DROPS Extra / 0-1431

Hot Heart by DROPS Design

Prjónaður og þæfður pottaleppur úr DROPS Eskimo. Stykkið er prjónað með kúlum og hjarta. Þema: Jól.

DROPS Design: Mynstur ee-655
Garnflokkur E eða C + C
-----------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Mál fyrir þæfingu: ca 28 x 32 cm.
Mál eftir þæfingu: ca 18 x 18 cm.

EFNI:
DROPS ESKIMO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki E)
150 g litur 46, milligrár
50 g litur 56, jólarauður

PRJÓNFESTA:
11 lykkjur á breidd og 15 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm fyrir þæfingu.

PRJÓNAR:
DROPS PRJÓNAR NR 8.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (6)

100% Ull
frá 315.00 kr /50g
DROPS Eskimo uni colour DROPS Eskimo uni colour 315.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo mix DROPS Eskimo mix 358.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo print DROPS Eskimo print 386.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1260kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

LEIÐBEININGAR:
Passið uppá að þráðurinn verði ekki of stífur í umferð með jólarauðu kúlunum. Hægt er að klippa þráðinn frá og festa á milli kúlna. Á milli hverrar umferðar á hæðina verður að klippa jólarauða þráðinn frá og festa eftir hverja umferð.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

POTTALEPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka.

POTTALEPPUR:
Fitjið upp 31 lykkjur á prjón 8 með milligrár. Prjónið 3 umferðir slétt (1. umferð er frá röngu). Prjónið síðan þannig – frá réttu: Prjónið 2 lykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 (= 27 lykkjur) og 2 lykkjur í garðaprjóni – sjá LEIÐBEININGAR! Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru prjónaðar 3 umferðir slétt. Fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð.

ÞÆFING:
Leggið pottaleppinn í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu og án forþvottar. Eftir þvott er pottaleppurinn formaðar til í rétta stærð á meðan hann er enn rakur. Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík.

Mynstur

= slétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu (prjónað í milligrár)
= KÚLA MEÐ MILLIGRÁR: Prjónið 5 lykkjur í 1 lykkju þannig: 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, prjónið 6 umferðir sléttprjón fram og til baka yfir 5 lykkjurnar. Fækkið síðan lykkjum þannig: Steypið 2. lykkju á hægri prjón yfir 1. lykkju, steypið síðan 3. lykkju á hægri prjón yfir 1. lykkju, síðan 4. lykkju yfir 1. lykkju og að lokum 5. lykkju yfir 1. lykkju = 1 lykkja á prjóni
= KÚLA MEÐ JÓLARAUÐUR: Prjónið 5 lykkjur í 1 lykkju þannig: 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, prjónið 6 umferðir sléttprjón fram og til baka yfir 5 lykkjurnar. Fækkið síðan lykkjum þannig: Steypið 2. lykkju á hægri prjón yfir 1. lykkju, steypið síðan 3. lykkju á hægri prjón yfir 1. lykkju, síðan 4. lykkju yfir 1. lykkju og að lokum 5. lykkju yfir 1. lykkju = 1 lykkja á prjóni

Ann-Karin 11.05.2019 - 09:01:

Ved toving, blir det best resultat å ta en om gangen, eller kan man tove flere gryteunderlag sammen og få samme fine resultat?

DROPS Design 11.05.2019 kl. 11:38:

Hei Anne-Karin, Du kan gjerne ta flere om gangen. God fornøyelse!

Wenche 28.02.2019 - 15:49:

Sånn jeg leser oppskriften skal jeg strikke 3 omganger(det er tre ruter i mønsteret sett forfra) mellom boblerekkene. På bildet før toving ser dette mye tettere ut enn hos meg. Noe jeg gjør feil? Blir veldig langstrakt...

DROPS Design 04.03.2019 kl. 11:07:

Hei Wenche. Det stemmer at det er 3 pinner mellom hver pinne med bobler, så hvis du har det strikker du riktig. Kan det være strikkefastheten din er noe løsere enn i oppskriften? Målene på underlaget før toving skal være: ca 28 x 32 cm. God fornøyelse

Hanna 07.02.2019 - 15:12:

Hva menes med å strikke første pinne «rett fra vrangen»? Skal man strikke vrang på retten eller starte på et nytt nøste fra vrangsiden?

DROPS Design 11.02.2019 kl. 11:36:

Hei Hanna. Jeg kan ikke se noe sted det står du skal strikke 1 pinne rett fra vrangen. Men hvis det hadde stått det skulle du da ha strikket alle masker rett, slik at maskene blir vrang fra rettsiden. Det som står er: strikk 3 pinner rett, da skal det strikkes i riller. Altså alle 3 pinnene strikkes rett, uavhengig av om de er fra retten eller vrangen.Det at 1 pinne = vrangen er kun til info for deg. 4 pinne, der du begynner med diagram strikkes da fra rettsiden. God fornøyelse

Anna 12.12.2018 - 21:45:

Ik snap het telpatroon niet helemaal: moet je na de 3 naalden ribbelsteek dus nog eerst even 4 naalden in tricotsteek breien voordat je met de bobbels begint? En tussen de naalden met bobbels ook weer telkens 3 naalden tricotsteek?

Ina 07.12.2018 - 23:09:

Jeg får ikke opp bilde av diagrammet. Noe dere kan se på?

DROPS Design 10.12.2018 kl. 09:45:

Hej Ina, jo diagrammet ligger nederst i opskriften. God fornøjelse!

Selma Halsall 04.12.2018 - 14:37:

Oh, I am loving this ideas, brilliant. I shall share it on my blog page and link back here, superb!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1431

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.