Bloem skrifaði:
Ik heb er nog eens naar gekeken, maar bij A.2b krijg je precies hetzelfde probleem. Kan ik u op een andere manier bereiken om duidelijk te maken wat ik bedoel? Eventueel kan ik ook een foto opsturen met het goede en foute patroon.
28.10.2019 - 08:56DROPS Design svaraði:
Dag Bloem,
Sorry voor de verwarring, maar ik bedoel A.3b (= typfout van mij.) A.3b komt dus boven A.6
Het is helaas niet mogelijk om op een andere manier contact op te nemen, maar ik heb er nog even grondig naar gekeken en ik denk dat er inderdaad een fout in het patroon zit en dat het patroon verschoven moet worden, zodat je hetzelfde patroon aan de onderkant van de mouw krijgt als op het voor- en achterpand. Vermoedelijk is het dan als volgt: eerst A.3A breien, dan A.3b herhalen tot er 6 steken over zijn, dan 6 steken van A.3C (want A.3c overlapt 1 steek van A.3a).
28.10.2019 - 12:47
Bloem skrifaði:
U zegt dus: brei A.2b (maar in het patroon staat A.3b!!!) bovenop A.6. Dat verklaart een hoop maar heeft veel tijd en ergernis gekost. Als er nou één keer A.3 had gestaan en de rest van de keren A.2, maar nee, in de hele mouwbeschrijving staat consistent A.3, dus ben ik daarvan uitgegaan. Ook in de Engelse beschrijving staat A.3 trouwens, dus ik vermoed dat de fout in alle beschrijvingen staat.
27.10.2019 - 17:31
Bloem skrifaði:
Ivm het samenbreien in nld 13 is mijn vorige oplossing nog niet ideaal. Beter is misschien iets als ‘brei dan A.3B in de rondte, MAAR BEGIN MET STEEK 7’. Voor de duidelijkheid zou A.3 in de rest van de patroonbeschrijving dan beter vervangen kunnen worden door A.3.B (lijkt mij).
25.10.2019 - 09:33DROPS Design svaraði:
Dag Bloem,
Je breit eerst A.6 5 of 6 keer (afhankelijk van je maat) in de breedte. A.6 heeft 12 steken in de breedte. Daarna brei je A.2b bovenop A.6 en deze heeft ook 6 steken in de breedte. Kan het zijn dat je ergens per ongeluk een steek in het patroon geminderd hebt? Want het zou precies op elkaar aan moeten sluiten.
27.10.2019 - 17:10
Celine Cest skrifaði:
COL-Je ne comprend pas cette partie : "les autres mailles ne sont pas tricotées" faut-il tricoter les 5 M de bordure à l'endroit puis tourner tout de suite, tricoter de nouveau les 5 M de bordure à l'endroit ( à l'envers du travail). Retourner , endroit du travail, et continuer le travail en augmentant??? Merci de votre aide
23.10.2019 - 23:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Cest, vous tricotes des rangs raccourcis sur les 5 mailles de bordure devant de chaque côté: tricotez 2 rangs sur les 5 premières mailles (en commençant sur l'endroit = bordure devant droit), 1 rang sur toutes les mailles, 2 rangs sur les 5 premières mailles (en commençant sur l'envers = bordure devant gauche). Continuez ensuite comme avant sur toutes les mailles en augmentant à 2 mailles du bord de chaque côté. Bon tricot!
24.10.2019 - 12:29
Bloem skrifaði:
Beste Drops, ik brei maat M. Bij de mouw staat: Als A.6 klaar is, brei dan A.3B in de rondte (= 5 herh. van 12 st). Maar volgens mij komt het patroon dan niet op de juiste manier boven A.6 te staan, en de samengebreide cq overgehaalde steken staan verkeerd om. Bij voor- en achterpand moest eerst A.3.A en dan pas A.3.B gebreid worden; dat lijkt mij ook logischer bij de mouw. Lees ik soms iets verkeerd? Graag uw hulp. Vest is trouwens prachtig geworden tot nu toe :)
22.10.2019 - 18:30
Leena Raukola skrifaði:
Jag vill gärna ha beskrivningen och garnet ( gammelrosa som bilden visa
10.10.2019 - 10:06DROPS Design svaraði:
Hej Leena, det är bara att klicka på korgen (till höger för bilderna) här i mönstret, så beställer du det hos en DROPS butik.
10.10.2019 - 14:15
Inge Umans skrifaði:
Kunnen de mouwen met de rondbreipen van 40cm worden gebreid? Mvg, Inge
08.10.2019 - 18:36DROPS Design svaraði:
Dag Inge,
Jazeker, dat kan. Misschien is het nodig (afhankelijk ook van de maat) dat je op een gedeelte waar er minder steken op de toer staan, even een lusje van de draad van de rondbreinaald een beetje uit het werk trekt.
11.10.2019 - 20:15
Valena skrifaði:
Error mío, por favor borren el comentario. Perdonen las molestias.
23.03.2019 - 06:47
Valena skrifaði:
Buenas tardes, He empezado a hacer la chaqueta 197-38. Al hacer la prueba del A1.1A me he dado cuenta que el patrón o tiene un error o no está bien explicado. Según el diagrama en cada vuelta en la que se hace el dibujo se ponen 2 hebras y se disminuye 1 punto, así la primera vuelta tiene 14 puntos , la siguiente 15, al final no habrá 12 puntos sino 20. Por favor mírenlo. Como dibujo es genial. Por lo que he hecho tampoco me salen los picos que se ven en la foto. Gracias
22.03.2019 - 20:59
Kerstin skrifaði:
Ist es richtig, dass die Jacke von oben nach unten gestrickt wird? Ich lese die Anleitung so, dass von unten nach oben beschrieben ist.
13.02.2019 - 22:37DROPS Design svaraði:
Liebe Kerstin, die Jacke wird hier von unten nach oben gestrickt, die deutsche Anleitung wird angepasst, danke für den Hinweis. Viel Spaß beim stricken!
14.02.2019 - 11:53
Lady Angelika Jacket#ladyangelikajacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með gatamynstri og sjalkraga úr DROPS Nord. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-38 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um hálsmál á framstykki): Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli innan við 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni + útauknar lykkjur fyrir kraga. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir lykkjum í garðaprjóni í kanti að framan/kraga þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Fækkið lykkjum á undan lykkju í garðaprjóni í kanti að framan/kraga þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju í garðaprjóni í kanti að framan/kraga og prjónið 2 lykkjur slétt saman. ÚTAUKNING (á við um ermar): Byrjið 1 lykkju á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3 lykkjur slétt (prjónamerki situr í miðju á þessum 3 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan (þegar stykkið er mátað). 1 hnappagat = byrjið frá réttu og prjónið aðra og þriðju lykkju frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 5, 12, 19, 26 og 33 cm M: 6, 13, 20, 27 og 34 cm L: 7, 14, 21, 28 og 35 cm L/XL: 8, 15, 22, 29 og 36 cm XXL: 7, 13, 19, 25, 31 og 37 cm XXL/XXXL: 8, 14, 20, 26, 32 og 38 cm ---------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan og prjónað er neðan frá og upp að handveg. Síðan er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka á hringprjón, hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, neðan frá og upp. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið aðeins laust upp 291-319-347-375-431-459 lykkjur á hringprjón 3,5 með Nord. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 2 umferðir sléttprjón með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.1A þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 20-22-24-26-30-32 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 251-275-299-323-371-395 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 7 cm frá uppfitjunarkanti mælt þar sem stykkið er lengst. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.2A (= 6 lykkjur), prjónið A.2B þar til 12 lykkjur eru eftir á prjóni (= 19-21-23-25-29-31 mynstureiningar með 12 lykkjum), prjónið A.2C (= 7 lykkjur) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3A, A.3B og A.3C alveg eins. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka eru 211-231-251-271-311-331 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.4A (= 5 lykkjur), prjónið A.4B þar til 11 lykkjur eru eftir á prjóni (= 19-21-23-25-29-31 mynstureining með 10 lykkjum), prjónið A.4C (= 6 lykkjur) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka prjónið A.5A, A.5B og A.5C alveg eins. Þegar A.X í A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 32 cm í öllum stærðum. Setjið 1 prjónamerki í 56.-61.-66.-71.-81.-86. lykkju inn frá hvorri hlið (= 99-109-119-129-149-159 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í á bakstykki). Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau eru notuð síðar þegar fellt er af fyrir handveg. Prjónið síðan A.Y í A.5 til loka. JAFNFRAMT er aukið út fyrir kraga og lykkjum fækkað fyrir hálsmáli og handveg eins og útskýrt er að neðan – munið eftir síðasta hnappagatinu í hægri kanti að framan. Lesið KRAGI, HÁLSMÁL og HANDVEGUR áður en prjónað er áfram! KRAGI: Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm prjónið með byrjun frá réttu, 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hægri kanti að framan (aðrar lykkjur á prjóni eru ekki prjónaðar), prjónið síðan 1 umferð frá réttu eins og áður yfir allar lykkjur, snúið stykkinu og prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 5 kantlykkjur í garðaprjóni í vinstri kanti að framan (án þess að prjóna aðrar lykkjur), prjónið síðan 1 umferð eins og áður frá röngu yfir allar lykkjur. Haldið síðan áfram með mynstur fram og til baka eins og áður, en nú byrjar útaukning fyrir kraga. Aukið út um 1 lykkju fyrir kraga með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við 2 ystu lykkjur í hvorri hlið. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Aukið út fyrir kraga í annarri hverri umferð alls 3 sinnum og síðan í 4. hverri umferð alls 12-12-13-13-14-15 sinnum (= 15-15-16-16-17-18 lykkjur fleiri fyrir kraga á hvorri hlið alls 20-20-21-21-22-23 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið ásamt kanti að framan. HÁLSMÁL: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli innan við 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni + útauknar lykkjur fyrir kraga í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 3 sinnum, í 4. hverri umferð alls 7 sinnum og síðan í 6. hverri umferð alls 3-3-4-4-5-6 sinnum (= 13-13-14-14-15-16 lykkjur færri fyrir hálsmáli í hvorri hlið). HANDVEGUR: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm fellið af fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Prjónið frá réttu eins og áður þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur á undan fyrstu lykkju með prjónamerki í, fellið af 7-7-7-9-9-9 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur á undan næstu lykkju með prjónamerki í, fellið af 7-7-7-9-9-9 lykkjur fyrir handveg og prjónið út umferðina eins og áður. Framstykkin og bakstykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI: Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni yfir kraga/kant að framan og A.Y yfir aðrar lykkjur (útaukning fyrir kraga og úrtöku fyrir hálsmáli heldur áfram eins og áður). JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í byrjun í hverri umferð frá hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-0-1-2-3 sinnum, 2 lykkjur 1-2-3-3-4-4 sinnum og 1 lykkja 1-3-4-4-7-7 sinnum. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 55-57-59-61-63-65 cm frá uppfitjunarkanti þar sem stykkið er lengst. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu yfir allar lykkjur. Í næstu umferð eru felldar af fyrstu 31-32-33-34-35-36 lykkjur fyrir öxl = 20-20-21-21-22-23 lykkjur í garðaprjóni eftir á prjóni fyrir kraga, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. Prjónið kragann til loka eins og útskýrt er að neðan. KRAGI VINSTRA FRAMSTYKKI: Byrjið frá röngu og prjónið garðaprjón fram og til baka þannig: * 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur, 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir fyrstu 15-15-16-16-17-18 lykkjur *, prjónið frá *-* þar til kraginn mælist ca 7-7-8-8-8-8 cm mælt meðfram stystu hlið (kraginn mælist ca 14-14-16-16-16-16 cm yst meðfram lengstu hlið). Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. HÆGRA FRAMSTYKKI: Haldið áfram fram og til baka með garðaprjóni yfir kraga/kant að framan og A.Y yfir aðrar lykkjur (útaukning fyrir kraga og úrtöku fyrir hálsmáli heldur áfram eins og áður). JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð frá hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-0-1-2-3 sinnum, 2 lykkjur 1-2-3-3-4-4 sinnum og 1 lykkja 1-3-4-4-7-7 sinnum. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 55-57-59-61-63-65 cm frá uppfitjunarkanti þar sem stykkið er lengst. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu yfir allar lykkjur. Í næstu umferð eru prjónaðar sléttar lykkjur yfir fyrstu 20-20-21-21-22-23 lykkjur (= kragi), síðan eru felldar af þær 31-32-33-34-35-36 lykkjur sem eftir eru fyrir öxl. Klippið frá og prjónið kragann til loka eins og útskýrt er að neðan. KRAGI HÆGRA FRAMSTYKKI HELDUR ÁFRAM: Byrjið frá röngu og prjónið sléttar lykkjur yfir allar lykkjur, * snúið stykkinu, prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir fyrstu 15-15-16-16-17-18 lykkjur, 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur *, prjónið frá *-* þar til kraginn mælist ca 7-7-8-8-8-8 cm meðfram stystu hliðinni og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. BAKSTYKKI: = 93-103-113-121-141-151 lykkjur. Haldið áfram með A.Y fram og til baka eins og áður og fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-0-1-2-3 sinnum, 2 lykkjur 1-2-3-3-4-4 sinnum og síðan 1 lykkja 1-3-4-4-7-7 sinnum = 87-89-93-95-99-103 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm fellið af miðju 21-21-23-23-25-27 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 2 lykkjur í næstu umferð frá hálsi = 31-32-33-34-35-36 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm frá uppfitjunarkanti þar sem stykkið er lengst. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá affellingarkanti og niður mælt þar sem stykkið er lengst. ERMI: Fitjið aðeins laust upp 60-60-60-72-72-72 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með Nord. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 2 umferðir sléttprjón. Prjónið síðan A.6 hringinn (= 5-5-5-6-6-6 mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar A.6 hefur verið prjónað til loka er A.3B prjónað hringinn (= 5-5-5-6-6-6 mynstureiningar með 12 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur, en þegar 6 umferðir eru eftir í A.3 er prjónað sléttprjón yfir aðra brugðnu lykkjuna í mynstri alveg þar til A.3 er lokið. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka eru 50-50-50-60-60-60 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umferð og látið prjónamerki fylgja áfram með í stykkinu. Prjónamerkið á að nota þegar auka á út undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 14-14-13-13-13-13 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNINGU. Aukið svona út alls 14-17-19-17-21-23 sinnum í S: Í 8. hverri umferð, í M og L/XL: Í 6. hverri umferð, í L: Til skiptis í 5. og 6. hverri umferð, í XXL: Til skiptis í 4. og 5. hverri umferð og í XXL/XXXL: Í 4. hverri umferð = 78-84-88-91-102-106 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 50-50-50-49-47-46 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla og lengri ermakúpu). Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-4-5-5-5 lykkjur, prjónið 71-77-81-85-93-97 lykkjur sléttprjón og fellið af þær 3-3-3-4-4-4 lykkjur sem eftir eru. Klippið frá. Prjónið síðan ermakúpu til loka fram og til baka á hringprjón 3,5 þannig: Prjónið sléttprjón og fellið af í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni í öllum stærðum, 2 lykkjur 2-2-3-3-4-4 sinnum og 1 lykkja 1-2-4-4-7-10 sinnum í hvorri hlið, fellið síðan af 2 lykkjur í hvorri hið þar til stykkið mælist 55-56-57-57-58-58 cm. Fellið af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið og fellið síðan af þær lykkjur sem eftir eru. Ermi mælist ca 56-57-58-58-59-59 cm ofan frá og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkant. Saumið kraga saman við miðju að aftaan (passið uppá að saumurinn snúi inn þegar kraginn er brotinn niður). Saumið kraga við hálsmál aftan í hnakka. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ladyangelikajacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-38
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.