Eva Selander skrifaði:
Vilket är bystmåttet på storlek M
08.06.2020 - 22:02DROPS Design svaraði:
Hei Eva. Målskissen med alle mål til denne jakken finner du nederst på oppskriften. God Fornøyelse!
09.06.2020 - 14:30
Lovisa Dawrin skrifaði:
Vad är skillnaden att göra minskningen FÖRE 6 framkantmaskor och EFTER 6 framkantsmaskor? När ska man göra vad?
23.04.2020 - 09:36DROPS Design svaraði:
Hej Minska före 6 framkantmaskor gör du på den sidan av arbetet när framkantmaskorna är sist på varvet och minska efter 6 framkantmaskor gör du när du har framkantmaskorna först på varvet (här stickar du alltså framkanten först och sedan minskar du). Lycka till!
23.04.2020 - 10:26
Corinne skrifaði:
Je ne comprend toujours pas.. Pour une taille médium, à 42cm je commence 8 diminutions tous les 3 cm , ce qui fait que les diminutions sont terminées à 64cm. Entre-temps, à 50cm, je dois passer au point de riz. Comment faire ces diminutions quand je passe au point de riz? Dois je toujours les faire avant ou après la bordure ou on les fait au début du rang? Merci
23.03.2020 - 15:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Corinne, ces diminutions se font dans la partie avant les mailles de bordure des devants, autrement dit sur le devant gauche, vous tricotez sur l'endroit jusqu'à ce qu'il reste 8 mailles et diminuez soit 2 m ens à l'end soit 2 m ens à l'env en fonction de la dernière maille à tricoter. cf DIMINUTIONS Bon tricot!
23.03.2020 - 16:47
Corinne skrifaði:
Bonjour, pour le devant , on fait 8 diminutions tous les 3 cm après ou avant les 6 mailles de bordure. Quand on passe au point de riz en haut de l’ouvrage, comment continuer les diminutions ? Merci pour votre réponse
22.03.2020 - 23:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Corinne, pour le devant gauche, on diminue avant les 6 m de bordure devant au point de riz, autrement dit, on tricote sur l'endroit jusqu'à ce qu'il reste 8 mailles (= les 6 m de bordure devant + 2 mailles), on diminue 1 m - cf DIMINUTIONS (encolure V) et on termine par les 6 m point de riz. Bon tricot!
23.03.2020 - 11:21
Sylvaine skrifaði:
Bonjour, Toujours en train de chercher la melody couleur beige, numéro 15. Voici la réponse d'un de vos vendeurs : "Si nous n'en avons pas dans notre prochain arrivage c'est que le fournisseur est actuellement en rupture de stock. Nous en commanderons lorsque ce sera possible." Donc, je vous repose la question : je fais comment ? Cdt
21.03.2020 - 13:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylvaine, je vous confirme que nous avons bien de la Melody 15 en stock - certaines couleurs sont en rupture momentanée de stock mais pas la 15. Bon tricot!
23.03.2020 - 09:30
Sylvaine skrifaði:
Bonjour, On ne trouve plus la Drops Melody en beige. J'ai déjà acheté la big delight ..... Je fais comment ? Cordialement, Sylvaine
20.03.2020 - 13:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylvaine, regardez dans d'autres magasins, DROPS Melody est toujours disponible en beige - votre magasin pourra vous en dire davantage sur ces délais de disponibilité; ou bien regardez les alternatives possibles ici. Bon tricot!
20.03.2020 - 14:34
Sandra Boeren skrifaði:
Wat kan ik doen tegen het pluizen van de Melody wol? de kleding die ik onder het vest draag zit onder de “haren” van de wol!
11.03.2020 - 17:16DROPS Design svaraði:
Dag Sandra,
Bij de lijst met meest gestelde vragen vindt informatie over hoe je dit kunt voorkomen. zie hier.
22.03.2020 - 11:02
Marion skrifaði:
Wieviel Wolle brauch ich, wenn ich eine Farbe verwende?
21.02.2020 - 14:59DROPS Design svaraði:
Liebe Marion, dann sollten Sie sich für eine Alternative zu Big Delight entscheiden - siehe unser Garnumrechner - aber Sie sollten immer mit Melody stricken, dh 1 Garn der Garngruppe C (= wie Big Delight) + 1 Garn der Garngruppe D (= Melody). Gerne wird Ihnen Ihr DROPS Laden andere passenden Farben empfehlen. Viel Spaß beim stricken!
21.02.2020 - 15:31
Johanna skrifaði:
Kan dit model op een rondbreinaald van middenvoor tot middenvoor worden gebreid, zonder dikke zijnaden? Of wordt dit moeilijk/niet mooi?
10.02.2020 - 14:46DROPS Design svaraði:
Dag Johanna,
Jazeker, kan dat. Neem wel een lange rondbreinaald, zodat alle steken er op passen.
12.02.2020 - 20:58
Sara skrifaði:
Mooi model, mooie kleuren.
24.01.2020 - 11:02
Sunsets and Sand Jacket#sunsetsandsandjacket |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa með perluprjóni og v-hálsmáli úr DROPS Big Delight og DROPS Melody. Stærð XS - XXL.
DROPS 212-18 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. PERLUPRJÓN (prjónað fram og til baka): UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. ÚRTAKA (á við um v-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 6 KANTLYKKJUM AÐ FRAMAN ÞANNIG: Þegar fyrsta lykkjan á að vera slétt: Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Þegar fyrsta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 6 KANTLYKKJUM AÐ FRAMAN ÞANNIG: Þegar síðasta lykkjan á að vera slétt: 2 lykkjur slétt saman. Þegar síðasta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð fram og til baka á hringprjón í stykkjum og saumuð saman í hlið í lokin. Lykkjurnar fyrir ermar eru prjónaðar upp í handveg á fram- og bakstykki og ermar eru prjónaðar ofan frá og niður. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Fitjið upp 34-38-40-42-46-50 lykkjur með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir) á hringprjón 15. Prjónið PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 3 cm, prjónið í sléttprjóni og 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm, fellið af 1 lykkju í hvorri hlið (merkir handveg) = 32-36-38-40-44-48 lykkjur. Þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm, prjónið perluprjón yfir allar lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm. Fellið af miðju 6-6-8-8-8-10 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð við háls er fækkað um 1 lykkju = 12-14-14-15-17-18 lykkjur eftir á öxl. Fellið laust af allar lykkjur þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. VINSTRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Fitjið upp 21-23-24-25-27-29 lykkjur með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir) á hringprjón 15. Prjónið PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 3 cm, prjónið áfram með 1 kantlykkju í garðaprjóni, sléttprjóni, perluprjóni yfir síðustu 6 lykkjur í umferð (séð frá réttu) = kantur að framan. Þegar stykkið mælist 40-42-41-43-45-44 cm, fellið af 1 lykkju innan við kant að framan – SJÁ ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 3 cm millibili, alls 8-8-9-9-9-10 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm, fellið af 1 lykkju í byrjun á umferð frá réttu (merkir handveg). Þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm, prjónið perluprjón yfir allar lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm, fellið af þær 12-14-14-15-17-18 lykkjur á öxl. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið yfir fyrstu 6 lykkjur í umferð og fellið af 1 lykkju fyrir handveg í byrjun á umferð frá röngu. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. VINSTRI ERMI: Prjónið upp lykkjur meðfram handveg efst á peysu og ermin er prjónuð fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Byrjið þar sem 1 lykkja var felld af fyrir handveg á vinstra framstykki og prjónið upp 26-28-30-30-32-34 lykkjur frá réttu með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir) á hringprjón 15. Prjónið upp lykkjur meðfram handveg á framstykki og niður meðfram handveg á bakstykki þar sem felld var af 1 lykkja fyrir handveg. Prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 3 cm er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki. Fækkið lykkjum með 6-6-5-6-5-4 cm millibili alls 5-5-6-5-6-7 sinnum = 16-18-18-20-20-20 lykkjur. Þegar stykkið mælist 37-36-35-34-33-31 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) prjónið perluprjón yfir allar lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 49-48-47-46-45-43 cm. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, en byrjið á bakstykki. Prjónið upp lykkjur meðfram handveg á bakstykki og niður meðfram handveg á framstykki þar sem felld var af 1 lykkja fyrir handveg. FRÁGANGUR-2: Saumið hliðar- og ermasauma í eitt í ystu lykkjubogana. Saumið tölur í vinstra framstykki – sjá mynd. Tölum er hneppt á milli 2 lykkja í kanti að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunsetsandsandjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.