Joyce skrifaði:
Love this...will have to learn to crochet
08.07.2018 - 13:43
Aurore_SorelunaAtelier skrifaði:
Boho à souhait ! J'adore !
19.06.2018 - 14:34
Angela skrifaði:
Colori fantastici, qualcosa che esce fuori dagli schemi. Mi piace.
08.06.2018 - 12:31
Brigitte skrifaði:
De la fantaisie pour l'hiver. Parfait.
06.06.2018 - 10:32
Granny Glam#grannyglamjacket |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður kimono úr DROPS Big Delight. Stykkið er heklað með stuðlahópum og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 196-33 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KIMONO – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hlutum. Fyrst er hægra fram- og bakstykkið heklað í hring eins og sexhyrningur. Síðan er axla- og hliðarsaumur heklað saman áður en heklað er áfram fram og til baka við miðju að aftan. Síðan er vinstra fram- og bakstykkið heklað alveg eins áður en haldið er áfram fram og til baka niður á fram- og bakstykki. Að lokum er sjalkraginn heklaður og kantar að framan. HÆGRA FRAM- OG BAKSTYKKI: Byrjið með heklunál 5,5 og Big Delight og heklið mynstur eftir mynsturteikningu A.1. Þegar allt A.1 hefur verið heklað til loka er heklað þannig: A.2 (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar og kemur í stað fyrsta stuðuls í umferð), A.3 alls 6 sinnum í umferð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið áfram hringinn svona þar til A.2 og A.3 hefur verið heklað til loka. Endurtakið síðan 2 síðustu umferðirnar í A.2 og A.3 þar til stykkið mælist 28 cm frá miðju og út (þ.e.a.s. í hvert skipti sem 2 síðustu umferðirnar hafa verið heklaðar er pláss fyrir 2 stuðlahópa fleiri á milli hverra útaukninga í hverju og einu af 6 hornum í sexkanti) – stillið af að endað sé eftir umferð með 3 stuðlum + 1 loftlykkju. Klippið frá. Sexhyrningurinn myndar nú fyrri hluta af hægri ermi, öxl og fram- og bakstykki: Miðja á A.1 = mitt undir ermi. Brjótið hægra fram- og bakstykki þannig að réttan liggi að réttu og öll hornin mæta öðru horni – sjá teikningu: Strikuðu línurnar sýna hvar útaukning í sexhyrningi er og sexhyrningurinn er brotinn undir ermar og hliðarsauma. Heklið nú axla- og hliðarsaum saman í gegnum bæði lögin frá röngu þannig: Byrjið neðst niðri á ermi og heklið 1 fastalykkju um loftlykkjuboga í horni, * 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga *, heklið frá *-* upp að öxl, en endið með 1 fastalykkju í loftlykkjuboga í horni. Klippið frá og festið enda. Heklið nú í mismunandi stærðum þannig: STÆRÐ S/M: Heklið nú fram og til baka á bakstykki þannig: Byrjið í horni neðst niðri á búk á bakstykki, heklið mynstur fram og til baka að miðju að aftan frá röngu þannig: Heklið A.4a, A.4b upp að næsta horni á undan þar sem brotið var saman mitt ofan á öxl, heklið A.4e um loftlykkjuboga í horni. Snúið og heklið fram og til baka þar til mynsturteikning hefur verið hekluð til loka á hæðina (= 4 umferðir). STÆRÐ L/XL og XXL/XXXL: Byrjið í horni neðst niðri á búk á bakstykki og heklið mynstur fram og til baka yfir öxl og niður að horni neðst niðri á framstykki frá röngu þannig: Heklið A.4a, A.4b upp þar sem brotið var saman mitt ofan á öxl, heklið A.4c yfir þar sem brotið var saman á öxl og haldið síðan áfram með A.4b eins og áður niður að næsta horni, heklið A.4e um loftlykkjuboga í horni. Snúið og heklið 2. umferð í A.4 til baka (= alls 2 umferðir frá sexhyrningi). Stærð L/XL er nú lokið. Í stærð XXL/XXXL heklið nú 2 umferðir til viðbótar á hæðina (= alls 4 umferðir frá sexhyrningi). Klippið ekki frá! Heklið nú áfram fram og til baka á bakstykki þannig: Snúið og heklið A.4a, A.4b upp að loftlykkju í A.4c á öxl, heklið A.4d um loftlykkju, snúið og heklið fram og til baka svona þar til heklaðar hafa verið 4-6 umferðir á hæðina á bakstykki (= alls 6-10 umferðir frá ferhyrning). Klippið frá. VINSTRA FRAM- OG BAKSTYKKI: Heklið alveg eins og hægra fram- og bakstykki. Heklið saman axla- og hliðarauma – sjá svarta stjörnu í teikningu! ATH: Þegar heklað er fram og til baka, passið uppá að umferð með stuðlum sé hekluð frá réttu og umferð með loftlykkjubogum sé hekluð frá röngu! ATH: þegar heklað er fram og til baka er byrjað neðst niðri á framstykki í stað á bakstykki. FRÁGANGUR: Heklið saman bakstykkin við miðju að aftan þannig: Leggið stykkin tvö með réttuna að réttu og heklið í gegnum bæði lögin frá röngu þannig: Heklið 1 fastalykkju neðst í hornið, * heklið 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* upp að hnakka á kimono og endið með 1 fastalykkju í síðustu lykkjuna í umferð. Klippið frá og festið enda. KANTUR NEÐST Á FRAM- OG BAKSTYKKI: HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Heklið nú kant neðst á kimono þannig: Byrjið neðst í horninu á hægra framstykki og heklið frá röngu þannig: Heklið A.4a, A.4b fram að næsta horni (= á bakstykki), haldið áfram með 6-8-10 mynstureiningar A.4b yfir stykkin sem hekluð voru fram og til baka að miðju að aftan, heklið síðan A.4b fram að horni að framan á vinstra framstykki, endið með A.4e. haldið áfram fram og til baka þar til allt stykkið mælist ca 16-22-28 cm. Klippið frá og festið enda. KANTUR AÐ FRAMAN OG SJALKRAGI: Byrjið neðst í horninu að miðju að framan á vinstra framstykki og heklið frá röngu þannig: Heklið A.4a í hornið, heklið A.4b upp meðfram kanti neðst á kimono og hoppið yfir ca 2½ cm fyrir hverja mynstureiningu (= ca 6-9-11 mynstureiningar), haldið síðan áfram með A.4b upp að öxl, heklið A.5 alls 7-7-9 sinnum meðfram kanti í hnakka og haldið áfram með A.4b niður meðfram kanti á hægra framstykki alveg eins, endið með A.4d neðst á hægra framstykki. Heklið svona fram og til baka þar til allt A.5 hefur verið heklað til loka á hæðina. Þegar A.4a, A.4b og A.4d hefur verið heklað til loka á hæðina eru 2 síðustu umferðirnar í mynsturteikningu endurteknar. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #grannyglamjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 6 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.