MORI 7 skrifaði:
J'aime beaucoup ce modèle, et j'attendais les explications pour le réaliser. Dès que j'ai terminé mon encours je commence ce châle. Il n'a pas l'air dêtre trop compliqué, en suivant bien le tuto. Merci.
28.03.2019 - 11:38
Carmen skrifaði:
Das Modell gibt's schon 2x.. nur die Strickrichtung is geändert.. :/
18.01.2019 - 10:17
Jana Coufalová skrifaði:
Tuze zajímavě udělané. Moc se mi líbí :)
13.01.2019 - 22:56
Evel skrifaði:
Magnifique je cherchais justement ce type de modèle!
12.01.2019 - 14:09
Louise Poirier skrifaði:
Très joli
11.01.2019 - 18:12
Paula skrifaði:
Det finns redan ett mönster, Aranami, denna sjal är nästan likadan.
03.01.2019 - 12:10
Joba skrifaði:
Beau châle joli motif
24.12.2018 - 09:25
Veronique skrifaði:
Magnifique modèle de chale. Grand et chaud pour les soirées fraiches
17.12.2018 - 09:29
Lamella#lamellawrap |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS Delight og DROPS Kid-Silk. Allt stykkið er prjónað í garðaprjóni með stuttum umferðum.
DROPS 201-24 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. UPPLÝSINGAR UM MÁL: Það eru 8 blöð í 8./síðustu umferð á sjali. Þar sem það kemur engin umferð á eftir þessari, þá getur lengdin á blaðinu orðið aðeins lengri en það sem er gefið upp í uppskrift. Lengd á 1 blaði er ca 22 cm, en blaðið getur orðið allt að 24 cm þegar fellt er af í síðustu umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, prjónað er frá horni neðst niðri og upp í umferð með mismunandi fjölda blaða. Prjónaðar eru stuttar umferðir yfir eitt blað í einu, allt stykkið er prjónað í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Notuð eru prjónamerki í stykkinu, þessi prjónamerki eru sett á milli og mitt í blöð jafnóðum og prjónað er. Prjónamerkin sitja á prjóni og koma til með að fylgja með í stykkinu. Prjónamerkin gera það að verkum að einfaldara er að sjá hvar blöðin eru prjónuð. UMFERÐ 1: Fitjið upp 36 lykkjur með 1 þræði Delight og 1 þræði Kid-Silk á hringprjón 5,5. Síðan er prjónað þannig: BLAÐ A: Prjónið mynsturteikningu A.1, fyrsta umferð í mynsturteikningu er frá röngu. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina = 1 blað. Umferð 1 með blaði er nú lokið (= 1 blað), snúið ekki stykkinu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í skiptingunni á milli umferð 1 og 2 með blöðum er prjónuð BYRJUNAR UMFERÐ 1. BYRJUNAR UMFERÐ 1: Fitjið upp 18 nýjar lykkjur í lok umferðar. Snúið og prjónið 18 lykkjur slétt, setjið 1 prjónamerki hér, prjónið 36 lykkjur slétt. Setjið 1 prjónamerki hér, snúið ekki stykkinu, heldur fitjið upp 18 nýjar lykkjur í lok umferðar. Nú hefur verið fitjað upp fyrir umferð 2 með blöðum og það eru 72 lykkjur í umferð. Snúið stykkinu. UMFERÐ 2: BLAÐ B: Prjónið A.1 yfir fyrstu 36 lykkjur í umferð. Síðasta umferð er frá röngu, setjið 1 prjónamerki hér. Snúið ekki stykkinu, næsta blað er prjónað héðan. BLAÐ C: Prjónið A.1 yfir síðustu 36 lykkjur í umferð. Síðasta umferð er frá röngu. Umerð 2 með blöðum er nú lokið (= 2 blöð), snúið ekki stykkinu. Í skiptingunni á milli umferðar 2 og 3 með blöðum er prjónuð BYRJUNAR UMFERÐ 2. BYRJUNAR UMFERÐ 2: Fitjið upp 18 nýjar lykkjur í lok umferðar. Snúið og prjónið 18 lykkjur slétt, setjið 1 prjónamerki hér, prjónið 72 lykkjur slétt. Setjið 1 prjónamerki hér, snúið ekki stykkinu, heldur fitjið upp 18 nýjar lykkjur í lok umferðar. Nú hefur verið fitjað upp fyrir 3. umferð með blöðum og það eru 108 lykkjur í umferð. Snúið stykkinu. UMFERÐ 3: BLAÐ B: Prjónið A.1 yfir fyrstu 36 lykkjur í umferð, passið uppá að það sé 1 prjónamerki á eftir fyrstu 36 lykkjum. Síðasta umferð er frá röngu, snúið ekki stykkinu, næsta blað er prjónað héðan. BLAÐ C: Prjónið A.1 yfir síðustu 36 lykkjur í umferð. Síðasta umferð er frá röngu. Umferð 2 með blöðum er nú lokið (= 2 blöð), snúið ekki stykkinu. BLAÐ D: Prjónið A.1 yfir næstu 36 lykkjur í umferð, passið uppá að það sé 1 prjónamerki á eftir þessum 36 lykkjum. Síðasta umferð er frá röngu, snúið ekki stykkinu, næsta blað er prjónað héðan. BLAÐ C: Prjónið A.1 yfir síðustu 36 lykkjur í umferð. Síðasta umferð er frá röngu. Umferð 3 með blöðum er nú lokið (= 3 blöð), snúið ekki stykkinu. Í skiptingunni á milli umferðar 3 og 4 með blöðum er prjónuð NÝ BYRJUNAR UMFERÐ. NÝ BYRJUNAR UMFERÐ: Fitjið upp 18 nýjar lykkjur í lok umferðar. Snúið og prjónið 18 lykkjur slétt, setjið 1 prjónamerki hér, prjónið sléttar lykkjur út umferðina, setjið 1 nýtt prjónamerki hér og fitjið upp 18 nýjar lykkjur í lok umferðar. Nú hefur verið fitjað upp fyrir næstu umferð með blöðum. Snúið stykkinu. UMFERÐ 4: Prjónið BLAÐ B yfir fyrstu 36 lykkjur, prjónið BLAÐ D yfir næstu 72 lykkjur (= 2 sinnum á breidd), prjónið BLAÐ C yfir síðustu 36 lykkjur. Umferð 4 með blöðum er nú lokið (= 4 blöð), snúið ekki stykkinu. Prjónið NÝ BYRJUN Á UMFERÐ: UMFERÐ 5: Prjónið BLAÐ B yfir fyrstu 36 lykkjur, prjónið BLAÐ D yfir næstu 108 lykkjur (= 3 sinnum á breidd), prjónið BLAÐ C yfir síðustu 36 lykkjur. Umferð 5 með blöðum er nú lokið (= 5 blöð), snúið ekki stykkinu. Prjónið NÝ BYRJUN Á UMFERÐ. UMFERÐ 6: Prjónið BLAÐ B yfir fyrstu 36 lykkjur, prjónið BLAÐ D yfir næstu 144 lykkjur (= 4 sinnum á breidd), prjónið BLAÐ C yfir síðustu 36 lykkjur. Umferð 6 með blöðum er nú lokið (= 6 blöð), snúið ekki stykkinu. Prjónið NÝ BYRJUN Á UMFERÐ. UMFERÐ 7: Prjónið BLAÐ B yfir fyrstu 36 lykkjur, prjónið BLAÐ D yfir næstu 180 lykkjur (= 5 sinnum á breidd), prjónið BLAÐ C yfir síðustu 36 lykkjur. Umferð 7 með blöðum er nú lokið (= 7 blöð), snúið ekki stykkinu. Prjónið NÝ BYRJUN Á UMFERÐ. UMFERÐ 8: Prjónið BLAÐ B yfir fyrstu 36 lykkjur, prjónið BLAÐ D yfir næstu 216 lykkjur (= 6 sinnum á breidd), prjónið BLAÐ C yfir síðustu 36 lykkjur. Umferð 8 með blöðum er nú lokið (= 8 blöð), snúið ekki stykkinu. LOK Á STYKKI: Snúið stykkinu þannig að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt yfir allar lykkjur, snúið stykkinu og fellið laust af með sléttum lykkjum í næstu umferð frá röngu. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lamellawrap eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.