Jacinthe Laflamme skrifaði:
Bonjour, pour lee modèle de chaussettes Kerry Waves, est ce que je fais suivre les laines tout le long des chaussettes où bien je coupe les laines à chaque changement de couleurs. Merci
03.04.2024 - 12:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Laflamme, comme les rayures ne sont pas très hautes, il vaut mieux faire suivre les fils à l'intérieur (sur l'envers). Bon tricot!
03.04.2024 - 13:22
Aleksandra skrifaði:
Hi, great pattern, I love it! I'm just missing one part. What does the phrase "work all stitches together 2 by 2" mean? I don't get how to close the toe. Ty in advance for the answer
08.11.2021 - 02:55DROPS Design svaraði:
Hi Alexandra, This means that you knit together the first 2 stitches, then knit together the next 2 stitches and so on, to the end of the round. Happy knitting!
08.11.2021 - 07:19
Germana skrifaði:
Salve, è possibile per questo modello utilizzare i ferri circolari? Is it possible to use circular needles? thanks
25.07.2020 - 13:02DROPS Design svaraði:
Buongiorno Germana. Sì, può usare i ferri circolari. Buon lavoro!
25.07.2020 - 13:51
Aud Milevasslien Kloppbakken skrifaði:
Hei jeg lurer på om det ikke går and å bytte garne i denne oppskrifta med Drops Faber i stedefor Drops Nord. M. V. H. Aud Milevasslien Kloppbakken
02.02.2019 - 11:28
Karin Van Der Kleij skrifaði:
Ik heb deze sok gebreid en vond het een redelijk duidelijk patroon (ben een beginnende sokkenbreister :) Af en toe moest ik wel even een paar keer de tekst overlezen om te snappen wat er nu precies werd bedoeld, maar uiteindelijk is het gelukt. Heb ca 4 dagen over 1 sok gedaan. Dank voor het patroon, de sok is mooi geworden!
27.01.2019 - 19:12
Puigrenier skrifaði:
Bonjour, Tout d’abord merci pour votre site qui est très riche de conseils et présentation de modèles . Ma question: que signifie: « appartient au groupe de fil A . » Merci
08.09.2018 - 22:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Puigrenier et merci. Nos différents fils à tricoter sont classés par groupe en fonction de leur échantillon. Retrouvez ces différents groupes ici. Bon tricot!
10.09.2018 - 09:06
Nathalie B skrifaði:
Si je veux réaliser ce modèle en une seule couleur, quel poids de laine faut-il prévoir?
03.09.2018 - 08:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Nathalie B., vous trouverez ici un modèle de chaussettes tricotées en côtes 2/2 en uni - utilisez le convertisseur pour connaître la quantité nécessaire en fonction de la taille e de la qualité choisie. Bon tricot!
06.09.2018 - 09:36
Merry Waves#merrywavessocks |
|
|
|
Prjónaðir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Nord með röndum. Stærð 35-43.
DROPS 189-38 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- RENDUR Á STROFFI / LEGG: 6 umferðir með litnum púðurbleikur, * 4 umferðir með litnum bleikfjólublár, 4 umferðir með litnum ljós beige, 4 umferðir með litnum natur, 4 umferðir með litnum púðurbleikur *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. RENDUR Á FÆTI: * 4 umferðir með litnum púðurbleikur, 4 umferðir með litnum bleikfjólublár, 4 umferðir með litnum ljós beige, 4 umferðir með litnum natur *, prjónið frá *-* þar til prjóna á tá. LEIÐBEININGAR: Til að styrkja hælin er hægt að prjóna allan hælinn og hælúrtökuna með 2 þráðum þannig: Notið þráð bæði innan í og utan með dokkunni og prjónið 1 lykkju til skiptis með sitt hvorum þræðinum. Með þessu þá færðu aðeins þykkari hæl án þess að prjóna með tvöföldum þræði. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 14-14-16 lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKAR: Fitjið upp 64-68-72 lykkjur jafnt yfir á sokkaprjón 2,5 með litnum púðurbleikur. Prjónið RENDUR Á STROFFI / LEGG – sjá útskýringu að ofan. Prjónið stroffprjón með 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram í stroffprjóni þar til rendur hafa verið prjónaðar til loka (stykkið mælist ca 16-16-16 cm). Setjið fyrstu 38-42-42 lykkjur á þráð (= mitt ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 26-26-30 lykkjum á prjóni (= hællykkjur). Lesið LEIÐBEININGAR! Prjónið sléttprjón með litnum púðurbleikur fram og til baka yfir hællykkjur í 5-5½-6 cm. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. Fækkið síðan lykkjum fyrir hæl – sjá HÆLÚRTAKA! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 13-14-16 lykkjur hvoru megin við hæl með litnum púðurbleikur og 38-42-42 lykkjur af þræði eru settar til baka á prjóninn = 78-84-90 lykkjur. Prjónið síðan RENDUR Á FÆTI – sjá útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 38-42-42 lykkjur ofan á fæti. Prjónið síðan stroffprjón ofan á fæti og sléttprjón undir fæti, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan 38-42-42 lykkjum ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogana í stað fremri), þær 2 fyrstu lykkjur á eftir 38-42-42 lykkjum eru prjónaðar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 13-13-15 sinnum = 52-58-60 lykkjur. Haldið áfram með rendur á fæti þar til stykkið mælist 18-19-22 cm frá prjónamerki á hæl, nú eru eftir 4-5-5 cm til loka lengdar. Setjið nú 1 prjónamerki í hvora hlið, þannig að það verða 26-29-30 lykkjur á milli prjónamerkja. Prjónið síðan sléttprjón yfir allar lykkjur með litnum púðurbleikur, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin. Fækkið lykkjum á undan prjónamerki þannig: 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: 2 lykkjur snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 4-5-5 sinnum og síðan í hverri umferð 5-5-6 sinnum = 16-18-16 lykkjur eftir á prjóni. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #merrywavessocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 189-38
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.