Strickliese skrifaði:
Beim stricken der Ärmel, wo ich gerade bei bin, steht: Bei einer Länge von 10 cm (für alle Größen) je 1 Masche neben.... Ist damit gemeint 10cm von Beginn, also mit Bündchen oder ab dem Wechsel auf die 12er Nadel? Viele Grüße
23.03.2024 - 11:22DROPS Design svaraði:
Liebe Strickliese, diese 10 cm werden vom Beginn bzw mit Bündchen gemessen. Viel Spaß beim Stricken!
02.04.2024 - 08:23
CINZIA skrifaði:
SALVE, SUL MODELLO CHE STO PER INIZIARE C'E' SCRITTO "2 capi di Melody" COSA SIGNIFICA? GRAZIE
19.02.2022 - 22:05DROPS Design svaraði:
Buonasera Cinzia per questo modello deve lavorare con 2 fili di Melody. Buon lavoro!
20.02.2022 - 20:18
Juliet skrifaði:
Waarom wordt een rondbreinaald gebruikt terwijl voor en achterpand apart worden gebreid? Ik vraag mij hetzelfde af mbt de mouwen - in het patroon worden de mouwnaden dichtgenaaid, maar dat is met een rondbreinaald toch niet nodig?
20.01.2021 - 15:34DROPS Design svaraði:
Dag Juliet,
De reden dat een rondbreinaald geadviseerd wordt is omdat je, met name bij de grotere maten, veel steken op de naald hebt. Op een rondbreinaald past dit beter. Voor de constructie is dit niet perse nodig.
22.01.2021 - 16:48
Anette Bengtson skrifaði:
Hvor er opskriften ?
13.12.2020 - 22:11DROPS Design svaraði:
Hej Anette. Nu finns opskriften på dansk (du kan behöva uppdatera sidan för att se den). Mvh DROPS Design
14.12.2020 - 10:33
Brita Fredskov Bek skrifaði:
DROPS Design: Model ml-057 Jeg synes ikke, jeg kan finde selve opskriften på trøjen, hvordan kan det være? Den plejer at ligge lige neden under billede og før diagram, men det gør den ikke her. Kan jeg bestille garnet her? På forhånd tak for svar. Med venlig hilsen Brita
18.11.2020 - 16:05
Lena Götherskjöld skrifaði:
Hej! Tänkte beställa garn och rundstickor 6 och 12 till denna tröja MEN hur långa rundstickor ska jag välja till stl M eller L???
29.10.2020 - 17:27DROPS Design svaraði:
Hej Lena. Jag hade valt längd 80 cm på rundstickan för att vara säker på att få ordentligt med plats. Mvh DROPS Design
30.10.2020 - 07:48
AnneMarie Thunström skrifaði:
Jättesnygg, tuff, ”rå”. Vill sticka!
16.09.2020 - 23:26
Paola skrifaði:
Dolcissimo! Bellissimo, da fare in tantissimi colori!
04.06.2020 - 20:59
Frozen Sand Sweater#frozensandsweater |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Melody. Stykkið er prjónað fram og til baka í sléttprjóni með köntum í stroffprjóni. Stærð XS - XXL.
DROPS 218-33 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 58 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 20) = 2,9. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca aðra hverja og 3. hverja lykkju saman. ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp. Allt stykkið er prjónað úr 2 þráðum Melody. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 58-62-66-70-74-82 lykkjur á hringprjón 6 með 2 þráðum Melody. Prjónið stroff fram og til baka, byrjið frá réttu og prjónið þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 2 cm er prjónuð 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 20-22-22-24-24-26 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA í útskýringu að ofan = 38-40-44-46-50-56 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 12, prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist alls 40-41-42-43-44-45 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af 2-2-3-3-4-5 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu 2 umferðum = 34-36-38-40-42-46 lykkjur. Prjónið síðan í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist alls 58-60-62-64-66-68 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu, passið uppá kanturinn sé felldur af jafnt og ekki of stíft. BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykki. ERMI: Fitjið upp 30-30-34-34-38-38 lykkjur á hringprjón 6 með 2 þráðum Melody. Prjónið stroff fram og til baka, byrjið frá réttu og prjónið þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir. Prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 6 cm í öllum stærðum er prjónuð 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 2-12-14-14-16-16 lykkjur jafnt yfir = 18-18-20-20-22-22 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 12 og prjónið síðan fram og til baka í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 10 cm í öllum stærðum er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með ca 9-7½-7-6-6-4½ cm millibili þar til aukið hefur verið út alls 5-6-6-7-7-8 sinnum = 28-30-32-34-38-38 lykkjur. Þegar stykkið mælist ca 50½-50½-49-49-48-45 cm setjið eitt prjónamerki í hvora hlið á ermi (ermakúpan er nú mæld héðan). Prjónið áfram þar til ermin mælist alls 53-53-53-53-53-51 cm og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Opið í hálsmáli á að vera ca 20-22-23-23-24-24 cm á breidd, saumið þess vegna axlasaumana yfir ystu 9-9-10-11-12-14 lykkjur í hvorri hlið. Saumið ermina í handveg innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni meðfram handveg. Saumið síðan ermakúpuna (efstu 2½-2½-4-4-5-6 cm fram að prjónamerki) festið botninn á handveg á framstykki og bakstykki – sjá mynsturteikningu. Saumið ermasauma og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #frozensandsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.