Aude skrifaði:
Bonjour, Je débute dans le tricot ! si je tricote avec un seul fil, je dois réduire la taille des aiguilles de moitié ?
15.01.2019 - 11:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Aude, si vous débutez, essayez-vous plutôt sur un modèle avec les laines indiquées et l'échantillon recommandé, ce sera ainsi beaucoup plus simple que de tout recalculer. Nous ne sommes malheureusement pas en mesure de pouvoir ajuster chacun de nos modèles à chaque demande individuelle, mais vous pouvez chercher un autre modèle correspondant à votre tension et/ou demander conseil auprès du magasin où vous avez acheté votre fil. Bon tricot!
15.01.2019 - 16:26
Francine skrifaði:
Lorsqu’une aiguille circulaire no 7 est requise, est-ce que ça signifie grosseur 7 mm? Merci!
05.09.2018 - 19:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Francine, tout à fait, c'est le système métrique qui est indiqué pour la taille des aiguilles dans les explications en français. Bon tricot!
06.09.2018 - 08:07
Vanilleski skrifaði:
Bonjour, Où est indiqué le nombre de pelotes nécessaire pour réaliser ce châle svp ? Merci
20.08.2018 - 18:38DROPS Design svaraði:
Bonsoir! Il vous faut 50 g coloris 27, bleu jeans (2 pelotes) et 50 g coloris 28, bleu marine (2 pelotes). Au total 4 pelotes pour ce chale. Bon travail!
20.08.2018 - 21:36
Mc skrifaði:
Bonjour, Je lis vos explications et je ne comprends pas comment commencer ! Faut il faire une maille bleu jean et la seconde bleu marine ? et ainsi de suite .... ou faut il avoir les 2 fils sur la même maille ? Merci
31.07.2018 - 16:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Mc, le châle se tricote entièrement avec un fil de chaque couleur: 1 fil bleu jeans et 1 fil bleu marine. Tricotez les 2 fils ensemble comme s'il n'y en avait qu'un seul. Bon tricot!
01.08.2018 - 08:40
Elżbieta skrifaði:
Nareszcie wzór prostej, pięknej chusty!
12.06.2018 - 22:56
Midnight Hour#midnighthourshawl |
|
![]() |
![]() |
Prjónað sjal úr 2 þráðum DROPS Kid-Silk í garðaprjóni og affellingu með picot.
DROPS 194-11 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður á hringprjón með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Uppslættirnir eru prjónaðir slétt svo að það myndist gat þegar aukið er út. SJAL: Fitjið upp 9 lykkjur með 1 þræði af hvorum lit (= 2 þræðir) á hringprjón 7. Prjónið síðan þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sini uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt = 13 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í miðju lykkju. UMFERÐ 2 (= ranga): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt = 2 lykkjur fleiri. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur fram að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðju lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt = 4 lykkjur færri. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Endurtakið síðan umferð 2 og 3 þar til stykkið mælist ca 40 cm mælt meðfram miðju lykkju eða að óskaðri lengd. Stillið af að næsta umferð sé frá réttu. AFFELLING MEÐ PICOT: Skiptið yfir í 2 þræði í litinn gallabuxnablár og fellið laust af frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, * stingið hægri prjóni á milli 2 fyrstu lykkja á vinstri prjóni (þ.e.a.s. í bili á milli lykkja á prjóni, ekki í gegnum lykkjurnar), sláið 1 sinni uppá hægri prjón, dragið uppsláttinn fram á milli lykkja og setjið uppsláttinn á vinstri prjón *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum (= 3 nýjar lykkjur á vinstri prjón), prjónið sléttar lykkjur og fellið af 6lykkjur (= 1. lykkja á hægri prjóni + 3 uppslættir + 2 lykkjur). Nú er haldið áfram að prjóna frá *-* og felldar af 6 lykkjur alveg eins meðfram allri affellingunni. Þegar ekki eru nægilega margar lykkjur eftir til að gera nýjan picot eru þær lykkjur sem eftir eru felldar af. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum síðustu lykkju. Festið enda. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #midnighthourshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.