Marianne Lindahl skrifaði:
Når det skal felles til ben, skal det felles 3 masker på hver side av midt foran og bak (totalt 12m) på en omgang? Eller skal det felles over tre omganger?
10.05.2022 - 21:46DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, maskerne skal felles på en gang og så fortsætter du med benene :)
11.05.2022 - 08:05
Salet Claire Marie skrifaði:
Bonjour, une fois que les augmentations du pantalon sont faites, comment doit on faire les diminutions? 6 mailles devant et 6 dos? Sur un seul tour? Merci de votre retour Claire marie
02.02.2021 - 19:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Salet, il faut en fait non pas diminue mais rabattre ces 6 mailles , ce sont les mailles de l'entrejambe qui seront ensuite assemblées entre elles (rabattez les 3 mailles avant le marqueur et les 3 mailles après le marqueur au milieu devant et au milieu dos). Bon tricot!
03.02.2021 - 08:32
Barbara skrifaði:
Hallo, danke für die Strickanleitung. Leider sind die Angaben für den Wollverbrauch nicht exakt. Bei Größe 80/86 habe ich lediglich 20g der weißen Wolle gebraucht, es sind aber 100g angegeben. Liebe Grüße
18.12.2020 - 11:47
Monica skrifaði:
Hvorfor er belegget til beltet 1 cm kortere enn beltet? Monteringen blir jo da så klumpete...
18.04.2019 - 16:58DROPS Design svaraði:
Hei Monica. Ja belegget strikkes i 10 cm, og er derfor ikke like langt som beltet. Det er selvfølgelig ikke noe i veien for at du strikker belegget lenger om du syntes dette blir penere. God fornøyelse
06.05.2019 - 10:17
Dorothee skrifaði:
Die Anleitung ist ungenau. Erst hat die Hose ab Beleg eine Länge von 18cm, und dann sibd es insgesamt plötzlich 40cm. Aber zwischen 18 und 40 wird nicht angegeben, dass weiter gestrickt werden soll. Das sollte geändert werden!!!!! Es gibt auch etwas ungeübte Strickerinnen, die nicht so fit sind. Ich gehöre auch dazu und mur fehlt jetzt ein Stück! Schade!!!
15.10.2018 - 09:29DROPS Design svaraði:
Liebe Dorothee, die Maßen stimmen: in der 2. Größe stricken Sie 10 cm Belegg + die Bruchkante + 11 cm A.1 (= 22 cm), dann stricken Sie die Hose = 13 cm + 5 cm (Zunahmen) (= 18 cm). Die gesamte Arbeit misst dann 22+18 cm = 40 cm von der Anschlagskante). Viel Spaß beim stricken!
15.10.2018 - 11:10
Shinny Upatree#shinnyupatreetrousers |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónaðar buxur fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð 6 mán – 6 ára.
DROPS Children 32-16 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (á við um útaukningu jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 108 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 26) = 4,15. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um innan á skálm): Byrjið 2 lykkjur á undan prjónamerki og prjónið þannig: 2 lykkjur slétt saman, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður. Fyrst er prjónað belti með líningu og mynstri. Stykkinu er síðan deilt við hvora skálm sem er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Prjónað er stroff með mynstri og líningu neðst niðri á hvorri skálm. Axlaböndin eru prjónuð fram og til baka (frá hlið) og saumuð á í lokin. LÍNING (á belti): Fitjið upp 108-120 (132-144-156) lykkjur á hringprjón 3 með litnum grár. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 10 cm, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur (uppábrot). Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BELTI: Prjónið síðan A.1 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 9-10 (11-12-13) sinnum á breidd). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, mælist beltið ca 11 cm og stykkið mælist ca 22 cm (meðtalin líning). BUXUR: HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Stykkið er prjónað áfram í sléttprjóni með litnum grár. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 26-24 (22-20-16) lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1= 134-144 (154-164-172) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. UPPHÆKKUN AÐ AFTAN: Nú er prjónuð upphækkun aftan á buxum til að þær passi betur. Prjónið sléttprjón fram og til baka þannig: Byrjið við miðju að aftan og prjónið 6-7 (7-8-8) lykkjur slétt, snúið stykkinu (til að koma í veg fyrir göt takið 1. lykkju af prjóni óprjónaða þegar prjónað er til baka og herðið aðeins á þræði). Prjónið 12-14 (14-16-16) lykkjur brugðið, snúið stykkinu. Prjónið 18-21 (21-24-24) lykkjur slétt, snúið stykkinu. Prjónið 24-28 (28-32-32) lykkjur brugðið, snúið stykkinu. Haldið svona áfram með því að prjóna 6-7 (7-8-8) lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við 6 sinnum til viðbótar (= alls 10 stuttar umferðir). Haldið síðan áfram í sléttprjóni hringinn yfir allar lykkjur. ÚTAUKNING: Þegar stykkið mælist 10-13 (18-20-22) cm frá belti (mælt við miðju að framan, eru nú ca 5 cm þar til buxurnar skiptast fyrir skálmar), setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 67-72 (77-82-86) lykkjur (merkir miðju að framan og miðju aftan á buxum). Aukið síðan út um 1 lykkju hvoru megin við þessi prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 8 sinnum = 166-176 (186-196-204) lykkjur. Á eftir síðustu útaukning mælist stykkið ca 15-18 (23-25-27) cm frá belti (mælt við miðju að framan). Stykkið mælist alls 37-40 (45-47-49) cm (meðtalin líning). Nú eru felldar af 6 lykkjur við miðju að framan og við miðju að aftan (þ.e.a.s. 3 lykkjur hvoru megin við bæði prjónamerkin). Hvor skálm er nú prjónuð til loka fyrir sig. SKÁLM: HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Byrjið við miðju að aftan, prjónið slétt yfir fyrstu 77-82 (87-92-96) lykkjur og setjið þær lykkjur sem eftir eru á þráð. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið sléttprjón hringinn. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= innan á skálm). Þegar skálmin mælist 2 cm frá þar sem stykkið skiptist, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í 4 minnstu stærðunum (þ.e.a.s. ekki er lykkjum fækkað í stærð 5/6 ára) – sjá LEIÐBEINING ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 6. hverri umferð alls 2-1 (3-2-0) sinnum = 73-80 (81-88-96) lykkjur. Í næstu umferð er fækkað um 1-0 (1-0-0) lykkjur = 72-80 (80-88-96) lykkjur. Þegar stykkið mælist 4-6 (9-10-14) cm frá skiptingu, fækkið lykkjum í næstu umferð þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur = 54-60 (60-66-72) lykkjur. Prjónið síðan A.2 (= 6 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 9-10 (10-11-12) sinnum á breidd). Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, mælist skálmin ca 10-12 (15-16-20) cm frá skiptingu. LÍNING (neðri kantur): Prjónið síðan líningu með litnum grár (líningin er síðar brotin upp og saumuð að skálm) þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur (= uppábrot). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið síðan líningu þannig: Prjónið sléttprjón hringinn (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn). Fellið af þegar líningin mælist 6 cm frá uppábroti. Prjónið hina skálmina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið uppá kant fyrir saum efst á buxum niður að röngu að belti og saumið við buxurnar með litnum grár, það á að sauma að umferð prjónuð með litnum grár á belti. Ef þetta verður of stíft eða of laust er hægt að jafna þetta til (saumið með saman lit og í umferð með líningu sem er saumuð að belti). Gerið saman á neðri kanti á báðum skálmun. AXLABÖND: Axlaböndin mælast ca 27-28 (30-32-35) cm á lengdina þegar þau hafa verið prjónuð til loka, það eru reiknaðir auka ca 5 cm í hvorri hlið, þannig að hægt er að jafna axlaböndin til eftir því sem barnið vex. Fitjaðu e.t.v. upp fleiri/færri lykkjur ef þú vilt hafa böndin lengri eða styttri (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4 + 2). Fitjið upp 66-70 (74-78-86) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 3 með litnum grár. Axlaböndin eru prjónuð fram og til baka í sléttprjóni. Prjónið 6 umferðir sléttprjón með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð frá réttu er prjónuð 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorir hlið (kantlykkjur eru prjónaðar í sama lit og fyrsta/síðasta lykkja í A.3, fyrsta umferð er prjónuð frá röngu – uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn). Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið uppábrot frá réttu með grár þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið ca 7 umferðir með grár (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn), brjótið niður kantinn og passið uppá að líningin herði ekki á axlaböndum, prjónið e.t.v. fleiri umferðir. Fellið af. Saumið uppfitjunarkantinn saman við affellingarkantinn í ystu lykkjubogana. Prjónið annað axlaband á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlaböndin í líninguna efst (þ.e.a.s. frá röngu við belti) með fínu spori ca 5 cm niður í hvorri hlið, með ca 8-8 (9-10-10) cm bil á milli banda við miðju að framan og við miðju að aftan. Saumið 6 lykkjur sem felldar voru af á milli skálma, að hverri annarri. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #shinnyupatreetrousers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 32-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.