Boivin Denise skrifaði:
Dans la partie échantillon je ne comprends pas avant feutrage 16 mailles en largeur et après feutrage 20 mailles. Le nombre de mailles ne peut pas augmenter. Pour le patron feutrage dois-je monter 20 mailles. Eclairez-moi s.v.p. Denise
08.11.2024 - 00:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Boivin, la technique du feutrage consiste à faire rétrécir l'ouvrage pour obtenir une texture volontairement plus épaisse, on aura ainsi plus de mailles après feutrage qu'avant (et plus de rangs aussi); les explications sont donc calculées sur cette base - retrouvez plus d'infos sur le feutrage ici. Bon tricot!
08.11.2024 - 08:32
Anne skrifaði:
Hi I have finished the pattern, triple checked that I have followed the pattern correctly. I simply cannot match it up to sew it together. The back 9 garter ridges measure 7 cm and the corresponding piece only 5 cm , help please . Thanks Anne
11.07.2023 - 11:27DROPS Design svaraði:
Dear Anne, it's normal that the size of both parts is different. 9 garter stitch ridges should be 9 cm per the gauge of the pattern, so I guess your gauge is tighter than it should be. The seam between both pieces should be quite loose and you need to adjust both sides so that after felting it will have the correct shape. Happy knitting!
17.07.2023 - 10:40
Meike Snow skrifaði:
Trying to print a few of the free patterns. When clicking on the print button there are 2 options, pattern and picture. When selecting pattern the only thing that populates is the advertisement page but no pattern. Where can I print the missing pattern pls? Thanks
12.08.2021 - 22:09DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Snow, in the small windows that opens with an advertisement, click on the top right onto Continue to print the pattern -> to launch printing. Happy knitting!
13.08.2021 - 07:31
Vandenbunder skrifaði:
Hoe kunnen we de moeilijkheidsgraad zien, als beginnende breister is het niet duidelijk wat ik kan of niet kan
15.04.2020 - 16:14DROPS Design svaraði:
Dag Vandenbunder,
We hebben bewust geen moeilijkheidsgradaties aangegeven per patroon, omdat het heel lastig is om in te schatten wat iemand moeilijk vindt. Dit hangt namelijk ook af van welke technieken je al geleerd hebt. Al onze patronen zijn voorzien van video's om je te helpen en je kunt ook vragen stellen, als je er niet uit komt. We hebben wel een algemene categorie met 'makkelijke patronen'. Deze sloffen zijn naar mijn mening geschikt voor een beginnende breister. Lees alles rustig door en bekijk de video's, dan is het voor iedereen mogelijk om te maken.
16.04.2020 - 11:50
Susanne skrifaði:
Jag blir inte klok på hur jag ska sticka överdelen rättelsen stämmer inte överens med engelska och norska Vad gäller? Hur många varv och ska man minska eller öka
12.04.2020 - 18:46
Nelly skrifaði:
In the final section it says: knit 5 ridges, then it follows with decrease three times every fourth row. That would require a minimum of 12 row, if I understand that correctly?
02.04.2020 - 21:02DROPS Design svaraði:
Dear Nelly, you are right, pattern will be edited with 6 ridges. Happy knitting!
03.04.2020 - 08:22
Christine Laverick skrifaði:
The end part of the pattern states decrease every 4 rows , 3 times whilst knitting 5 ridges. This is only 10 rows , not the 12 minimum required for these decreases. Have I misread the instructions?
20.03.2020 - 18:16DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Laverick, you are right, pattern will be edited to work 6 ridges, thanks for your feedback. Happy knitting!
03.04.2020 - 08:22
Maarit Laine skrifaði:
Ihastuttavat - nämä ovat MUST-listalla.
06.02.2020 - 01:49
Eva skrifaði:
Interessante, schöne Hausschuhe, die werde ich auf jeden Fall nachstricken
01.02.2020 - 20:34
Irene skrifaði:
Dem vil jeg gerne strikke til mine børnebørn
11.01.2020 - 14:13
Good Morning Sunshine#goodmorningsunshineslippers |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónaðar þæfðar tátiljur úr DROPS Alaska. Stærð 35-46.
DROPS 209-17 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í eitt stykki. Þegar stykkið hefur verið prjónað til loka, er stykkið saumað saman og þæft. KANTUR AÐ AFTAN: Fitjið upp 23-25-26-28 lykkjur á prjón 5,5 með litnum sinnep DROPS Alaska. Prjónið 18 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! HÆLL: Prjónið nú stuttar umferðir til að forma hælinn, allar umferðir eru prjónaðar slétt (= garðaprjón). Byrjið frá réttu og prjónið þannig: Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð. * Snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrri umferð þar sem snúið var við, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrri umferð þar sem snúið var við *, prjónið frá *-* þar til 5-5-6-6 lykkjur eru eftir á miðju á stykki (það hefur verið snúið við 9-10-10-11 sinnum í hvorri hlið). Nú er prjónað yfir 1 lykkju fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til aftur hefur verið prjónað yfir allar lykkjur = 23-25-26-28 lykkjur. Setjið eitt merki fyrir miðju í umferð sem notað er til að mæla frá. NEÐRI HLUTI: Prjónið garðaprjón og fækkið um 4 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 19-21-22-24 lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist alls 18½-20-24-27 cm frá merki sem sett var í hæl. TÁ: Prjónið nú stuttar umferðir til að forma tánna, allar umferðir eru prjónaðar slétt (= garðaprjón). Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð. * Snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrri umferð þar sem snúið var við, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrri umferð þar sem snúið var við *, prjónið frá *-* þar til 5-5-6-6 lykkjur eru eftir í miðju á stykki (það hefur verið snúið við 7-8-8-9 sinnum í hvorri hlið). Nú á að prjóna yfir 1 lykkju fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til aftur hefur verið prjónað yfir allar lykkjur = 19-21-22-24 lykkjur. Setjið eitt merki fyrir miðjut í umferð sem notað er til að mæla frá. EFRI HLIÐ: Skiptið yfir í litinn sítróna. Prjónið sléttprjón í alls 9-10-12-13 cm, í næstu umferð frá réttu er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir (aukið út með uppslætti sem er prjónaður snúinn brugðið í næstu umferð) = 23-25-26-28 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón þar til prjónaðir hafa verið alls 13½-15-19-22 cm sléttprjón og næsta umferð er prjónuð frá réttu. Nú á einungis að prjóna yfir fyrstu 5 lykkjur í umferð, þær lykkjur sem eru eftir eru settar á þráð. Skiptið yfir í litinn sinnep, prjónið garðaprjón (fyrsta umferðin er prjónuð slétt frá réttu) og aukið út um 1 lykkju innan við síðustu lykkju í hverri umferð frá réttu alls 5 sinnum, garðaprjón á að mælast 5 cm frá skiptingu (passið uppá að draga ekki í stykkið). Fellið af í næstu umferð frá réttu. Setjið til baka ystu 5 lykkjur frá gagnstæðri hlið við þráðinn á prjóninn (látið miðju 13-15-16-18 lykkjur vera áfram á þræði). Skiptið yfir í litinn sinnep, prjónið garðaprjón (fyrsta umferðin er prjónuð slétt frá réttu) og aukið út um 1 lykkju innan við fyrstu lykkju í hverri umferð frá réttu alls 5 sinnum, garðaprjón á að mælast 5 cm frá skiptingu (passið uppá að draga ekki í stykkið). Fellið af í næstu umferð frá röngu. Setjið til baka þær 13-15-16-18 lykkjur sem eftir eru á þræði á prjóninn. Notið litinn sítróna og prjónið 6 umferðir garðaprjón (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu) JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í 4. hverri umferð þannig: Prjónið 2 ystu lykkjur í hverri hlið slétt saman. Endurtakið úrtöku alls 3 sinnum = 7-9-10-12 lykkjur. Fellið af í næstu umferð frá réttu. FRÁGANGUR: Stykkið er saumað saman frá röngu. Brjótið uppá stykkið við tá, þannig að efri hliðin liggi að neðri hlið. Byrjið á að sauma garðaprjón frá aftari kanti saman við 10 lykkjur sem felldar voru af yst í hlið á efri hlið. Saumið síðan efri hlið og neðri hlið saman kant í kant fram að tá. Endurtakið í hinni hliðinni. Prjónið aðra tátilju á sama hátt. ÞÆFING: Verkið má þæfa í þvottavél eða þurrkara – lesið útskýringarnar hér að neðan. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og hver önnur ullarflík Í ÞVOTTAVÉL: Þvottavélar þæfa mismunandi. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt GERIÐ ÞANNIG: Settu stykkið í þvottavélina, notaðu þvottakerfi sem tekur um 40 mínútur (ekki ullarþvottakerfi). Þvoðu við 40°C án forþvottar - sápa er valfrjáls. Eftir þvott skaltu móta stykkið á meðan það er enn blautt. Í ÞURRKARA: Að þæfa stykki í þurrkara gefur góða stjórn á því hversu mikið stykkið þæfist. Hægt er að opna þurrkarann á meðan á ferlinu stendur til að athuga stærð verksins. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt. GERIÐ ÞANNIG: Leggið stykkið allt í bleyti í vatn. Setjið stykkið síðan í þurrkara og byrjið að þurrka. Þurrkið þar til stykkið er í þeirri stærð sem óskað er eftir - athugið á meðan á ferlinu stendur. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #goodmorningsunshineslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 209-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.