DROPS / 197 / 29

Purple Way by DROPS Design

Prjónuð húfa úr DROPS Alpaca með mosaik mynstri og garðaprjóni. Prjónað sjal úr DROPS Alpaca með mosaik mynstri, garðaprjóni og röndum.

DROPS Design: Mynstur z-837
Garnflokkur A
-------------------------------------------------------

GARN Í ALLT SETTIÐ:
Stærð (á húfu): S/M – M/L
Höfuðmál: 54/56 – 56/58 cm
Efni:
DROPS ALPACA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
100 g litur 3800, bleikfjólublár
50 g litur 2020, ljós kamel
50 g litur 3770, dökk bleikur
50 g litur 100, natur

GARN Í HÚFU:
Stærð: S/M - M/L
Höfuðmál: ca 54/56 - 56/58 cm
Efni:
DROPS ALPACA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50-50 g litur 3800, bleikfjólublár
50-50 g litur 100, natur

GARN Í SJAL:
Mál: Lengd efst: ca 138 cm, hæð fyrir miðju: ca 26 cm
Efni:
DROPS ALPACA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50 g litur 2020, ljós kame
50 g litur 3770, dökk bleikur
50 g litur 3800, bleikfjólublár
50 g litur 100, natur

-------------------------------------------------------

FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

HÚFA:

PRJÓNFESTA:
23 lykkjur á breidd og 45 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3,5: lengd 60 cm eða 80 cm.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 60 cm eða 80 cm fyrir kanta með garðaprjóni.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

SJAL:

PRJÓNFESTA:
23 lykkjur á breidd og 45 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3,5: lengd 60 cm eða 80 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (10)

100% Alpakka
frá 792.00 kr /50g
DROPS Alpaca uni colour DROPS Alpaca uni colour 792.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Alpaca mix DROPS Alpaca mix 836.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3960kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.
Sjal: Sjá mynsturteikningu A.3 til A.6.

MOSAIK MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 fyrir húfu og A.3 og A.6 fyrir sjal og sjá útskýringu á aðferð að neðan.
Í öllum umferðum frá réttu er þræðinum haldið aftan við stykkið (þ.e.a.s. frá röngu á stykki) þegar lykkju er lyft af prjóni.
Í öllum umferðum frá röngu er þræðinum haldið framan við stykkið (þ.e.a.s. að þér og ennþá frá röngu á stykki) þegar lykkju er lyft af prjóni.
Passið uppá að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki!

Til þess að fá betri yfirsýn yfir mynstur er hægt að setja prjónamerki á milli hverra mynstureininga.

Mynstrið er prjónað með garðaprjóni.
A.1/A.3 = sýnir hvaða lit á að prjóna umferðina með.
Í hverri mynsturumferð sem byrjar og endar með svartri rúðu í A.1/A.3 (litur B), eiga allar lykkjur með lit B að prjónast slétt og allar lykkjur með lit A er lyft af prjóni.
Í hverri mynsturumferð sem byrjar og endar með auðri rúðu í A.1/A.3 (litur A), eiga allar lykkjur með lit A að prjónast slétt og allar lykkjur með lit B er lyft af prjóni.

ÚRTAKA (á við um húfu):
Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 122 lykkjur), mínus kantlykkjur (= 2 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 12) = 10. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna 9. og 10. hverja lykkju saman.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

HÚFA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón.

HÚFA:
Fitjið upp 112-122 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 3 með bleikfjólublár. Prjónið 8 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan.
Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið mynstur – sjá MOSAIK MYNSTUR, þannig:
Prjónið A.1 (= 1 lykkja), prjónið A.2 (= 11-12 lykkjur) yfir næstu 110-120 lykkjurnar (= 10-10 sinnum á breidd) og A.1 yfir síðustu lykkju.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 17-18 cm. Stykkið er síðan prjónað með garðaprjóni með bleikfjólublár. Fækkið nú lykkjum þannig:
Fækkið 11-12 lykkjur jafnt yfir í 4. hverri umferð – sjá ÚRTAKA, alls 9 sinnum = 13-14 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, dragið saman og festið vel. Húfan mælist ca 25-26 cm. Saumið húfuna saman innan við 1 kantlykkju með bleikfjólublár.

-------------------------------------------------------

SJAL – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, á ská frá horni að horni í stykkjum með garðaprjóni, röndum og mosaik mynstri.

SJAL:
Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 3,5 með ljós kamel. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan.

STYKKI-1 (garðaprjón í ljós kamel):
UMFERÐ 1 (rétta): Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju (= 1 lykkja fleiri).
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið bilið á undan næstu lykkju á vinstri prjón snúið slétt (= 1 lykkja fleiri), prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri).
Endurtakið umferð 1 og 2 þar til 63 lykkjur eru á prjóni (= alls 122 umferðir með garðaprjóni). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Stykkið mælist ca 56 cm, mælt meðfram fyrstu lykkju frá réttu.

STYKKI-2 (rendur):
Haldið áfram að auka út og fækka lykkjum eins og áður, en prjónaðar eru rendur þannig:
Klippið þráðinn frá þegar það verða meira en 4 umferðir garðaprjón áður en sami litur er notaður aftur.
Prjónið * 2 umferðir garðaprjón með dökk bleikur, 4 umferðir garðaprjón með ljós kamel *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum (= 18 umferðir garðaprjón) = 72 lykkjur á prjóni.
Prjónið rendur þannig: * Prjónið 2 umferðir með garðaprjóni með dökk bleikur, 4 umferðir með garðaprjóni með ljós kamel, 2 umferðir með garðaprjóni með dökk bleikur, 2 umferðir með garðaprjóni með bleikfjólublár, 4 umferðir með garðaprjóni með ljós kamel *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum (= 40 umferðir garðaprjón) = 92 lykkjur á prjóni. Stykkið mælist ca 88 cm, mælt meðfram fyrstu lykkju frá réttu.

STYKKI-3 (mosaik mynstur með dökk bleikur og ljós kamel):
Haldið áfram að auka út og fækka lykkjum eins og áður, en prjónið mynstur þannig:
Prjónið 2 umferðir garðaprjón með dökk bleikur = 93 lykkjur. Prjónið síðan MOSAIK MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, með dökk bleikur og ljós kamel þannig: Prjónið A.3 (= 1 lykkja), A.4 (= 18 lykkjur), prjónið A.5 (= 12 lykkjur) yfir næstu 72 lykkjurnar (= 6 sinnum á breidd), A.6 (= 1 lykkja) og A.3 yfir síðustu lykkjuna (þetta er lykkjan sem prjónaðar eru 2 lykkjur í frá réttu. Frá röngu er fyrri lykkjan prjónuð eins og A.3 og 2. lykkjan er prjónuð inn í mynstur A.6). Bilið sem er prjónað upp á milli 2 lykkja í hverri umferð frá röngu er prjónað inn í A.6.
Þegar A.3 til A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina (= 24 umferðir garðaprjón) eru 105 lykkjur á prjóni. Stykkið mælist ca 100 cm, mælt meðfram fyrstu lykkju frá réttu.

STYKKI-4 (rendur):
Haldið áfram að auka út og fækka lykkjum eins og áður, en prjónið rendur þannig:
Prjónið 2 umferðir garðaprjón með dökk bleikur, 4 umferðir garðaprjón með ljós kamel, 2 umferðir garðaprjón með dökk bleikur, 2 umferðir garðaprjón með bleikfjólublár, 4 umferðir með garðaprjón með ljós kamel, 2 umferðir garðaprjón með bleikfjólublár, 4 umferðir garðaprjón með ljós kamel, 2 umferðir garðaprjón með bleikfjólublár (= 22 umferðir garðaprjón) = 116 lykkjur á prjóni. Stykkið mælist ca 110 cm, mælt meðfram fyrstu lykkju frá réttu.

STYKKI-5 (mosaik mynstur með bleikfjólublár og natur):
Haldið áfram að auka út og fækka lykkjum eins og áður, en prjónið mynstur þannig:
Prjónið 2 umferðir garðaprjón með bleikfjólublár = 117 lykkjur.
Prjónið síðan mosaik mynstur með bleikfjólublár og natur þannig:
Prjónið A.3 yfir fyrstu lykkju, A.4 yfir næstu 18 lykkjurnar, prjónið A.5 yfir næstu 96 lykkjurnar (= 8 sinnum á breidd), A.6 yfir 1 lykkju og A.1 yfir síðust lykkjuna (þetta er lykkjan sem prjónaðar eru 2 lykkjur í frá réttu. Frá röngu er fyrri lykkjan prjónuð eins og A.3 og 2. lykkjan er prjónuð inn í mynstur A.6). Bilið sem prjónað er upp á milli 2 lykkja í hverri umferð frá röngu er prjónað inn í A.6.
Þegar A.3 til A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er mynstrið endurtekið á hæðina, í hvert skipti sem mynstrið er endurtekið er prjónuð 1 fleiri mynstureining af A.5 á breiddina.
Þegar A.3 til A.6 hefur verið prjóna 2 sinnum á hæðina (= 96 umferðir garðaprjón) eru 165 lykkjur á prjóni. Stykkið mælist ca 135 cm, mælt meðfram fyrstu lykkju frá réttu (nú eru eftir ca 3 cm). Ef óskað er eftir að hafa sjalið stærra er hægt að endurtaka mynstur A.3 til A.6 á hæðina að óskuðu máli.

STYKKI-6 (rendur):
Haldið áfram að auka út og fækka lykkjum eins og áður, en prjónið rendur þannig:
Prjónið 4 umferðir garðaprjón með ljós kamel, 2 umferðir garðaprjón með dökk bleikur, 2 umferðir garðaprjón með bleikfjólublár og fellið síðan af með bleikfjólublár. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, felli e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 28.11.2018
Leiðrétting HÚFA: Prjónið A.1 (= 1 lykkja), prjónið A.2 (= 11-12 lykkjur) yfir næstu 110-120 lykkjurnar (= 10-10 sinnum á breidd) og A.1 yfir síðustu lykkju.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Mynstur

= Litur A - natur /ljós kamel
= Litur B - bleikfjólublár/dökk bleikur

Athugasemdir (10)

Skrifa athugasemd!

Barbara Grieshaber 28.11.2018 - 18:46:

Ich verwende die identischen Farben wie in der Anleitung. Welche Farbe ist A bzw B im Mosaikmuster Bereich 3. Vielen Dank für ihre Hilfe

DROPS Design 29.11.2018 kl. 08:59:

Liebe Frau Grieshaber, im Mosaïkmuster Bereich 3 stricken Sie die Diagramme mit dunkelrosa und hellcamel - Farbe A = hellcamel und Farbe B = dunkelrosa. Viel Spaß beim stricken!

Tanja 25.11.2018 - 08:52:

Hallo, das Diagramm A2 für die Größe S/M stimmt nicht. Wenn man dieses aneinanderreiht entsteht ein völlig anderes Muster. Ich habe die Größe S/ M nun mit den 12 Maschen der größeren Größe gestrickt und die übrigen Maschen dem Muster angepasst.

DROPS Design 28.11.2018 kl. 08:27:

Liebe Tanja, Danke für den Hinweis, A.2 wird in der 1. Grösse korrigiert, und wird 11 M gestrickt wird. Viel Spaß beim stricken!

Britta 19.11.2018 - 19:44:

Hallo, ich möchte auch gerne wissen, ob die Rückseite so ausshieht wie die Vorderseite. Ein sehr schönes Muster!

DROPS Design 20.11.2018 kl. 11:38:

Liebe Britta, die Rückseite wird nicht gleich wie die Vorderseite sein - siehe dieses Video. Viel Spaß beim stricken!

роберт 24.10.2018 - 11:42:

как купить у вас пряжу?

DROPS Design 24.10.2018 kl. 14:10:

Здравствуйте Роберт. Пряжа продается в специализированных магазинах Drops. Здесь вы можете ознакомиться с адресами: https://www.garnstudio.com/findastore.php?id=20&cid=23

Jane Roy 03.07.2018 - 18:22:

Så flot. Lige noget for mig.

Ute 14.06.2018 - 19:21:

Sehr ansprechenden Farben! Ist das Muster mit Hebemaschen, so dass auch die Rückseite "ansehlich" ist?

Cécile M 14.06.2018 - 07:40:

Superbes combinaisons de couleurs !

Uschi 13.06.2018 - 17:04:

Ein ausgefallenes Muster in wunderschöner Farbkombination; das würde ich gerne machen. Das wäre sicher auch ein besonderes Geschenk.

Barbara Guess 08.06.2018 - 21:25:

What an unusual shawl. It's just what I've been looking for. Very unusual and inspiring. Thank you.

Christine 05.06.2018 - 20:50:

I love the stitch pattern and colour combination

Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-29

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.