Nicole Heimer skrifaði:
Merci bien pour les explications très claires.je ne suis pas très douée et j ai réussi sans problème 👏
17.01.2022 - 17:42
Cécile Herrier skrifaði:
Bonjour, je suis bloquée le zébre Orea the zebra. Je me retrouve avec un trou, pourriez-vous ou aurait il une vidéo pour monter plusieurs mailles sur ce modèle car je suis perdue, et j'ai un doute. Je trouve des vidéos mais je une 1 ou 2 mailles pas pour 8 mailles . Merci beaucoup. C'est pour 2 jumeaux qui sont nés grands prématurés. Merci Cécile Herrier
07.11.2021 - 09:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Herrier, vous parlez des 8 m montées pour les oreilles? Elles vont effectivement former un petit trou, car ces mailles sont montées entre les 35 m tricotés au début du rang et les 5 m endroit du dessus de la tête pour la 1ère et entre ces 5 m endroit et les 35 dernières mailles. On le devine un peu sur la 3ème photo. Bon tricot!
08.11.2021 - 07:36
Marilyn skrifaði:
I have done the head in "stripes" but as I cast on for the front legs I don't know where to change colours. If I cast on at the end of first row of colour A then the other 23 casts on at the end of row two then I have a full ridge on part of that row but not on the remainder . Do I do more than one ridge before adding in colour B? Where does Colour B start ? at Underarm or foot?
24.01.2021 - 20:04DROPS Design svaraði:
Dear Marilyn, just make sure there will be always 1 ridge each colour over the middle stitches if you are not sure anymore, and then choose the colour it should. To make it easier, you can cast on the stitches at the end of the WS row with the colour you will need to work the next row. Happy knitting!
25.01.2021 - 10:46
Alissant skrifaði:
Comment cousez-vous le museau du zèbre ???
19.01.2021 - 19:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Alissant, pliez la tête en double, et faites la couture sous la tête et assemblez les mailles de montage entre elles pour le museau. Bon assemblage!
20.01.2021 - 07:29
Alissant skrifaði:
Comment finir la tete pour la couture? (Merci pour tous vos modèles)
19.01.2021 - 18:56
Oreo the Zebra#dropsoreothezebra |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónaður sebrahestur / leikfang í garðaprjóni og röndum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Children 37-19 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR: Prjónið 2 umferðir garðaprjón með litnum dökk grár. Prjónið 2 umferðir garðaprjón með litnum natur. Endurtakið þessar 4 umferðir garðaprjón til loka. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SEBRAHESTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Hesturinn er prjónaður í einu stykki. Efra stykkið er prjónað frá höfði að baki og síðan er neðra stykkið prjónað frá baki að höfði. Stykkið er saumað saman meðfram hvorri hlið og neðan á höfði. HÖFUÐ: Fitjið upp 12 lykkjur á hringprjón 3 með litnum svartur. Prjónið 1 umferð slétt. Í næstu umferð eru lykkjur auknar út þannig: Prjónið * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 lykkja slétt = 23 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt! Stykkið er síðan prjónað fram og til baka í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar prjónaðar hafa verið alls 6 umferðir garðaprjón, prjónið áfram í RENDUR – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! FRAMFÆTUR (að ofan): Þegar stykkið mælist 5 cm, fitjið upp 21 lykkju í lok 2 næstu umferða fyrir framfætur (þ.e.a.s. í hvorri hlið á stykki) = 65 lykkjur. Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Í næstu umferð eru lykkjur auknar út þannig: Prjónið 14 lykkjur slétt, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 5 sinnum, prjónið 27 lykkjur slétt, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 5 sinnum og endið með 14 lykkjur slétt = 75 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt! EYRU: Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir framfætur, fitjið upp lykkjur fyrir eyru þannig: Prjónið 35 lykkjur slétt, fitjið upp 8 lykkjur fyrir eyra, prjónið 5 lykkjur slétt, fitjið upp 8 lykkjur fyrir eyra og prjónið síðustu 35 lykkjur slétt = 91 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Í næstu umferð frá réttu eru lykkjur felldar af fyrir eyrum þannig: Prjónið 35 lykkjur slétt, fellið af 8 lykkjur, prjónið 5 lykkjur slétt, fellið af 8 lykkjur og prjónið síðustu 35 lykkjur slétt = 75 lykkjur. Prjónið fram og til baka yfir þessar lykkjur þar til stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir fætur. Í næstu umferð frá réttu eru lykkjur felldar af fyrir höfði og framfætur þannig: Fellið af fyrstu 14 lykkjur fyrir framfætur, prjónið 10 lykkjur slétt, fellið af næstu 27 lykkjur fyrir höfði, prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 24 lykkjur = 34 lykkjur. Í næstu umferð frá röngu eru felldar af fyrstu 14 lykkjurnar fyrir framfótum, prjónið 10 lykkjur slétt, fitjið upp 1 nýja lykkju (mitt á baki), prjónið síðustu 10 lykkjur slétt = 21 lykkja. BAK: Prjónið fram og til baka í garðaprjóni og röndum þar til stykki mælist 8 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir framfótum. AFTURFÆTUR: Í lok 2 næstu umferða eru fitjaðar upp 14 nýjar lykkjur fyrir afturfætur (þ.e.a.s. í hvorri hlið á stykki) = 49 lykkjur. Prjónið fram og til baka í garðaprjóni þar til stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir afturfætur. Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað þannig: Prjónið 14 lykkjur slétt, * prjónið 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* alls 10 sinnum (= 10 lykkjur færri) og endið með 15 lykkjur slétt = 39 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni þar til stykkið mælist 7½ cm frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir afturfætur, passið uppá að næsta rönd sé prjónuð með sama lit og lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir afturfætur. Í byrjun á 2 næstu umferðum eru felldar af 13 lykkjur fyrir afturfætur (þ.e.a.s. í hvorri hlið á stykki) = 13 lykkjur eftir fyrir maga. MAGI: Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni þar til stykkið mælist 8 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir afturfætur, passið uppá að prjónaðar séu jafn margar rendur eins og eru á baki (þ.e.a.s. frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir framfætur og fitjaðar voru upp lykkjur fyrir afturfætur á baki) og að næsta rönd sé prjónuð í sama lit og þær lykkjur sem felldar voru af fyrir framfætur. FRAMFÆTUR (að neðan): Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 13 lykkjur = 39 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni þar til stykkið mælist 3½ cm frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir framfætur (að neðan). Fellið af með sléttum lykkjum. FRÁGANGUR: Brjótið uppá stykkið þannig að það verði tvöfalt og saumið saman í hlið, í ystu lykkjubogana/umferðina. Fyllið stykkið með vatti og saumið saman aftan í hnakka í ysta lið í ystu umferð. Saumið út augu með litnum svartur. FAX: Faxið er fest mitt ofan á höfði í hnakka. Festið lykkjur í röð meðfram saum aftan í hnakka þannig: Klippið lengjur með litnum dökk grár/natur ca 14 cm. Leggið 1 þráð saman tvöfaldan, þræðið inn lykkjuna í gegnum 1 lykkju. Dragið síðan þræðina í gegnum lykkjuna og herðið varlega að. Festið ca 18 lykkjur upp meðfram saum og niður yfir enni á hestinum, önnur hver lykkja með litnum dökk grár og natur. Ca 1 lykkja í hverja lykkju. Að lokum er hægt að klippa endana þannig að þeir verði jafn langir. TAGL: Fitjið upp 20 lykkjur á hringprjón 3 með litnum dökk grár. Fellið af með litnum natur. Festið taglið á hestinn. Klippið 3 þræði í litnum natur og 3 þræði í litnum dökk grár ca 14 cm, leggið þræðina saman tvöfalda, þræðið lykkjuna í gegnum toppinn á taglinu. Dragið síðan þræðina í gegnum lykkjuna og herðið varlega að. Að lokum er hægt að klippa endana þannig að þeir verði jafn langir. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropsoreothezebra eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 37-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.