DROPS / 194 / 24

Vintage Vibe by DROPS Design

Prjónað sjal úr DROPS BabyAlpaca Silk. Stykkið er prjónað í vinkil með gatamynstri, röndum og garðaprjóni

DROPS Design: Mynstur bs-144
Garnflokkur A
-------------------------------------------------------

Mál: Breidd: ca 40-46 cm, lengd: ca 198-204 cm.
Efni:
DROPS BABYALPACA SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
200-200 g litur 8465, milligrár
100-100 g litur 0100, natur
100-100 g litur 8108, ljós grár
100-100 g litur 3250, ljós bleikfjólublár

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
24 lykkjur á breidd og 32 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 60 cm eða 80 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (5)

70% Alpakka, 30% Silki
frá 1210.00 kr /50g
DROPS BabyAlpaca Silk uni colour DROPS BabyAlpaca Silk uni colour 1210.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 12100kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.25. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

MÁL:
Öll mál eru gerð meðfram kantlykkjum í hlið.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka í vinkil í 2 alveg eins hlutum og saumað saman í miðju í lokin. Hlutarnir eru prjónaðir frá skammhlið að miðju á stykki með mismunandi einingum með röndum, gatamynstri og sléttprjóni í vinkil. Í lokin er stykkinu skipt upp og prjónað er fram og til baka einungis yfir helming af lykkjum. Þetta er gert samtímis sem lykkjum er fækkað á hvorri hlið til að fá rétt endalok mitt í stykkinu.

STYKKI 1:
Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 3 með milligrár.
Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan þannig:
UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið 2 kantlykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðju lykkja, setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni (= alls 4 lykkjur fleiri).
UMFERÐ 2 (= frá röngu): Prjónið sléttar lykkjur að lykkju með prjónamerki, uppslátturinn er prjónaður slétt, það eiga að myndast göt, prjónið lykkju með prjónamerki brugðna, prjónið sléttar lykkjur út umferðina.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur að miðju lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðju lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni (= alls 4 lykkjur fleiri).
Endurtakið umferð 2 og 3, þ.e.a.s. aukið út um 4 lykkjur í hverri umferð frá réttu, miðju lykkja er prjónuð með sléttprjóni og aðrar lykkjur eru prjónaðar með garðaprjóni.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Haldið svona áfram þar til 139-163 lykkjur eru eftir í umferð. Prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við miðju lykkju með því að prjóna 2 lykkjur í sömu lykkju = 141-165 lykkjur (= 70-82 lykkjur hvoru megin við miðju lykkju).
Haldið nú áfram að auka út hvoru megin við miðju lykkju, en lykkjum er fækkað innan við 2 kantlykjum á hvorri hlið á stykki, þ.e.a.s. lykkjufjöldinn verður sá sami, þannig:

HLUTI 1 (gatamynstur og garðaprjón):
Prjónið með milligrár þannig:
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.1 (= 5 lykkjur), prjónið A.2 (= 2 lykkjur) þar til eftir er 1 lykkja á undan miðju lykkju (= 31-37 sinnum á breidd), A.3 (= 1 lykkja), 1 lykkja með sléttprjóni (= miðju lykkja), A.4 (= 2 lykkjur), prjónið A.2 þar til 8 lykkjur eru eftir (= 30-36 sinnum á breidd), A.5 (= 6 lykkjur) og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni.
Þegar A.1 til A.5 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 2 cm – lesið MÁL að ofan.
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.6 (= 5 lykkjur), prjónið A.7 (= 2 lykkjur) þar til eftir er 1 lykkja á undan miðju lykkju (= 31-37 sinnum á breidd), A.8 (= 1 lykkja), 1 lykkja með sléttprjóni (= miðju lykkja), A.9 (= 2 lykkjur), prjónið A.7 þar til 8 lykkjur eru eftir (= 30-36 sinnum á breidd), A.10 (= 6 lykkjur) og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni.
Þegar A.6 til A.10 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 4 cm.

HLUTI 2 (gatamynstur):
Prjónið með natur þannig:
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.11 (= 9 lykkjur), prjónið A.12 (= 12 lykkjur) þar til 11 lykkjur eru eftir á undan miðju lykkju (= 4-5 sinnum á breidd), A.13 (= 11 lykkjur), 1 lykkja sléttprjón (= miðju lykkja), A.14 (= 10 lykkjur), prjónið A.12 þar til 12 lykkjur eru eftir (= 4-5 sinnum á breidd), A.15 (= 10 lykkjur) og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni.
Þegar A.11 til A.15 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 7 cm.

HLUTI 3 (garðaprjón og gatamynstur):
Prjónið með milligrár þannig:
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.6 yfir 5 lykkjur, prjónið A.7 þar til 1 lykkja er eftir á unda miðju lykkju (= 31-37 sinnum á breidd), A.8 yfir 1 lykkju, 1 lykkja með sléttprjóni (= miðju lykkja), A.9 yfir 2 lykkjur, prjónið A.7 þar til 8 lykkjur eru eftir (= 30-36 sinnum á breiddina), A.10 yfir 6 lykkjur og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni.
Þegar A.6 til A.10 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 9 cm.
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir 5 lykkjur, prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir á undan miðju lykkju (= 31-37 sinnum á breidd), A.3 yfir 1 lykkju, 1 lykkja sléttprjón (= miðju lykkja), A.4 yfir 2 lykkjur, prjónið A.2 þar til 8 lykkjur eru eftir (= 30-36 sinnum á breidd), A.5 yfir 6 lykkjur og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni.
Þegar A.1 til A.5 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 11 cm.

HLUTI 4 (rendur og garðaprjón):
Haldið áfram með garðaprjón og miðju lykkju með sléttprjóni, eins og A.6 til A.10 (eins og í 3. hluta, mynsturteikning er endurtekin á hæðina), en rendur eru prjónaðar þannig:
Prjónið * 2 umferðir garðaprjón með ljós bleikfjólublár, 2 umferðir garðaprjón með milligrár *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum (= 8 umferðir garðaprjón), * 2 umferðir garðaprjón með ljós bleikfjólublár, 2 umferðir garðaprjón með ljós grár *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum (= 8 umferðir garðaprjón), prjónið 2 umferðir garðaprjón með ljós bleikfjólublár.
Þegar rendurnar hafa verið prjónaðar til loka, mælist stykkið ca 19 cm.

HLUTI 5 (gatamynstur):
Prjónið með ljós grár þannig:
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.16 (= 9 lykkjur), prjónið A.17 (= 6 lykkjur) þar til 5 lykkjur eru eftir á undan miðju lykkju (= 9-11 sinnum á breidd), A.18 (= 5 lykkjur), 1 lykkja sléttprjón (= miðju lykkja), A.19 (= 4 lykkjur), prjónið A.17 þar til eftir eru 12 lykkjur (= 9-11 sinnum á breidd), A.20 (= 10 lykkjur) og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni.
Þegar A.16 til A.20 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 22 cm.

HLUTI 6 (gatamynstur):
Prjónið með natur þannig:
Haldið áfram með úrtöku og útaukningar eins og áður, en prjónið 2 umferðir sléttprjón með 2 kantlykkjum með garðaprjóni á hvorri hlið á stykki.
Prjónið síðan mynstur þannig:
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.21 (= 15 lykkjur), prjónið A.22 (= 12 lykkjur) þar til 5 lykkjur eru eftir á undan miðju lykkju (= 4-5 sinnum á breidd), A.23 (= 5 lykkjur), 1 lykkja sléttprjón (= miðju lykkja), A.24 (= 4 lykkjur), prjónið A.22 þar til 18 lykkjur eru eftir (= 4-5 sinnum á breidd), A.25 (= 16 lykkjur) og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni.
Endurtakið A.21 til A.25 á hæðina, alls 3 sinnum.
Stykkið mælist ca 36 cm.
Haldið áfram með úrtöku og útaukningu eins og áður, en prjónið 2 umferðir sléttprjón með 2 kantlykkjum með garðaprjóni á hvorri hlið á stykki.

HLUTI 7 (rendur og garðaprjón):
Haldið áfram með garðaprjón og miðju lykkju með sléttprjóni eins og A.6 til A.10 (eins og í 3 hluta, mynsturteikning er endurtekin á hæðina), en rendur eru prjónaðar þannig:
Prjónið * 2 umferðir garðaprjón með ljós bleikfjólublár, 2 umferðir garðaprjón með milligrár *, prjónið frá *-* alls 11 sinnum (= 44 umferðir með garðaprjóni).
Þegar rendurnar hafa verið prjónaðar til loka, mælist stykkið ca 50 cm.

HLUTI 8 (sléttprjón):
Prjónið með ljós bleikfjólublár þannig:
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, fækkið lykkjum eins og áður, prjónið sléttprjón að miðju lykkju, aukið út eins og áður og prjónið sléttprjón þar til 4 lykkjur eru eftir, fækkið lykkjum eins og áður og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 56 cm.

HLUTI 9 (rendur og garðaprjón):
Haldið áfram með garðaprjón og miðju lykkju með sléttprjóni, eins og A.6 til A.10 (eins og í 3. hluta, mynsturteikning er endurtekin á hæðina), en prjónið rendur þannig:
Prjónið * 2 umferðir garðaprjón með natur, 2 umferðir garðaprjón með ljós grár *, prjónið frá *-* alls 8 sinnum (= 16 umferðir garðaprjón).
Þegar rendurnar hafa verið prjónaðar til loka, mælist stykkið ca 67 cm.

HLUTI 10 (rendur og garðaprjón):
Haldið áfram með garðaprjón og miðju lykkju með sléttprjóni, eins og A.6 til A.10 (eins og í 3. hluta, mynsturteikning er endurtekin á hæðina) en prjónið rendur þannig:
Prjónið * 2 umferðir garðaprjón með ljós bleikfjólublár, 2 umferðir garðaprjón með ljós grár *, prjónið frá *-* alls 5 sinnum (= 20 umferðir garðaprjón).
Prjónið * 2 umferðir garðaprjón með ljós bleikfjólublár, 2 umferðir garðaprjón með milligrár *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum (= 16 umferðir garðaprjón).
Þegar rendurnar hafa verið prjónaðar, mælist stykkið ca 79 cm.

HÆGRI HLIÐ:
Prjónið nú fram og til baka yfir helming af lykkjum og fækkað er um 1 lykkju á hvorri hlið í hverri umferð frá réttu til loka.

HLUTI 11 (gatamynstur og garðaprjón):
Prjónið með milligrár þannig:
Prjónið sléttar lykkjur eins og áður fram að miðju lykkju (þ.e.a.s. fækkað er um 1 lykkju), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri eins og áður), prjónið 1 lykkju í miðju lykkju, en látið miðju lykkjuna verða eftir á vinstri prjóni (þ.e.a.s. miðjulykkjan verður 2 lykkjur) = 71-83 lykkjur.
Setjið afgang af lykkjum á band fyrir vinstri hlið.
Prjónið 1 umferð slétt frá röngu.
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir næstu 5 lykkjurnar, prjónið A.2 þar til eftir eru 6 lykkjur (= 29-35 sinnum á breidd) og endið með A.5 yfir síðustu 6 lykkjurnar, en síðasta lykkjan í A.5 er prjónuð slétt frá röngu (þ.e.a.s. lykkjan er prjónuð eins og lykkja með garðaprjóni).
Þegar A.1, A.2 og A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 63-75 lykkjur á prjóni.
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.6 yfir næstu 5 lykkjurnar, A.7 þar til 6 lykkjur eru eftir (= 25-31 sinnum á breidd) og endið með A.10 yfir síðustu 6 lykkjurnar, en síðasta lykkjan í A.10 er prjónuð slétt frá röngu (þ.e.a.s. lykkjan er prjónuð eins og lykkja með garðaprjóni).
Haldið svona áfram með mynstur þar til 57-69 lykkjur eru eftir á prjóni (= 6 umferðir garðaprjón).

HLUTI 12 (gatamynstur):
Prjónið með natur þannig:
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.11 yfir næstu 9 lykkjur, A.12 þar til 10 lykkjur eru eftir (= alls 3-4 sinnum) og endið með A.15 yfir síðustu 10 lykkjurnar.
Þegar A.11, A.12 og A.15 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 47-59 lykkjur á prjóni.

HLUTI 13 (gatamynstur og garðaprjón):
Prjónið með milligrár til loka.
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.6 yfir næstu 5 lykkjurnar, A.7 þar til 6 lykkjur eru eftir (= 17-23 sinnum á breidd) og endið með A.10 yfir síðustu 6 lykkjurnar, en síðasta lykkjan í A.10 er prjónuð slétt frá röngu (þ.e.a.s. lykkjan er prjónuð eins og lykkja með garðaprjóni).
Þegar A.6, A.7 og A.10 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 39-51 lykkjur á prjóni.
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir næstu 5 lykkjurnar, prjónið A.2 þar til 6 lykkjur eru eftir (= 13-19 sinnum á breidd) og endið með A.5 yfir síðustu 6 lykkjurnar, en síðasta lykkjan í A.5 er prjónuð slétt frá röngu (þ.e.a.s. lykkjan er prjónuð eins og lykkja með garðaprjóni).
Þegar A.1, A.2 og A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 31-43 lykkjur á prjóni.
Prjónið nú stykkið til loka með garðaprjóni með 1 lykkju sléttprjóni innan við 2 kantlykkjur og lykkjum er fækkað á hvorri hlið á stykki eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni. Prjónið 3 lykkjur slétt saman, klippið frá, dragið bandið í gegnum síðustu lykkjuna og herðið að. Festið enda vel.

VINSTRI HLIÐ:
Setjið til baka lykkjur frá bandi á hringprjóninn = 71-83 lykkjur.

HLUTI 11 (gatamynstur og garðaprjón):
Prjónið með milligráum.
Prjónið 1 umferð slétt frá röngu.
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir næstu 5 lykkjurnar, en fyrsta lykkjan í A.1 er prjónuð slétt frá röngu (þ.e.a.s. lykkjan er prjónuð eins og lykkja með garðaprjóni), prjónið A.2 þar til 6 lykkjur eru eftir (= 29-35 sinnum á breidd) og endið með A.5 yfir síðustu 6 lykkjurnar.
Þegar A.1, A.2 og A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 63-75 lykkjur á prjóni. Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.6 yfir næstu 5 lykkjurnar, en fyrsta lykkjan í A.6 er prjónuð slétt frá röngu (þ.e.a.s. lykkjan er prjónuð eins og lykkja með garðaprjóni), A.7 þar til 6 lykkjur eru eftir (= 25-31 sinnum á breidd) og endið með A.10 yfir síðustu 6 lykkjurnar.
Haldið svona áfram með mynstur þar til 57-69 lykkjur eru á prjóni (= 6 umferðir garðaprjón).

HLUTI 12 (gatamynstur):
Prjónið með natur þannig:
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.11 yfir næstu 9 lykkjurnar, A.12 þar til 10 lykkjur eru eftir (= alls 3-4 sinnum) og endið með A.15 yfir síðustu 10 lykkjurnar.
Þegar A.11, A.12 og A.15 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 47-59 lykkjur á prjóni.

HLUTI 13 (gatamynstur og garðaprjón):
Prjónið með milligrár til loka.
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.6 yfir næstu 5 lykkjurnar, en fyrsta lykkjan í A.6 er prjónuð slétt frá röngu (þ.e.a.s. lykkjan er prjónuð eins og lykkja með garðaprjóni), A.7 þar til 6 lykkjur eru eftir (= 17-23 sinnum á breidd) og endið með A.10 yfir síðustu 6 lykkjurnar.
Þegar A.6, A.7 og A.10 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 39-51 lykkjur á prjóni.
Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir næstu 5 lykkjurnar, en fyrsta lykkjan í A.1 er prjónuð slétt frá röngu (þ.e.a.s. lykkjan er prjónuð eins og lykkja með garðaprjóni), prjónið A.2 þar til 6 lykkjur eru eftir (= 13-19 sinnum á breidd) og endið með A.5 yfir síðustu 6 lykkjurnar.
Þegar A.1, A.2 og A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 31-43 lykkjur á prjóni.
Prjónið nú stykkið til loka með garðaprjóni, með 1 lykkju sléttprjón innan við 2 kantlykkjur og lykkjum er fækkað á hvorri hlið á stykki eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni. Prjónið 3 lykkjur slétt saman, klippið frá, dragið þráðinn í gegnum síðustu lykkjuna og herðið að. Festið vel. Stykki 1 mælist ca 99-102 cm alls.

STYKKI 2:
Prjónið eins og stykki 1.

FRÁGANGUR:
Saumið saman stykki 1 og 2. Saumið í skammhlið í lokin á hvoru stykki, saumið í ystu lykkjubogana með milligrár.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= slétt frá röngu
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
= þessi rúða sýnir enga lykkju, farðu beint áfram í næsta tákn í mynsturteikninguAthugasemdir (5)

Skrifa athugasemd!

Mareike 22.11.2018 - 07:27:

Ich habe diese wunderschöne Stola gestrickt, allerdings ist in der Anleitung ein Fehler. Es müsste heißen: "1 Masche wie zum Rechtsstricken abheben, 2 Maschen rechts zusammen stricken, die abgehobene Masche über die gestrickte ziehen"

DROPS Design 22.11.2018 kl. 09:31:

Liebe Mareike, Danke für den Hinweis, deutsche Anleitung wird korrigiert. Viel Spaß beim stricken!

Elżbieta 20.07.2018 - 20:28:

Uwielbiam pastelowe kolory

Dewasmes 14.07.2018 - 08:35:

Lavande

Wilma 12.06.2018 - 15:51:

Supermooi patroon

Isabel Pinho 05.06.2018 - 16:18:

Cores fantásticas.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-24

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.