant alternativement sur l'endroit et sur l'envers tout autour de l'encolure, en commençant après la bordure des devants sur l'endroit, puis passez-le sur l'envers, repassez-le sur l'endroit quelques cm plus loin et continuez ainsi en terminant par le côté gauche du devant, après la bordure devant. Bon tricot!
02.04.2024 - 10:25
Marie-Hélène skrifaði:
Bonsoir Êtes vous sur que les couleurs indiquées (lavande, brume de rose et gris) soient bien les couleurs du modèle photo ? Car mon tricot est très loin de ressembler à la photo niveau coloris.
18.01.2023 - 22:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie-Hélène, tout à fait, mais notez que la luminosité le jour de la photo peut modifier l'apparence, que les couleurs varient d'un écran à l'autre, et qu'il peut y avoir des nuances entre les différents bains des différentes couleurs, d'autant que les différentes couleurs des imprimés ne vont pas être automatiquement au même endroit pour chacune; mais les couleurs sont bien les bonnes. Bon tricot!
19.01.2023 - 10:49
Lajla Thomasen skrifaði:
Hvis jeg vil strikke den i baby merino med to tråde, hvor mange nøgler skal jeg så bruge i alt. Vil strikke den ensfarvet.
03.11.2022 - 17:09DROPS Design svaraði:
Hej Lajla, læg antal gram i Fabel sammen i din størrelse. Brug garnomregneren. Vælg Fabel, skriv antal gram og vælg 1 tråd. Så får du garnforbruget i Baby Merino og du kan lægge det dobbelt som vi har gjort i Fabel :)
04.11.2022 - 09:04
Marieregine skrifaði:
Bjr Je tricote beaucoup de modèles drops avec des laines drops Je trouve que le modèle watercolour réflexions a 3 erreurs Il est écrit ce pull se tricote de haut en bas alors qu'il se tricote de bas en haut Sur le diagramme il n'est pas indiqué que le corps est ceintré La plus grave et qu'il n'y a pas assez de fabel uni pour fabriquer nous-même nos pelotes à deux fills Pour la taille S il manque 1 pelote de 50g de fabel uni je vous remercie de votre réponse
08.08.2022 - 18:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Marieregine et merci pour votre fidélité; effectivement, le pull se tricote de bas en haut, la correction a été faite dans le titre; le schéma est standard, effectivement, on ne voit pas vraiment les diminutions dans le schéma lui-même mais les mesures indiquées en bas et avant les emmanchures reflètent ces diminutions sur les côtés. Quant à la quantité, nous n'avons pas encore eu de retour à ce propos, aviez-vous bien la bonne tension tout du long, à la fois en largeur mais aussi en hauteur? Merci!
09.08.2022 - 09:05
Petra skrifaði:
Hallo, ich verstehe leider das Vorderteil nicht. Was wird denn an Maschen still gelegt? Was ist mit in Richtung vorderer Rand zum Halsausschnitt gemeint? Werden die Maschen am Halsausschnitt still gelegt? Der Pulli ist so schön, aber den Schritt bekomme ich nicht hin. Vielleicht können Sie hier helfen? Vielen Dank und viele Grüße Petra
20.05.2021 - 10:34DROPS Design svaraði:
Liebe Petra, wenn Sie jedes Vorderteil separat stricken, dann legen Sie die Maschen am Anfang der Reihe von dem Halsausschnitt still, dh beim linken Vorderteil am Anfang einer Rückreihe/beim rechten Vorderteil am Anfang einer Hinreihe stricken Sie diese Maschen und legen Sie sie still, und danach ketten Sie die Maschen ab. Kann es Ihnen weiterhelfen?
20.05.2021 - 12:35
Ann Litchfield skrifaði:
Is there a child's pattern like this, granddaughter wants to match her Mummy. Thank you.
19.05.2021 - 19:44DROPS Design svaraði:
Dear Ann, unfortunately we do not have the children sized version of this pattern. You can look through our children's jumper patterns here, and select something similar in shape, like THIS for example and use it as a base for your modifications. Happy Knitting!
20.05.2021 - 00:29
Amanda Karlsson skrifaði:
Är det garnerna i beskrivningen som är använda i mönstret eller är det andra färger? I så fall vilka färger används? Älskar färgerna som är med på bilden.
07.04.2021 - 09:49DROPS Design svaraði:
Hej Amanda. Det är färgerna som står i mönstret som är på bilden. Mvh DROPS Design
07.04.2021 - 10:46
Monica skrifaði:
Var är mönstret?
13.03.2021 - 08:06DROPS Design svaraði:
Hei Monica. Oppskriften ligger der nå. mvh DROPS design
15.03.2021 - 14:42
Angelica skrifaði:
Jättefin modell, men var är mönstret? 😃
12.03.2021 - 14:53DROPS Design svaraði:
Hei Angelica. Ja, det skal vi få gjort asap. Takk for at du gjorde oss oppmerksom på at det manglet. mvh DROPS design
15.03.2021 - 13:44
Watercolour Reflections#watercolourreflectionssweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Fabel. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með víðu hálsmáli og perluprjóni í köntum. Stærð S - XXXL.
DROPS 223-24 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- PERLUPRJÓN (fram og til baka): UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið síðan umferð 2. PERLUPRJÓN (í hring): UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið síðan umferð 2. RENDUR: Prjónið rendur þannig: * Prjónið með 1 þræði í litnum ljós perlugrár og 1 þræði í litnum lavender í 4 cm, prjónið með 1 þræði í litnum ljós perlugrár og 1 þræði í litnum bleik þoka í 4 cm *, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur (prjónamerkið situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð fram og til baka í 2 stykkjum sem saumuð eru saman eins og útskýrt er í uppskrift. Framstykkið er með víðu opi í hálsi. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / hringprjón neðan frá og upp. Peysan er með köntum í perluprjóni og allt stykkið er prjónað úr 2 þráðum Fabel. Prjónið er snúra sem er þrædd upp og niður í hálsmáli. BAKSTYKKI: Fitjið upp 80-86-94-102-110-120 lykkjur á hringprjón 5,5 með einum þræði í litnum ljós perlugrár og 1 þræði í litnum lavender (= 2 þræðir). Peysan er prjónuð í RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan PERLUPRJÓN yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 5 cm. Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓNI í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA. Fækkið um 1 lykkju í hvorir hlið með 7-7-7-8-8-8 cm millibili alls 5 sinnum = 70-76-84-92-100-110 lykkjur. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm, fellið af 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg = 68-74-82-90-98-108 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorir hlið þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Fellið nú af miðju 26-28-30-32-34-36 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af lykkjur í byrjun á næstu umferð frá hálsi þannig: 1 lykkja 1 sinni = 20-22-25-28-31-35 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm og fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 80-86-94-102-110-120 lykkjur á hringprjón 5,5 með einum þræði í litnum ljós perlugrár og 1 þræði í litnum lavender (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað perluprjón allar lykkjur. Prjónaðar eru rendur eins og á bakstykki. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 5 cm. Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið. Fækkið um 1 lykkju í hvorir hlið með 7-7-7-8-8-8 cm millibili alls 5 sinnum = 70-76-84-92-100-110 lykkjur. Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm, prjónið næstu umferð þannig – frá réttu: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið sléttprjón yfir næstu 28-31-35-39-43-48 lykkjur, prjónið perluprjón yfir næstu 12 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 28-31-35-39-43-48 lykkjur og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram í sléttprjóni, 1 kantlykkju í garðaprjóni og perluprjóni svona, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm, fellið af 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg = 68-74-82-90-98-108 lykkjur. Þegar stykkið mælist 42-43-44-45-46-47 cm skiptist stykkið og hvort framstykki/öxl er prjónað til loka fyrir sig. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 28-31-35-39-43-48 lykkjur, prjónið perluprjón eins og áður yfir næstu 6 lykkjur, setjið síðustu 34-37-41-45-49-54 lykkjur á þráð. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 34-37-41-45-49-54 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og perluprjóni þar til stykkið mælist 48-50-52-53-55-57 cm. Setjið nú ystu 10-11-12-13-14-15 lykkjur mitt að framan á þráð fyrir hálsmáli, en til að sleppa við að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 2 sinnum = 20-22-25-28-31-35 lykkjur eftir á öxl. Prjónið í sléttprjóni þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. HÆGRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á hringprjón 5,5 = 34-37-41-45-49-54 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og perluprjóni þar til stykkið mælist 48-50-52-53-55-57 cm. Setjið nú ystu 10-11-12-13-14-15 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjur áður en þær eru settar á þráðinn. Fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 2 sinnum = 20-22-25-28-31-35 lykkjur eftir á öxl. Prjónið í sléttprjóni þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. ERMI: Fitjið upp 41-43-45-47-49-51 lykkjur á sokkaprjóna 5,5 með 1 þræði í litnum ljós perlugrár og 1 þræði í litnum lavender (= 2 þræðir9. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 5 cm, prjónið sléttprjón og rendur eins og á framstykki og á bakstykki. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið út með 5-5-4½-3½-3½-3 cm millibili alls 9-9-10-11-11-12 sinnum = 59-61-65-69-71-75 lykkjur. Þegar stykkið mælist 53-52-51-49-48-45 cm, fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju þar til 5 cm eru eftir neðst = klauf. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið mitt að framan og frá réttu. Prjónið upp ca 91 til 101 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þræði), á hringprjón 5,5 með 1 þræði í litnum ljós perlugrár og 1 þræði í litnum lavender. Prjónið perluprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Haldið áfram þar til kantur í hálsmáli mælist 2 cm, fellið af með sléttum lykkjum. SNÚRA: Prjónað er fram og til baka með 2 sokkaprjónum nr 5,5 með 1 þræði í litnum ljós perlugrár og 1 þræði í litnum lavender. Fitjið upp 4 lykkjur á sokkaprjóna 5,5. Prjónið 4 lykkjur slétt, * ekki snúa stykkinu, heldur færið lykkjurnar yfir á hina hliðina á prjóninum, færið þráðinn aftan við 4 lykkjur, herðið á þræði og prjónið 4 lykkjur aftur slétt frá réttu *, prjónið frá *-* þar til snúran mælist ca 120 til 130 cm, fellið af og festið þráðinn. Þræðið snúruna upp og niður í skiptinguna á milli stykkis og kant í hálsmáli, byrjið mitt að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #watercolourreflectionssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.