Madeleine skrifaði:
Hej. Finns det möjligtvis något mönster till mössan/luvan?
10.11.2018 - 07:36DROPS Design svaraði:
Hej, mönstret till mössan hittar du i samma katalog, mönster Barn 32-1.
12.11.2018 - 17:04
Anne Pernille Rosfjord Wik skrifaði:
Er det mulig å strikke denne til voksen? i så fall, har dere tips til hvordan det kan gjøres? :)
21.10.2018 - 13:24DROPS Design svaraði:
Hei Anne. Det finnes dessverre ingen oppskrift på denne til voksen, men det er ikke noe i veien for at du prøver deg frem selv. Ta utgangspunkt i strikkefastheten: ta ønsket antall cm og del på 2,4. Tips til beltet: diagrammet A.1 går over 12 masker så det blir penest om dette går opp i hele rapporter. Lengde og maskeantalltall på skjørtet justeres som du selv ønsker. Prøv det på underveis. God fornøyelse.
23.10.2018 - 09:34
Katja skrifaði:
Hallo habe dieses Kleid gestrickt und habe es auch ganz toll hinbekommen dank eurer Anleitung. Hab nur ein Problem..der untere Beleg legt sich um und steht ab...wird das nach spannen und dämpfen besser? Vielen Dank für Antwort
09.10.2018 - 22:49DROPS Design svaraði:
Liebe Katja, ja genau, Sie können das Kleid mit Stecknadeln auf einer geeigneten Unterlage spannen, anfeuchten (z.B. mit einer Sprühflasche für Blumen) und trocknen lassen, danach entfernen Sie die Stecknadeln, dann sollte sich der Rand nicht mehr rollen.
10.10.2018 - 09:52
Maria skrifaði:
Er det korrekt at diagram A4 først skal strikkes på tillægget efter bukkekanten/picotkanten, således at det ender på vrangsiden/indersiden af kjolen?
06.10.2018 - 00:57DROPS Design svaraði:
Hej Maria, ja det stemmer, det sidste du ser på retsiden er A.3. God fornøjelse!
09.10.2018 - 09:38
Miss Cookie#misscookiedress |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónaður kjóll fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð 6 mán – 6 ára.
DROPS Children 32-2 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður. Fyrst er prjónað belti með líningu og mynstri, síðan er pilsið prjónað niður á við. Prjónuð er líning neðst niðri á pilsi með mynstri. Axlaböndin eru prjónuð fram og til baka (frá hlið) og saumuð á í lokin. LÍNING (á belti): Fitjið upp 108-120 (132-144-156) lykkjur á hringprjón 3 með litnum rauður. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 10 cm, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur (uppábrot). Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BELTI: Prjónið síðan A.1 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 9-10 (11-12-13) sinnum á breidd). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, mælist beltið ca 11 cm og stykkið mælist ca 22 cm (meðtalin líning). PILS: HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið með litnum rauður þannig: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur = 216-240 (264-288-312) lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. Prjónið A.2 (= 8 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 27-30 (33-36-39) sinnum á breidd). Þegar pilsið mælist 14-17 (20-23-27) cm og stykkið mælist alls ca 36-39 (42-45-49) cm (meðtalin kantur fyrir saum) – eru eftir ca 8 cm (prjónið e.t.v. að óskaðri lengd) – prjónið A.3 yfir allar lykkjur (= 18-20 (22-24-26) sinnum á breidd). Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, mælist pilsið ca 22-25 (28-31-35) cm og stykkið mælist alls ca 44-47 (50-53-57) cm (meðtalin kantur fyrir saum). LÍNING (neðri kantur): Prjónið með litnum natur þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur (= uppábrot). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga að myndast göt. Prjónið A.4 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 18-20 (22-24-26) sinnum á breidd). Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið stykkið áfram með litnum rauður. Prjónið þar til líningin mælist 8 cm frá uppábroti, fellið síðan af. Stykkið mælist alls ca 52-55 (58-61-65) cm (meðtalin líning). FRÁGANGUR: Brjótið uppá kant fyrir saum efst á pilsi að röngu að belti og saumið við pilsið með litnum rauður. Gerið það sama í neðri kanti. AXLABÖND: Axlaböndin mælast ca 27-28 (30-32-35) cm á lengdina þegar þau hafa verið prjónuð til loka, það eru reiknaðir auka ca 5 cm í hvorri hlið, þannig að hægt er að jafna axlaböndin til eftir því sem barnið vex. Fitjaðu e.t.v. upp fleiri/færri lykkjur ef þú vilt hafa böndin lengri eða styttri (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4 + 2). Fitjið upp 66-70 (74-78-86) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 3 með litnum rauður. Axlaböndin eru prjónuð fram og til baka í sléttprjóni. Prjónið 6 umferðir sléttprjón með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð frá réttu er prjónuð 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni (= uppábrot). Prjónið síðan A.5 (= 4 lykkjur) með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (kantlykkjur eru prjónaðar í sama lit og fyrsta/síðasta lykkja í A.5, fyrsta umferð er prjónuð frá röngu – uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn). Þegar A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið uppábrot frá réttu með litnum grár þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið ca 7 umferðir með litnum rauður (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn), brjótið niður kantinn og passið uppá að líningin herði ekki á axlaböndum, prjónið e.t.v. fleiri umferðir. Fellið af. Saumið uppfitjunarkantinn saman við affellingarkantinn í ystu lykkjubogana. Prjónið annað axlaband til viðbótar. FRÁGANGUR: Saumið axlaböndin í líninguna efst (þ.e.a.s. frá röngu við belti) með fínu spori ca 5 cm niður í hvorri hlið, með ca 8-8 (9-10-10) cm bil á milli banda við miðju að framan og við miðju að aftan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #misscookiedress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 32-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.