Chiara skrifaði:
Can it be done with drops snow?
26.11.2024 - 21:23DROPS Design svaraði:
Hi Chiara, As the pattern is for a trivet and it doesn't matter about the change in size, you can use Drops Snow. This will give you a larger and thicker trivet. Happy crafting!
27.11.2024 - 06:53
Kelly skrifaði:
What are the pastries featured in the pattern photo and where can I get a recipe for them? They look like doughnut holes :)
23.12.2019 - 23:29
That's Hot#thatshothotpad |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður og þæfður pottaleppur / hitaplatti fyrir jólin úr DROPS Alaska. Stykkið er heklað eftir mynsturteikningu frá miðju og út. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1472 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning A.2 sýnir hvernig hekla á fyrstu lykkjuna í A.3 í byrjun og lok umferðar. 2 STUÐLAR SAMAN: Heklið 2 stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin á hvorum af þessum stuðlum, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið síðan síðasta uppsláttinn í gegnum allar lykkjur á heklunálinni. 2 ÞRÍBRUGÐNIR STUÐLAR SAMAN: Heklið 2 þríbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegnum hvern og einn af þessum þríbrugðnu stuðlum, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið síðan þráðinn í gegnum allar lykkjur á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- POTTALEPUR / HITAPLATTI – UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: Stykkið er heklað frá miðju og út eftir mynsturteikningu. Að lokum er stykkið þæft í þvottavél. POTTALEPPUR / HITAPLATTI: Notið heklunál 5 og Alaska. Sjá LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan. Heklið mynsturteikningu A.1 = 16 fastalykkjur og 1 loftlykkju frá byrjun á umferð. Heklið síðan mynsturteikningu A.3 (= 4 mynstureiningar), mynsturteikningu A.2 sýnir hvernig fyrsta lykkjan í A.3 er hekluð og hvernig umferðin endar. Í síðustu umferð í mynsturteikningu er aukið út um 12 fastalykkjur jafnt yfir = 140 lykkjur. Heklið mynsturteikningu A.4 yfir fyrstu 7 lykkjur (1 sinni), síðan er heklað A.5 umferðina hringinn (= 19 sinnum, það eru alls 20 mynstureiningar með A.4 og A.5). Klippið frá og festið enda vel. ÞÆFING: Setjið stykkið í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með litlu frotte handklæði ca 50 x 70 cm. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar ATH: Ekki nota stutt þvottakerfi. Eftir þvott er stykkið formað til á meðan það er enn vott. EFTIR ÞÆFINGU: Ef stykkið hefur þæfst of lítið og er of stórt: Þvoðu stykkið einu sinni enn í þvottavél á meðan það er enn vott. Ef stykkið hefur þæfst of mikið og er of lítið: Togið stykkið út í rétta stærð á meðan það er enn vott, ef stykkið er of þurrt, bleytið það fyrst. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #thatshothotpad eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1472
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.