FRANCOISE CHAIGNEPAIN skrifaði:
Bonjour, Pour la taille S, il ne me reste que 1 maille de chaque côté après avoir mis en attente mes mailles et rabattu les mailles centrales. Comment puis je terminer mes épaules séparément ? Merci de votre réponse
19.02.2021 - 17:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Chaignepain, il ne doit plus rester de mailles du tout lorsque vous avez terminé de mettre les mailles de l'épaule en attente et rabattu celles de l'encolure -le tout se fait en même temps: à 52 cm vous mettez 2 fois 8 m de chaque côté en attente puis 1 x 7 m de chaque côté (= 23 m en attente de chaque côté) et en même temps, à 54 cm, vous rabattez les 22 m centrales + 1 m au début du rang suivant à partir de l'encolure = 23x 2 épaules + 22+2 = 70 m. En espérant que ceci puisse vous aider. Bon tricot!
22.02.2021 - 07:26
Eva Blok skrifaði:
Hej, skal skuldersøm på Drops 199-30 sys fra forsiden eller bagsiden? Mvh Eva Blok
18.02.2021 - 14:28DROPS Design svaraði:
Hej Eva, det bestemmer du selv, normalt syr vi fra retsiden. Se gerne en af vores monterings videoer - sy sammen :)
18.02.2021 - 15:02
Marika Shapcott skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas quelles mailles je dois mettre en attente quand je suis à 52cm du dos (taille S , mettre en attente 2X8 mailles puis 1 fois 7 mailles). Dois-je commencer par les 8 premières mailles du rang de chaque côté ou les 8 mailles tout de suite à côté des mailles centrales qu'il faudra rabattre pour l'encolure et ainsi de suite jusqu'au bout du rang? Merci pour votre réponse.
04.11.2019 - 16:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Shapcott, vous mettez en attente pour le biais des épaules les mailles en début de rang de chaque côté: tricotez 8 m, glissez-les en attente, terminez le rang, tournez, tricotez 8 m, glissez-les en attente, terminez le rang et ainsi de suite (encore 1 fois en taille S puis 1 x 7m de chaque côté). En même temps, vous rabattrez les 22 m centrales à 54 cm de hauteur totale et vous terminerez chaque épaule séparément en continuant à mettre les mailles en attente côté épaule. Bon tricot!
05.11.2019 - 08:35
Hanne Mortensen skrifaði:
Jeg håber snart at komme igang med den. Hvornår bliver den klar til det ? Navn, hvad med Marina. Den vil være fin til en sommeraftener ved vandet 😉
21.02.2019 - 15:20
Bauwens Monique skrifaði:
En toute simplicité
08.01.2019 - 13:47
Gonny skrifaði:
I like the wide a-line shape and the fading colour.
29.12.2018 - 07:30
Marina skrifaði:
BEI COLORI E BELLO IL BORDO INFERIORE DELLA MAGLIA CHE SI ALLARGA
12.12.2018 - 16:17
Reflections#reflectionssweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað í röndum með 1 þræði af hvorri tegund. Stærð S - XXXL.
DROPS 199-30 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR FRAMSTYKKI OG BAKSTYKKI: Rendurnar eru prjónaðar í sléttprjóni og 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir). Alpaca Bouclé = AB. Kid-Silk = KS. 2-3-3-3-2-2 cm með 1 þræði natur AB og 1 þræði natur KS 6-6-6-6-7-7 cm með 1 þræði natur AB og 1 þræði sægrænn KS 5-5-5-5-6-6 cm með 1 þræði natur AB og 1 þræði fjólublár KS 4-4-4-4-5-5 cm með 1 þræði natur AB og 1 þræði kóbaltblár KS 6-6-7-7-7-8 cm með 1 þræði natur AB og 1 þræði eplagrænn KS 12-12-13-13-13-13 cm með 1 þræði natur AB og 1 þræði sægrænn KS 4-4-4-5-5-5 cm með 1 þræði natur AB og 1 þræði fjólublár KS Síðan er prjónað með 1 þræði natur AB og 1 þræði kóbaltblár KS til loka. RENDUR ERMI: 2-2-2-2-2-2 cm með 1 þræði natur AB og 1 þræði natur KS 7-7-7-6-6-6 cm með 1 þræði natur AB og 1 þræði sægrænn KS 5-5-5-4-4-4 cm með 1 þræði natur AB og 1 þræði fjólublár KS Síðan er prjónað með 1 þræði natur AB og 1 þræði kóbaltblár KS til loka. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hlutum fram og til baka á hringprjón, neðan frá og upp. Að lokum er stykkið saumað saman og kantur í hálsi er prjónaður. BAKSTYKKI: Fitjið upp 78-82-86-94-98-106 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 6 með 1 þræði natur Alpaca Bouclé og 1 þræði natur Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 5 cm. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem fækkað er um 4-4-2-4-2-4 lykkjur jafnt yfir = 74-78-84-90-96-102 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT eru prjónaðar RENDUR FRAMSTYKKI OG BAKSTYKKI – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af 2 lykkjur í byrjun á umferð, prjónið eins og áður út umferðina. Snúið stykkinu, fellið af 2 lykkjur í byrjun á umferð, prjónið eins og áður út umferðina = 70-74-80-86-92-98 lykkjur. Haldið áfram með rendur fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= 35-37-40-43-46-49 lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónamerkið er notað síðar þegar lykkjum er fækkað fyrir hálsmáli. JAFNFRAMT eru lykkjur settar á þráð fyrir skáhallandi öxl í hvorir hlið þannig (þetta er gert jafnframt því sem prjónað er fram og til baka eins og áður): Setjið 8-8-9-9-10-11 lykkjur á þráð 2 sinnum í hvorri hlið og síðan 7-8-9-11-12-12 lykkjur á þráð 1 sinni í hvorri hlið (til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, eru lykkjurnar prjónaðar áður en þær eru settar á þráð). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm, fellið af miðju 22-24-24-26-26-28 lykkjur fyrir hálsmáli (þ.e.a.s. fellið af 11-12-12-13-13-14 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við miðju að aftan). Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram að setja ermalykkjur á þráð eins og útskýrt er að ofan og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli. Þegar allar lykkjur hafa verið settar á þráð/felldar af, mælist stykkið ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður – mælt inn að hálsmáli þar sem stykkið er lengst. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 78-82-86-94-98-106 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 6 með 1 þræði natur Alpaca Bouclé og 1 þræði natur Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 5 cm. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem fækkað er um 4-4-2-4-2-4 lykkjur jafnt yfir = 74-78-84-90-96-102 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT eru prjónaðar RENDUR FRAMSTYKKI OG BAKSTYKKI. Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af 2 lykkjur í byrjun á umferð, prjónið eins og áður út umferðina. Snúið stykkinu, fellið af 2 lykkjur í byrjun á umferð, prjónið eins og áður út umferðina = 70-74-80-86-92-98 lykkjur. Haldið áfram með rendur fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm setjið miðju 16-18-18-20-20-22 lykkjurnar á þráð fyrir hálsmáli = 27-28-31-33-36-38 lykkjur eftir í hvorri hlið. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með rendur fram og til baka eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 2 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, eru lykkjur settar á þráð fyrir skáhallandi öxl (þetta er gert jafnframt því sem prjónað er fram og til baka eins og áður): Setjið ystu 8-8-9-9-10-11 lykkjur að hlið á þráð 2 sinnum og síðan ystu 7-8-9-11-12-12 lykkjur á þráð 1 sinni (til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, eru lykkjur prjónaðar áður en þær eru settar á þráð). Þegar allar lykkjur hafa verið settar á þráð/felldar af, mælist stykkið ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður – mælt inn að hálsi þar sem stykkið er lengst. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 42-42-46-46-50-50 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði natur Alpaca Bouclé og 1 þræði natur Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 5 cm. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem fækkað er um 4-2-4-2-4-2 lykkjur jafnt yfir = 38-40-42-44-46-48 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT eru prjónaðar RENDUR ERMI – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til ermin mælist ca 31-30-28-27-25-24 cm (eða að óskaðri lengd. ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR Á SKÁHALLANDI ÖXL: Setjið 23-24-27-29-32-34 lykkjur af þræði frá annarri öxlinni á hringprjón 6. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu með 1 þræði í litnum natur Alpaca Bouclé og 1 þræði í litnum kóbaltblár Kid-Silk, en til að sleppa við göt í hverri skiptingu þar sem lykkjur voru settar á þráð er bilið á milli 2 lykkja tekið upp og sett snúið á vinstri prjón áður en prjónað er slétt saman með næstu lykkju á vinstri prjón. Skiptið yfir á hringprjón 8 og fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu og 2 þráðum Alpaca Bouclé – mikilvægt er að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Prjónið alveg eins meðfram hinum 3 hliðum á öxl. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni frá handveg og niður. Saumið ermasauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni – saumið neðan frá og upp og skiljið eftir ca 1 cm efst án þess að sauma (sá hluti sem ekki hefur verið saumaður saman efst er saumaður að botni á handveg á fram- og bakstykki). Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni og saumið botninn á handveg. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við miðju að aftan og prjónið upp frá réttu, ca 56 til 72 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á stuttan hringprjón 6 með 1 þræði í litnum natur Alpaca Bouclé og 1 þræði í litnum natur Kid-Silk – lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #reflectionssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.