Sharareh skrifaði:
Bonjour, pour le tour de cou montage 128 mailles:Rang 2: RANG 2 (= sur l'envers): 1 maille endroit, *1 maille envers, 2 mailles endroit*, répéter de *-* jusqu'à ce qu'il reste 2 mailles, et terminer par 1 maille envers et 1 maille endroit.sauf qu’à la fin du rang il reste 1 maille si on répète *1 maille env. 2mailles end. *! Merci pour votre retour
28.10.2024 - 17:42DROPS Design svaraði:
Bonjour Sharareh, j'ai le même calcul, je vais transmettre à nos stylistes, mais en attendant, je vous propose d'augmenter 1 m pour que les côtes tombent justes, pensez juste à la diminuer au dernier rang des côtes pour que le point mosaïque tombe juste. Merci pour votre retour. Bon tricot!
29.10.2024 - 08:47
Kellie Meade skrifaði:
When knitting the yarn over on the wrong side, it there supposed to be a hole after knitting it? Or am I supposed to knit like it is a twisted yarn over? Thanks very much.
07.02.2021 - 02:34DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Meade, yarn overs are worked knitted twisted to avoid holes. Happy knitting!
08.02.2021 - 11:35
Kellie Meade skrifaði:
When working the mosaic pattern, is the wrong side a knit row following the mosaic pattern?
30.11.2020 - 13:24DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Meade, from WS work all rows in garter stitch as shown in the diagram (= read now diagram from the left towards the right) holding yarn in front of piece (i.e. towards you and still on wrong side of piece) when slipping a stitch. Make sure that the yarn is not too tight on wrong side of piece. See also that video. Happy knitting!
30.11.2020 - 16:11
Gingras Suzanne skrifaði:
Bonjour POUR LE PATRON DROPS design: Modèle n°-019 \r\nHINT OF HEATHER SET\r\nJe voudrai avoir des explications supplémentaires entre les lignes 9, 10, 11 pour le changement de couleur du diagramme A1B
17.01.2019 - 21:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gingras, les rangs 9 et 10 se tricotent en coloris A, seules les mailles indiquées en coloris A sont tricotées, les autres sont glissées. Au rang 10, vous tricotez en coloris B et glissez les mailles représentées en coloris A dans le diagramme. Bon tricot!
18.01.2019 - 08:54
Gingras Suzanne skrifaði:
Bonjour POUR LE PATRON DROPS design: Modèle n°-019 \r\nHINT OF HEATHER SET\r\nJe voudrai avoir des explications supplémentaires entre les lignes 9, 10, 11 pour le changement de couleur du diagramme A1B
17.01.2019 - 21:15
Irmgard skrifaði:
Brauche dringend die Anleitung zu diesem Modell!!!Danke
10.08.2018 - 15:06
Ilse skrifaði:
Würde gern dieses Modell Stricken, kann aber die Anleitung nicht aufmachen! Was soll ich tun? Danke
23.07.2018 - 17:45
Ilse skrifaði:
Würde gern dieses Modell Stricken, kann aber die Anleitung nicht aufmachen! Hab keinen passenden Namen gefunden! Danke
23.07.2018 - 17:20
Hint of Heather Set#hintofheatherset |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónað hálsskjól og vettlingar úr DROPS Nord í garðaprjóni og mosaik mynstri.
DROPS 197-17 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Öll útaukning er gerð frá réttu! Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 122 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 2 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 12) = 10. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 10. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum er 9. og 10. hver lykkja prjónuð slétt saman. ÚTAUKNING-2 (á við um op fyrir þumal): Aukið út fyrir þumal hvoru megin við lykkju með prjónamerki í þannig: Byrjið strax á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Haldið svona áfram með útaukningu, en í næsta skipti sem aukið er út, er slegið 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við útauknar lykkjur frá fyrri útaukningu, þ.e.a.s. það verða 2 lykkjur fleiri á milli uppsláttar í hvert skipti sem aukið er út. MOSAIK MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 (hálsskjól) og A.2 (vettlingar) og lesið útskýringu á aðferðinni að neðan. Hver rönd í mynsturteikningu jafngildir 2 umferðum. Þ.e.a.s. frá réttu er mynsturteikning prjónuð frá hægi til vinstri og frá röngu er sama röð prjónuð frá vinstri til hægri. Í öllum umferðum frá réttu er þræðinum haldið aftan við stykkið (þ.e.a.s. frá röngu á stykki) þegar lykkjur er lyft af prjóni. Í öllum umferðum frá röngu er þræðinum haldið framan við stykkið (þ.e.a.s. að þér og ennþá frá röngu á stykki) þegar lykkju er lyft af prjóni. Passið uppá að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Til þess að fá betri yfirsýn yfir mynstur er hægt að setja eitt prjónamerki á milli hverra mynstureininga með A.1B/A.2B. A.1A/A.2A = Byrjunar lykkja frá réttu og enda lykkja frá röngu (það á að prjóna lykkjuna). A.1B/A.2B = 1 mynstureining. A.1C/A.2C = Enda lykkja frá réttu og byrjunar lykkja frá röngu (það á að prjóna lykkjuna). Í röð sem er alveg einlit í mynsturteikningu eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur án þess að lyfta nokkrum lykkjum af prjóni. Í fyrstu mynsturröð í A.1 og A.2 sem er með auða rúðu í A.1A/A.2A og A.1C/A.2C (litur A – röð er merkt með stjörnu í A.1A/A.2A), eiga allar lykkjur með lit A að prjónast slétt og allar lykkjur með lit C er lyft af prjóni. Í öðrum mynsturröðum sem hafa auða rúðu eða rúðu með stjörnu í A.1A/A.2A og A.1C/A.2C (lit A eða C), eiga allar lykkjur með lit A eða C að prjónast slétt og allar lykkjur með lit B er lyft af prjóni. Í hverri mynsturröð sem hefur svarta rúðu í A.1A/A.2A og A.1C/A.2C (litur B), eiga allar lykkjur með lit B að prjónast slétt og allar lykkjur með lit A eða C er lyft af prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður og saumað saman í lokin. Fyrst er prjónaður kantur efst, síðan er prjónað mosaik mynstur. Mikilvægt er að fylgja mynsturteikningu vel. Allt litamynstrið er prjónað í garðaprjóni, en ekki er prjónað mynstur í venjulegar lykkjur í garðaprjóni. Litamynstur er fengið með því að lyfta lykkjum af prjóni. Sjá útskýringu á mosaik mynstri áður en byrjað er að prjóna! HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 128-140 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum bleikfjólublár. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur. UMFERÐ 2 (ranga): 1 lykkja slétt, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 1 lykkju slétt. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stykkið mælist 3 cm frá uppfitjunarkanti. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið MOSAIK MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan. Þ.e.a.s. A.1A er prjónað yfir fyrstu lykkju, A.1B er endurtakið þar til 1 lykkja er eftir á prjóni (= 21-23 mynstureiningar með 6 lykkjum), endið með A.1C yfir síðustu lykkju. Haldið svona áfram með mynstur, en munið eftir að 1 röð í mynsturteikningu = 2 umferðir. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri röð merktri með ör í A.1B er aukið út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA. Í röð merktri með ör-1 er aukið út um 18-24 lykkjur jafnt yfir = 146-164 lykkjur (nú er pláss fyrir 24-27 mynstureiningar A.1B með 6 lykkjum). Í röð merktri með ör-2 er aukið út um 18-18 lykkjur jafnt yfir = 164-182 lykkjur. Í umferð merktri með ör-3 er aukið út um 18-18 lykkjur jafnt yfir = 182-200 lykkjur. Í röð merktri með ör-4 er aukið út um 12-14 lykkjur jafnt yfir = 194-214 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónað garðaprjón jafnt yfir = 194-214 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónað garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur með perlugrár þar til stykkið mælist 26-28 cm. JAFNFRAMT í síðustu umferð frá réttu er aukið út um 18-19 lykkjur jafnt yfir = 212-233 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur. UMFERÐ 2 (ranga): 1 lykkja slétt, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni og endið með 1 lykkju slétt. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til kanturinn mælist 3 cm. Prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Hálsskjólið mælist ca 30-32 cm ofan frá og niður. FRÁGANGUR: Saumið stykkið saman í hlið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Vettlingarnir eru prjónaðir fram og til baka á hringprjón, neðan frá og upp og saumaðir saman í hlið í lokin. Fyrst er prjónaður kantur neðst. Síðan er prjónað mosaik mynstur, áður en haldið er áfram í garðaprjóni með litnum perlugrár. Mikilvægt er að fylgja mynsturteikningu vel. Allt litamynstrið er prjónað í garðaprjóni, en ekki er prjónað mynstur í venjulegar lykkjur í garðaprjóni. Litamynstur er fengið með því að lyfta lykkjum af prjóni. Sjá útskýringu á mosaik mynstri áður en byrjað er að prjóna! Þumlar eru prjónaðir í hring á sokkaprjóna. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48-51 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum bleikfjólublár. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur. UMFERÐ 2 (ranga): 1 lykkja slétt, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju brugðna og endið með 1 lykkju slétt. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stykkið mælist 3 cm í báðum stærðum. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið 2 umferðir garðaprjón með litnum bleikfjólublár þar sem fækkað er um 2-1 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 46-50 lykkjur í umferð. Prjónið síðan MOSAIK MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan. Þ.e.a.s. A.2A er prjónað yfir fyrstu lykkju, A.2B er endurtekið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni (= 11 mynstureiningar A.2B með 4 lykkjum), endið með A.2C yfir síðustu lykkju. Haldið svona áfram með mynstur, en munið eftir að 1 röð í mynsturteikningu = 2 umferðir. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur með litnum perlugrár – JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu eftir A.2 er fækkað um 2-4 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 44-46 lykkjur. Þegar stykkið mælist 9-10 cm er sett 1 prjónamerki í 23.-24. lykkju í umferð (frá réttu). Í næstu umferð frá réttu er aukið út fyrir op fyrir þumal hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – sjá ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 7-8 sinnum = 58-62 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 15½-16½ cm. Setjið nú 15-17 þumal lykkjur á þráð. Í næstu umferð er fitjuð upp 1 ný lykkja aftan við þumallykkjur = 44-46 lykkjur í umferð. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 23-24 cm. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir = 40-42 lykkjur. Prjónið 3 umferðir slétt. Í næstu umferð er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir = 36-38 lykkjur. Endurtakið úrtöku með 4 lykkjum í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 7 sinnum = 12-14 lykkjur eftir á prjóni. Prjónið 1 umferð slétt. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6-7 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá. Þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 26-27 cm ofan frá og niður. ÞUMALL: Deilið 15-17 lykkjum af þræði á sokkaprjón 3 og prjónið að auki upp 2 lykkjur í kanti á bakhlið á þumallykkjum = 17-19 lykkjur. Prjónið GARÐAPRJÓN hringinn á sokkaprjóna – sjá útskýringu að ofan. Þegar þumallinn mælist 5½-6 cm prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 9-10 lykkjur. Prjónið 1 umferð án úrtöku. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 5-5 lykkjur. Klippið frá. Þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Þumallinn mælist ca 5½-6 cm ofan frá og niður. FRÁGANGUR: Saumið vettlinginn saman í hlið – saumið kant í kant í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði flatur. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48-51 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum bleikfjólublár. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur. UMFERÐ 2 (ranga): 1 lykkja slétt, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju brugðna og endið með 1 lykkju slétt. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stykkið mælist 3 cm í báðum stærðum. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið 2 umferðir garðaprjón með litnum bleikfjólublár þar sem fækkað er um 2-1 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 46-50 lykkjur í umferð. Prjónið síðan MOSAIK MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan. Þ.e.a.s. A.2A er prjónað yfir fyrstu lykkju, A.2B er endurtekið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni (= 11 mynstureiningar A.2B með 4 lykkjum), endið með A.2C yfir síðustu lykkju. Haldið svona áfram með mynstur, en munið eftir að 1 röð í mynsturteikningu = 2 umferðir. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur með litnum perlugrár – JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu eftir A.2 er fækkað um 2-4 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 44-46 lykkjur. Þegar stykkið mælist 9-10 cm er sett 1 prjónamerki í 21.-22. lykkju í umferð (frá réttu). Í næstu umferð frá réttu er aukið út fyrir op fyrir þumal hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – sjá ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 7-8 sinnum = 58-62 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 15½-16½ cm. Setjið nú 15-17 þumal lykkjur á 1 band. Í næstu umferð er fitjuð upp 1 ný lykkja aftan við þumal lykkjur = 44-46 lykkjur í umferð. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 23-24 cm. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir = 40-42 lykkjur. Prjónið 3 umferðir slétt. Í næstu umferð er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir = 36-38 lykkjur. Endurtakið úrtöku með 4 lykkjum í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 7 sinnum = 12-14 lykkjur eftir á prjóni. Prjónið 1 umferð slétt. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6-7 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá. Þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þráði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 26-27 cm ofan frá og niður. Prjónið þumal á sama hátt og á hægri vettlingi. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #hintofheatherset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.