Erika skrifaði:
Hallo! Het is mij niet duidelijk wanneer ik stokjes en wanneer dubbele stokjes moet haken. Er staat steeds stokjes/dubbele stokjes... Alleen niet welke wanneer moet... Kunt u dat uitleggen? Hartelijke groet, Erika
09.01.2025 - 21:20DROPS Design svaraði:
Dag Erika,
In het begin van de beschrijving bij 'UITLEG VOOR HET PATROON' staat uitgelegd hoe je de steken en de textuur e.d. haakt. Als je vervolgens verder gaat en begint bij de paragraaf PAS, dus waar je daadwerkelijk begint te haken, staat steeds uitgelegd in chronologische volgorde wat je precies moet doen.
11.01.2025 - 11:52
Carol Bronson skrifaði:
Is this available in a knitting pattern? Carol
22.04.2024 - 22:46DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Bronson, this dress is only available as a crochet pattern, but you will find all our knitted dresses here - in size 0-4 years . Happy crocheting!
23.04.2024 - 08:04
Patricia Hubert skrifaði:
This is a question: In the pattern of Spring Awaits and in the Yoke section. 1st line: At the end of the line you have size 3.5 mm and cerise. What does cerise mean?
06.04.2024 - 16:27DROPS Design svaraði:
Dear Patricia, if you want to make sure you will get an answer, please select "question" from the roll down menue. As for your question, "cerise" is one of the color the pattern is made with. (It is the main color, the darker pink shade). Happy Crafting!
07.04.2024 - 18:24
Asbjørg Haraldsen skrifaði:
Øvre del (bærestykke) blir forskjellig fra nedre del (bol) ettersom øvre del hekles frem og tilbake, mens nedre del hekles rundt. Dette vises ikke på bildet her. Takknemlig for svar da jeg ble veldig usikker på mitt resultat.
01.03.2024 - 15:52DROPS Design svaraði:
Hei Asbjørg. Hva tenker du hva blir forskjell? Strukturen? Husk HEKLEINFO, slik at startmasken(e) blir en loddrett strek nedover. Husk å hekle i begge maskebuene når det hekles fastmasker og staver. mvh DROPS Design
11.03.2024 - 07:28
Yaz skrifaði:
Muchas gracias por este y otros patrones! Son trabajos hermosos! Tengo una duda: cuando dice “FILAS DE TEXTURA […] en cada fila de puntos bajos por el lado revés trabajar 2 puntos de cadeneta sobre los 2 puntos de cadeneta desde la fila anterior = línea del raglán). “ los 2 puntos trabajados por el revés son cadenetas o puntos bajos? Agradecida desde ya!
28.02.2024 - 01:27DROPS Design svaraði:
Hola Yaz, el patrón de textura es: 1 fila de puntos bajos, 1 fila de puntos altos. Como se explica en el texto, en las filas de puntos altos, en los puntos con marcapuntos trabajas: 2 puntos altos, 2 cadenetas, 2 puntos altos. Cuando trabajes la fila de puntos bajos, trabajas 1 punto bajo en cada punto alto y, sobre estas 2 cadenetas de la fila de puntos altos, trabajas 2 cadenetas.
29.02.2024 - 22:55
Mina skrifaði:
Hej igen I skal lige kontrollere hvordan I formulere jeres forklaringer i hækleinfo også. Sammenlign gerne med jeres engelske version, som er let læselig og lettere at forstå. Mvh Mina
18.10.2023 - 11:19
Mina skrifaði:
Hej Jeg vil lige informere jer at der er fejl i jeres danske oversættelse. STRUKTURRÆKKER: * 1 række/omgang fastmasker, 1 række/omgang stangmasker *, hækl fra *-* (1 række/omgang fastmasker + 1 række/omgang stangmasker = 1 strukturrække).. TEXTURED ROWS/ROUNDS: * 1 row/round of double crochets, 1 row/round of treble crochets *, work from *-* (These 2 rows = 1 textured row). Det skaber forvirring når man hækler som begynder. Håber I retter fejlen Mvh Mina
18.10.2023 - 10:13
Ruth skrifaði:
I am having trouble matching the stitch count. I count stitches every row and still do not come up with 226 stitches at the end of repeat # 8. I have 216 stitches and the pattern says I should have 226. Suggestions?
04.08.2023 - 17:40DROPS Design svaraði:
Dear Ruth, the stitch count should be correct. You have 98 treble crochets before you start increasing. Then, you increase 16 stitches on every row from the right side 8 times. So, in total, you increase 128 stitches. 128 stitches + 98 stitches = 226 stitches. Happy crochetting!
06.08.2023 - 19:34
Becky skrifaði:
I need some help with the body section of the dress. i am starting to do rounds of the body section and i was hoping for some sort of video explanation of the increases.
27.04.2023 - 22:58DROPS Design svaraði:
Dear Becky, at the very beginning of body part you have inserted 2 markers: 1 on each side; you will now increase on each side of these both markers: work until 1 stitch remain before marker, work 2 sts in next stitch, marker, work 1 sts in next stitch and repeat to next marker. Happy crocheting!
28.04.2023 - 10:16
Kelly skrifaði:
Can this pattern be crocheted with acrylic?
16.01.2023 - 04:13DROPS Design svaraði:
Hi Kelly, Our yarns are spun t a standard thickness, so all yarns in the same yarn group can be used for this pattern. Drops Safran is from yarn group A, so you need to find an acrylic yarn from the same group. Happy crocheting!
16.01.2023 - 06:43
Spring Awaits#springawaitsdress |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Heklaður kjóll fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er heklað með laskalínu ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð 0 mánaða – 6 ára.
DROPS Baby & Children 38-13 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum, skiptið út fyrstu fastalykkju með 1 loftlykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju frá fyrri umferð. Umferðin endar með 1 fastalykkju í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð. Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðli með 3 loftlykkjum. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð. Umferðin endar með 1 stuðli í fyrstu loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð. ÁFERÐAMYNSTURS UMFERÐ: * 1 umferð fastalykkjur, 1 umferð stuðlar *, heklið frá *-* (1 umferð fastalykkjur + 1 umferð stuðlar = 1 áferðamynsturs umferð). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út 1 fastalykkju/stuðul með því að hekla 2 fastalykkjur/stuðla í sömu lykkju. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður. Heklað er fram og til baka frá miðju að aftan þar til allt opið að aftan hefur verið heklað til loka, síðan er stykkið heklað áfram í hring. BERUSTYKKI: Heklið 67-71-75-79 (79-83-87) loftlykkjur (meðtalin 1 loftlykkja til að snúa við með) með heklunál 3,5 með litnum kirsuber Safran. Heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, síðan er hekluð 1 fastalykkja í hverja loftlykkju út umferðina = 66-70-74-78 (78-82-86) fastalykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið fyrir laskalínu þannig (byrjið mitt að aftan – ATH: Það er EKKI heklað þegar prjónamerkin eru sett í stykkið): Hoppið yfir 9-10-11-12 (12-13-14) fastalykkjur (= hægra bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu fastalykkju, hoppið yfir 13 fastalykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu fastalykkju, hoppið yfir 18-20-22-24 (24-26-28) fastalykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu fastalykkju, hoppið yfir 13 fastalykkjur (= ermi) og setjið síðasta prjónamerki í næstu fastalykkju (nú eru 9-10-11-12 (12-13-14) fastalykkjur í vinstra bakstykki á eftir síðasta prjónamerki. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ HEKLAR! Lestu HEKLLEIÐBEININGAR og heklaðu næstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í hverja fastalykkju, en í hverja fastalykkju með prjónamerki í eru heklaðir 2 stuðlar + 2 loftlykkjur + 2 stuðlar = 78-82-86-90 (90-94-98) stuðlar. Heklið síðan ÁFERÐAMYNSTURS UMFERÐ – sjá útskýringu að ofan (heklað er fram og til baka með 1 fastalykkju/stuðull í hverja lykkju frá fyrri umferð, en í hverja umferð með fastalykkju frá röngu eru heklaðar 2 loftlykkjur yfir 2 loftlykkjur frá fyrri umferð í laskalínu). Í næstu umferð frá réttu (þ.e.a.s. í umferð með stuðlum) aukið út fyrir laskalínu þannig: Heklið 2 stuðla + 2 loftlykkjur + 2 stuðla um hvern loftlykkjuboga í hverja laskalínu (= 16 stuðlar fleiri í umferð – ATH: Heklið um báða loftlykkjubogana). Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 4-4-5-5 (6-7-8) sinnum = 142-146-166-170 (186-206-226) lykkjur í umferð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er hekluð 1 umferð með fastalykkjum frá röngu eins og áður. Stykkið á nú að mælast ca 6-6-8-8 (9-10-11) cm. Nú á að skipta stykkinu fyrir fram- og bakstykki og ermar, næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í hverja og eina af fyrstu 19-20-23-24 (26-29-32) fastalykkjum (= hægra bakstykki), hoppið yfir næstu 33-33-37-37 (41-45-49) fastalykkjur fyrir ermi, heklið 6-8-6-10 (10-8-6) loftlykkjur undir ermi, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 38-40-46-48 (52-58-64) fastalykkjum (= framstykki), hoppið yfir næstu 33-33-37-37 (41-45-49) fastalykkjur fyrir ermi, heklið 6-8-6-10 (10-8-6) loftlykkjur undir ermi og heklið 1 stuðul í hverja af síðustu 19-20-23-24 (26-29-32) fastalykkjum (= vinstra bakstykki). Stykkið er síðan heklað áfram í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: Tengið stykkið saman mitt að aftan með réttuna út og heklið 1 umferð með fastalykkjum (heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul frá fyrri umferð og 1 fastalykkju í hverja loftlykkju undir hvorri ermi – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR) = 88-96-104-116 (124-132-140) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið = 44-48-52-58 (62-66-70) lykkjur á fram- og bakstykki. Það á síðar að auka út lykkjur hvoru megin við hvort prjónamerki. Haldið áfram hringinn með ÁFERÐAMYNSTURS UMFERÐ. Þegar stykkið mælist ca 2 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 1½-2-3-3 (3-3½-4) cm millibili alls 6-7-7-8 (9-9-8) sinnum = 112-124-132-148 (160-168-172) lykkjur. Þegar stykkið mælist ca 13-19-21-25 (28-31-33) cm frá skiptingu (endið eftir 1 umferð með stuðlum, útaukningu á nú að vera lokið), heklið 1 umferð með fastalykkjum JAFNFRAMT er aukið út um 8-2-0-2 (2-0-2) fastalykkjur jafnt yfir = 120-126-132-150 (162-168-174) fastalykkjur. Klippið þráðinn frá. Skiptið yfir í litinn bleikur og heklið 1 umferð með fastalykkjum með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju frá fyrri umferð. Heklið síðan sólfjaðramynstur eftir mynsturteikningu A.1, þ.e.a.s. heklað er þannig: UMFERÐ 1: Heklið * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 2 fastalykkjur, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 3 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun á umferð = 40-42-44-50 (54-56-58) loftlykkjur. UMFERÐ 2: Heklið keðjulykkjur að miðju á fyrsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur (jafngildir 1 stuðli), * 3 stuðlar + 2 loftlykkjur + 3 stuðlar um næsta loftlykkjuboga, 1 stuðull um næsta loftlykkjuboga *, heklið frá *-* þar til 1 loftlykkjubogi er eftir, heklið 3 stuðla + 2 loftlykkjur + 3 stuðla um síðasta loftlykkjuboga og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð = 20-21-22-25 (27-28-29) stuðlahópar með 1 stuðli á milli hverra stuðlahópa. UMFERÐ 3-4: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), * 3 stuðlar + 2 loftlykkjur + 3 stuðlar um loftlykkjuboga mitt í næsta stuðlahópi, 1 stuðull í næsta stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með 3 stuðla + 2 loftlykkjur + 3 stuðla um loftlykkjuboga mitt í síðasta stuðlahóp og 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 5: Heklið eins og umferð 3-4, en um loftlykkjuboga mitt í hverjum stuðlahópi eru heklaðir 4 stuðlar + 2 loftlykkjur + 4 stuðlar (í stað 3 stuðla + 2 loftlykkja + 3 stuðla). Endurtakið umferð 5 þar til kanturinn mælist ca 6 cm í öllum stærðum (e.t.v. að óskaðri lengd). Heklið síðan síðustu umferð alveg eins, en með 5 stuðlum + 2 loftlykkjum + 5 stuðlum um loftlykkjuboga mitt í hverjum stuðlahópi. HÁLSMÁL: Til að flíkin passi betur er hekluð smá upphækkun aftan í hnakka. Setjið 1 prjónamerki í lykkjur í hvert "horn" í hálsi, þ.e.a.s. í byrjun á hverri laskalínu og 1 prjónamerki mitt að framan. Heklið með heklunál 3,5 með litnum kirsuber þannig: Byrjið mitt að aftan og heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju þar til 1 lykkja er eftir á undan lykkju með prjónamerki í, heklið 1 hálfan stuðul í næstu lykkju, 1 stuðul í lykkju með prjónamerki í og 1 hálfan stuðul í næstu lykkju, heklið síðan 1 fastalykkju í hverja lykkju þar til 1 lykkja er eftir á undan næstu lykkju með prjónamerki í, 1 hálfur stuðull í næstu lykkju, 1 stuðul í lykkju með prjónamerki í og 1 hálfur stuðull í næstu lykkju, heklið síðan 1 fastalykkju í hverja lykkju þar til eftir eru 4-4-5-5 (5-6-6) lykkjur á undan prjónamerki mitt að framan. Snúið stykkinu og heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju til baka mitt að aftan, en við hvert prjónamerki eru heklaðar 3 fastalykkjur saman, þ.e.a.s. heklið 1 fastalykkju í hálfan stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 fastalykkju í stuðul með prjónamerki í, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 fastalykkju í næsta hálfa stuðul, en nú á að draga síðasta uppsláttinn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni (= 2 fastalykkjur færri). Klippið þráðinn frá og endurtakið frá miðju að aftan að miðju að framan í hinni hliðinni. TÖLUKANTUR AÐ AFTAN: Heklið meðfram vinstra opið mitt að aftan með litnum kirsuber þannig: Heklið 1 fastalykkju um hverja fastalykkju umferð og 2 fastalykkjur um hverja stuðla umferð. Heklið alls 4 umferðir með fastalykkjum fram og til baka, klippið þráðinn frá og festið. Meðfram hægra opi mitt að aftan eru hekluð hnappagöt þannig (byrjið frá réttu við hálsmál): Heklið 3 fastalykkjur (1 fastalykkja í fastalykkju umferð og 2 fastalykkjur um stuðla umferð). 4 loftlykkjur (= 1 hnappagat), hoppið yfir ca 1 cm, heklið fastalykkjur til ca miðju á kanti að framan, 4 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm, heklið fastalykkjur þar til 1 cm er eftir í kanti að framan, 4 loftlykkjur og festið með 1 fastalykkju í síðustu lykkju. Klippið þráðinn frá og festið. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið í kringum hálsmál með litnum bleikur frá réttu þannig: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, * 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* út umferðina, klippið þráðinn frá og festið. SÓLFJAÐRAKANTUR Í KRINGUM ERMI: Heklið með bleikur frá réttu þannig: Heklið 1 fastalykkju í hverja og ein af 6-8-6-10 (10-8-6) lykkjum mitt undir ermi, heklið síðan sólfjaðrakant í kringum op á ermi þannig: * hoppið yfir ca 2 lykkjur, í næstu lykkju eru heklaðir 3 stuðlar + 2 loftlykkjur + 3 stuðlar, hoppið yfir ca 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. Klippið þráðinn frá og festið. Endurtakið neðst í kringum hina ermina. FRÁGANGUR: Þræðið silkiborða upp og niður í gegnum stuðlaumferð, ca 2 cm undir handveg á kjól, með byrjun frá miðju að framan. Saumið tölur í tölukant í vinstri hlið. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #springawaitsdress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby & Children 38-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.