DROPS / 194 / 28

Mabelle by DROPS Design

Prjónað sjal með garðaprjóni, röndum og affellingu með picot. Stykkið er prjónað úr DROPS Baby Merino.

Leitarorð: rendur, sjal,

DROPS Design: Mynstur bm-054
Garnflokkur A
-------------------------------------------------------

Mál:
Hæð: ca 38 cm mælt í miðju á stykki.
Breidd: ca 200 cm meðfram efri hlið.
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
150 g litur 19, grár
100 g litur 22, ljós grár
50 g litur 26, ljós bleikfjólublár
50 g litur 27, bleikfjólublár

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
23 lykkjur á breidd og 45 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3,5: lengd 80 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (10)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 5236kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður á hringprjón með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Uppslátturinn er prjónaður slétt þannig að það myndist gat þegar aukið er út.

SJAL:
Fitjið upp 9 lykkjur á hringprjón 3,5 með ljós grár. Prjónið 1 umferð slétt.
Í næstu umferð er prjónað þannig:
UMFERÐ 1 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri).
UMFERÐ 2 (= ranga): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri).

Prjónið UMFERÐ 1-2 alls 5 sinnum = 29 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

UMFERÐ 3 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 8 sinnum og prjónið 3 lykkjur slétt (= 10 lykkjur fleiri) = 39 lykkjur í umferð.
UMFERÐ 4 (= ranga): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri) = 41 lykkjur í umferð.

Prjónið UMFERÐ 1-2 alls 10 sinnum = 81 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 5 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 25 sinnum og prjónið 3 lykkjur slétt (= 27 lykkjur fleiri), 108 lykkjur í umferð.
UMFERÐ 6 (= ranga): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri) = 110 lykkjur í umferð.

Prjónið UMFERÐ 1-2 alls 15 sinnum = 170 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 7 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 55 sinnum og prjónið 3 lykkjur slétt (= 57 lykkjur fleiri), 227 lykkjur í umferð.
UMFERÐ 8 (= ranga): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri) = 229 lykkjur í umferð.

Nú eru rendur prjónaðar til skiptis 2 umferðir garðaprjón með ljós bleikfjólubláum og 2 umferðum garðaprjón með ljós gráum. Til að þræðirnir fylgi áfram með í stykkinu verður að hekla með báðum þráðunum í byrjun á umferð.
Byrjið með ljós bleikfjólublár og prjónið þannig:
UMFERÐ 9 (= rétta): Notið báða litina: Sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 1 lykkju slétt með báðum litum. Takið frá litinn sem ekki á að nota, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri).
UMFERÐ 10 (= ranga): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri).

* Skiptið yfir í ljós grár og prjónið UMFERÐ 9-10. Skiptið yfir í ljós bleikfjólublár og prjónið UMFERÐ 9-10 *. Prjónið frá *-* alls 10 sinnum = alls eru 22 umferðir garðaprjón með ljós bleikfjólublár og 20 umferðir með garðaprjóni með ljós grár. Nú eru 313 lykkjur í umferð, hægt er að klippa ljós bleikfjólubláa þráðinn frá og festa.

Prjónið síðan með ljós grár.
UMFERÐ 11 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 102 sinnum og prjónið 4 lykkjur slétt (= 104 lykkjur fleiri), 417 lykkjur í umferð.
UMFERÐ 12 (= ranga): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri) = 419 lykkjur í umferð.

Prjónið nú rendur með til skiptis 2 umferðir garðaprjón með gráum og 2 umferðir garðaprjón með ljós grár. Til að þræðirnir fylgi áfram með í stykkinu verður að hekla með báðum þráðunum í byrjun á umferð.
Byrjið með grár og prjónið þannig:
UMFERÐ 13 (= rétta): Notið báða litina: Sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 1 lykkju slétt með báðum litum. Takið frá litinn sem ekki á að nota, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri).
UMFERÐ 14 (= ranga): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri).

* Skiptið yfir í ljós grár og prjónið UMFERÐ 13-14. Skiptið yfir í grár og prjónið UMFERÐ 13-14 *. Prjónið frá *-* alls 5 sinnum = alls eru 12 umferðir garðaprjón með grár og 10 umferðir með garðaprjóni með ljós grár. Nú eru 463 lykkjur í umferð, hægt er að klippa ljós gráa þráðinn frá og festa.

Haldið áfram með grár og prjónið UMFERÐ 1-2 alls 25 sinnum til viðbótar = 50 umferðir með garðaprjóni með gráum.
Nú eru 563 lykkjur í umferð, hægt er að klippa gráa þráðinn frá og festa.

AFFELLING MEÐ PICOT.
Skiptið yfir í ljós bleikfjólublár og fellið laust af frá réttu þannig:
Prjónið 1 lykkju slétt, * stingið inn hægri prjón á milli 2 fyrstu lykkja á vinstri prjóni (þ.e.a.s. í bilið á milli lykkja á prjóni, ekki í gegnum lykkjurnar), sláið 1 sinni uppá hægri prjón, dragið uppsláttinn á milli lykkja og setjið uppsláttinn yfir á vinstri prjón *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum (= 3 nýjar lykkjur á vinstri prjóni), prjónið sléttar lykkjur og fellið af næstu 6 lykkjurnar 1 og 1 (= 1. lykkja á hægri prjóni + 3 uppslættir og 2 lykkjur á vinstri prjóni). Haldið nú áfram með að prjóna frá *-* + fellið af 6 lykkjur alveg eins meðfram öllum affellingarkanti þar til ekki eru nægileg margar lykkjur eftir til að gera nýjan picot og fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Klippið frá, dragið bandið í gegnum síðustu lykkjuna og festið enda.

Athugasemdir (10)

Skrifa athugasemd!

Linda Pettersson 26.12.2018 - 19:40:

Jg får inte detta att gå ihop. På varv 3 ska man öka 10 + 2 maskor 10 ggr, det blir 120 maskor men man ska ha 81st när man är klar, det får jag inte att samma

Linda Pettersson 26.12.2018 - 19:38:

Jag

Julianna Pap 20.12.2018 - 08:30:

Ja men naturligtvis...jag missade att de två räta skulle stickas ihop! Tur jag inte hunnit så långt. Tack!

Julianna Pap 19.12.2018 - 06:49:

Hej. Det måste ha blivit ngt fel vid varv 11 va? Om man ska höra 2 omslag mellan stjärnorna och det 102ggr, samt 2 omslag innan så borde den ökningen på varvet rimligen vara (2×102)+2=206...vilket då borde ge 519maskor på varvet...hoppas jag. För det fick jag.

DROPS Design 20.12.2018 kl. 08:26:

Hei julianna. Du lager 1 kast (1 maske økt), striker 2 masker rett sammen (=1 maske felt), 1 kast (=1 maske økt), 1 rett. Du øker altså 2 masker, men du feller også 1 maske - så du har totalt økt 1 maske. Dette gjentas 102 ganger = 102 masker økt. På starten øker du også 2 masker. Du har derfor: 313 + 102 + 2 = 417 masker på pinnen etter 11 omgang. God fornøyelse.

Anna 25.10.2018 - 20:36:

I do not undrstand show to do yarn over at the beginning of the raw? It can not be first stitch.

DROPS Design 26.10.2018 kl. 08:59:

Dear Anna, just make the yarn over (pass the yarn over the right needle) before knitting first stitch on the row. On next row, work YO into front loop so that it creates a hole. Happy knitting!

Anxeles 14.09.2018 - 17:12:

Me encanta el patrón. Soy principiante y estoy llegando al borde de picot aunque no lo tengo muy claro. Hay algún vídeo que lo explique más gráfico? Gracias

DROPS Design 17.09.2018 kl. 20:42:

Hola Anxeles. Aquí tienes el video:

Elżbieta 20.07.2018 - 20:21:

Świetny zestaw kolorystyczny

Marianne 10.07.2018 - 16:37:

Jeg glæder mig til den opskrift kommer, jeg vil gerne lave det lækre sjal.

Yvonne Lin-van Der Veen 13.06.2018 - 13:27:

Prachtige zachte kleurencombinatie.

Delphine Vergnes 05.06.2018 - 20:21:

Love this shawl, the soft pastel colors, it seems so soft and delicate

Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-28

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.